Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 22
MINNING Grímur Margeir Helgason fæddist 2. sept. 1927 á Leifs- stöðum í Selárdal eystra, bjuggu þar foreldrar hans, Helgi Krist- inn Einarsson og Vigdís Magnea Grímsdóttir. Þar var yndi Gríms sem bæk- umar vom. Hóf hann nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk stúdentsprófí 1948. Vetur- inn næsta var hann kennari við bama- og miðskóla Seyðis- fjarðar, en hóf síðan nám í is- lenskum fræðum við Háskóla ís- lands og lauk kandídatsprófi í þeim fræðum 1955. Gerðist hann þá kennari við Verzlunarskóla ís- lands, stundakennari 1955-1957, fastráðinn kennari 1957-1962, er hann réðst starfsmaður í Landsbókasafni. Hann gegndi þó jafnframt áfram kennslustörfum við Verzlunarskólann til ársins 1967.Grímur hafði raunar tengst Landsbókasafrti áður, bæði beint og óbeint, þannig vann hann í í- gripum frá árinu 1958 að samn- ingu Kvæðaskrár svonefndrar, sem stofnað var til það ár með stuðningi menntamálaráðs. Árið sem Grímur varð fastur starfsmaður í Landsbókasafni var tímamótaár í sögu handrita- deildar. Fram til þess árs hafði deildin búið við þröngt húsnæði, eins og raunar allar deildir Landsbókasafns. Var handrita- safninu komið fyrir í norður- stofunni á þriðju hæð, hillurými þar löngu þrotið og vinnuaðstaða við handritin engin. Við burtför Náttúrugripasafns úr Safnahús- inu varð loks laus sýningarsalur þess á forstofuhæð og var þá brátt hafist handa um að búa handrita- deildinni þar framtíðar aðsetur. Þeim framkvæmdum lauk á árinu 1962 og var hinn nýi handritasal- ur fullbúinn og opnaður gestum 14. ágúst það ár. Umsjón með handritasafni og skráning þess hafði smám saman komið í minn hlut og með tíl- komu handritasalar var mér ásamt Grími falin formlega um- sjón og gæsla hans. Unnum við þar saman uns ég hvarf að öðru starfi 1. des. 1967, er ég var ráð- inn borgarskjalavörður í Reykja- vík. Grímur var þá skipaður for- stöðumaður handritadeildar og hafði það starf á hendi æ síðan. - Ég get ekki stillt mig um að skjóta Í»ví hér inn, að Handritastofriun slands fékk inni fyrir starfsmenn sína í handritasalnum hin fyrstu ár sín. Kunnum við Grímur báðir vel þeirra návist. Grímur Helgason var mikill starfsmaður og vel verki farinn. Auk fræðistarfa sinna í handrita- deild, annaðist hann vandasamar útgáfur. Má þar nefna til útgáfur íslendingasagna (ásamt Vésteini Ólasyni) og þjóðsagnarita Sigfús- ar Sigfússonar (ásamt Óskari Halldórssyni, Eiríki Eiríkssyni og Helga syni sínum). Hann gaf út Pontusrímur Magnúsar prúða og Dæmisögur Esóps í ljóðum (1. b.) eftir Guðmund Erlendsson að Felli í Sléttahlíð. Auk beinna starfa að útgáfum var Grímur alltof oft bundinn og önnum kaf- inn í prófarkalestri fyrir aðra og yfirlestri handrita til prentunar. Eru þeir ófáir, sem eiga Grími skuld að gjalda fyrir þau handtök hans. Grímur ritaði um margt í sínum fræðum og hefir sumt af því birst í Árbókum Landsbóka- safns. „En meira þó í huga hans hvarf með honum dánum”, svo að ég vitni til orða Jóns foma Þor- kelssonar um annan fræðimann látinn. Grímur kvæntist 21. febrúar 1953 Hólmfríði Sigurðardóttur kennara. Hólmfríður er fædd á Raufarhöfn 2. nóv. 1930, þar sem foreldrar hennar bjuggu, Am- þrúður Stefánsdóttir og Sigurður Áraason, var hann starfsmaður kaupfélagsins þar. Hólmfríður og Grímur reistu bú í Reykjavík og áttu hér heimili sitt. Þau hjón eignuðust sjö böm og skulu þau hér talin: 1) Vigdís, f. 15. ágúst 1953, kennari og rithöfundur í Reykja- vik. 2) Sigurður, f. 2. nóv. 1955, rafmagnstæknifræðingur í i 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Reykjavík. Kona hans er Bima Þórunn Pálsdóttir hönnuður. 