Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 13
Fjölskyldan í Bílapartasölunni við Rauðavatn: Bára Einarsdóttir, sambýliskona Ásgeirs Jamil, Hilda, gift Faras, Díana, Ásgeir Jamil, Sigurlaug Ásgeirsdóttir, Faras Barakat og Sara, yngsta dóttir Sigurlaugar og Ali. Ljósm. Jim Smart. fjölskylduna. Hann fær ckki lengur að heimsækja sitt heima- land og sína fjölskyldu og er nú búsettur í Jórdaníu. Annað dæmi þekki ég um konu, sem fór til Jórdaníu til þess að heimsækja móður sína sem var veik. Þegar hún snéri heim var. henni vísað frá á landamærunum. Hún fær ekki að snúa aftur til eiginmanns síns og barna af því að hún á móður í Jórdaníu. Palestínsk-íslensk ástarsaga Díana dóttír Sigurlaugar og AIís er ekki nema 18 ára. Hún er fríð og hlédræg stúlka sem ber með sér sinn palestínska upp- runa. Hún sest við borðið hjá okkur í stofunni, og ég spyr hana um samband hennar og eigin- mannsins, sem varð eftír í He- bron. Hvenær kynntust þið? Hvað verður um samband ykk- ar? Ég kynntist Ibrahim þegar ég var í Hebron 1986. Við giftum okkur í ágúst síðastliðnum. Mig langar til þess að fara út til hans, en mamma er á móti því. Hún segir að það sé of hættulegt. Við erum að vona að utanrikisráðu- neytið geti komið því til leiðar að hann fái ferðaleyfi. Hvernig kemur þér Iffið fyrir sjónir í Hebron? Þetta er dauður bær. Maður verður að fara í bæinn klukkan átta á morgnana til þess að kom- ast í verslun. Ef steini er kastað einhvers staðar í bænum kemur herinn og lokar öllu. Margir vinir Ibrahims hafa lent í fangelsi. All- ir sem lenda í fangelsi fá grænt nafnskírteini. Það þýðir að þegar þeir eru teknir næst verða þeir barðir til óbóta. Pabbi Ibrahims hefur síðastliðna 2 mánuði verið að reyna að fá ferðaheimild til Jórdaníu. Margir þurfa að bíða 8 mánuði eða lengur eftir slíku. Það er sama hvað sækja þarf til yfirvalda, það kostar niðurlæg- ingu og auðmýkingu. Meira að segja þegar sæícja þarf um nafns- kírteini fyrir nýfætt barn. Ég tala nú ekki um þegar taka á bflpróf. Flestir hafa nú gefist upp á því. Líff til sölu Þegar pabbi var á sjúkrahúsinu var þar unglingspiltur dauðvona með nýrnasjúkdóm. Honum hafði verið haldið í sérstökum pyntingaklefa sem er lxl metri og algengir eru í öllum ísraelsk- um fangelsum. Þessir klefar eru sjóðheitir á daginn og ískaldir á nóttunni. Drengurinn fór hel- sjúkur á sjúkrahúsið eftir að hann var búinn að vera 18 daga í klef- anum. Nýrun gáfu sig. Höfðu verið veik fyrir. Þeir neituðu að láta hann úr fangelsinu nema fá bróður hans í staðinn. Strákurinn dó á meðan pabbi var á sjúkra- húsinu. Ég held að þetta séu að- ferðir sem gyðingar hafa lært af nasistum. Maður hefði haldið að þeir hefðu lært eitthvað annað um meðferð á fólki. Hvaða framtíð sérð þú fyrir ykkur Ibrahim? Verður hún í Hebron? Mér finnst Palestína vera fal- legt og gott land, en ég get ekki hugsað mér að setjast að í He- bron til frambúðar. Ekki við þær aðstæður sem þar ríkja núna. íslensk fáfræ&i í þessu bætast karlmennirair í fjölskyldunni í hópinn. Ásgeir Jamil, sonur Sigurlaugar, og Far- as Barakat tengdasonur hcnnar. Hann og Hilda giftu sig f sumar, og hann kom til íslands í fyrsta skiptí nú fyrir jólin. Ásgeir er ófeiminn að segja álit sitt á ástandinu í landi föður síns og líkir því við nasisma. Hann hefur orðið vitni að ýmsu: Stúlk- ur sem voru í mótmælagöngu voru skotnar í bakið að honum ásjáandi. Kunningjar hans hafa verið pyntaðir í fangelsum. Jafnvel fólk á bæn er ekki óhult: Þann 17. maí, þrem dögum eftir að við komum til Hebron ætluðu gyðingalandnemar að brenna mosku. Um 50 manns voru inni í moskunni á bæn. Það var skotið á þá með hriðskotabyssum. Tugir þeirra særðust og margir dóu. Þessar fréttir koma aldrei fram hér. Mér finnst fólk ekki gera sér grein fyrir þvf sem er að gerast þarna. Það líður ekki svo dagur að ekki dragi til tiðinda. Ég er stöðugt með hugann þarna. Eitt af því sem fólk ekki veit hér á landi, er hvernig stjómvöld í ísrael hafa notfært sér Eþýópí- ugyðingana. Þeir eru sendir vopnaðir yfir á Vesturbakkann og þeim er sagt að ef þeir geti orðið sér úti um land þar megi þeir eiga það. Þeir eru grimmastir og hættulegastir af öllum. Þeir voru fluttir inn til ísrael