Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 5
Ríkissjóður Amarflugs- I I K seld Atlanta hf. staðgreiddi Arnarflugsþotuna á 440 milljónir. Ólafur Ragnar Grímsson: Tilboð Arnarflugs íþotunaíraun tilboðumleigusamning. Þotanferíleiguverkefni fyrir Finnair Flugfélagið Atlanta hf. keypti í gær Boeing þotuna sem ríkið leysti til sín frá Arnarflugi fyrir tæpu ári fyrir 7,1 milljónir dollara eða 440 milljónir íslenskra króna og staðgreiddi félagið þotuna. Þrjú tilboð bárust í flugvélina, frá Atlanta, ónefndum frönskum að- ila og Arnarflugi. Fjármálaráð- Afli 1989 Sjötta besta aflaáríð Heildarafli ársins 1.522 þúsund tonn Á síðasta ári var heildarafli landsmanna 1.522 þúsund tonn sem er sjötta árið f röð sem árs- aflinn er meiri en 1,5 ndljón tonn. Verðmæti aflans upp úr sjó verð- ur um 37,5 miljarðar króna á móti 30,7 miljörðum króna árið 1988 og hefur því aukist um 22,1%. Hins vegar er áætlað að út- flutningsverðmæti sjávarafurða verði 57,5 miljarðar króna á móti 45,2 miljörðum árið 1988. í doll- urum talið nemur verðmætið 1.013 miljónum á móti 1.052 miljónum árið 1988 sem þýðir samdrátt um 4%. Samkvæmt Fiskifélagi íslands var þorskafli nýliðins árs um 352 þúsund tonn sem er 6,4% minna en var árið á undan. Ýsuaflinn var í fyrra 60 þúsund tonn og hef- ur aukist um 13,2% frá árinu á undan. Sömuleiðis jókst grálúðu- aflinn úr 49 þúsund tonnum árið 1988 í 59 þúsund tonn 1989. Sömu sögu er að segja af ufsaafla sem jókst úr 74 þúsund tonnum árið 1988 í 77 þúsund tonn í fyrra. Hins vegar minnkaði karfaaflinn um 3 þúsund tonn á milli ára og var um 91 þúsund tonn á síðasta ári. -grh Hitaveita Suðumesja Hækkun frestað Hitaveita Suðurnesja hefur ákveðið að fresta ákvörðun um gjaldskrárhækkun og leggja þar með aðilum vinnumarkaðarins lið við það að reyna að ná niður verðiagi og vðxtum í landiuu. Stjórn hitaveitunnar ákvað þetta á fundi sínum 28. desember sl. í samþykkt fundarins segir að Hitaveita Suðurnesja hafi á und- anförnum árum hækkað gjald- skrá sina minna en orkufyrirtæki almennt. Nú sé hinsvegar þörf á hækkun en vegna þeirrar merku tilraunar sem aðilar vinnumark- aðarins eru nú að gera um lækkun verðlags og vaxta, lækkun verð- bólgu og betra efnahagslegs um- hverfis, samþykkir stjórnin að fresta ákvörðun um gjaldskrár- hækkun, í því skyni að leggja málinu lið. _sáf herra, Ólafur Ragnar Grímsson sagði í gær að tilboð Atlanta hefði reynst hagstæðast og tilboð Arn- arflugs hefði í raun verið að form- inu til kaupleigusamningur. Arngrímur Jóhannsson for- stjóri Atlanta sagði vélina fara í verkefni fyrir Finnair með ís- lcnskum áhöfnum. En félagið á eina flugvél fyrir sömu gerðar sem Arngrímur sagði fara í skoðun á sama tíma og hin yrði afhent. Atlanta staðgreiddi flugvélina og voru kaupin fjár- mögnuð í gegnum erlent fjánn- ögnunarfyrirtæki og sagði Arn- grímur Atlanta flugfélagið vera rekið með hagnaði. Ólafur Ragnar sagði Arnarflug hafa safnað nokkrum skuldum við ríkið og andvirði flugvélar- innar myndi renna upp í þá skuld sem væri nokkuð hærri en and- virðið eða rúmar 100 milljónir króna. Á næstu vikum þyrfti því að taka fyrir þessar umfram- skuldir Arnarflugs og það mál yrði rætt við forsvarsmenn félags- ins. Tilboð Arnarflugs í þotuna var í raun tilboð um að taka vélina á leigu, fyrst í eitt ár og síðan í tvö ár, með rétti til að hætta við að kaupa hana að þeim tíma liðnum, en greiða að öðru leyti aðeins ¦¦ HL jé ^^U^H^^B^^^^HB B ¦ E' k ^| ~ H ! - ¦ ^ jj Biw "' 1 HL4|. . ; •• i. ÉP^ K w ^W^- '^^—A 1 j fe, ...íw*** L/ l* ^^^ ¦ BHk^B :^ Ólafur Ragnar Grímsson og Arngrímur Jóhannsson undirrita kaupsamning Atlanta i gær. Mynd: Krístinn. leigugjald, sagði Ólafur Ragnar. Franska tilboðið hefði verið nokkru lægra en Atlandatilboðið og það hefði verið ánægjulegt að fá betra tilboð frá íslenskum að- ila. -hmp Fiskverð I ltf-1 fnuð óánægja Fáskrúðsfjörður: Kröfur sjómanna um hærrafiskverð er sjálfssprottin viðleitni til að fá kjörsín bætt. Verðlagsráðsverð er skammarlega lágt. Útgerðarmenn teljaþað verð lögbundið þófiskvinnsluarmurþeirragreiði hærra verð þegar honum þykir það henta Þegar síðast fréttist sat allt við hið sama f deilu sjómanna á Eskifirði, Vopnafirði og á Fá- skruðsfirði