3) Anna Þrúður, f. 11. des. 1956, nemi í Kennaraháskóla íslands. Maður hennar er Sigurþór Hall- bjömsson ljósmyndari. 4) Helgi Kristinn, f. 25. júlí 1958, bók- menntafræðingur og kennari í Reykjavík. 5) Grímur, f. 2. sept. 1961, lögreglumaður í Reykja- vík. Kona hans er Ása Magnús- dóttir viðskiptafræðingur. 6) Hólmfríður, f. 2. sept. 1965, stjómmálafræðinemi. Maður hennar er Birgir Hákonarson verkfræðingur. 7) Kristján, f. 22. maí 1969, sálfræðinemi. Kona hans er Lára Helen Óladóttir íþróttakennaranemi að Laugar- vatni. Grímur Helgason var gjörvi- leikamaður. Hann var jafnan heilsuhraustur, en fór að kenna lasleika á sjöunda aldurstug. Eftir læknisskoðun í nóvember nýliðnum fór hann á sjúkrahús til aðgerðar við meinum sínum, en átti þaðan ekki afturkvæmt. Hann andaðist á annan jóladag. Handritadeild Landsbóka- safns er mikill sviptir að Grími Helgasyni og er þar nú skarð fyrir skildi. Hann kunni góð skil á safni sínu og rækti vel. Auk þess lagði hann kapp á að spyrja uppi og kynnast fróðleiksmönnum landsins og varð þannig margs vís um menn og menntir þjóðar- innar. Handritasafnið eignaðist margt handritið í einkaeign fyrir þessa vitneskju Gríms og að fmmkvæði hans. Ég kynntist Grími Helgasyni fyrir rösklega 30 ámm, er hann hóf ígripastörf sín í Landsbóka- safni. Samstarf okkar þar stóð að vísu aðeins í 10 ár, en við áttum áfram náin samskipti, mikil á stundum og framan af lengi tengd prentsmiðjum. Ef ég man rétt var Blöndalsætt Lámsar Jóhannes- sonar síðasta ritið, sem ég átti hlut að með Grími. Grímur Helgason var prúður maður og ljúfur í umgengni, vandvirkur og viðfelldinn í sam- vinnu. í löngum kynnum okkar reyndist hann mér ávallt samur, góðgjarn, drenglyndur og sannur maður og vinur. Hólmfríði konu Gríms, böm- um þeirra og fjölskyldum færi ég einlægar samúðarkveðjur mínar. Lárus H. Blöndal Leiðir okkar Gríms M. Helga- sonar lágu saman - þó ekki óslitið - í röska hálfa öld. Á árunum 1938-1940 vorum við embættis- menn í barnastúku austur á Seyðisfirði og sátum hlið við hlið á fundum. Eftir það skildu leiðir um sinn, en næst urðum við sam- ferða í námi í Háskóla íslands 1949-1955. Enn lágu leiðir okkar saman í Safnahúsinu við Hverfis- götu í ársbyrjun 1964, þegar ég hóf starf í Þjóðskjalasafni ís- lands, en Grímur hafði þá unnið um skeið í Handritadeild Lands- bókasafns. Upp frá því unnum við undir sama þaki, og varla leið svo dagur, að við hittumst ekki og tækjum upp spjall um heima og geima og oftast á léttari nótun- um. Sem starfsmaður og síðar for- stöðumaður Handritadeildar naut Grímur einstakra vinsælda fyrir lipurð og greiðvikni í starfi. Hann var prúðmenni í framkomu og hvers manns hugljúfi, en hélt þó á málum af fullri einurð, ef þess gerðist þörf, enda hrein- lyndur með afbrigðum og dreng- ur góður. Á vinnustað var hann iðulega mannasættir, þegar í odda skarst eða lægja þurfti öldur. Glöggskyggni hans og vandvirkni var slík, að fulltreysta mátti hverju því sem hann lét frá sér fara í útgáfum eða rituðu máli. Grímur var skilningsríkur á mannlega kosti og bresti sam- ferðamanna, gamansamur vel og skaipskyggn á broslegu hliðamar á mönnum og málefnum. Það er því dauflegra en áður í gamla Safnahúsinu, þegar hann er horf- inn á braut á vit hins ókunna. Við, starfsfólkið