Þjóðviljinn - 30.12.1989, Síða 18
IÞROTTAANNALL
Landsliðin í eldlínunni
Atburðir
vinsœlustu
íþróttagreina
hérlendis
lítillega
rifjaðir upp
íþróttir hafa verið mun minna í
heimsfréttunum á þessu ári en í
fyrra og skal engan undra yfir því.
Annað hvert ár eiga tveir stærstu
íþróttaviðburðir heims fastan
sess, þe. ólympíuleikar og
heimsmeistarakeppni í knatt-
spyrnu, og hefur því ríkt einskon-
ar millibilsástand á þessu ári. Þá
hafa hinir tíðu stórviðburðir í al-
þjóðamálum vitaskuld dregið úr
fréttagildi íþróttanna. íslenskir
íþróttamenn hafa hinsvegar haft í
nógu að snúast þetta árið sem
önnur og hrifu oft á tíðum þjóð-
ina með sér í leik sínum. Við
skulum stikla mjög á stóru um
nokkrar vinsælar íþróttagreinar.
Hlutu uppreisn æru
í upphafi árs höfðu íslendingar
varla náð sér eftir áfallið á ól-
ympíuleikunum haustið áður og
fór heldur lítið fyrir íþróttaanda
þjóðarinnar. Enda hefurþað loð-
að við landann að leggjast undir
feld þegar verr gengur en óskað
er eftir. Strákunum okkar einu
sönnu í handboltalandsliðinu
tókst að rífa upp þjóðarstoltið á
ný með glæsilegum árangri í B-
heimsmeistarakeppninni í Frakk-
landi. Eftir alltof lítinn undirbún-
ing léku þeir aldrei betur og fóru
eftirminnilega með sigur af
hólmi. íslendingar flykktust í
hundruða tali til Parísar til að
hvetja sína menn og hefur það
varla skemmt fyrir.
Eftir þetta hefur landsliðið
tekið því mun rólegar en við
eigum að venjast en undirbúning-
ur er rétt að hefjast fyrir A-
keppnina í Tékkóslóvakíu í fe-
brúar næstkomandi. Enda þótt
ýmsir landsliðsmannanna hafi
ætlað að hætta eftir B-keppnina
hefur tekist að smala öllum hópn-
um á ný og fer vel á því að kjam-
inn í besta landslið okkar fyrr og
síðar endi á meðal þeirra allra
bestu.
Landslið okkar 21 árs og yngri
stóð sig mjög vel á árinu, Liðið
vann sér þátttökurétt í loka-
keppni heimsmeistaramótsins og
tryggði sér rétt til að leika í næstu
keppni með fimmta sætinu. Þetta
lið verður að líkindum uppistað-
an í landsliði okkar á næsta ára-
tug og verða þessir leikmenn að
nálgast toppinn árið 1995 þegar
heimsmeistarakeppnin verður
haldin hér á landi (ef guð lofar,
því það á eftir að leysa hnútinn
varðandi handboltahöllina). Það
Iofar góðu að eiga svo frambæri-
legan mannskap, en framganga
HSÍ fyrir úrslitakeppni 21-árs
liðsins var til skammar og alröng í
alla staði. Árangur liðsins var svo
sannarlega ekki sambandinu að
þakka.
íslandsmótið í 1. deild karla
var sérlega skemmtilegt sl. vetur.
Nýju blóði hafði verið hleypt í
deildina með heimkomu nokkura
atvinnumanna og státuðu einstök
félög af liðum á heimsmæli-
kvarða. Eftir harða keppni fram-
an af við KR og FH höfðu Vals-
menn þó lang sterkasta liðið og
unnu mjög sanngjarnan sigur í
sterkri 1. deildinni. Þeir voru
einnig grátlega nálægt úrslitum í
Evrópukeppni meistaraliða. {
undanúrslitunum lék liðið gegn
Magdeburg frá A-Þýskalandi og
vann fyrri leikinn hér heima
nokkuð auðveldlega, 22-16.
Óheppnin elti Valsmenn í síðari
leiknum og töpuðu þeir 21-15 og
féllu þannig úr keppni vegna
færri marka á útivelli. Nægir að
kenna vítanýtingu Valsmanna
um ósköpin en alls fóru sjö víti
forgörðum í leikjunum tveimur!
