Þjóðviljinn - 30.12.1989, Síða 8
Á þeirri stundu runnu saman í
einn farveg undiralda þeirra
andófshreyfinga sem í áratugi
höföu varöveitt málstað réttlætis-
is og kynngikraftur þeirra lýð-
ræðiskynslóða sem nú gengu ung-
ar að árum um götur gjörvallrar
Austur-Evrópu og sóru frelsinu
hollustueiða. Á fáeinum vikum
fann fljótið mikla sér nýjan far-
veg. Hinar ungu kynslóðir gerðu
forystumenn andófshreyfing-
anna að nýjum leiðtogum sínum.
Foringjum kommúnistaflokksins
var vikið úr stjórnstofnunum,
fólkið sjálft skyldi í frjálsum
kosningum velja sér nýja forystu.
Þingræðið ætti að leysa alræði ör-
eiganna af hólmi. Stefna lýðræðis
og jafnaðar kæmi í stað kenning-
ar Leníns sem í afskræmdri mynd
hafði í áratugi verið réttlæting
einræðis og kúgunar. Það var
samtvinnun andófshreyfinga
fyrri áratuga og hinna nýju lýð-
ræðiskynslóða í austurhluta Evr-
ópu sem á fáeinum vikum gerði
hrun kommúnismans að sögu-
legri staðreynd.
Áhrifin
Sumir atburðir eru svo stór-
brotnir að það tekur áratugi og
jafnvel aldir að meta áhrif þeirra.
Slíkir atburðir hafa síðustu vikur
verið að birtast okkur í Austur-
Evrópu. í sjónhendingu er þó
skýrt að álfan okkar og reyndar
heimurinn allur verða aldrei aftur
söm og áður.
Nær aldargamalli glímu
kommúnismans og jafnaðar-
stefnu lýðræðissinnanna er lokið.
Niðurstaðan er ótvíræð. Lýðræð-
ið hefur vikið lenínismanum til
hliðar.
Dagar kalda stríðsins eru tald-
ir. Grýlan úr austri er ekki lengur
fjaldgeng á umræðuvettvangi.
tórveldin leita á hversdagslegan
hátt lausna á sameiginlegum
vandamálum. Fækkun herafla á
meginlandi Evrópu, brottflutn-
ingur erlendra hersveita og af-
nám herstöðva eru nú rædd í al-
vöru. Það er ekki lengur spurt
hvort bandarískur her verður
fluttur brott frá Vestur-Evrópu
og sovéskur her fluttur frá aðild-
arlöndum Varsjárbandalagsins,
heldur spurt hvenær, og hve
hratt.
Sameining Þýskalands gerist
dag frá degi. Sameiginleg saga,
menning og tunga færir þýsku
þjóðina saman á ný og lýðræðis-
hreyfingin í austurhlutanum hef-
ur brotið á bak aftur réttlæting-
una fyrir tveimur ríkiskerfum.
Sameinað Þýskaland mun í senn
setja endapunktinn aftan við arf-
leifð Leníns og vofu Hitlers.
Ný Evrópa er í sköpun. Hún
birtist ekki aðeins í markaðs-
bandalagi sem byggt er á Róm-
arsáttmála heldur einnig í tengsl-
um nýju lýðræðisríkjanna í aust-
urhluta álfunnar við mannrétt-
indaskipulag, umræðufrelsi og
fjölflokkalýðræði í okkar hluta
álfunnar. Efnahagsleg og stjórn-
málaleg nýsköpun Evrópu verð-
ur brýnasta verkefni næstu ára.
Hrun kommúnismans mun á
fáeinum árum umbreyta sam-
skiptum stórveldanna og klæða
öll tengsl austurs og vesturs í nýj-
an búning. Þjóðir heims geta snú-
ið sér að sameiginlegum verkefn-
um: að brúa bilið á milli norðurs
og suðurs og forða lífríki jarðar
frá tortímingu.
Jafnaðarstefnan
Hrun kommúnismans hefur
veitt jafnaðarstefnu lýðræðis-
sinnanna nýjan lífsþrótt. Sá sósí-
alismi á einn rétt á sér sem byggð-
ur er á hugsjónum réttlætis,
mannréttinda og raunverulegs
lýðræðis. Jafnaðarstefnan er
samnefnari þessara hugmynda.
Hún tvinnar saman það besta úr
lýðræðisarfi Vesturlanda og rétt-
lætiskröfum verkalýðsstéttarinn-
ar. Þær frelsishreyfingar í Asíu,
Suður-Ameríku sem til lengdar
hafa fengið mestan hljómgrunn
hjá fólkinu sjálfu hafa ennfremur
skipað sér undir merki jafnaðar-
stefnu. Jafnvel ítalski kommún-
istaflokkurinn, sem margir töldu
á síðasta áratug vera fyrirmynd
að nýjum og Iýðræðislegum
Evrópu-kommúnisma, ræðir af
kappi tillögur forystusveitarinnar
um að flokkurinn taki sér nýtt
nafn, leggi tákn hamars og sigðar
til hliðar, og sæki um formlega
aðild að Alþjóðasambandi jafn-
aðarmanna.
