Þjóðviljinn - 30.12.1989, Side 7
Ný heimsmynd
Hrun kommúnismans
Sigur lýðræðisins
Árið 1989 verður í sögunni
helgað lýðræðisbyltingunni í
löndum Austur-Evrópu. Fólkið
tók völdin í eigin hendur og
krafðist frelsis og réttlætis.
Kommúnisminn var hrópaður
niður. Leiðtogar flokksins voru
reknir úr valdastólum, dæmdir
fyrir svik og spillingu. Persónu-
gervingur siðleysis og stalínisma,
einræðisherrann í Rúmeníu, sem
gert hafði flokkinn að eign fjöl-
skyldu sinnar var tekinn af lífi að
kvöldi jóladags.
Hin unga kynslóð í Aust-
ur-Evrópu birtist baráttuglöð á
sjónvarpsskjám um heim allan,
táknmynd frelsis og hugdirfsku,
fyrirheit um nýja tíma. Dagur
lýðræðiskynslóðanna var runn-
inn upp. Saga kommúnismans að
kvöldi kominn.
Unga fólkið sem söng og hló á
rústum Berlínar-múrsins, fulltrú-
ar Samstöðu sem tóku við stjórn-
inni í Póllandi, frjálsar kosningar
í Ungverjalandi, afhjúpun spill-
ingarinnar og hóglífisins í heim-
kynnum flokksaðalsins í Aust-
ur-Pýskalandi, barátta óbreyttra
borgara við ógnarsveitir Ce-
ausescus - ótal atburðir hafa á
fáeinum vikum gjörbreytt
heimsmyndinni.
Einstök ártöl verða tákn mik-
illa atburða. Sprengikraftur síð-
ustu vikna ársins 1989 er slíkur að
áhrifanna mun gæta í marga ára-
tugi. Á fáeinum vikum hrundi
kommúnisminn í Austur-Evrópu
eins og spilaborg. Fólkið feykti
burt því stjórnarkerfi sem margir
töidu að yrði eilífðarvél. Sagan
verður aldrei söm. Ný og gjör-
breytt heimsmynd er að skapast á
rústum hruninna múra.
Gjjaldþrot lenínismans
Kenningin um úrvalsflokkinn
og alræði öreiganna hefur í ára-
tugi verið helsti þátturinn í skipt-
ingu hreyfingar jafnaðarsinna í
andstæðar fylkingar. Þeir sem
fylgdu braut lýðræðis og fjöl-
flokkakerfis vildu hafa í heiðri
leikreglur þingræðisins og treysta
fólkinu sjálfu til að skapa söguna
og varðveita valdið. Byltingar-
sinnarnir, lærisveinar Leníns,
trúðu hins vegar á úrvalssveitina
og boðuðu að alræði öreiganna í
höndum kommúnistaflokksins
væri lykillinn að hliðum fyrirheita
landsins.
Kommúnisminn var grundvall-
arþátturinn í stjómkerfiskenn-
ingu Sovétríkjanna og í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar síðari var
honum komið á með hervaldi í
mörgum löndum Austur-
Evrópu. Lenínisminn var formúl-
an sem kommúnistaflokkarnir
beittu til þess að réttlæta vald sitt.
Úrvali verkalýðsstéttarinnar væri
best treystandi til að móta sög-
una. Flokkurinn væri vettvangur
hinna útvöldu. Kommúnistarnir
bæra af öðrum mönnum. Flokk-
ur þeirra væri siðferðisgrund-
völlur ríkisvaldsins.
Lenín varð að tákni hinnar
nýju yfirstéttar. Hann varð hinn
nýi guð. Styttur voru reistar,
myndir og merki borin honum til
dýrðar.
Saga mannkynsins geymir
fjöldamargar frásagnir af kenn-
ingum sem reyndust ekki annað
en villuljós og blekkingarvefur.
Þeirra blómaskeið var stutt því
veruleikinn sjálfur er miskunnar-
laus gagnrýnandi. Hrun komm-
únismans í löndum Austur-Evr-
ópu - frelsishreyfing fólksins
sjálfs - hefur dæmt kenningar
Leníns í úreldingardeild mann-
kynssögunnar og sett þær á haug-
inn með falshugmyndum fyrri
alda.
í tæpa öld hefur jafnaðarhreyf-
ingin liðið vegna mótsagnarinnar
milli lenínismans annars vegar og
lýðræðisins hins vegar. Veru-
leikinn sjálfur hefur nú kveðið
upp sinn ótvíræða dóm. Komm-
únisminn, framlag Leníns og So-
vétríkjanna til hugmyndasögu
veraldarinnar, hefur beðið end-
anlegan ósigur. Fólkið sjálft
svipti honum burt á fáeinum vik-
um. Jafnaðarstefna lýðræðissinn-
anna hefur reynst sigursæl. Sam-
tvinnun jafnaðar og lýðræðis er
sú kenning sem ber í sér frelsisþrá
fólksins og kraft nýrrar sköpun-
ar. Jafnaðarhreyfing Evrópu get-
ur nú á ný sameinast undir einu
merki, tákni frelsis, jafnréttis og
bræðralags.
Hin spillta yfirstétt Austur-
Evrópu gerði að lokum sjálf útaf
við kommúnismann. Hinar nýju
kynslóðir lýðræðissinna og hug-
djarfra andófsmanna vefa nú
saman á ný hugsjónir jafnaðar-
stefnu og lýðræðis.
