Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 10
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar-
mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1990.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif-
stofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni
7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn
8. janúar 1990.
Kjörstjórnin
REYKJMJÍKURBORG
Acui&vi Atödui
Þjónustuíbúðir
aldraðra
Dalbraut 27
Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa: þvotta-
hús 100% starf og á vakt 100% starí.
Upplýsingar gefur forstöðumaður milli kl. 10.00
og 12.00 í síma 685377.
SJÚKRAÞJÁLFARI
Aðstaða fyrir sjúkraþjálfara í tengslum við þjón-
ustuíbúðir er laus til umsóknar. Upplýsingar
gefur forstöðumaður milli kl. 10.00 og 12.00 í
síma 685377.
VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI:
Samaverð
stundum lægra!
'Nýmjólk, G-mjólk,
/ undanrenna og
/ léttmjólk lækka í
/ verði vegna
endurgreiðslunnar.
Þessi lækkun á að
skila sér beint I
vöruverðinu strax
eftir áramótin.
Neyslufiskur á að
lækka í verði.
Endurgreiðslan
miðast við ferskan
óunninn neyslufisk í
heildsölu.
Álagninginerfrjáls,
og ermikilvægt að
fisksalar og
neytendurtaki
höndum samantil
að skattalækkunin
skili sér í
vöruverðinu.,
Tegundirnarsem
lækkaeru.Ýsa,
þorskur, ufsi,
steinbítur, karfi,
langa, keila, lúðá,
koli, skata,
skötuselur,
rauðmagi og
grásleppa.
Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir
söluskatt af hólmi nú um áramótin.
Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt
vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við.
Með virðisaukaskatti breytist skatthlutfallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig
uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins
einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á
því alls ekki að hækka vegna kerfisbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin
að leiða til lækkunar á almennu vöruverði.
Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk,
ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5%
á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta
skattaumbæturnar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9%
strax eftir áramótin.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD
Það er mikilvægt að almenningur veiti aðhald og beri saman verðlag fyrir og eftir
áramót. VERÐLAGSSTOFNUN fylgist með því af fremsta megni að
skattbreytingin um áramót leiði ekki til verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan
skili sér í lækkuðu verði þeirra innlendu matvæla sem hún tekurtil.
Ef þú verður var/vör við óeðlilegar verðhækkanir eftir áramótin, og ekki fást
fullnægjandi skýringar hjá kaupmanninum,
skaltu hafa samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur
sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum.
Kindakjöt í heilum
og hálfum skrokkum
lækkar i verði frá
afurðastöðvunum
nú strax eftir
áramótin vegna
endurgreiðslunnar.
Verðlækkun átil
dæmis
lambalærum,
lærissneiðum,
hrygg, kótilettum og
súpukjöti er háð
aðgæslu
kjötkaupmanna og
aðhaldi neytenda
því frjáls álagning er
á unninni kjötvöru.
Alltinnlent
»/ grænmeti lækkar í
verði, til dæmis
kartöflur, sveppir,
baunaspírur,
gulrófurog
gulrætur. Álagning
erfrjálsáþessari
matvöru. Þess
vegna er það ekki
sístkomiðundir
árvekni neytenda og
aðgæslu
verslunarmanna að
endurgreiðslan skili
sér að fullu í
vöruverðinu.
FRÉTTIR
Verka-
skiptingarlög
Bót fyrir
minni
sveitar-
félög
Magnús Guðjónsson:
Hagur minni sveitarfé-
laga vœnkast með verka-
skiptingarlögunum.
Jöfnunarsjóður sveitarfé-
laga stendur nú undir
nafni. Mögulega agnúa
verður að slípa af seinna
Um áramótin gekk í gildi viða-
mikil löggjöf um verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Magnús
Guðjónsson framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, segir einu óánægjuraddirn-
ar sem fram hafa komið varðandi
lögin, séu vegna þeirrar breyting-
ar sem gerð var á þeim rétt fyrir
jól, að sveitarfélögin greiði áfram
hluta tannlæknakostnaðar. Hann
sagði Qárhagslegar skyldur sveit-
arfélaganna ekki minnka með
lögunum, að sumu leyti ykjust
þær, en kæmu betur út en áður.
í samtali við Þjóðviljann sagði
Magnús Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga nú rísa undir nafni. Sjóður-
inn væri nú að mestum hluta
hreinn jöfnunarsjóður en áður
hefði verið greitt úr honum í hlut-
falli við fólksfjölda. Magnús
sagði minni sveitarfélög nú geta
fengið rekstrar- og stofnframlög
td. vegna kostnaður við skóla-
akstur og rekstur heimavista,
skóla og dagvistarstofnana. Þau
nýmæli væru í lögunum að
sveitarfélög á stærðargráðunni
200-3.000 íbúar gætu fengið
svokallað þjónustuframlag sem
grundvallaðist á þjónustustigi
þeirra og gæti framlagið verið á
bilinu 600-6.OOOkr. á hvem íbúa.
Þetta væru viðbótartekjur.
Sveitarfélögin losna einnig við
stóra útgjaldaliði og minntist
Magnús þar á framlög þeirra til
sjúkratrygginga sem voru 10-
15% af kostnaði, en leggjast nú af
með sjúkrasamlögunum og
Tryggingastofnun ríkisins tekur
við starfseminni. Áður hefðu
sveitarfélögin greitt 50% af
stofnkostnaði við skólabyggingar
en nú væri þetta alfarið á höndum
ríkisins.
Magnús sagði eðlilegt að
reikna með að einhverjir agnúar
komi í ljós þegar eins viðamikil
löggjöf er annars vegar. Til dæm-
is gætu orðið byrjunarörðuleikar
varðandi Jöfnunarsjóðinn, en
vonandi mættu sveitarfélögin því
með skilningi. Tíminn einn gæti
síðan leitt í ljós hvort lögin þörfn-
uðust endurskoðunar, en ekki
væri gert ráð fyrir því í lögunum
að þau verði endurskoðuð innan
ákveðins tíma. -hmp
Reykjavík
íhaldið
ekki með
prófkjör
Stjóm fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík ákvað á
miðvikudag að ekki verði efnt til
prófkjörs um framboðslista
flokksins fyrir næstu borgar-
stjómarkosningar. Sjálft fullt-
rúaráðið á svo eftir að koma sam-
an en það tekur endanlega
ákvörðun um það hvort efnt
verði til prófkjörs. Má búast við
að skoðanir verði mjög skiptar
um málið. -Sáf