í Þjóð- 5. janúar 1990 skjalasafni íslands, minnumst Gríms með þakklæti fyrir alla hjálpsemi hans í okkar garð í rúman aldarfjórðung. Fyrir hönd okkar allra votta ég Hólmfríði, börnunum, Vigdísi, móður Gríms, systkinum hans og öðrum vandamönnum dýpstu samúð og bið þeim blessunar. Gunnar Sveinsson Aðeins fimm ára gömul flutti ég ásamt foreldmm mínum og systkinum í blokk við Kleppsveg- inn. Við höfðum ekki búið þar lengi þegar maður um þrítugt fór að vinna í kjallaraíbúðinni. Hann var að ljúka við hana svo að fjöl- skyldan gæti flutt inn. Ég átti það til að kíkja inn til hans og fylgjast með honum milli þess sem ég stóð fyrir utan húsið og sparkaði í steinvölur. Þar kom að fjölskyldan fluttist inn og ég kynntist þeim öllum. Maðurinn var Grímur Helgason og elsta dóttir hans, Dísa, varð vinkona mín um ókomin ár. í upphafi kunningsskapar okk- ar sem og alla tíð síðar tók Grím- ur mér ákaflega vel. Þá var Fríða konan hans ekki síður elsk að börnum og vomm við systkinin alla tíð velkomin á þeirra heimili. Ég minnist þess þegar við Dísa áttum að passa yngri systkini hennar. Dísa hræddi mig á sögum um Gilitrutt og sagði það ekkert betri kost að búa á efstu hæðinni en í kjallaranum. Gilitrutt gæti stækkað og minnkað eftir hent- ugleikum og næði í þá sem hún ætlaði sér að ná. Ég varð að sjálf- sögðu hrædd og þorði ekki upp þegar Grímur og Fríða komu heim. Þá brá Grímur á það ráð að fylgja mér upp í miðjan stiga og horfa svo á eftir mér upp. Þegar mér leiddist vistin heima læddist ég niður til þeirra og hlustaði á Fríðu segja sögu. Hún kunni þá list betur en flestir aðrir sem ég þekki. Þegar hún stoppaði og sagði „viti menn“ vissum við krakkarnir að eitthvað spennandi ætti að gerast næst og biðum með öndina í hálsinum. Helgi faðir Gríms bjó á heimil- inu. Kynslóðirnar þrjár bjuggu saman í sátt og samlyndi og aldrei varð maður var við svokallað kynslóðabil. Mér fannst alltaf eitthvað spennandi og dularfullt við herbergið hans Helga gamia en ekki veit ég af hverju það var. Ég man ekki nákvæmlega hvort ég var tíu eða ellefu ára þegar fj ölskyldan fluttiúr kj allara- íbúðinni við Kleppsveginn. Þau fluttu á Kambsveginn í rúmbetri íbúð á hæð. Mér fannst þessi ákvörðun óskiljanleg og í henni felast svik við mig og mína. Nú varð erfiðara að heimsækja þau og svo varð ég að sætta mig við að ókunnugt fólk réði ríkjum í þeirra íbúð. Þrátt fyrir auknar vegalengdir hélst þó vinskapur- inn áfram því enginn gat hugsað sér að slíta þráðinn. Minningar mínar um Grím em ljúfar minningar bams sem hefur fengið umburðarlyndi og vænt- umþykju frá honum sem ná- granna og vini. Hann ásamt Fríðu átti einnig sinn þátt í uppeldi okk- ar hinna á Kleppsvegi 24 á þess- um ámm. Elsku Fríða, Dísa og þið öll. Minningin mun lifa áfram í þeim sem eftir lifa. Megi það vera ykk- ar styrkur í sorginni. Asta Björk Sveinbjörnsdóttir Hann kom að austan til Akur- eyrar lýðveldisvorið sextán vetra sveinn, mjósleginn og heldur ó- framur, til að taka próf utanskóla upp í 3. bekk Menntaskólans. Fjóra vetur vomm við Grímur bekkjarbræður og auk þess ná- grannar og ófárra ánægjustunda naut ég með þessum ljúfa félaga á kvöldrölti um miðbæinn, yfir kaffibolla eða mjólkurglasi á Hótel KEA og á herbergi hans við spil, lestur eða samræður. Grímur hugleiddi mál gjörla og myndaði sér sjálfstæðar skoðan- ir. Hann var alvömmaður, og þó að hann slægi oft á léttari strengi var gamansemi hans jafnan græskulaus. Orð hans særðu