Þjóðviljinn - 30.12.1989, Side 24
1
Lítt skreytt afmælisterta
íslensk kvikmyndagerð á af-
mæli um þessar mundir. Enda
þótt kvikmyndagerð hafi verið
iðkuð í einhverjum mæli um ára-
tuga skeið hefur upphafspunktur
eiginlegrar kvikmyndagerðar
jafnan verið settur þegar „vorið“
hófst fyrir 10 árum. Á þessum
tíma hafa verið gerðar um 30
kvikmyndir í fullri lengd sem er
alltof lítið til að viðhalda eðlilegri
þróun. Síðustu ár hafa aðeins
tvær kvikmyndir verið frumsýnd-
ar á hverju ári og var sá kvóti
óbreyttur í ár.
Snemma árs frumsýndu Guðný
Halldórsdóttir og félagar í Umba
kvikmynd hennar Kristnihald
undir Jökli, eftir samnefndri sögu
Halldórs Laxness. Síðla sumars
frumsýndi Þráinn Bertelsson síð-
an Magnús sem er hans sjötta
kvikmynd í fullri lengd. Bæði
þessi verk hlutu ágæta aðsókn og
voru sýndar svo mánuðum skiptir
í Stjörnubíói.
Skiptar skoðanir voru vitan-
lega um ágæti þessara kvikmynda
en í ljósi þess að íslendingar fara
ekki lengur að sjá íslenskar bíó-
myndir eingöngu vegna þess að
þær eru íslenskar má ætla að flest-
um hafi líkað nokkuð vel. Báðar
myndirnar báru á tíðum vott um
fagmennsku sem þekktist varla í
upphafi áratugarins.
Kristnihaldið var göldrótt eins-
ogsagan og hafði að geyma lipurt
myndmál, en gleymdi sér einnig
um of yfir texta Nóbelsskáldsins.
Magnús hafði að sama skapi sínar
ágætu hliðar en betur má ef duga
skal. Óvíst er um framfarir ís-
lenskra kvikmynda á næstu árum
þarsem framieiðslan verður að
vera meiri og fjölbreyttari. Nýir
Kórsöngur undir Jökli, úr kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur.
möguleikar eru hinsvegar að
opnast með fjölþjóðasjóðum.
Sjónvarpið sýndi þrjú ný sjón-
varpsleikrit á árinu. Flugþrá
Friðriks Þórs Friðrikssonar var
sýnd um páskana og uppfyllti því
■niður ekki kröfur undirritaðs,
eftir vel heppnaðar Skyttur tveim
árum áður. Næturganga, sem
Stefán Baldursson gerði eftir
handriti Svövu Jakobsdóttur, var
hinsvegar snotur saga sem gekk
ágætlega upp, en Nóttin, já nótt-
in hljóta að vera vonbrigði ársins
því meiri klisju er vart hægt að
hugsa sér.
Árið 1989 var einnig kvik-
myndahátíðarár og því var öllu
meira úrval af öðru en bandarísk-
um kvikmyndum að þessu sinni.
Hátíðin heppnaðist í flesta staði
ágætlega en henni eru settar
þröngar skorður með einhæfu
vali kvikmyndahúsaeigenda að
jafnaði. Fer ugglaust að verða
ástæða til að endurskoða tveggja
ára regluna og halda hátíðina ár-
lega.
Hér ætlar enginn að halda þvf
fram að bandarískar kvikmyndir
séu lélegar, því þaðan komu
vissulega margar af bestu kvik-
myndum ársins. Hinsvegar mætti
að skaðlausu sýna talsvert meira
af kvikmyndum frá öðrum þjóð-
um, en slæmt er það þegar jafnvel
breskar kvikmyndir hljóta ekki
náð hér á klakanum. Þetta er alls
ekki séríslenskt fýrirbrigði því
bandarískar kvikmyndir eru
hvarvetna lang vinsælustu kvik-
myndirnar í dag. Meira um það
síðar.
Af gömlum sið læt ég fylgja hér
lista yfir þær kvikmyndir sem
þóttu af einhverjum ástæðum
bera af öðrum á þessu ári. Valið
var einstaklega erfitt að þessu
sinni og margar góðar kvikmynd-
ir ná ekki inná listann, þar á með-
al margar mjög frambærilegar
kvikmyndir á vel heppnaðri
Kvikmyndahátíð. Uppgjörið nær
eingöngu til almennra sýninga og
Kvikmyndahátíðar, en aðrar há-
tíðir og Kvikmyndaklúbburinn
sýndu einnig frábær verk sem
mörg eru hinsvegar ekki af nýjara
taginu.
