Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 4
Örn Friðriksson er á beininu Launa- hækkanir nauðsyn- legar Viðræður ASÍ og VSÍ haffa nú staðið yff ir í mánuð en samningar voru lausir nú um áramótin. Athygli heffur vakið að samningsaðilar haffa rætt samninga á mjög svipuðum grundvelli án þess að nokkuð haffi verið rætt um beinar launahækkanir og kemur svqkölluð „núll- lausn“ einna helst til greina. Örn Friðriksson varaforseti ASÍ segir fframtíðina ráðast mjög af því hvernig til takist í þessari lotu. Hann vill þó ekki samninga án launahækkana og segir mjög mikilvægt að nýlegar lækkanir skili sér í vöruverði Mun ASÍ stjóma samninga- viðræðunum að þessu sinni? „Það var samþykkt á sam- bandsstjómarfundi Alþýðusam- bandsins að fela okkur forsetun- um og formönnum landssam- banda að hafa forgöngu í fyrstu viðræðum. Við eigum að reyna að finna þar ákveðinn farveg og gmnn og í framhaldi af því vil ég benda á að við ráðgerum nú á næstu dögum að halda fundi með stjómum verkalýðsfélaganna. Þar munum við sjá hvort þeir telji okkur á réttri leið með viðræðun- um einsog þær hafa gengið fyrir sig,-“ I viðræðum ykkar við VSI hef- ur mikið verið talað um svokall- aða ,a>úll-lausn“. í hverju felst hún að þínu mati? „Menn em svona að búa sér til ákveðin nöfn á sínar hugmyndir. Það sem verið er í raun að fjalla um núna er að ná áveðnu jafnvægi sem þarf að vera ríkj- andi. í „núll-lausn“, ef menn vilja kalla þetta því nafni, felast ekki endilega engar kauphækkanir. Það liggur Ijóst fyrir að það þurfa að vera einhverjar kauphækkanir og trygging fyrir því að kaupmátt- ur haldist. Við vitum að það verð- ur einhver verðbólga og að mínu viti verður ekki um að ræða neina samningar sem feli í sér „núll- launahækkun“. Þannig að þeir sem hafa búið til nafnið á þessari leið verða að skýra hvað þeir eiga við.“ Formaður Vinnuveitendasam- bandsins hefur hinsvegar lýst þvi yfir að það sé ekki hsegt að semja um iaunahækkanir. Ætlar verka- lýðshreyfingin þó ekki að fylgja þeim að móli? „Við emm í samningavið- ræðum og höfum ekki talið að engar kauphækkanir væri lausn á samningum. Jafnvel þó tileftú til verðhækkana innanlands væri því sem næst ekkert, þá vitum við að það er verðbólga í öðrum löndum og allar innfluttar vömr og hrá- eftii til framleiðslu myndu hækka í verði. Þannig að við sitjum alltaf uppi með einhverja tiltekna verð- bólgu og við þurfum að koma henni eins langt niður og hægt er. Við þurfum að komast að samkomulagi um jafnvægi sem þarf að skapast á milli hugsan- legra verðhækkana og launa- breytinga.“ A hvaða nótum verða þó helstu kröfur ykkar? Hvaða mól eru í forgangi? „Málin standa að mörgu leyti öðmvísi en áður. Nú stöndum við frammi fyrir því að það em óneitanlega miklir erfiðleikar hjá mörgum fyrirtækjum. Helstu út- flutningsgreinar hafa staðið ansi tæpt síðustu tvö ár en em vonandi að komast á legg núna. Aðal markmið okkar í þessum samn- ingum er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að það verði áfram- haldandi kaupmáttarskerðing, en það takmarkast auðvitað af því að útlit er fyrir að þjóðartekj- ur minnki á þessu ári. Við viljum tryggja þann kaupmátt sem hægt er að halda uppi og að verðlagið taki sem minnstum breytingum. Þetta þýðir að vextir myndú einn- ig lækka og þeir þyrftu að gera það samhliða en ekíci eftir á. Við leggjum áherslu á þessi mál vegna þess að við viljum halda uppi atvinnu í landinu. Það má segja að samningamir séu sér- stakir hvað það snertir að þjóð- artekjur eru nú að minnka og mikil hætta er á að atvinnuleysi verði enn meira á þessu ári.