Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 11
ísland og Palestína Hvaða afstöðu hafa íslensk stjórnvöld tekið til Palestínumálsins? Ofangreind spurning vaknaði við þá ákvörðun, sem Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra tilkynnti 27. desember síð- astliðinn, að hann og kona hans hefðu þegið boð Moshe Arens utanrflasráðherra ísraels og konu hans um að koma í opinbera heimsókn til ísraels 3.-10. janú- ar. Sem kunnugt er hefur ferð þessari nú verið „frestað" vegna þess ó vissuást ands sem upp kom í ísraelskum stjórnmálum eftir að Weizman vísindaráðherra í stjórn Shamirs var vikið úr stjórninni fyrir að hafa átt í við- ræðum við fulltrúa hins nýstofn- aða Palestínuríkis og PLO. Utanríkisráðherra boðaði sér- staka yfirlýsingu um ástæðu frest- unarinnar, en sú yfirlýsing hefur ekki séð dagsins ljós, þannig að í heild verður ekki annað séð en að hér sé hið mesta klúður á ferð- inni. Hver átti tilgangurinn með þessari kurteisisheimsókn Jóns Baldvins að vera? Hverra erinda ætlaði hann að reka í þessari heimsókn og með hvaða hætti? Afstaöa íslands ísland hefur með tvennu móti tekið afstöðu til þessa máls á síð- astliðnu ári. Annars vegar á Al- þingi, hins vegar við atkvæða- greiðslu á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Ályktun Al- þingis er frá 18. maí s.l. og hljóð- ar svo: Þingsályktun um deilur ísraels og Palcstínumanna Alþingi ályktar að lýsa áhyggj- um sínum yfirþví ástandi sem rik- irfyrir botni Miðjarðarhafs og tel- urþað stöðuga ógnun við heimsf- riðinn. Alþingi skorar á ísraelsk stjómvöld að koma í veg fyrir manndráp á vamarlausum borg- urum og leggur áherslu á að þau virði mannréttindayfirlýsingu sameinuðu þjóðanna og 4. Gen- farsáttmálann um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum. Nauðsyn- legt er að báðir aðilar forðist of- beldisverk. Alþingi styður kröfuna um að tafarlaust verði haldin alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Samein- uðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila. Nauðsynlegt er að báðir aðilar sýni raunverulegan samkomulagsvilja og viðurkenni rétt hvor annars í samrœmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 181 frá 29. nóvember 1947, sem ásamt ályktunum Öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og nr. 338 frá 1973 eru sá grundvöllur er skapað getur varanlegan frið og öryggi í Austurlöndum nær. Alþingi leggur áherslu á að viðurkenna beri sjálfsákvörðun- arrétt palestinsku þjóðarinnar og tilverurétt ísraelsríkis. Einnig ber að viðurkenna rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samrœmi við ályktanir Sameinuðu þjóð- anna. Alþingi telur að ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Palestínu, PLO. Viðurkenning Palestínuríkis Þessi ályktun er í flcstum efn- um skýr og afdráttarlaus. Hún gengur út frá því að ályktun Sam- einuðu þjóðanna frá 1947 skuli vera sá grundvöllur sem leysa beri deiluna á. Það er ályktunin um skiptingu Palestínu á milli tveggja rfkja: ríkis Palestínu- manna og ísraelsríkis. ísland átti á sínum tíma nokkurt frumkvæði að því að þessi ályktun var sam- þykkt. Hún orkaði tvímælis gagnvart alþjóðarétti og fram- kvæmd hennar fól í sér gróf mannréttindabrot, fjöldamorð og eyðingu á arabískum byggð- um. En hún gerði ráð fyrir mynd- un