Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 17
1ET.GARMENNINGTN Við rannsókn málsins hitta þau Hreinn Borgfjörð og Tinna meðal annarra tvo dularfulla Fálkaveiðimenn. Hreinn er alveg ein- stakur Þorri: í sögunni eru meðal annars skírskotanir f Tinnabækumar og Grimmsævintýri. Mynd: Kristinn. Þorri: Ætli við Sigur- jón séum ekki íjöl- fróðustu menn á Is- landi um teikni- myndasögur Fyrir jólin kom út hjá Máli og menningu teiknimyndasagan 1937, Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð eftir þá Þorra listmálara og Sjón skáld. í sög- unni segir af Hreini Borgfjörð, ís- lenskri leynilöggu, sem starfar í París. Hann kemur til íslands f sumarfrí, fréttir þá af dularfullu hvarfi systursonar sfns og fer að rannsaka málið, með dyggilegri aðstoð Tinnu, hressilegrar stelpu, sem hann kynnist skömmu eftir komu sfna til landsins. Við sögu koma þýskir nasistar, ís- lenskir kommúnistar, bændur og lögregla, auk þess sem þekktum persónum úr reykvfsku bæjarlífi árið 1937 bregður fyrir. - Við Sigurjón ætlum að full- yrða að þetta sé fyrsta íslenska teiknimyndasagan, segir Þorri. - Menn hafa að vísu fullyrt slíkt áður hér á landi, en okkur finnst að það hafi verið byrjað á öfugum enda. Hér hafa verið gefnar út teiknimyndasögur „neðanjarð- ar“ án þess að nokkur hefð væri fyrir hendi í slíkri útgáfu. Þetta er líka tvímælalaust í fyrsta sinn sem menn með áhuga og getu koma saman til að gera slíka sögu, og í fyrsta sinn, sem viðurkennt forl- ag treystir sér í slíka útgáfu. - Við fengum hugmyndina þegar við vorum að vinna saman í bamastarfi. Þá kom í ljós að við höfum báðir mikinn áhuga á teiknimyndasögum og höfum les- ið mikið af þeim, - ætli við séum ekki fjölfróðustu menn á íslandi þar sem teiknimyndasögur em annars vegar, og sennilega emm við að þessu vegna þess að okkur finnst þetta báðum svona skemmtilegt. - Ég var reyndar farinn að fást við þetta hef gert nokkrar sögur, sem hggja í skúffunni hjá mér - mér fannst alltaf eitthvað vanta, ég er ekki nógu góður í því að skrifa texta. Samstarfið hentar okkur þannig báðum vel, þvf Sig- urjón segist ekki geta teiknað. - Við byrjuðum á annarri sögu, vorum næstum hálfnaðir með hana þegar við duttum niður á þessa um Hrein Borgfjörð og Tinnu. Svo tókum við okkur dag og dag til að semja í sex mánuði og síðan tók ég mér tvo mánuði í að leggja síðustu hönd á verkið. Það er ótrúlega mikil vinna við svona sögu - miklu meiri en okk- ur óraði fyrir þegar við byrjuð- um. - Við byggjum söguna á raun- verulegum atburðum þótt hún sé auðvitað hæfilegt sambland af ævintýri og alvöru. En við erum mjög nákvæmir með tímasetn- ingar. Allir atburðir sem vísað er til gerðust í raun og veru hér á landi árið 1937. Þá voru tveir fálkaveiðimenn frá Göring stadd- ir hér á landi, þýska leikkonan og maðurinn með henni, sem líka koma við sögu, og einkasnekkja Hitlers kom í heimsókn. Meira að segja þessi saga um bamarán byggir á staðreyndum, þótt við vissum það ekki fyrr en við vor- um búnir að semja hana. En þeir gerðu þetta Þjóðverjamir, stálu bömum og komu í fóstur, reyndar mest í Póllandi. - Persónumar byggjum við að hluta til á hinum og þessum minnum í aðrar sögur, við emm með skírskotanir í Tinnabækum- ar, Grimmsævintýri, íslenskar bamasögur og öldina okkar svo eitthvað sé nefnt. Þama er líka ýniislegt þjóðlegt og séríslenskt; við settmn í söguna ýmis smáatr- iði, sem þurfa ekki endilega að vera þar framvindunnar vegna, til að minna á eitt og annað í ís- lensku þjóðfélagi á þessum tíma og eins á að vera hægt að þekkja þaraa ýmsar persónur úr bæjar- lífinu í Reykjavík. - Hreinn Borgfjörð er alveg einstakur af teiknunyndapersónu að vera. Hann er eiginlega sam- bland af okkur Sigurjóni þessi maður. Hreinn er bæði bók- menntaséní og leynilögga, sæl- keri og matarséní, - og svo breytir hann útliti sínu í sögunni. Hann rakar af sér yfirskeggið, en það að láta persónu breyta úthti sínu í teiknlmyndasögu er yfir- leitt bannað. Við emm að storka hefðinni með þessu. - Við gerum ömgglega aðra svona sögu, þótt hún verði ekki endilega framhald af þessari. Við fengum mikið af góðum hug- myndum við vinnsluna og langar til að prófa þær og emm þar að auki svo heppnir að búa í sömu borg sem stendur, í Maastricht í Hollandi, svo við höldum áfram. LG Föstudagur 5. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐÁ 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.