Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 9
Hallgrímur Helgason og Helgi Þorgils Friðjónsson með portrettmyndirnar sem þeir hafa gert hvor af öðrum. Ljósm. Kristinn Höfuðlausnir Helgi Þorgils og Hallgrímur Helgason tefla höfðum sínum fram í anddyri Kjarvalsstaða All sérstæð sýning verður opn- uð í anddyri vestursalar Kjar- valsstaða um helgina. Það er samsýning þeirra Helga Þ. Friðjónssonarog Hallgríms Helgasonar á portrettmyndum sem þeir hafa gert af sjálfum sér, hvoröðrum, eiginkonum, kunn- ingjum og vinum. Þetta er sýning sem hefur verið ein fjögur ár í bígerð, en mynd- irnar eru frá árunum 1986 og 1989 auk tveggja mynda frá nýju ári. Þótt þeir félagar eigi það sam- eiginlegt að hafa gaman af því að mála portrett, þá eru aðferðir þeirra frábrugðnar. Hallgrímur, sem búsettur er í New York og kunnur af pistlum sem hann birti reglulega í helgar- blaði Þjóðviljans fyrir rúmu ári, málar í fínlega sleiktum dráttum, gjarna þannig að eins og hula leggist yfir myndina og gefi henni dularfullt og fjarlægt yfirbragð, sem stundum verður allt að því ögrandi. Hallgrímur segist alltaf hafa haft gaman af því að teikna portrettmyndir, þótt hann hafi gert minna af því að færa þær út í málverki. Hann segist aldrei nota fyrirsætu, enda sé honum fyrir- munað að vinna eftir náttúrunnar fyrirmynd. Þess í stað styðjist hann við ljósmynd og minningu um þann karakter sem hann er að mála. Helgi gengur hins vegar beinna til verks. Myndir hans eru opnar og blátt áfram hreinskilnar. Hann er fyrirmyndinni trúr, enda scgist hann alltaf mála portrett eftir fyrirsætu. Úr myndum hans má lesa ekki bara karakterinn sem málaður er, heldur líka barnslega undrun málarans yfir fyrirbærum náttúrunnar, hvort sem þau birtast í hausum vina og kunningja eða öðru. Það er skemmtileg og lær- dómsrík samanburðarfræði að sjá hve ólíkum augum þessir mál- arar sjá hvor annan, og eru sjálfs- myndir þeirra og portrett sem þeir hafa gert hvor af öðrum og hvor með sínum hætti, í góðu samræmi við karakterana. Það er svo áhorfandans að sjá sjálfan sig í þessum sálarspeglum, en þannig verða höfuðlausnir. Og hafa þá allir frelsað sinn haus, hver með sínum hætti. -olg Föstudagurö. janúai 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.