Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 15
BLAÐ-SÍÐA 15 Messan er drama í nútímanum Rætt við Hjálmar H. Ragnarsson um kórmessuna sem hann hefur samið fyrir söngraddir og Hljómeyki mun flytja í Kristskirkju á sunnudag Sönghópurinn Hljómeyki mun flytja Messu ífimm þáttum við latneska kirkjutexta og lofsöng um Maríu eftir Hjálmar H. Ragnarsson í Kristskirkju í Landakoti á sunnudag kl. 17. Messan er í fimm hefðbundn- um þáttum, kuríe, gloría, credo, sanctus og agnus dei. Hjálmar sagði í spjalli við Nýtt helgarblað að verkið ætti sér nokkuð langan aðdraganda því elsti hlutinn, gloríuþátturinn, hefði verið saminn fyrir sjö árum. Credo- þátturinn var svo saminn fyrir rúmum tveim árum, en hinir þrír þættirnir eru samdir á síðastliðnu sumri. Messan í heild var frum- flutt á tónleikum í Skálholti í ág- ústmánuði síðastUðnum. Mér hefur fundist það spenn- andi að fást við fornt og hefð- bundið form eins og þetta, en túlka efnið með þeim hætti sem mér finnst eðlilegt út frá forsend- um okkar tíma. Niðurstaðan verður því nokkuð frábrugðin því sem við eigum að venjast um síík- ar messur: Kýrian sem venjulega er ljúf bæn verður í þessu tilfelli eins konar neyðarákall, og glorí- an, sem er venjulega gleðilegur dýrðaróður, verður mild og auðmjúk. Kannski vegna þess að við, sem erum menn hins harða efnishyggjuheims, erum þess ekki umkomnir að lofsyngja drottinn með þeirri staðföstu gleðitónlist sem tíðkaðist fyrr á öldum. Þetta er því frekar dýrð- arsöngur auðmýktarinnar. Sama má segja um kredó-þáttinn, trú- arjátninguna. Hún er frekar játn- ing þess sem langar til þess að trúa en þess sem er fullkomlega staðfastur í sinni trú. Og loka- kaflinn, Agnus dei eða Guð- slambið er hressilegur gleðisöng- ur frekar en ómþýð hljómatón- list. Ég lít á þennan lokaþátt mess- unnar sem eins konar sáttagjörð í lok þeirra átaka sem messan felur í sér. Þá hafa menn meðtekið hold og blóð frelsarans. í heild lít ég á messuna sem eins konar drama, og í þessu tilfelli er um að ræða nútímalegt drama með gleðilegum og fjörlegum endi. ° uf w '¦'!¦ m ^S C* W^m 1 í EjkC'* ffl m k W / Ifl KÍ hBH Hljómeyki og Hjálmar H. Ragnarsson við æfingu f Kristskirkju. Ljósm. Jim Smart. Annars var þessi túlkun mess- unnar ekki fyrirfram skipulögð með ncinum hætti. Hún einfald- lega varð svona í minni meðferð, og það er hverjum heimilt að leggja þann skilning í hana sem hann vill. Hjálmar sagði að tónleikunum lyki með Lofsöng um Maríu (Ave María), sem einrúg er saminn við latneskan texta. María er ímynd mýktar og mildi og tónskáldið sagði vel við hæfi að ávarpa hana í leit nútímamannsins að náð og blessun. Bæði Messan og Maríusöngur- inn eru flutt af kór án undirleiks og einsöngvara, og er þar fetað í fótspor tónskálda 16. aldar hvað varðar framsetningu. Inntak verksins mótast hins vegar af glímu nútím amannsins við það að skilja tilvist sína og óvissu hans um tilvist og mátt guðdómsins í hörðuni og fíóknum heimi tækni og efhishyggju. Sönghópurinn Hljómeyki, sem flytja mun verkið, er skipaður fiínmtán söngvurum, en stjórn- andi hópsins á þessum tónleikum er Hjálmar H. Ragnarsson. Tón- leikarnir verða í Kristskirkju í Landakoti á sunnudag og hefjast kl. 17.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.