Alþjóðasamband jafnaðar-
manna - Socialist International -
hefur á undanförnum árum orðið
öflugur samstarfsvettvangur
jafnaðarmannaflokka frá öllum
heimsálfum. Þjóðfrelsishreyf-
ingar frá löndum Mið-Ameríku
og Asíu hafa þar tekið höndum
saman við verkamannaflokka og
róttæka sósíalistaflokka ur lýð-
ræðishreyfingu jafnaðarsinna í
Evrópu. Aðild íslenska Alþýðu-
flokksins að þessum félagsskap
hefur í hugum margra hérlendis
skapað ranga mynd af stefnu-
grundvelli og baráttuáherslum
Alþjóðasambands jafnaðar-
manna, enda hefur flokkurinn
hér lítt haldið á lofti þeim róttæku
hugmyndum sem þar hafa komið
fram á undanförnum árum.
Margt bendir nú til þess að þessi
alþjóðlega hreyfing jafnaðar-
manna geti orðið tengibrú milli
lýðræðishreyfinganna í löndum
Austur-Evrópu og þeirra sem
vestar í álfunni hafa áratugum
saman ofið í eitt hugsjónir jafn-
aðar, réttlætis og lýðræðis.
Þegar lenínisminn er úr sög-
unni og stjórnkerfi kommúnista-
flokkanna hefur verið steypt af
fólkinu sjálfu er lýðræðisleg jafn-
aðarstefna í senn eini arftaki rétt-
lætishugsjónanna sem urðu til á
síðustu öid í brjóstum verkalýðs-
ins í iðnborgum Evrópu og tákn
vonar mannkyns á okkar tímum
um nýja öld og örugga framtíð.
Jafnaðarstefnan er samnefnari
lýðræðis og félagslegs réttlætis.
Hún tengir saman þjóðir norðurs
og suðurs í leit að lausnum á sam-
eiginlegum vandamálum sem
blasa nú við mannkyni öllu. Hún
boðar frið og réttláta skiptingu
auðsins. Hún sýnir hvernig sam-
vinna getur forðað lífríki jarðar
frá tortímingu vegna mengunar
og óbeislaðrar gróðasóknar. Hún
er svar framtíðarinnar við drottn-
unarkröfum peningaaflanna.
Afvopnun
Hrun kommúnismans í
Austur-Evrópu færir afvopnun-
arhreyfingu síðustu ára nýjan
þrótt. Tilveruréttur hernaðar-
bandalaganna tveggja er brost-
inn. Varsjárbandalagið verður
sem formið eitt og NATO hefur
týnt lífsgrundvellinum, sjálfum
óvini sínum. Baráttan gegn her-
væðingu Evrópu hefur nú öðlast
óstöðvandi kraft.
NATO var ætlað að verja
Vesturlönd fyrir ógnuninni frá
austri. Atburðarásin hefur eytt
henni á örskotsstund. Sovéski
herinn mun halda á brott frá
austurhluta álfunnar. Aðildarríki
Varsjárbandalagsins sækjast eftir
náinni samvinnu við evrópsku
forysturíkin í NATO. Sovéskir
eftirlitsmenn munu senn heim-
sækja ísland í boði bandaríska
hersins! Brottför bandarískra
hermanna frá meginlandi Evrópu
er nú aðeins spurning um dag-
setningar og flutningshraða.
Þegar hættan af heimskomm-
únismanum er ekki lengur fyrir
hendi hafa hernaðarbandalögin
glatað öllu giidi sínu. Vopnin
verða tilgangslaus tól. Herinn
sóun á mannafla og fjármunum.
Hin nýja Evrópa verður hvorki
vettvangur fyrir herfylki Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna. Hin
efnahagslega nauðsyn knýr stór-
veldin til afvopnunar. Fólkið
krefst að fjármunum sé varið á
annan hátt þegar trúboðið um
hættuna miklu hefur misst sinn
tilverugrundvöll.
Afvopnunarhreyfingar Vest-
urlanda eignuðust nýja banda-
menn þegar lýðræðiskynslóðir
Austur-Evrópu brutu stjórnkerfi
kommúnismans á bak aftur.
Krafan um frið tengist ákalli um
lýðræði og jöfnuð. Þeir sem lengi
hafa setið á fremsta bekk í há-
kirkju NATO verða nú að skrifa
nýjan pistil á degi hverjum. Texti
gærdagsins hefur glatað öllu
gildi. Varnarbandalag gegn ein-
hverju sem ekkert er fær ekki
lengur staðist. Herstöðvar sem
reistar eru gegn hættu sem enginn
sér verða á skömmum tíma að
aðhlátursefni - tákn um veröld
sem var.