tveggja rfkja. Þótt ekki sé það beinlfnis tekið fram í ályktun Al- þingis að tími sé kominn til að viðurkenna ríki Palestínumanna, þá má lesa það óbeint út úr álykt- uninni. En sem kunnugt er stofn- uðu Palestínumenn sitt ríki út frá þessari ályktun Sameinuðu þjóð- anna þann 15. nóvember 1988. Þegar hafa 92 ríki veitt hinu nýja Palestínuríki formlega viður- kenningu. Afstaöa Evrópu Austurríki er eina rfki Vesrur- evrópu sem veitt hefur slíka viðurkenningu, en önnur ríki ál- funnar hafa tekið upp meira og minna opinber samskipti við PLO á ráðherragrundvelli. Þetta á t.d. við um Bretland, en breski utanríkisráðherrann hefur oftar en einu sinni átt í opinber- um viðræðum við Jasser Arafat forseta Palestínu. í Frakklandi hefur opinber sendiskrifstofa PLO fengið stöðu sem „Skrifstofa Allsherjarsendi-, nefndar Palestínu", og Arafat hefur þegið opinber heimsóknar- boð forseta Frakklands. Utanríkisráðherra ítalíu Giul- io Andreotti fagnaði á sínum tíma stofnun Palcstínuríkis og skrifstofa PLO í Róm hefur verið nefnd „Skrifstofa Allsherjar- sendinefndar Palestínu". Á Norðurlöndunum hafa ríkis- stjórnir Finnlands, Svíþjóðar og Noregs átt formlegar viðræður við leiðtoga PLO, bæði í höfuð- borgum þessara landa og í höfuð- stöðvum PLO í Túnis. í yfirlýsingu Alþingis segir að „ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Pal- estínu, PLO". Þessi vinsamlegu samskipti hafa ekki orðið með Piltur (flóttamannabúðum f Ramallah á Vesturbakkanum. Ljósm. ólg. neinum formlegum hætti, og Þjóðviljinn hefur það eftir óstað- festum fregnum að íslenska utan- ríkisráðuneytið hafi ekki svarað vinsamlegu bréfi frá PLO, þar sem samtökin lýsi sig reiðubúin að framfylgja þessari stefnuyfir- lýsingu Alþingis. Sé þessi óstaðfesta fregn rétt er hún óvirðing við vilja Alþingis, íslensku þjóðina og Þjóðarráð Palestínu. Á vettvangi Sameinuöu þjóöanna ísland hefur einnig látið af- stöðu sína til Palestínumálsins í ljós í atkvæðagreiðslum á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Lengi vel skipaði ísland sér á bekk með þeim minnihluta þjóða heims sem sat hjá þegar hinar ár- legu ályktanir um fordæmingu á mannréttindabrotum ísraels- manna á hernumdu svæðunum ( Palestínu voru afgreiddar. Þær hafa verið studdar af þorra þjóða hcims en einungis mótmæit af Bandaríkjunum og ísrael og stundum örfáum „leppríkjum" Bandaríkjanna. Þann 6. október síðastliðinn greiddi ísland hins vegar atkvæði með ályktun á Allsherjarþinginu, sem er að ýmsu leyti athyglisverð og afgerandi. Eins og aðrar álykt- anir á þessum vettvangi er í þess- ari ályktun fjallað um Palestínu- málið á mjög formlegu tungu- máli, en þar segir m.a.: Ályktun Allsherjar- þingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna... ...gerir sér grein fyrir uppreisn (intifada) Palestínumanna gegn hernámi ísraelsmanna, sem nýt- ur verulegrar athygli og samúðar á meðal almennings í heiminum; ...lýsir miklum áhyggjum vegna hins hörmulcga ástands á land- svæðum Palestínumanna, sem hertekin voru 1967... ...ftrekar að Genfarsáttmálinn um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum frá 12. ágúst 1949 gildir á herteknum svæðum Pal- es tínu sem hertekin voru af ísrael árið 1967, þar á meðal Jcrúsalem, og einnig á öðrum herteknum svæðum. ...Iætur í yós mikla reiði and- spænis