frá Eþý- ópíu fyrir 4-5 árum. Fugl úr búri Faras Barakat talar ekki annað mál en arabísku. Hann er hlé- drægur og lætur lítt á sér bera. Hann segir frá því með túlkun Ásgeirs hvernig hann var látinn greiða sérstakan arabaskatt við brottförina frá Tel Aviv. Hann segjr frá því hvernig hann var á nálum á meðan hann var að fara í gegnum vegabréfsskoðun í tollin- um. Hann segir frá því hvernig frelsistilfinningin greip hann þeg- ar hann loks komst um borð í flugvélina til íslands. Ég var eins og fugl sem losnaði úr búri. Nei, hann kvartar ekki undan kuldan- um á íslandi, en undir hógværu yfirbragðinu býr vitundin um auðmýkta og fótum troðna þjóð og fjölskyldu sem hann hefur skilið eftir í ógnargreipum grimmdarlegs valds. -61g NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 MannréttintJabrot í Palestinu (viðtali því sem hér er birt, kemur fram lýsing á daglegu lífi á hinum hernumdu svæðum ísra- els á vestu rbakka árinnar Jór- dan, eins og þau koma íyrir sjónir íslenskri konu sem tengst hef ur Palestínu blóðböndum. Úrþess- ari lýsingu mágreinafjölmörg mannréttindabrot sem varða al- þjóðalog og mannréttindaá- kvæði. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur um langt árabil sent frá sér yfirlýsingar og áskor- anir, þar sem þessi mannréttindabrot eru fordæmd. í þeim yfirlýsingum hefur verið ítrekað að sjálft hernámið á þcim landsvæðum er standa utan þess lands, sem ísrael var úthlutað 1947, sé brot á mannréttindum íbúa hinna hernumdu svæða. Þá eru t.d. í ályktun Allsherjar- þingsins frá 1986 „fordæmd áfr- amhaldandi og ítrekuð brot ísra- els á Genfarsáttmálanum um vernd óbreyttra borgara á stríð- stímum frá 12. ágúst 1949, og öðrum gildum alþjóðasáttmál- um. Sérstaklega skulu fordæmd þau brot sem Genfarsáttmálinn skilgreinir sem „gróf brot"". Síðan segir í ályktuninni: AUs- herjarþingjð „lýsir því enn einu sinni yfir að gróf brot Genfarsátt- málans eru stríðsglæpir og ógnun við mannkyn." í ályktuninni eru eftirtalin mannréttindabrot sérstaklega fordæmd m.a.: a) Innlimun hluta hernumdra svæða, þar með talin Jerúsalem; c) Olögleg skattpíning íbúa hernumdu svæðanna d) Stofnun landnemabyggða gyðinga og útvíkkun slíkra byggða á arabísku landi í einka- eign eða opinberri eign og flutn- ingur framandi íbúa til þeirra; e) Nauðungarflutningar, brottrekstur og útlegðardómar arabískra þegna á herteknu svæð- unum og svipting á rétti til þess að snúa aftur til síns heima f) Eignaupptaka og eignanám á einkaeignum og opinberum eignum hins arabíska samfélags á hernumdu svæðunum sem og við- skipti með jarðnæði á milli ísrael- skra yfirvalda og íbúa hernumdu svæðanna; g) Umturnun og uppgröftur lands á sögulegum og trúarlegum helgistöðum, einkum í Jerúsal- em; h) Eyðilegging fornminja og menningarverðmæta i) Eyðilegging arabískra húsa; j) Fjöldarefsingar, fjölda- handtökur, fangelsun af handa- hófi og ill meðferð arabískra íbúa; k) 111 meðferð og pyntingar á fólki í varðhaldi; I) Takmörkun trúfrelsis og frelsis til trúarsiða og fjölskyldu- siða n) Takmörkun ferðafrelsis einstaklinga innan herteknu svæðanna og annarra arabískra svæða; o) Ólögleg nýting og arðrán á náttúruauðlindum og íbúum her- teknu svæðanna....... Ályktunin fordæmir einnig sér- staklega illa meðferð og pynting- ar barna og ungmenna í fangels- um, vopnaburð landnema á her- teknu svæðunum í því skyni að fremja ofbeldisverk gagnvart íbúum hernumdu svæðanna sem valdið hafa dauða, sárum og miklu eignatjóni meðal araba. Þá segir í þessari yfirlýsingu Allsherjarþings sameinuðu þjóð- anna að „allar ráðstafanir ísraels í því skyni að breyta landinu með landmótun, fólksflutningum, stofnanabreytingum eða laga- legri stöðu hernumdu svæðanna eða einstakra hluta þeirra, þar með talinni Jerúsalemborg, séu ómerkar með öllu, og að sú stefna ísraelsstjórnar að setja niður landnema á hernumdu svæðunum sé gróft brot á Gen- farsáttmálanum og gilduni mannréttindaákvæðum Samein- uðu þjóðanna. Það þarf ekki að taka það fram að öll þau mannréttindabrot, sem hér hafa verið talin upp, eru stað- fest í frásögn Sigurlaugar Ás- geirsdóttur af dvölinni í Hebron á síðari hluta ársins 1989. -olg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.