Það er athyglisvert að þótt fár-
ast sé yfir þröngsýnu vali kvik-
myndahúsa á bandarískum
myndum eru fjórar þarlendar
kvikmyndir á listanum og nokkr-
ar til viðbótar komu vel til álita.
Samt hafa jafnvel enn betri kvik-
myndir frá Bandaríkjunum ekki
enn komið til landsins, ss. Do the
Right Thing, sex, lies and video-
tape, Field of Dreams, Heathers
og When Harry Met Sally. í sama
mund verð ég einnig að lýsa von-
brigðum mínum yfir því að ekki
hafa borist hingað frönsku kvik-
myndirnar Roselyne et les lions,
Trop belle pour toi, La vie et rien
d‘autre, Monsieur Hire og
landinn á skilið að sjá mynd Pet-
ers Greenaways, The Cook, the
Thief, His Wife and Her Lover.
Marger fleiri góðar kvikmyndir
hafa auðvitað verið framleiddar á
árinu en listinn lítur þannig út
(innbyrðis röð getur breyst eftir
því í hvernig skapi undirritaður
er):
1.-3. Pelle erobreren, Danmörk-
Svíþjóð, Bille August.
1.-3. Blóðakrar (Hong gaoliang),
Kína, Zhang Yimou.
1.-3. Himmel iiber Berlin, V-
Þýskaland, Wim Wenders.
4.-7. Konur á barmi taugaáfalls
(Mujeres al borde de un ataque
de nervios), Spánn, Pedro Almo-
dóvar.
4.-7. Mississippi Burning,
Bandaríkin, Alan Parker.
4.-7. Stutt mynd um dráp/ást,
Pólland, Krzysztof Kieslowski.
4.-7. La famiglia, Ítalía, Ettore
Scola.
8.-11. Another Woman, Banda-
ríkin, Woody Allen.
8.-11. The Accidentai Tourist,
Bandaríkin, Lawrance Kasdan.
8.-11. A Fish Called Wanda,
Bretland, Charles Crichton.
8.-11. Mystery Train, Bandarík-
in, Jim Jarmusch.
Þarna vantar augljóslega mörg
verk og má þá td. nefna eftirtald-
ar myndir á Kvikmyndahátíð: Di-
stand Voices, Still Life, Kom-
missar, Salaam Bombay, Vernd-
arengillinn, Hanussen, Testim-
ony, Crazy Love og fleiri. Þá má
nefna kvikmyndir á borð við A
Cry in the Dark, The Big Blue,
Dangerous Liaisons, Ironweed,
Tucker og Björninn og eflaust
margar fleiri sem gleymast í þess-
ari upptalningu. Þá hefur Ba-
betta haldið veislu sína nánast allt
árið og er það vel.
-þóm
Ár gömlu brýnanna
Árið 1989 var ekki ár mikilla
byltinga eða nýjunga í rokk-
heiminum. Það var helst áber-
andi hvað eldri liðsmenn rokks-
ins áttu góða spretti en margir
þeirra gáfu út sínar bestu plötur í
áraraðir. Þar má nefna Lou Reed
sem gaf út plötu sem hann tileink-
ar stórborginni „New York“,
Bob Dylan sem gaf út meistarast-
ykkið „Oh Mercy“, sem er einkar
ljúf og fallega unnin plata, hvergi
yfirkeyrð og þagnirnar fá að
njóta sín. Bob Dylan hefur líka
sjaldan sungið betur en hann ger-
ir á Oh Mercy.
Breska tímaritið „Q“ velur í
síðasta tölublaði sínu 50 bestu
plötur ársins. Þar lenda gömlu
mennirnir margir með sínar
plötur. í umsögn sinni um „Oh
Mercy“ segir blaðið að platan sé
besta plata Dylans á þessum ára-
tug. Eric Clapton fer í 50-
flokkinn hjá Q með plötu sína
„Journeyman“, sem er eins og
„Oh Mercy“ hjá Dylan, besta
plata Claptons í háa herrans tíð.
Þá vekur athygli að Peter Gabriel
fer í þennan flokk með plötu sína
„Passion“, en á henni er tónlist
sem erkiengillinn samdi fyrir
mynd Martins Scorses, „The Last
Temptation Of Christ“. Q segir
plötuna að vísu líða nokkuð fyrir
það að Gabriel syngi ekkert á
henni en ef fólk hafi gaman af
tónlist tónlistarinnar vegna, þá sé
„Passion" plata sem fái hárin til
að rísa á höfði manns.