“ En nú hefur launafólki verið sagt upp störfum víðs vegar á landinu og oft er borið við skipul- agsbreytingum. Getur verkaiýðs- hreyfingin tryggt atvinnuöryggi betur ó einhvern hótt? „í okkar samningum höfum við náttúrlega ákveðinn upp- sagnarfrest og við komust ekkert hjá því að fyrirtæki geri skipu- lagsbreytingar hjá sér. En við viljum líka byggja efnahagskerfið þannig upp að það skapi mögu- leika fyrir ný störf og ný verkefni. Við gerum það aldrei með þeim hætti að í ákveðnu fyrirtæki verði að vera svo og svo mörg störf. Við búum ekki til atvinnu og get- um ekki fyrirskipað fyrirtækjum að þau verði að hafa ákveðinn fjölda starfsmanna. Atvinnuör- yggi felst fremur í því að fyrirtæki hér á landi séu samkeppnishæf við erlenda aðila og að við getum selt okkar vöru á erlendum mark- aði.“ Á undanförnum árum hefur verkalýðshreyfingin gert heldur hógværa samninga þarsem pass- að hefur verið upp á að ekki fari allt úr böndunum. Hverju hefur þetta skilað? „Það eru auðvitað sveiflur í efnahagslífinu, en staðreyndin er sú að kauphækkun hefur gengið jafnóðum út í verðlagið. Þannig hefur það gengið í áratugi og orð- inn nokkurs konar vani. Við vilj- um rjúfa þessi sjálfvirku tengsl, enda er það kaupmátturinn sem skiptir okkur mestu máli. Við getum náð kaupmáttaraukningu með lækkun á verðlagi og ef við skoðum td. lækkanir með til- komu virðisaukaskatts þá má auðvitað umreikna 6,40 króna lækkun á mjólkurlítra yfir í pró- sentuhækkun á launum. Þessi mjólkurlækkun leiðir hinsvegar ekki til þess að aðrar vörur hækki einsog hlutimir hafa gengið fyrir sig með kauphækkanir. Ég tel það því miklu farsælli leið að ná niður vöruverðinu.“ En hefur þú sem forystumaður innan ASÍ trú á að fólk þoli lengri bið eftir hærri launum? „Það þarf náttúrlega tvennt til. Við þurfum aukinn kaupmátt en við þurfum líka að fá kaup. Þá meina ég að við þurfum að fá at- vinnu, en það er ekkert sjálfgefið að það gerist. Kaupmáttar- aukningin kemst frekar til skila til þeirra lægst launuðu með því að halda niðri vöruverði og lækka vexti heldur en að láta ákveðna prósentu ganga upp allt launa- kerfið.“ Fjórmálaráðherra hefur sagt að fjárlagafrumvarpið marki ramma fyrir aðila vinnumarkað- arins. Ætlist þið til þess að ríkis- valdið fari út fyrir þann ramraa? „Við höfum ekki búið til neinar kröfur á ríkisvaldið, amk. ekki enn. En ef gera á kröfur til launþega með að biðja þá um að sætta sig við lágan kaupmátt í ein- hvem tíma, þá hljótum við að gera þá kröfu að ríkisvaldið haldi í við sig og spari. í mínum huga er það alveg af og frá að hægt sé að bjóða launþegum upp á sáralitlar launahækkanir án þess að tekið verði á óhófseyðslu hjá ráða- mönnum. Ég nefni bara sem dæmi að í ferðum erlendis em greiddir dagpeningar, dagpen- ingar með álagi og mér skilst að makar séu einnig með dagpen- inga. Þama verður ríkisvaldið auðvitað að sýna fordæmi. Það er kannski ekki um margar miljónir að ræða en þessir aðilar verða bara að athuga hvar þeir geta skorið niður.