Á íslandi
Ragnarök kommúnismans í
austanverðri álfunni eru svo ein-
stæð í áhrifamætti sínum að allt
annað sem gerðist á liðnu ári
verður smátt í samanburði. Á-
hrifa þessara atburða mun gæta í
öllum löndum veraldar. Einnig
hér. Lærisveinar Leníns settu um
skeið sterkan svip á íslenska
sögu. Hún verður nú skoðuð í
nýju ljósi. Það sem ýmsir töldu
áður vera sannleik hreinan fær nú
óhjákvæmilega aðra mynd. Dóm
sögunnar flýr enginn.
Átökin um kenningar Leníns
og óvinarmyndir kalda stríðsins
skiptu íslenskum jafnaðarsinnum
í andstæðar fylkingar í áratugi. Sú
aðgreining á sér ekki lengur
neinar raunverulegar forsendur.
Lenínisminn fær nú að rykfalla
eins og aðrir safngripir sem til-
heyra fortíðinni. Kalda stríðið
hefur vikið fyrir víðtækum sam-
skiptum risaveldanna og mark-
vissri afvopnun. Hin nýju lýðræð-
isríki í austanverðri Evrópu eru
þó sá veruleiki sem veitti kalda
stríðinu banahöggið.
Sigur lýðræðisins og jafnaðar-
stefnunnar, friðsamleg sambúð í
stað vígvæðingar munu á
skömmum tíma breyta ýmsum
höfuðeinkennum íslenskra
stjórnmála. Flokkar sem eiga
sameiginlegar rætur í evrópskri
jafnaðarhreyfingu munu nálgast
hver annan og áhrif fortíðarinnar
á samskipti þeirra hverfa smátt
og smátt. Hraði þessara breyt-
inga ræðst þó af því hve fljótt
flokksfélagar, stuðningsmenn og
einstakir forystumenn ná að losa
hugsun sína úr fjötrum fortíðar-
innar og líta án hleypidóma til
verkefna framtíðarinnar. Þeir
eru að vísu til sem ekki mega til
þess hugsa að glata gömlum óvin
og endurtaka í sífellu formúlur úr
fornri baráttu. En einnig þeir
munu þegar dagur rís sannfærast
um að heimurinn er orðinn ann-
ar.
Ný utanríkisstefna
Deilan um dvöl bandaríska
hersins á íslandi og aðildina að
NATO hefur í áratugi skipt ís-
lenskum jafnaðarmönnum í tvo
flokka. Tortryggnin og stundum
fjandskapurinn sem um langa
hríð einkenndi samskipti Alþýð-
uflokksins og Alþýðubandalags-
ins átti sér sterkastar rætur í hörð-
um deildum um grundvallarat-
riðin í íslenskri utanríkisstefnu.
Afvopnunarþróunin á síðustu
misserum hefur smátt og smátt
verið að skapa nýjar forsendur á
alþjóðlegum vettvangi og hrun
kommúnismans í Austur-Evrópu
var það smiðshögg sem þurfti til
að sannfæra flesta um að nú væru
þáttskil.
Þegar ný lýðræðisríki rísa úr
rústum kommúnismans í austan-
verðri Evrópu og sovéski herinn
er settur til hliðar á stærstu stund
álfunnar frá stríðslokum þá
hrekkur einnig í sundur líftaugin
sem haldið hefur Atlantshafs-
bandalaginu saman. Verjendur
erlendra herstöðva á Islandi
vakna upp við nýjan veruleika.
Hinn þungi niður í atburðarás-
inni í Austur-Evrópu mun á
skömmum tíma leiða til lykta víð-
tæka samninga um brottflutning
sovéskra og bandarískra her-
manna frá meginlandi Evrópu.
Hernaðarbandalagið NATO get-
ur að vísu haldið áfram að vera til
en eðli þess mun breytast og
höfuðstöðvarnar verða í reynd að
pólitískum klúbbi. Herstöðvar á
erlendri grund verða á skömmum
tíma að rústum - minnismerki um
átök frá fyrri tíð.
Þessi þróun knýr á um að nú
þegar hefjist umræður um grund-
völl nýrrar íslenskrar utanríkis-
stefnu. Kjaminn í þeirri umræðu
á ekki að vera hvort bandaríski
herinn hverfi frá íslandi heldur
hvað tekur við þegar hann fer.
Verkefni framtíðarinnar felst
ekki í því að deila um aðild ís-
lands að NATO heldur varða
hinn nýja veg til veraldar þar sem
hernaðarbandalögin hafa glatað
gildi sínu og smáþjóðir sýna í
verki að þær lifa í sátt og samlyndi
við önnur lönd og heiminn allan.