við viðsemjendur þeirra um hærra fiskverð. Um 100 manns eru á atvinnuleysis- skrá á Eskifirði eftir að land- verkafólki var fyrirvaralaust sagt upp stðrfum. Þá hafa viðsemj- endur sjómanna á Fáskrúðsfirði ekki við þá talað f þrjá daga og svo virðist sem þessi viðlcitni austfirskra sjómanna tíl að fá kjör sín bœtt sé að breiðast út til annarra svæða. Að sögn Eiríks Stefánssonar formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins á Fáskrúðsfirði er óánægja sjómannanna búin að gerjast meðal þeirra allt síðasta ár og þessar aðgerðir þeirra núna er sjálfsprottin viðleitni til að fá kjör sín bætt miðað við það sem togarasjómenn í öðrum lands- hlutum fá. Það er ýmist með yfir- borgunum eða með því að svo og svo mikill hluti aflans er sendur út með gámum eða með sölutúrum utan. Þessi óánægja er þó síður en svo ný af nálinni því sams skonar deilur urðu víða á Austur- landi og annars staðar á landinu sumarið 1987 þegar fiskverð var gefið frjálst í tilraunaskyni. Sjómennirnir telja það með öllu óviðunandi að þeir skuli ein- ungis vera á berstrípuðu. Verð- lagsráðsverði sem er alltof lágt og hreinlega til skammar en allt að 30 króna munur er á því verði og meðalverði þorsks sem greitt er að jafnaði á fiskmörkuðnum hér innanlands. Á móti telja útgerð- armenn að Verðlagsráðsverðið sé lögbundið þó svo að fisk- vinnsluarmur útgerðarmanna víðs vegar um landið telji sér fært að greiða hærra verð þegar þeim hentar. Svo dæmi sé tekið þá fá togar- asjómenn á Ólafi Bekki frá Ól- afsfirði greidda 6%-7% uppbót á þann þorsk sem landað er í heimahöfn og eins f á áhafnir tog- ara Þormóðs ramma hf. í Siglu- firði 7% uppbót á Verð- lagsráðsverðið. Þeir hafa gert kröfu um að fá 10%-15% hækk- un til viðbótar. Það mál skýrist ekki þó fyrr en 10. janúar þegar togararnir koma inn til löndunar eftír fyrsta túrinn á árinu. Kröfur sjómanna fyrir austan um hærra fiskverð eru mismun- andi frá einum stað til annars. Á Vopnafirði þar sem bæði smábát- asjómenn og áhafmr togaranna Eyvindar Vöpna og Brettings krefjast að 30% þess afla sem landað er innanlands verði greitt á frskmarksverði sem er hið sama og togarasjómenn á Eskifirði krefjast. Á móti hefur Aðal- steinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, Alli ríki, aðeins verið til viðræðu um að greiða 10% landaðs afla á markaðsverði. Á Fáskrúðsfirði er krafa sjómanna að aUt að 37% af lönduðum afla innanlands verði gerður upp á því meðalverði sem er á fiskmörkuð- unum á hverjum tíma. -grh NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 HitaVeitan Galli í innheimtu Uppgjör ársins 1989 nœr yfir síðustu 104 daga ístað 72 eins og var 1988. Innheimtan: Vonumst til að þetta komi ekkifyrir aftur „Við vonumst til að þetta þurfí ekki að endurtaka sig því vissu- lega er galli á þessu fyrirkomulagi og í mörgum tilvikum íþyngir það greiðslubyrðina hjá mörgum frá þvf sem áður var þar sem dagarn- ir sem borga þarf af eru mun fleiri," sagði Björg Pálsdóttir hjá innheimtudeild Hitaveitu Reykja- vfkur. Fjölmargir notendur hafa kvartað við innheimtudeildina út af uppgjöri síðasta árs sem nær yfir síðustu 104 daga ársins 1989 í stað 72 eins og var á árinu 1988 eða sem nemur einum mánuði og munar um minna. Sérstaklega þegar haft er í huga að greiða þarf reikningana í fyrrihluta þessa mánaðar sem er allajafna erfiður fjárhagslega eftir kostnaðar- saman desembennánuð. Að sögn Bjargar má rekja á- stæðuna til þessa fyrirkomúlags meðal annars til þess þegar inn- heimtudeild Hitaveitunnar tók við innheimtu Rafmagnsveitunn- ar á fyrrihluta síðasta árs og við þá breytingu datt einn mánuður út. Eftir það voru sendir út reikn- ingar sem náðu einum mánuði lengra fram í tímaim en áður og var það gert til samræmis við það sem tíðkast hjá öðrum orkuveit- um. „Þá lentu sumir í því að fá 3 mánaða reikning og þá var send stutt orðsending með á þeim reikningi til að skýra afhverju en það virðist hafa farið framhjá mörgum. En eins og ég segi þá erum við að leita leiða til að koma í veg fyrir að það þurfi að senda svona uppgjörsreikninga sem innihalda greiðslu fyrir jafn marga daga og nú," sagði Björg Pálsdóttir. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.