“ Þið hafið einnig rætt við bænd- ur um að forðast beri hækkanir á landbúnaðarvörur. Eru einhverj- ar líkur ó að það takist? „Við höfum rætt við bændur um að ef hægt er að ná einhverj- um árangri í þessum samningum - sem er lítil verðbólga og lækkun vaxta - þá hljóti þeir einsog aðrir sem em með atvinnurekstur að hafa af því hag og væntanlega gæti það skilað sér í óbreyttu verði á landbúnaðarvömm. Það er ekki komið neitt endanlegt svar við því annað en að þeir em tilbúnir til að athuga hvemig þeir geti orðið þar að liði. Á sama hátt verða innflytjendur og kaup- menn að skila sínu, en því miður vantar ansi mikið á þar. Vöm- verð hefur ekki lækkað sem nem- ur mismun á virðisaukaskatti og söluskatti en það var aldrei ætlast til þess að þeir tækju mismuninn í eiginn vasa. Ef þessi lækkun kemur ekki fram á næstu dögum á öðm en mjólkurvömm em ekki forsendur tií þess að fást við þessa samninga á þessum nótum því þá er þama ákveðnir hópar í þjóðfé- laginu sem ekkert ætla að leggja á sig og hafa allt sitt á hreinu. Og það dæmi gengur aldrei upp.“ Hver er skoðun þfn á uraraæl- um formanns VSÍ um að rfldð eigi að rifta gildandi kjarasamningi við BHMR? „Ég hefði nú kosið að hann hefði látið þetta ósagt. Við gæt- um á sama hátt átt von á að fá slík ummæli um okkar samninga og ég tek því ekki undir þau. Hitt er annað mál að við munum ræða við fulltrúa BHMR um þennan viðræðugmndvöll. Hann kemur auðvitað þessum aðilum ekkert síður til góða en öðmm og ég held að menn verði að meta þá samn- inga sem þeir hafa til langs tíma út frá breyttum forsendum, án þess að horfa stíft á orðanna hljóðan í sínum samningum. Ég vil amk. trúa því að þeir séu til- búnir til þess. Við áttum lika sam- eiginlegar viðræðum við BSRB í morgun (í gær) þarsem við fómm sameiginlega yfir þessi mál og hvemig þau standa.“ Það virðist sem meiri þíða sé í samskiptum verkalýðsforystunn- ar og atvinnurekenda en oft áður. Má nokkuð rekja það til stofnun Islandsbanka þarsem ólíkir hagsmunaaðilar sameinast? „Nei, nei, ég held að það sé alveg af og frá að einhver tengsl séu þar á milli, enda fara kjara- samningar ekki fram á bankar- áðsfundum. Ástæðan fyrir því að meiri þíða er okkar á milli er ein- faldlega sú að þegar menn sjá fram á stór og mikil vandamál vilja þeir virkilega leggja sig fram við að finna lausn á þeim sam- eiginlega. Það mun því marka framtíðina meira en nokkuð ann- að hvemig okkur tekst til á þessu ári. Ef við verðum með 30% verðbólgu á árinu verða fyrirtæki í landinu ekki samkeppnisfær við erlenda aðila. Þá leggst af hér vinna og verður stórfeldur út- flutningur á fólki. í minni grein, málmiðnaðinum, emm við td. að sjá á eftir mönnum til annarra landa í vinnu vegna atvinnu- stöðunnar.“ Það mó því ekki búast við að gengið verði frá samningi í bank- aróði íslandsbanka? „Nei, íslandsbanki kemur þessu máli í sjálfu sér ekkert við, nema að takist samningar, þá verða þeir að fara niður með sína vexti einsog aðrir. Ég sé engin önnur tengsl.“ -þóm 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.