Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 11
Ibúar í miöbæ Reykjavíkur hrukku upp við mikinn hvell í september þegar tvær öflugar dínamít- sprengjur voru sprengdar á almannafæri, önnur á Bergþórugötu og hin á Öldugötu. Leikurinn var svo endurtekinn í nóvember þegar svipuö sprengja sprakk í Þingholtunum. I bæði skipti sprakk fjöldinn allur af rúöum en sem betur fer urðu ekki slys á mönnum. Málin eru enn óupplýst. Siðgæði stjórnmálamanna var mikiö til umræðu á árinu, einkum og sér í lagi áfengisúttektir þeirra. Jón Baldvin Hannibalsson útvegaði 100 flöskur af freyðivíni og 6 flöskur af sterkara áfengi í fertugsafmæli Ingólfs Margeirssonar ritstjóra Alþýðublaðsins og gerðu yfirskoðunarmenn ríkis- reikninga athugasemdir við það. Mikill hasar upphófst I fjölmiðlum og lék fréttastofa Stöðvar 2 aðalhlutverkið þar. Jón Baldvin endurgreiddi svo vínið og baðst afsökunar á dómgreindarleysi sínu og Bryndís Schram hætti að starfa fyrir Stöð 2. FR'lKKl MtMN, t>ETTA £R EKKÍ 5PURNÍNG UM HÆFÍLEtKA HELDUR '\ fAYND FLOKKSiNS! SKILURÐU? „Nú verða formanni á mistök og skal þá varaformaður víkja." Þessi fleygu orð Gunnars heitins Thoroddsen komust aftur í hámæli á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október þegar Davíð Odds- son bauð sig fram til varaformanns gegn Friðriki Sophussyni. En það var á fleiri vígstöðum sem varaformenn urðu fyrir barðinu á óánægju með forystuna. Á landsfundi Alþýðubandalagsins f október kom til harðra átaka milli ólíkra arma í flokknum. Steingrímur J. Sigfússon sigraði Svanfríði Jónasdóttur I varaformannskjörinu. Atvinnuleysi færðist í aukana á árinu og mörg fyrirtæki sögðu upp öllum starfsmönnum sínum, m.a. mörg skipasmíðafyrirtæki. Loðnan gerðist jafn óútreiknanleg og síldin og virtist vera í feluleik. Fiskifræðingar höfðu spáð góðri vertíð en þrátt fyrir dauðaleit virtist loðnuna hvergi vera að finna. Rétt fyrir jól fengu nokkrir bátar loðnu en hún var mjög djúpt. Ljóst er nú að virðisaukaskatturinn tekur við af söluskattinum um áramót. Á ýmsu oekk þó við að ganga endanlega frá skattinum, einkum var deilt um hvort virðisaukaskatturinn ætti að vera með eitt eða tvö þrep. Niðurstaðan varð sú að virðisaukaskatturinn verður í einu þrepi, 24,5%, en algeng- ustu matvæli verða með ígildi lægra þreps þannig að skattur á þeim verði 15%. Og svo skall jólavertíðin á... Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.