aldrei, hann var einlægt hlýr. íslenska var uppáhaldsgrein Gríms Helgasonar í menntskóla. Sjálfur var hann sérlega vel rit- fær, og hann hafði yndi af hvom tveggja bókmenntum og mál- fræði, ekki síst orðsifjum sem hann teygaði í sig af vömm Hall- dórs Halldórssonar og miðlaði okkur hinum sem ekki tókum eins vel við; mér er í minni hvað hann útlistaði fyrir mér af mikilli íþrótt og áhuga hvemig gamla miðstigsmyndin æri af ungur væri til orðin við hverja hljóðbreyt- inguna af annarri frá því í fmm- norrænu. Það kom ekki á óvart að Grím- ur skyldi leggja fyrir sig háskóla- nám í íslenskum fræðum, og þeim fræðum hefur hann lagt gott lið með ýmsu móti síðan, sem kenn- ari, með ritstörfum og í þjónustu handritadeildar Landsbókasafns íslands. Fyrsta útgáfuverk Gríms Helgasonar 1961 vom Pontus rímur eftir Magnús Jónsson prúða, Pétur Einarsson og séra Ólaf Halldórsson, en Pontus rím- ur Magnúsar prúða höfðu verið ritgerðarefni Gríms til kandí- datsprófs. Þetta 10. bindi Rita Rímnafélagsins er þeirra mest að vöxtum, enda em rímumar lang- ar og fyrir þeim fer rækilegur inn- gangur Gríms um höfundana og rímumar sjálfar og í bókarlok orðamunur handrita og skýring- ar. Allt er verkið unnið af stakri vandvirkni og ást á viðfangsefn- inu. 1967 birtist fyrri hluti ljóða- þýðingar séra Guðmundar Er- lendssonar á Felli á dæmisögum Esóps í prýðilegri útgáfu Gríms; bæði þetta verk og Pontus rímur höfðu fram að þessu verið meðal þess ótölulega fjölda íslenskra ritverka frá síðari öldum sem aldrei hafa verið prentuð. Þeir Grímur Helgason og Vé- steinn Ólason bjuggu til prent- unar allar íslendingasögur og komu þær út í átta bindum á ár- unum 1968-73. Þetta var fyrsta heildarútgáfa íslendingasagna með nútímastafsetningu og var enn verðmætari fyrir það að í 9. bindi 1976 birtist ekki aðeins nafnaskrá heldur einnig fyrsta at- riðisorðaskrá þessa sagnaflokks. Síðasta útgáfuverk Gríms voru Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar í eldri gerð eftir handritum Sigfús- ar. Af þessu verki hafa birst níu bindi af ellefu, og tók Grímur við því af Óskari heitnum Hall- dórssyni frá og með 5. bindi og gaf út framhaldið í samvinnu við Helga son sinn. Grímur var annálaður fyrir vandvirkni og smekkvísi í vinnu- brögðum öllum, enda var oft leitað liðsinnis hans, þannig að auk eigin útgáfna vann hann mikið við undirbúning og frágang fjölda annarra verka, nú síðast skólasögu Seyðisfjarðar, æsku- stöðva sinna, sem hann fékk að líta fullprentaða á banabeði. •Enda þótt útgáfustarf Gríms hafi verið drjúgt, var það þó allt unnið í hjáverkum. Auk kennslu á Seyðisfirði veturinn eftir stúd- entspróf, 1948-49, kenndi Grím- ur íslensku tólf veturvið Versl- unarskóla íslands frá kandídats- prófi 1955 til 1967 og var þar fast- ur kennari um skeið. Hann var áhugasamur og farsæll kennari, enda bám nemendur hans hon- um afbragðsgott vitni. Lengst starfaði Grímur Helga- son þó við Landsbókasafn Is- lands, fyrst í ígripum en frá 1962 sem fastur starfsmaður í hand- ritadeild safnsins og forstöðu- maður þeirrar deildar frá 1966. Handritasafn Landsbókasafns er lang-stærsta safn íslenskra hand- rita, margfalt stærra en safn Áma Magnússonar, en hefur að mestu að geyma yngri handrit. Þessu safni þjónaði Grímur af mikilli umhyggju meira en aldarfjórð- ung, átti mikinn þátt í vexti þess og umbúnaði og var ötull við skráningu þess. 1970 birtist 3. aukabindi skrár um handritasöfn Landsbókasafris, samið af Grími