Handhafar flokksins:
Hin spillta yfirstétt
Kommúnistaflokkamir sóttu
tilverurétt sinn í kenninguna um
úrvalssveit verkalýðsstéttarinn-
ar. Alræði öreiganna var fest í
sessi með einokun Flokksins á
öllu valdi. Lýðræðislegar kosn-
ingar voru úr sögunni. Sjálfstæð-
um fjöldahreyfingum var útrýmt.
Áramótagrein
Ólafs Ragnars
Grímssonar,
formanns Al-
þýðubandalags-
ms
Gagnrýnendur voru ýmist
hnepptir í fangelsi, settir í þræla-
búðir eða teknir af lífi. Kommún-
istaflokkarnir breyttust á
skömmum tíma í spillta yfirstétt.
Flokksmennirair voru sviptir
sjálfstæðum vilja. Foringjarnir
urðu handhafar flokksviljans.
Á sama tíma og skortur á flest-
um lífsnauðsynjum og hversdags-
legum þægindum nútímans varð
hlutskipti alþýðunnar í lýðveld-
unum sem við hana voru kennd
bjó yfirstétt kommúnistaflokk-
anna í vellystingum og skóp sér
forréttindi sem skáru sig svo úr
hversdagslegu hlutskipti fjöldans
að helst verður líkt við líf aðalsins
í lénsveldum fyrri alda. Handhaf-
ar flokksins hófu sjálfa sig til vegs
og dýrðar. Þeir bjuggu í sérstök-
um hverfum þar sem ekkert
skorti. Þeir einir höfðu aðgang að
sérverslunum með lystisemdum
Vesturlanda. Þeir voru fluttir í
glæsibifreiðum á sérstökum ak-
brautum og höfðu einir aðgang
að umheiminum.
Kenning Lem'ns um úrvals-
flokkinn reyndist hentugt tæki í
höndum hinnar nýju yfirstéttar.
Hún fól í sér réttlætingu forrétt-
inda og sérstöðu. Hún tryggði
valdið og skóp vopn til að berja
niður andstöðu. Flokkurinn og
Hreyfingin voru myndbirting
hins æðsta valds.
í ádeiluritum fyrr á öldinni
vöruðu lýðræðissinnarnir við af-
leiðingum Lenínismans. Þeir á-
réttuðu að kenningin um úrvals-
flokkinn myndi á skömmum tíma
breytast í afskræmingu. Bylting-
arflokkurinn myndi gera sjálfan
sig að aðalstétt alþýðunnar. Sag-
an hefur gert þessa viðvörun að
sannleiksorðum. Myndirnar frá
heimkynnum Honeckers og öðr-
um höfðingjum kommúnista-
flokks Austur-Þýskalands skópu
reiðiöldu sem reis svo hátt að fall-
þungi hennar braut í mél valda-
kerfi kommúnistaflokksins. Af-
taka Ceausescus var fordæming á
kenningunni sem að lokum gerði
stjómkerfið og flokkinn sjálfan
að fjölskyldueign.
Lýðræ&iskynslóð
og andófshreyfingar
Sannleikurinn um valdakerfi
kommúnismann hefur lengi verið
ljós öllum þeim sem hann vildu í
raun og veru þekkja. Andófs-
hreyfingar hafa í áratugi verið
málsvarar réttlætis og lýðræðis í
Sovétríkjunum og öðrum lönd-
um Austur-Evrópu. Gúlagið er
löngu kunnugt þeim sem vildu
vita. Þar var tilvist þeirra sem
dirfðust að orða sjálfstæða hugs-
un. Pastemak og Soltsénitsín
voru fordæmdir og bækur þeirra
bannaðar. Sakharov var settur í
stofufangelsi í Gorkí. Dubcék sat
í einangrun umlukinn opinberri
þögn. Lech Walesa var sviptur
öllum rétti. Havek var á skrá
hinna útskúfuðu og Charta-77 of-
sótt hreyfing ofurhuga sem sífellt
áttu útlegðina á hættu.
Vonameisti andófshreyfing-
anna slokknaði þó aldrei með
öllu. Ljós lýðræðisins logaði í
myrkrinu. Ný kynslóð óx úr
grasi. Árið 1968 varð tákn lýð-
ræðishreyfingar í hugmynda-
heimi Vesturlanda og einnig
vorsins í Prag. Hin vestræna kyn-
slóð frá árinu 1968 skóp sjálf sína
sögu en vorið í Prag varð að
löngum vetri á fáeinum dægrum.
Tíminn leið og nýjar kynslóðir
uxu úr grasi í austurvegi, böm að
aldri þegar vetur harðstjómar-
innar frysti vonir vorsins. Sókn-
djörfustu lýðræðissinnamir frá
árinu 1968 gerðust forystumenn
andófshreyfinganna. Tækniöld
nýrrar fjölmiðlunar dró smátt og
smátt máttinn úr hugmyndaein-
okun flokksræðisins. I Sovétríkj-
unum gerðist Gorbatsjov braut-
ryðjandi afhjúpunarinnar. Lyg-
um fortíðarinnar var varpað burt.
Ógnir Stalínstímans voru ekki
lengur leyndarmál. Einokun
Flokksins á öllu valdi var vikið til
hliðar. Kommúnistaflokkamir
gátu ekki framar skákað í skjóli
hervalds. Varsjárbandalagið var
ekki lengur samtryggingarkerfi
kommúnistaflokkanna í Aust-
ur-Evrópu. Þeir urðu að standast
dóm fólksins eða tortímast ella.
Uueántaour30.dMM)bw19eaNÝTTHELaARBUU>>SlBA7