Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 20
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Krossgáta nr. 77 VíUiORG IMGliJARTSDÓrriR ,.S^.<<- '..' /. ¦-..¦ Setjið rótta stafi í reitina hór fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni á Vestfjörðum. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúls 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 77". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 6 R )Z 5 3 \T2 M ¥ z\ MATUR ÓLAFUR GÍSLASON Selleríog gulrætur Lausnarorð á Krossgátu nr. 74 var Björgúlfur. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Kristínar Ingibjargar Guðmundsdóttur, Miklubraut 80, Reykjavík. Hún fær senda skáldsöguna Vopnin kvödd eftir Ernesí Hemingway í þýðingu Halldórs Laxness. Mál og menning gaf út 1987 Verðlaun fyrír krossgátu nr. 76 verða Ljóð Vilborgar Dagbjarts- dóttur, gefin út af Máli og menn- ingu 1981. Bókin er 137 bls. og hefur að geyma öll Ijóð Vilborgar frá árunum 1960-1981. FJOLSKYLDAN Eftir hátíöirnar er víst mál til komið að snúa sér frá stór- steikunum að léttara fæði. Þrátt fyrir árstíðina getum við valið um fjölda gfænmetistegunda á mark- aðnum. Þar á meðai eru guirætur og sellerí, sem hvor um sig eru ómissandi bæði vegna bragðgæða og hollustu. Báðar þessar tegundir eru góð- ar í hrásalöt ásamt með öðru grænmeti. Selleri og gulrætur eiga einnig vel saman í súpum, t.d. fiskisúpu. Ein aðferðin er líka að borða gulræturnar og sell- eríið soðið. Ennþá betra er þó að sjóða það upp úr smjöri, hvort í sínu lagi. Setjið væna smjörklípu í pott- inn og látið hana bráðna. Hreinsið sellerístilkana og skerið niður í 3-4 sm langa búta og látið út í pottinn. Saltið og piprið að vild og látið malla við hægan eld í 15 mínútur eða svo. Borðað sér eða með öðrum mat. Smjörsoðnar gulrætur eru ekki síður góðar. Betra er að þær séu ekki of stórar. Þvoið þær og skerið í sneiðar (ca. 5 mm þykk- ar). Bætið örlitlu vatni út í bráðið smjörið í pottinum. Saltið og piprið að vild. Látið malla við hægan hita í 15 mín. eða svo. Takið eftir að grænmetið heldur bragðinu betur með þessum hætti. SÍGTRYGGUR JÓNSSON Þeir sem haffa áhuga á að f ræðast um eitthvert ákveðið effni varðandi ffjölskylduna geta skrif að. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. Hugleiöingar í ársbyrjun Sfðasta ár endaði ég með pistli um ársuppgjör og heitstrengingar til framtíðarinnar og er því ekki úr vegi að hefja nýtt ár með hug- leiðingum um fjölskylduna og stöðu hennar á íslandi í dag. Það hefur löngum verið deilt um það hvenær nýr áratugur byrji, en mér hefur alltaf fundist að þegar skiptir um fjórðu tölu í ártahnu, hefjist nýr áratugur. Þess vegna finnst mér að við séum nú að hefja síðasta áratug þessarar aldar og því ekki aðeins venjuleg áramót, heldur áratuga- mót. í upphafi aldarinnar var ekki óalgengt að fjölskyldur berðust í bökkum, fátækt, veikindi og frá- fall foreldra gerði það oft að verkum, að fjölskyldum var tvístrað. Atvinnuleysi og hörð lífsbarátta einkenndi margar fjöl- skyldur og hugsanir fóiks hafa sennilega mikið snúist um þær leiðir, sem gætu verið til bjargar. Er líða tók á öldina breyttist ým- islegt í átt að því, sem við í dag köllum velmegunarþjóðfélag. Aukin tæknivæðing jók þörfina fyrir menntun og sérhæft vinnu-; afl, skólaskylda var lengd, trygg- ingarkerfið útfært til þess að taka við og bæta einstaklingum og fjölskyldum áföll, fjánnagn streymdi inn í landið, bæði með auknum fiskveiðum og ekki síst samfara þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á meðan á stríðsárun- um stóð og eftir þau og svo mætti lengi telja. Stór hluti af bessari öld hefur því einkennst af því að við höfum verið að koma okkur út úr fátækt og fornum búskapar- háttum