Helgasyni og forvera hans Lámsi H. Blöndal, og tekur sú skrá til rúmlega 1300 handrita sem safnið hafði eignast flest áratuginn á undan. Skáld og skrifarar á fyrri tíð urðu vinir Gríms, eins og glöggt kom fram í fjölmörgum greinum hans um handrit og handritasöfn, sem vom prentaðar í Árbók Landsbókasafns og víðar, og það hlýja þel sem hann bar til þeirra sem höfðu skrifað og til þeirra sem höfðu haldið til haga birtist einnig í útvarpsþáttum sem hann flutti um skeið um þessi efni. Handritadeild Landsbóka- safns er ein mikilvægasta þjón- ustustofnun íslenskra fræða af öllu tagi, og það hefur verið öllum þeim sem þessum fræðum hafa sinnt og hafa þurft að leita til deildarinnar á liðnum árum ómetanlegt að hafa þar mann í fyrirsvari svo einstaklega við- mótsþýðan sem Grímur var og jafn-lausan við að fara í mann- greinarálit. Meðal þeirra mörgu sem hafa notið þjónustu deildar- innar er starfsfólk Árnastofnana beggja í Kaupmannahöfn og Reykjavík og gestir þessara stofnana, og mér er fullkunnugt um að þetta fólk var fjarska þakklátt Grími fyrir liðsemd hans og lipurð og bar til hans hlýjan hug. Ég veit líka að Árnastofn- unarfólki í Höfn þótti vænt um að geta stuðlað að því að Grímur fékk inni í einni af fræðimanna- íbúðum danska þjóðbankans um þriggja mánaða skeið haustið 1981 - í eina rannsóknaleyfinu sem þessi dyggi þjónustumaður fræðanna naut á starfsævi sinni. Sá stóri hópur sem kynntist Grími Helgasyni í starfi saknar hans nú þegar hann er horfinn svo skjótt fyrir aldur fram. Það gera einnig aðrir vinir hans frá ýmsum skeiðum ævinnar og þeirra á meðal æskuvinir hans frá skólaámnum, sem jafnan fundu fyrir vináttu og hlýju af hans hálfu þó að stundum yrði æði- langt á milli samfunda. Aldraðri móður Gríms, eigin- konu hans, sæmdarkonunni Hólmfríði Sigurðardóttur, og bömunum þeirra mörgu og bamabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Það er dýrmætt að hafa átt þennan væna dreng að v'n*- Stefán Karlsson / Grímur Margeir Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns, andaðist á Landspítalanum á annan í jólum eftir skamma sjúkdómslegu. Grímur fæddist á Leifsstöðum í Selárdal í Vopnafirði 2. septemb- er 1927. Foreldrar hans vom Helgi Kristinn Einarsson, bóndi þar, og kona hans, Vigdís Magn- ea Grímsdóttir, sem lifir son sinn háöldmð. Með foreldrum sínum fluttist Grímur að Breiðumýri í Vopnafirði og síðar til Seyðis- fjarðar þar sem faðir hans var símaeftirlitsmaður. Grímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ákureyri 1948 og cand. mag.-prófi frá Há- skóla lslands 1955. Hann var kennari við Bama- og miðskóla Seyðisfjarðar 1948-49, stunda- kennari við Verzlunarskóla ís- lands 1955-57 og 1962-67 en fast- ráðinn kennari þar 1957-62. Vann í ígripum á Landsbókasafni fslands 1957-62 en var fastur Starfsmaður handritadeildar safnsins 1962-66 og forstöðu- maður hennar frá 1966. 21. febrúar 1953 gekk Grímur að eiga eftirlifandi konu sína, Hólmfiíði Sigurðardóttur, f. 2. nóv. 1930, dóttur hjónanna Sig- prðar Ámasonar, starfsmanns |Í1MÞ á Raftríarhöfn, og Amþrúð- at^Stefánsdórít*^. Hólmfríður er stúdenT%fj'á MAV1§51 og cand. phil. frá Háskóla Islands 1952, en barnauppeldi og heimilisstörf hindraðu frekara nám þar til yngstu bömin fóm að komast á legg. Sótti hún námskeið í mynd- vefnaði við Myndlista- og handíðaskólann 1975 og 1976 og lauk B. Ed.-prófi frá Kennara- háskóla íslands 1983. Hún starf-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.