síendurteknum aðgerðum ísraelskra hernámsyfirvalda, svo sem að særa og drepa óbreytta borgara og fara gripdeildum um heimili varnarlausra íbúa í palest- ínska bænum Beit Sahour; ...undirstrikar nauðsyn þess að stuðla að alþjóðlegri vernd pa- lestínskra íbúa hertéknu svæð- anna; ...gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að auka stuðning við, hjálp til og samstöðu með palestínsku þjóðinni í fjötrum hernáms, ...hefur kynnt sér tillögurnar f skýrslu aðalritara samtakanna; ...vfsar til fyrri ályktana svo og til viðeigandi ályktana Öryggisráðs- ins, 1) Fordænúr þá stefnu og þær aðgerðir ísraclskra hernámsyfir- valda sem brjóta í bága við mannréttindi Palestínumanna á hernumdu svæðunum í Palestínu, þar með talinni Jerúsalemborg, og sér f lagi þegar ísraelskir her- menn og landnemar skjóta til bana og særa varnarlausa palest- ínska íbúa, berja þá, beinbrjóta, reka í útlegð, jafna hús þeirra við jörðu og fara gripdeildum um eignir cinstaklinga Og fjöl- skyldna, framkvæma hóprefsing- ar, handtökur án dóms og laga o.s.frv. 2) Krefst þess að ísraelsk yfirvöld virði í einu og öllu ákvæði Gen- farsáttmálans... og hætti tafar- laust að beita ráðum er brjóti í bága við téðan sáttmála; 3) Minnir öll aðildarríki Gen- farsáttmálans á að tryggja það að ísraelsk hernaðaryfirvöld virði í einu og öllu ákvæði sáttmálans í samræmi við skuldbindingar þeirra skv. 1. grein sáttmálans; 4) Harmar sterklega neitun ísra- els að hlíta viðeigandi ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna; 5) ítrekar að hernám ísraels á svæðum Palestínumanna, þar með talinni Jerúsalemborg, og á öðrum arabískum svæðum, brcytir engu um lagalega stöðu þessara svæða; 6) Felur öryggisráðinu að kanna án tafar ástandið á herteknu svæðunum með það fyrir augum að finna leiðir til þess að veita palestínskum íbúum svæðanna, þ.m.t. Jerúsalem, alþjóðlega vernd; 7) Fer þess á leit við aðildarríkin, ¦stofnanir Sameinuðu þjóðanna, fjölþjóðasamtök, ríkisstofnanir, frjáls félagasamtök og fjölmiðla að halda áfram og auka stuðning sinn við palestínsku þjóðina; 8) Felur aðalrítara amtakanna að kanna núverandi ástand á hin- um hernumdu svæðum Palestínu frá 1967, þ.m.t. Jcrúsalemborg, með öllum honum tiltækum ráðum, og gera reglulegar skýrsl- ur þar að lútandi og skal fyrsta skýrsla koma svo fljótt sem unnt er. Grundvöllur afstö&u fslands ísland var í hópi þess þorra ríkja heims er greiddi þessari á- lyktun atkvæði sitt þann 6. októ- ber s.l. Einungis tvö ríki voru á móti: bandaríkin og ísrael. Því verður að líta á þessa ályktun sem grundvallaryfirlýsingu um af- stöðu íslands til Palestínumáls- ins. Þar fer ísland þess á leit við önnur riki að þau auki stuðning sinn við palestínsku þjóðina. Sú spuming vaknar þá, hvernig ís- lensk stjórnvöld ætla sjálf að sýna þennan stuðning í verki? Hafi Jón Baldvin Hannibalsson ætlað sér að gera það með kurteisis- heimsókn sinni til ísraels, þá verður ekki annað ályktað en að íslensk u t anríkiss tefn a sé komin á hreinar villigötur f hans höndum. Hafi hann séð að sér er hann meiri maður en ella, en trúverðug verður stefna hans ekki fyrr en hann fylgir ályktun Allsherjar- þingsins í verki. - Ólafur Gíslason Föstudagur 5. Janúar 1990 NÝTT HELGARBLAD - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.