Mikill uppgangur er nú í
íþróttalífi Garðbæinga, einsog
reyndar hjá grönnum þeirra í
Firðingum einnig. Stjarnan vann
eftirminnilega sigur í bikar-
keppnum karla og kvenna í hand-
bolta, en andstæðingarnir í úrs-
litaleik beggja kynja voru FH.
Nokkuð stór biti fyrir Gaflara að
kyngja. Og í knattspyrnunni
komst lið Stjömunnar í fyrsta
skipti í 1. deild karla eftir aðeins
eins árs dvöl í 2. deild.
Nú í haust hefur handboltinn í
1. deild verið mun jafnari og eiga
fjögur liða ágæta möguleika á
sigri: Valur, FH, Stjarnan og
KR. í 1. deild kvenna hafa Fram-
arar sýnt yfirburði á þessu ári
einsog undanfarin ár, en Stjarnan
virðist eina liðið sem getur veitt
þeim einhverja keppni.
Stórleikir
landsliösins
Landslið okkar í knattspyrnu
átti viðburðarríkt ár, þótt aðeins
væru leiknir sex leikir, og voru
lengi bundnar vonir við að liðinu
tækist að komast í úrslitakeppni
HM á Ítalíu næsta sumar. íslandi
hefur nefnilega aldrei gengið bet-
ur en samt fór svo að lið okkar
hafnaði í neðsta sæti.
Fyrsti leikur þessa árs í keppn-
inni var gegn Sovétmönnum í
Moskvu. Þar náði ísland þeim
undraverða árangri að skora hjá
heimamönnum - sem ekki höfðu
fengið á sig mark í 24 ár á heima-
velli - og að hafa með sér annað
stigið frá Moskvu - fyrst allra liða
frá upphafi í keppninni. Halldór
Áskelsson skoraði þetta sögulega
mark á síðustu mínútunum eftir
að Dobrovolskíj hafði riáð föryst-
unni beint úr aukaspyrnu.
Næst gerðu íslendingar marka-
laust jafntefli við Austurríki í
Laugardalnum eftir að hafa mis-
notað fjölda marktækifæra og var
staðan í 3. riðli þá mjög tvísýn.
Tap gegn sömu þjóð, 1-2 í Salz-
burg í ágúst, minnkaði mögu-
leikana talsvert og vonir okkar
fóru endanlega fyrir bí þegar A-
Þjóðverjar unnu 0-3 sigur í
Laugardalnum. í síðasta leik sín-
um hlaut landsliðið uppreisn æru
með öruggum sigri á Tyrkjum,
2-1. Þá var Siegfried Held hættur
með landsliðið og Guðni Kjart-
ansson gaf Pétri Péturssyni tíma-
bært tækifæri með liðinu, en hann
þakkaði fyrir sig með tveimur
mörkum. Vonandi semur ný
stjórn KSÍ ekki svo illilega af sér
og fyrri stjóm með fáránlegum
samningi við Herr Held. Löngu
er kominn tími til að leggja meiri
metnað í landslið okkar en að
tryggja því neðsta sætið í sífellu.
Hjá öðmm landsliðum vakti
glæsilegur árangur 21-árs lands-
liðsins athygli en hafnaði í öðru
sæti í sínum riðli í Evrópukeppn-
inni. Ma. sigraði liðið Hollend-
inga ytra og gerði tvö jafntefli við
V-Þjóðverja, en minnisstæðastur
er 4-0 sigur gegn Finnum þarsem
Sauðkrækingurinn Eyjólfur
Sverrisson skoraði öll mörkin.
Þessi frammistaða hans vakti
mikla athygli og hefur hann nú
gengið til liðs við Stuttgart í V-
Þýskalandi.
íslandsmótið í 1. deild hefur
varla nokkurn tíma verið meira
spennandi en í sumar og andstætt
árinu 1988 var ómögulegt að spá
fyrir um hvaða lið myndi hreppa
titilinn. Fyrir síðustu umferðina
áttu fjögur lið enn möguleika á
sigri og önnur fjögur voru í fall-
hættu. Þannig voru allir fimm
leikir lokaumferðarinnar úrslita-
leikir á sinn hátt. Augu manna
beindust einna helst að leik efsta
liðsins, FH, og þess neðsta,
Fylki. Úrslitin fóm á annan veg
en flestir héldu. Fylkir vann með
stórglæsilegu marki nýliðans
Kristins Tómassonar og þannig
var fslandsmeistaratitillinn í
höndum KA, sem sígraði 0-2 í
Keflavík. Þessi sigur Fylkis dugði
liðinu sk'ammt því Þór vann IA
óvænt á Akureyri. Árbæingar
féllu því í 2. deild - ásamt ÍBK - á
lakara markahlutfalli en Víking-
ar. Þegar öllu er á botninn hvolft
var sigur KA á íslandsmótinu
mjög sanngjam. Liðið tapaði að-
eins tveimur leikjum, báðum
nokkuð snemma í keppninni.
