Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 12
Palestínumenn hafa engu að tapa • • Oll mannréttindi eru fótum troðin af Israelsstjórn,segir Sigurlaug Ásgeirsdóttir, sem nýkomin er frá Hebron eftir 7 mánaða dvöl Við skógarlundinn á leiðinni frá Rauðavatni til Heiðmerkureru lágeist hús sunnan vegarmerkt með skilti: Bílapartasalan. Bílapartasalan er lítið fjölskyld- ufyrirtæki stofnað af einum þeirra palestínsku flóttamanna, sem hingað komu fyrir rúmum 20 árum. Hann hét Ali Allan J. Shweaki og lést 13. ágúst sl. í heimaborg sinni, Hebron. Hann lét þá eftir sig íslenska eiginkonu, son og þrjár dætur, sem öll eru íslensiur ríkisborgar- ar. Þau eru öll nýkomin frá He- bron eftir 7 mánaða dvöl, og hef- ur sonurinn, Ásgeir Jamil, tekið við fyrirtæki föður síns. Nýtt helgarblað heimsótti fjöl- skylduna í vikunni til að frétta af dvölinni í Hebron. Það varð ein samfelld frásögn mannréttinda- brota og misréttis, sem á sér orð- ið ekki hliðstæðu í samtímanum, nema ef vera kynni í S-Afríku. Húsakynnin hjá fjölskyldunni undir Rauðhólum eru lágreist, og greinilegt er að bætt hefur verið við húsakostinn eftir því sem fjöl- skyldan stækkaði. Innan dyra er bæði vistlegt og hlýlegt og fagurt úrsýni úr stofuglugganum niður að Hólmsánni og í átt til Rauðhóla. Nokkrir húsmunir minna á arabískan uppruna fjöl- skyldunnar, og ég bið Sigurlaugu að segja mér í stuttu máli sögu fjölskyldunnar á meðan hún reiðir fram kaffið. Landflótta til íslands Ali kom hingað til íslands 1966, rétt fyrir Sex daga stríðið. Hann var fæddur í Jerúsalem, en foreldrar hans, sem voru úr versl- unarstétt, hröktust frá húsi sínu og eignum 1948 (þegar ísraelsríki var sto&iað) og settust að í He- bron, sem er á Vesturbakkanum, og var þá jórdanskt lögsagnar- umdæmi. Þegar Ali kom til ís- lands hóf hann fyrst störf við gluggaþvott en setti síðan á stofn hænsnabú. Þegar offramleiðsla var komin í hænsnaræktina 1978 hættum við henni, og Ali stofnaði þá bílapartasöluna. Við fórum að búa saman 1968, og ég hef farið alloft með honum til Palestínu: 1974, 77, 81, 82 (þá vorum við í 6 mánuði) og 1986- 87. Þá ætluðum við að flytja fyrir fullt og allt en urðum að snúa heim af ófyrirsjáanlegum ástæð- um. Það var líka 1987 sem Ali veiktist. Hann fékk heilablóðfall og lamaðist að hluta til og svo biluðu nýrun. Hann var í gervi- nýra hér heima um tíma en fékk síðan kviðskilun sem hreinsaði blóðið og skipta þurfti um reglu- lega. Eftir þetta áfall varð það fljótt eina hugsun hans að komast heim. Heim til a& deyja Við fórum því út í inaí síð- astliðnum, þótt hann væri í raun- inni helsjúkur. Ferðin gekk vel, og líka fyrsta vikan, en síðan tók honum að versna. Eg fór þá með hann á sjúkrahús í Hebron, en þar reyndist ekki tæknibúnaður til þess að sinna þessum sjúk- dómi. í Hebron og nágrenni búa um 540.000 manns en það er ein- ungis eitt sjúkrahús sem þjónar öllu þessu fólki. Ég fór því með hann á sjúkra- hús í Jerúsalem, þar sem okkur var í fyrstu vel tekið sem íslensk- um ríkisborgurum. En þegar sjúkrahússtjórnin komst að því að við ættum heimili í Hebron var okkur strax vísað út. Því þeir vissu að í Hebron búa nær ein- göngu arabar. Ég fór því með hann af sjúkrahúsinu enn sjúkari en hann var þegar hann kom þangað, og þar kom að ég fór með hann á sjúkrahúsið í Ramall- ah. Þar var svo mikil mannekla að ég varð að hjúkra honum í einu og öllu sjálf. Ég var þar í 3 sólarhringa án þess að sofna blund, en gat svo ekki meira og fór með hann heim. Þar dó hann 10 dögum síðar. Hebron er gjörbreytt borg Hvernig var dvölin í Hebron aö öðru leyti, fyrir utan þessa bitru reynslu? Varstu mikið vör við að þetta er hersetin borg? Jú, ég þekki borgina frá fyrri tíð, og hef að mörgu leyti kunnað vel við mig þama. En það er ekk- ert líf í Hebron lengur. Verslanir eru yfirleitt lokaðar 3-4 daga