Af öðrum eldriborgurum
rokksins má nefna Paul
McCartney sem gaf út „Flowers
In The Dirt“, Van Morrisson
með „Avalon Sunset“og Neil
Yong gaf út plötuna „Freedom".
Allar þessar plötur verða að telj-
ast geyma hina ágætustu tónlist
og höfundar hennar fengu allir
nokkurs konar uppreisn æru fyrir
þær. Um „New York“ Lou Reeds
segir Q að á henni megi finna
skörpustu og mest grípandi lög
Reeds um hina sorglegu, vondu
og fallegu borg New York og
loksins hafi Reed fundið hentuga
menn til að vinna með. Það kem-
ur heldur ekki á óvart að „Steel
Wheels" Rolling Stones lendir
með 50 bestu plötum ársins.
Annar eins þrumu rokkari hefur
ekki komið fram lengi. Hins veg-
ar kemur meira á óvart að Tom
Petty skuli koma plötu sinni „Full
Moon Fever“ inn á þennan lista.
Því þó þessi plata sé ágæt fyrir
margt miðað við fyrri afrek Petty,
þá er hún ákaflega dauf og skilur
lítið eftir sig. Síðastur eldri
manna skal hér talinn David
Bowie. En hann henti diskóklæð-
unum á árinu og stofnaði hljóm-
sveitina Tin Machine sem gaf út
samnefnda plötu. Þar sýndi Bow-
ie að hann getur enn samið góð
rokklög og mörg laganna eru
hans bestu síðan 1979, eða í ára-
tug.
Fátt kemur á óvart í vali Q á
bestu plötum yngri hljómsveita
og tónlistarmanna. Mesta athygli
vekur að frönsk hljómsveit skuli
ná inn á þennan lista, en Bretar
eru ekkert allt of ginkeyptir fyrir
erlendum tónlistarmönnum. Það
er hljómsveitin Les Negresses
Vertes sem kemur plötu sinni
„Mlah“ inn á topp 50 og þarf svo
sem engan að undra. Stórgóð
plata Decon Blue, „When The
World Knows Your Name“, fær
náð gagnrýnenda Q. Enda er
Decon Blue ein forvitnilegasta
hljómsveit Bretlands um þessar
mundir, hún hefur sérstæðan stíl
sem er blandaður bæði rólegum
lögum og hörku rokki.
„Krossgötur" Tracy Chapman
eru á listanum. Q segir hana að
vísu bæta litlu við fyrstu plötu
Chapman sem sló eftirminnilega í
gegn, en samt megi greina á
henni framför í lagasmíðum.
Önnur ung kona, Neneh Cherry,
kemst á blað með hiphop plötuna
sína „Raw Like Sushi“ og aðeins
eldri stallsystir Annie Lennox
gerir það líka í félagi við fyrrum
eiginmann, Dave Stewart, með
Eurythmics plötuna „We Too
Are One“.
Fine Yong Cannibals hefur
Les Negresses Vertes náði að heilla Breta sem aðra upp úr skónum
með seiðmagnaðri tónlist.
Bob Dylan gaf út meistarastykki á þessu ári.
stöðugt verið að bæta sig og hafa
á þessu ári gert allt vitlaust í
Bandaríkjunum, þar sem þeir
selja milljónir eintaka af „The
Raw And The Cooked“. En sú
plata er mikil gæðasmíði og hefur
að geyma mörg dúndurgóð lög.
Pixies hefur á margan hátt gert
svipaða hluti og FYC, nema hvað
Pixies kemur frá Bandaríkjunum
og hefur verið að gera allt vitlaust
í Bretlandi. Tónlist þeirra er ann-
arrar ættar en tónlist FYC en á
annarri breiðskífu sinni „Doolitt-
le“, sem kom út á þessu ári, eru
miklar framfarir frá fyrstu plöt-
unni „Surfer Rosa“.
Hér er ekki hægt að telja upp
allar þær plötur sem Q telur bestu
plötur ársins 1989. En að lokum
skulu nefndar „Street Fighting
Years“ hljómsveitarinnar Simple
Minds, „Orginal Soundtrack“ S
Express, samnefnd plata Stone
Roses og „Holding Back The Ri-
ver“ hljómsveitarinnar Wet,
Wet, Wet. Sólóplata David
Byrne, „Rei Momo“ telur Q
einnig vera með bestu plötum
ársins.
Hér hefur ekki verið farið yfir
það helsta í íslenskri plötuútgáfu
á árinu en vonandi gefst tækifæri
til þess á dægurmálasíðu Nýs
Helgarblaðs snemma á nýju ári.
-hmp
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989