og inn í tæknimenntað og iðnvætt samfélag, þar sem pen- ingaleysi er ekki til ryrirstöðu. Um eða uppúr miðri öldinni ríkti hér mikil bjartsýni með þessa hluti og flestir fóru að eignast cigið húsnæði og koma sér upp einhverjum bankainni- stæðum, horfa á eftir börnum sín- um inn í langskólanám eða sér- hæft iðnnám, og líta með vel- þóknun til efri áranna í von um náðuga daga að loknu ströngu, en afkastamiklu ævistarfi. Það leit því vel út með fjölskylduna og afkomu hennar. Hin síðari ár hef- ur hins vegar minni bjartsýni ver- ið varðandi vellíðan innan fjöl- skyldunnar. Við erum aftur farin að tala um atvinnuleysi og fátækt og því er nú spáð af þar til gerðum stofnunum, að enn eigi efnahag- ur fjölskyldnanna eftir að versna, atvinnuleysi að aukast og upp- boðum fjölga á stolti íslensku þjóðarinnar, þ.e. einkaeign landsmanna á steinsteypu. Ekki ætla ég mér þá dul að ég geti komið með lausnina á efna- hagsvanda íslensku þjóðarinnar, en mér virðist samt, að raunveru- lega sé ísland ríkt land í dag og að hér skipti mestu máli að breyta hugarfari. Ef til vill höfum við verið of upptekin af því að koma okkur út úr moldarkofunum og inn í steinsteypuna til þess að muna eftir því að hvor húsagerð- in sem er hefur þann eina tilgang, að veita fólki skjól fyrir veðri og vindum og gefa því þá tilfinningu að eiga einhvers staðar heima og tilheyra því samfélagi, sem við köllum fjölskyldu. Að vísu fer það ekki milli mála, að núverandi húsnæði er heilsusamlegra, hlýrra og sterklegra heldur en hið gamla og ætti því að veita fjöl- skyldunni meiri og betri vernd, en hefur það jafnframt haft í för með sér minni áhyggjur og aukna vellíðan einstaklinganna eins og að var stefnt? Mín skoðun er sú, að við höfum gleymt um of til- gangnum með öllu baslinu og sitj- um enn sem fyrr í þeirri súpu að geta ekki boðið fólkinu í landinu öryggi og vellíðan. Stundum er sagt að við verðum að leggja eitthvað á okkur til þess að geta notið síðar og er það vissulega rétt, hins vegar getur stritið orðið svo fastur hluti af lífi okkar að við kunnum ekki að njóta afraksturs- ins. Það er ekki óalgengt að ég fái fólk til mín í viðtöl, sem er hætt að kunna að njóta. Því finnst mér eins og það sé að svíkjast um ef það er ekki í hörkuvinnu dag og nótt. Það er búið að segja við sjálft sig í mörg ár: Þegar þessu er lokið, get ég slakað á og farið að njóta þess, sem ég er að byggja upp. En alltaf tekur eitthvað nýtt við og að lokum kann það ekki lengur að slaka á og njóta þess sem það hefur þó komið sér upp. Þetta er eins og með fjallgöngu- manninn, sem leggur á fjalhð til þess að geta notið útsýnisins af toppnum. Honum liggur svo á að komast á toppinn að hann ákveð- ur að unna sér engrar hvíldar fyrr en á toppnum. Hann sér toppinn og stefnir hratt upp, en kemst svo að því að þetta var aðeins áfangi á uppleiðinni og tvíeflist í göng- unni. Þannig koma nokkrir áfangar og að lokum, þegar hann er upp kominn, er hann svo úr- vinda og uppgefinn, að hann gleymir að njóta útsýnisins. Hann hugsar bara um sigurinn á fjallinu og leitar strax í huganum að öðru fjalli til að sigra. Að ná settu marki er orðið að tilgangi í sjálfu sér. Hann er hættur að geta notið útsýnisins. > Mín skoðun er sú, að íslenska þjóðin sé á margan hátt stödd í sporum fjallgöngumannsins. Velmegun er orðin takmark í sjálfu sér, en við erum hætt að geta notið hennar. Það er alltaf einhver ósigraður tindur á þeirri braut. Ættum við ekki að eyða síðasta áratug aldarinnar í að- leggja áherslu á að læra uppá nýtt að njóta þess h'fs, sem við lifum og leggja kapphlaupið á hilluna í bili? 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ; Föstudagur 5. Janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.