vik- unnar, og ef ekki eru verkfalls- dagar er alltaf lokað fyrir hádeg- ið. ísraelskir hermenn koma líka oft og loka verslunum með valdi. Og ef farið er í bæinn má alltaf heyra skothvelli og sjá gasskýin yfir bænum. Þeir skjóta táragasi að fólkinu. Diana, 18 ára dóttir mín, varð þrisvar fyrir því að lenda í táragasskýi á þessum tíma. Táragasið sem þeir nota hefur reynst mörgum lífshættu- legt. Þá gerist það oft að raf- magnið er tekið af allri borginni fyrirvaralaust í refsingarskyni. Það er verið að refsa fyrir að ein- hverjir hafi ekki greitt rafmagns- reikninginn að því að sagt er með þessum hætti. Síðast var raf- magnslaust í heila 18 daga. Þetta getur verið mjög bagalegt, þar sem margir fá vatn úr brunnum sem knúðir em rafdælum. Eftir kl. 18 á daginn eru engir á ferli, hvorki akandi né gangandi. Það er hættulegt. Mágkona mín lenti í því áð afturrúða var skotin úr bílnum hennar og síðan voru byssukjaftamir reknir inn um rúðuna. Þar voru gyðingaland- nemar á Vesturbakkanum að verki. Þeir ganga alltaf vopnaðir, þótt arabar hafi ekki leyfi til að bera vopn. Unglingar í uppreisn Unglingamir bregðast við þessu ástandi með sínum hætti. Þeir fengu aðeins þriggja mánaða skóla á síðastliðnu ári, og yfirvöld segja að það verði enginn skóli opnaður á þessu ári fyrr en í maí. Þeir fara út á götumar og mála slagorð á húsveggi. Allt er útatað í slagorðum gegn herstjóminni í ísrael. Síðan kemur herinn og skipar næsta ungling sem þeir ná til að hreinsa vegginn eða fjar- lægja grjót af götunni. Þeir ráðast hka inn í hús til þess að sækja böm og unglinga. Þeir bmtust þannig inn hjá kunningjafólki mínu: bmtu gler í útidymm, bmt- ust inn og hirtu dreng sem var einn heima. Honum var mis- þyrmt í fangelsinu, þar sem hann var pyntaður til sagna um hver hefði krotað á einhvern vegg. Foreldramir urðu síðan að greiða 1000 sheikel (sem em hálfs ann-i ars mánaðar laun) til þess að fá hann lausan. Þar sem ég bjó hjá fjölskyldu- fólki okkar í Hebron var mér bannað að opna dyr nema spyrja hver væri fyrir utan. Það er vegna bamanna. Ég veit af strák sem var þannig sóttur fyrirvaralaust. Ali Allan J. Shweaki, fjölskyldu- faðir, sem lést Hebron,13. ágúst 1989. Hann var 15 ára. Hann var látinn sitja inni í 6 mánuði. Hann var pyntaður. Síðan hann kom heim hefur hann ekki þorað að fara út fyrir dyr hússins. Þeir óðu líka inn í hús mágs míns, sem á 6 böm, um miðja nótt. Þeir segjast vera að leita að grjótköstumm. Fólk heldur að það séu bara arabískir unglingar sem kasti grjóti. Það er eldci rétt. Það er þorp gyðinganýbyggja við veginn á milli Hebron og Jerúsalem. Þar við veginn sitja böm nýbyggj- anna og grýta bfla. Þau gera það óáreitt af því að þau em gyðing- ar. Handahófs- handtökur Og ég get sagt þér annað: tveir systursynir Ali vom teknir ákærðir fyrir að hafa varpað bensínsprengju í Jerúsalem. Þeir vom saklausir. En hermennirnir létu sér ekki nægja að taka pilt- ana. Þeir innsigluðu líka hús fjöl- skyldunnar. Hún gat ekki lengur búið í sinni íbúð. Hún þurfti að búa um sig í geymslu í kjallaran- um. Strákamir em nýkomnir úr fangelsi eftir 18 mánuði. Annar er heymarlaus á öðm eyra af völdum barsmíða. Þetta var svo nýskeð að ég vissi ekki hvort búið var að rjúfa innsiglið þegar ég fór. Það er annars algengt að her- menn geri fólk þannig brottrækt úr húsum sínum. Á einni viku vom 3 unglingar skotnir til bana í Hebron, og Jam- il sonur minn sá óeinkennis- klædda gyðinga skjóta einn ung- an mann í lærið með sprengikúlu, þannig að það tættist í sundur. Fólkið í Hebron hefur glatað öllum sínum rétti. Þama gilda ekki nein mannréttindi lengur. Þetta fólk hefur engu að tapa. Innilokað fólk Hryllingssögumar sem Sigur- laug Ásgeirsdóttir hefur að segja okkur virðast engan enda taka. Hún talar yfirvegað og látlaust, en frásögnin er óskipulögð því það er eins og