Herinn og NATO geta ekki
lengur verið viðmiðun íslenskrar
utanríkisstefnu. Ný stefna verður
að taka mið af gjörbreyttum
heimi. Umræðan um hina nýju
íslensku utanríkisstefnu verður
prófsteinn á samstarfsvilja og
framtíðarsýn jafnaðarsinnanna í
íslenskum stjórnmálum.
Alþýðubandalagið —
flokkur íslenskra
jafnaðarmanna
Þegar öldur breytinganna rísa
hæst og sterkir vindar feykja
burtu fúnum stoðum er mikilvægt
að flokkar og fjöldahreyfingar
svari skýrt og án efa spurning-
unni: Hver ert þú og hvert ert þú
og hvert er förinni heitið?
Alþýðubandalagið hefur frá
upphafi verið eindregið fylgjandi
fjölflokka lýðræði og stjórn-
skipulagi þingræðis og mannrétt-
inda. A mælikvarða evrópskrar
hugmyndasögu hefur flokkurinn
fyrir löngu tekið af skarið í verk-
um sínum öllum og skipað sér í
sveit með jafnaðarmanna-
flokkum álfunnar og heimsins
alls.
Alþýðubandalagið er annar af
tveimur jafnaðarmannaflokkum
í íslenskum stjórnmálum. Það er
fyrst og fremst ólík afstaða til
utanríkismála sem skipt hefur ís-
lenskum jafnaðarmönnum í tvær
fylkingar. Forsenda þeirrar skipt-
ingar kann þó innan tíðar að
verða safngripur líkt og margt
annað.
Þótt Alþýðubandalagið sé
ótvírætt flokkur íslenskra jafnað-
armanna og geti í reynd ekkert
annað verið hafa ólík öfl oft á
tíðum reynt að dylja þessa stað-
reynd. Fjandmenn flokksins hafa
á löngum talið það henta vel í
baráttunni gegn Alþýðubanda-
laginu að reyna að festa á það
stimpil kommúnisma og gera
flokkinn að málsvara þeirrar
stefnu í íslenskum stjórnmálum.
Þessar tilraunir hafa þjónað vel
hagsmunum hægri aflanna. Slíka
tilburði í hinu daglega áróðurs-
stríði þarf þó lítt að óttast taki
flokkurinn sjálfur og félagsmenn
allir hispurslaust af skarið og sýni
í verki og málflutningi að Ál-
þýðubandalagið er sannur máls-
vari jafnaðarstefnunnar í íslensk-
um stjórnmálum.
Hitt er mikilvægara að félags-
menn flokksins sjálfs vandi vel í
daglegu tali áherslur og orðaval.
Hin gamla notkun gæluorðanna
„kratar“ og „kommar'1 getur
vissulega villt mönnum sýn ef
slíkir merkimiðar eru teknir bók-
staflega. Þessi gæluorð, sem oft-
ast eru notuð í léttum dúr, fela þó
í sér þær hættur að geta létt and-
stæðingunum áróðursverkin.
Þess vegna er best að Ieggja þau
til hliðar. Setja þau í lokaða
skápa með öðrum safngripum frá
liðinni sögu.
í orðræðu nútímans ber að
nota þá merkimiða eina sem veita
rétta mynd. Það eitt er í samræmi
við sannleikann og hinn rétta
hugmyndalega grundvöll. Feimni
við að nota orðin jafnaðarstefna
um málstað Alþýðubandalagsins
á sér engar efnislegar forsendur
og jafngildir aðeins ávísun á
óvissuna, andstæðingum flokks-
ins til ánægju. Tímarnir krefjast
heiðarlegrasvara. Alþýðubanda-
lagið er flokkur íslenskra jafnað-
armanna. Getur ekki verið ann-
að. Vill ekki vera annað.
Aldamót
í augsýn
Á morgun hefst síðari áfanginn
á leið okkar til nýrrar aldar.
Næsti áratugur mun umbreyta
heiminum öllum. Flokkar og
fjöldahreyfingar sem ætla sjálf-
um sér og málstað sínum stórt
hlutverk í þeirri þróun verða hik-
laust að takast á við hugmynda-
lega nýsköpun. Þeir sem eru
fangar fortíðarinnar munu fljót-
lega verða viðskila við fjöldann í
þeirri för sem nú er hafin. Alda-
mótin eru ekki aðeins tákn um
breytingar heldur einnig ávísun á
nýjan heim.
Við áramót heiti ég á Alþýðu-
bandalagsfólk um allt land að
taka af heilum huga virkan þátt í
því sköpunarverki.
Ég þakka fyrir samstarfið á
liðnu ári og færi landsmönnum
öllum óskir um heill og farsæld á
nýjum tímum.
Olafur Ragnar Grímsson
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989