Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 20
Fósturheimili Gott heimili óskast fyrir 11 ára stúlku. Upplýs- ingar hjá Hildi Sveinsdóttur félagsráðgjafa í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1990 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins ,,að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðl- ýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegurn Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita við- þótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og þ). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.” Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 1990. Eldri umsóknir ber að endur- nýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingargefurritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 699600. Reykjavík, 27. desember 1989 Þjóðhátíðarsjóður FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Austurbergiö 109Reykjavík ísland sími756 00 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Starfsáætlun vorannar1990 Fimmtudagur 4. janúar og föstudagur 5. jan- úar. Innritun í Kvöldskóla F.B. kl. 16.30-19.30. Laugardagur 6. janúar: Innritun í Kvöldskóla F.B. kl. 9.30-12.30. Fimmtudagur 4. janúar. Almennur kennarafundur, kl. 9.00. Deildarstjóra- og sviðsstjórafundur að loknum kennarafundi. Deildafundir kl. 13.00. Föstudagur 5. janúar. Nýnemakynning kl. 9.00. Mánudagur 8. janúar. Stundatöflur afhentar kl. 8.00-9.30. Kennsla hefst í dagskóla kl. 9.50. Kennsla hefst í kvöldskóla kl. 18.00. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Lausnir á jólaskákþrautum Hér birtast lausnir á jólaskák- þrautunum sem voru fimm tals- ins. Sú fyrsta var tiltölulega létt, nokkurskonar upphitun, en nókin þótt lausnin sé afar næstu þrjár all sæmilega þungar. skemmtilega og gengur vel upo: Sú síðasta bar af, hún er býsna Skákdæmi nr. 1. Hvítur mátar í 2. leik. Lausn: 1. De5 Kf7 eða - Kd7 2. e8(D) mát. Skákdæmi nr. 4. Hvítur leikur og heldur jafntefli. a b c d e f g h Lausn: 1. f4! Kc7! (Allsekki 1.... a5 vegna 2. f5! gxf5 3. h4 og hvítur fær vinningsstöðu) 2. fxg5 a5 3. Kg3 a4 4. Kh4 a3 5. g3! og hvítur verður patt! Skákdæmi nr. 2. Hvítur mátar í 3. leik. a b e d e f g h Lausn: 1. Bd6! Bxdó (1. ...Bc5 2. Da5 Kxdó 3. Dd8 mát eða 1.... c5 2. Be7 og 3. Db7 mát). 2. Dd8 Kc5 (2. ... c5 3. Da8 mát). 3. Da5 mát. Skákdæmi nr. 3. Hvítur mátar í 3. Ieik. 8 7 6 5 4 3 2 1 a b c d e f g h Lausn: 1. DH! Bb2 (1. ... Bc3 og 1. ... Bd4 2. Dd3, 1. ...Be5 ogl. Bf6 2. Df5 og mát í næsta leik) 2. Dbl! og mát í næsta leik. Einnig er hægt að leika 1. ... g3 sem er svarað með 2. Rg6+! hxg6 3. Dh3 mát. Jólahraöskákmót Útvegsbanka íslands Bestu skákmenn landsins munu tefla á hinu árlega jóla- hraðskákmóti Útvegsbanka ís- lands sem fram fer laugardaginn 30. desember. Mótið fer fram á 1. hæð í sal aðalbankans að Austur- stræti. Vegna mótsins verður bankinn opnaður fyrir áhorfend- um. Ásmundur Stefánsson for- maður bankaráðs mun setja mótið sem hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 18. Keppendur verða alls 18 og meðal þeirra eru Friðrik Ólafsson, sem hin síðari ár hefur ekki tekið þátt í annarri opinberri keppni, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins. a b c d e f g h Lausn: 1. Rf7+ Kg8 2. Rh6+ Kh8 3. Hb6! Bxb6 (ekki 3. ... a3 4. Kf8! gxh6 5. Bc3! og mátar) 4. Kf8! gxh6 5. Bc3 bl(R)! 6. Bal! (Ekki 6. Bb2 a3 7. Bal Ba5 8. d5 Bc3 9. Bxc3+ Rxc3 10. d6 Ra4!! 11. d7 Rc5 og svartur vinnur) 6. ... Ba57. d5+ Bc3! (eða7.... Rc3 8. d6 e3 9. d7 e2 10. d8 (D) el (D) 11. Df6 mát). 8. Bxc3+ Rxc3 9. d6 Rb5 10. d7 Rd4 11. d8(R)!! Re6+ 12. Rxeó h4 13. Rd8 h5 14. Rf7 mát. Kynngimagnað skákdæmi. Aðalfundur Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður hald- inn þann 17. janúar n.k. Fundurinn hefst kl. 14.00 stundvíslega að Borgartúni 18, kjallara. Fundarefni: venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Vélstjórafélag íslands Auglýsing frá ríkisskattstjóra HÚSNÆÐISSPARNAÐAR- REIKNINGUR Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkísskattstjóri reiknað út þær fjárhæðir er um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1990. Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 36.092 og hámarksfjárhæð kr. 360.920. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 9.023 og hámarksfjárhæð kr. 90.230. Reykjavík 18. desember 1989 RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.