Þeirra besti leikmaður, Þorvald-
ur Örlygsson var valinn knatts-
pymumaður ársins og hélt síðan
utan til liðs við Nottingham For-
est í Englandi.
Það var ekki síður ánægjuleg
tilbreyting sl. sumar að einræði
Vals, Fram og ÍA í Evrópu-
keppnunum verður úr sögunni á
næsta ári. Framarar verða
reyndar áfram í keppninni þar-
sem þeir sigmðu KR-inga í fjör-
ugum bikarúrslitaleik, en KA og
FH hafa aldrei tekið þátt í keppn-
inni fyrr. Það verður ágætt að
hleypa nýju blóði í þessa leiki en
íslensku félagsliðin máttu sín lítils
í Evrópukeppnum á árinu. í
keppni meistaraliða glímdu
Framarar við fyrmm Evrópum-
eistara Steaua Búkarest frá Rúm-
eníu og töpuðu 4-0 og 0-1. Vals-
mönnum gekk nokkuð betur
gegn Dynamo Berlín í keppni
bikarhafa, en töpuðu þó 1-2 og
2-1. Þá töpuðu Skagamenn 0-2 og
4-1 fyrir FC Liege frá Belgíu.
í 1. deild kvenna höfðu Vals-
stúlkur yfirburði og sigrðu örugg-
lega, en Skaginn sigraði í bikar-
keppninni. Hinsvegar þótti Arna
Steinsen KR-ingur besti leikmað-
ur deildarinnar í ár.
íþróttamenn ársins
í körfuknattleiknum mistókst
Njarðvíkingum enn að sigra í
úrslitakeppninni og fóm
Keflvíkingar með sigur af hólmi
eftir skemmtilega keppni. Sú
breyting var gerð í haust að er-
lendum leikmönnum er á ný
heimilt að leika með liðunum og
hefur það sett meiri svip á keppn-
ina í haust. Styrkur liðanna hefur
breyst lítillega eftir getu þessara
leikmanna sem leika vitaskuld
lykilhlutverk með liðum sínum. í
haust. hafa Njarðvíkingar síðan
borið höfuð og herðáf yfil' önnur
lið og hljóta þeir að sigra í keppn-
inni í vor.
Sá íslenski ; íþróttamaður sem
vann hvað stærst afrek á árinu vár '
án vafa spjótkastarinn Sigurður
Einarsson. Hann stóð sig frábær-
lega á stigamótum erlendis og
náði loks að skyggja á keppinaut
sinn Einar Vilhjálmsson. Sigurð-
ur hafnaði í þriðja sæti stigamót-
anna, þarsem allir bestu kastarar
tóku þátt, og var í kjölfarið valinn
fulltrúi Evrópu á heimsleikum.
Hann sýndi mjög stígandi fram-
farir á keppnistímabilinu og náði
mjög jafn góðum árangri á stór-
mótum. „Stóra kastið“ virðist
Sigurður þó enn eiga eftir og
verður fróðlegt að fylgjast með
honum í framtíðinni, rétt einsog
Einari Vihjálmssyni.
Nú er rétt í þessu verið að velja
íþróttamann ársins og kemur Sig-
urður vissulega sterklega til
greina í því kjöri. Einnig eru
margir knattspymu- og hand-
knattleiksmenn sigurstranglegir í
kjörinu sem ávallt vekur mikla
athygli. Fatlaðir hafa þegar valið
íþróttamann ársins í sínum
röðum og varð Sigrún Huld
Hrafnsdóttir fyrir valinu. Hún
sýndi einstakan árangur á árinu
og vann til fjölda gullverðlauna á
Norðurlanda- og heimsmeistara-
mótum. Þegar talað er um
íþróttamenn ársins má minna á
að Bjarni Friðriksson hefur 11
sinnum í. röð verið valinn júdó-
maður ársins, þótt aldrei hafi
hann náð að sigra í kjörinu.
-þóm
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989