Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 32
STAÐGREÐSLA 1990 Ákveðið hefur verið að áður útgefin skattkort, þ.e. vegna áranna 1988 og 1989 skulu gilda áfram á árinu 1990. Þó með þeirri undantekningu að frá og með 1. janúar 1990, eru fallin úr gildi eftirfar- andi skattkort: Skattkort með uppsöfnuð- um persónuafslætti útgefin 1988 og 1989. Námsmannaskattkort útgefin 1988 og 1989. Ný skattkort, sem gilda fyrir árið 1990, verða einungis gefin út til þeirra sem öðlast rétt til þeirra í fyrsta sinn og á þeim verður aðeins tilgreint hlutfall per- sónuafsláttar, auk persónubundinna upplýsinga um launamanninn, en ekki skatthlutfall og upphæð persónuafslátt- ar. Áríðandi er að launagreiðandi athugi, að það skatthlutfall og sú upp- hæð persónuafsláttar sem fram koma á skattkortum útgefnum vegna áranna 1988 og 1989 falla úr gildi frá og með 1. janúar 1990. Frá og með 1. janúar 1990 ber því launagreiðanda að reikna stað- greiðslu af launum miðað við auglýst skatthlutfall og persónuafslátt og taka tillit til þess hlutfalls per- sónuafsláttar sem tilgreint er á skatt- korti launamanns. SKATTHLUTFALL STAÐGREIÐSLU Skatthlutfall staðgreiðslu er sameiginlegt skatthlutfall tekjuskatts og útsvars. Fyrir árið 1990 verður skatthlut- fall staðgreiðslu 39,79%. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1975 eða síðar, verður6%. Persónuafsláttur ársins 1990 hefur verið ákveðinn 250.200 kr. Mánaðarlegur persónuafsláttur verður þá 20.850 kr. Við útreikning á staðgreiðslu launa- manns á árinu 1990 ber launagreiðanda að nota: 1. Auglýsta upphæð persónuafsláttar fyrir árið 1990 en ekki þá upphæð persónuafsláttar sem tilgreind er á áður útgefnum skattkortum. 2. Hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti launamanns. Sjómannaafsláttur ársins 1990 verður 575 kr. fyrir hvern dag sem maður telst stunda sjómannsstörf. BREYTINGAR Breytingar sem kunna að verða á upp- hæð persónu- og sjómannaafsláttar síðar á árinu 1990 verða auglýstar sér- staklega, auk þess sem allir launagreið- endur, sem hafa tilkynnt sig til launa- greiðendaskrár RSK, munu fá orðsend- ingu um breytingar á fjárhæðum. Áríðandi erað launagreiðendur kynnisérréttskatthlutfallogskaltafslátt 1990 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI INGAPJpNUSTAN'SIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.