hún viti ekki frá hverju eigi að segja næst. Af svo miklu er að taka: Þeir hafa lokað mörgum hlið- argötum í Hebron með tunnum, fylltum af steypu, sem er hlaðið upp á hverja aðra og á milli húsa þvert yfir götuna. Þetta gera þeir til þess að geta lokað fólk inni í ákveðnum hverfum fýrirvara- laust. Þetta hefur skapað mörg- um íbúum mikið óhagræði. Þá mega margir íbúar borgarinnar búa við það að hermenn hafa sett upp varðstöðvar á húsþökum þeirra. Þeir ganga tillitslaust um allt og brjóta og bramla. Þá hefur herinn einnig farið inn í hús fólks fyrirvaralaust og haft á burt alla verðmæta hluti, sjónvarpstæki o.s.frv. Þeir segja að þetta sé eignaupptaka fýTÍr vangreiddum sköttum. Slík eignaupptaka var nýlega gerð í öllum húsum í þorpi einu rétt hjá Betlehem. Það olli skiljanlega miklu uppþoti, þótt það hafi ekki frést hingað til ís- lands. Þeir hafa stóraukið alla skatt- heimtu af fólki á herteknu svæð- unum. Nú er svo komið að margi- þeir sem áttu bfla geta ekki rekið þá lengur vegna nýrra skatta. Þeir gera bflana líka upptæka vegna vangoldinna skatta. Samsta&a f ney& Hvernig kemst fólk af við þess- ar aðstæður? Er nokkra atvinnu að hafa, þegar allt er meira og minna lokað? Það má segja að fólkið komist af með samstöðunni. Fjölskyldur búa saman og ástunda gagn- kvæma hjálp og stuðning. At- vinnuástandið er eins og gefur að skilja mjög erfitt, og margir fá ekki atvinnu. Það sem virðist bjarga þessu fólki er að það er ýmsu misjöfriu vant. Ég hef tekið eftir því í gegnum árín sem ég hef komið til Hebron, að gyðingamir hafa smám saman verið að leggja undir sig elsta hluta miðbæjarins í borginni. Þeir gera það meðal annars með því að loka götunum að mestu og hafa hervörð í hliðinu, sem krefst nafnskírteinis af öllum sem fara í gegn. Þannig gera þeir verslun- unum erfitt fyrir og hrekja versl- unarfólkið burt. Það virðist stefna hjá stjómvöldum að leggja öll gömul borgarhverfi araba undir gyðinga. Það er bæði menningarleg og efnahagsleg kúgun. Svo beita þeir trúarlegri kúg- un, til dæmis fá íbúar Hebron ekíci lengur aðgang að Moskunni á klettinum, helgasta trúarmust- eri araba í Jerúsalem. Það er ný- tilkomið og það er eins konar sameiginleg refsing á íbúum borgarinnar. Auk þess em allir bflar sem fara frá Hebron til Jerú- salem stöðvaðir. Þjó& án ríkisfangs Kúgunin sem Palestínumenn á Vesturbakkanum em beittir birt- ist meðal annars í öllum sam- skiptum þeirra við yfirvöld og allri þeirri fyrirgreiðslu sem ríkis- borgarar sækja venjulega til síns ríkisvalds. Palestínumenn em þjóð án ríkisfangs. Þótt Palestín- uríki hafi verið stofnað er það ekki viðurkennt. íbúar Vestur- bakkans fá einungis nafnskír- teini, sem þeir verða að bera á sér alltaf, og í besta falli ferðaheim- ild, gefna út af ísraelskum yfir- völdum, þar sem jafnframt er tekið fram að ekki sé um viður- kenningu á ríkisborgararétti að ræða. Díana dóttir mín, sem er 18 ára, giftist Palestínumanni á meðan við vomm úti í sumar. Hann lagði inn umsókn um ferða- heimild til íslands. Ég var með honum og var vitni að því að hon- um var lofað að ferðaheimildin yrði tilbúin 20. nóvember. Þegar hann kom síðan að sækja hana var honum sagt að hann fengi aldrei slíka áritun. Tilgangslaust væri að sækja frekar um slflct. Áður en hann lagði inn umsókn- ina hafði hann gert upp allar skattskuldir sínar og fengið ótal vottorð og pappfra sem tilskilin vom. Þetta er aðferð þeirra til þess að niðurlægja fók og kúga andlega. íslenska utanríkisráðu- neytið hefur nú boðist til þess að spyrjast fyrir um þetta mál. Annað dæmi er af mági mín- um, bróður Alí, sem kom hingað landflótta eftir Sex daga stríðið. Hann bjó hér á íslandi í 8 ár. Hann þurfti alltaf að fá sérstakt leyfi til þess að komast aftur til síns heimalands til að heimsækja 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.