Þjóðviljinn - 19.01.1990, Side 15
í þessu starf i
er nauðsynlegt
að vera allra vinur
Vinir hans og kunningjar á ís-
landi kalla hann Pétur Fót, en
Peter Foote heitir hann réttu
nafni. Hann kenndi íslensku
og stýröi norrænu deildinni
viö háskólann í London í rúma
þrjá áratugi, en lét af störfum
fyrirfáeinumárum. ísumar
verða liðin fjörutíu ársíöan
hann kom fyrst hingað til
lands, en nú í ársbyrjun kom
hann íboöi Fornritafélagsins
til að ræöa um útgáfu á bisk-
upasögum. Viö vildum hins
vegar ræða viö hann um hann
sjálfan.
Peter Foote er soriur kjöt-
kaupmanns í litlum bæ í Dors-
etáSuður-Englandi, næst-
yngstur af fimm bræörum.
Hvernig stóð eiginlega á því
aö honum datt í hug aö leggja
fyrir sig lítt aröbær og óskyn-
samleg fræöi eins og hin ís-
lensku?
„Þaö mætti segja nokkur orð
um það,“ segir Peter íbygginn á
fallegri íslensku sem stundum er
dálítið bókmálskennd og fornleg.
Til dæmis segir hann ok þegar við
segjum og. Allt samtalið fer fram
á íslensku.
„Þegar ég var fimmtán ára fór
ég að lesa enskan skáldskap við
menntaskólann í bænum mínum
heima í Dorset, meðal annarra
19. aldar skáldið Manley Hop-
kins. Ég varð mjög hrifinn af
honum,tildæmisaf því sem hann
sagði um dróttkvæði sem hann
vissi svolítið um, og um engilsax-
neskan skáldskap. Samtímis fór
ég að lesa íslendingasögur í ensk-
um þýðingum og þótti gaman. En
það varð bið á að ég gæti haldið
því áfram.
Ég innritaði mig í ensku við há-
skólann í Exeter í Devonshire og
þar var kennd dálítil forn-
íslenska. En ég var bara búinn að
vera við nám í einn vetur þegar
stríðið skall á. Þá gekk ég í sjó-
herinn og var sjómaður í hálft
fjórða ár, fór svo aftur í há-
skólann. Eftir þrjú ár lauk ég
prófi og fór beint til Noregs,
vegna þess að ég hafði fengið
styrk til framhaldsnáms í nor-
rænu við háskólann í Osló. Þar
var ég veturinn 1948-9.“
Lukkunnar
pamfíll
„Næsta vetur á eftir var ég á
styrk við Lundúnaháskóla að
semja magistersritgerð um Sturl-
ungasögu. Þann vetur var ég svo
heppinn að kynnast Birni Þor-
steinssyni sagnfræðingi sem þá
var í London við rannsóknir á
viðskiptasögu. Það var það besta
sem fyrir mig gat komið. Við urð-
um miklir vinir, og þegar ég fór til
íslands í fyrsta sinn sumarið eftir
fór ég beint til þeirra hjónanna,
Björns og Guðrúnar, við Suður-
götu. Hjá þeim bjó ég ævinlega
eftir það meðan Björn lifði.
Og enn var ég heppinn. Ég
kom til Lundúnaháskóla á styrk
til þess að semja ritgerð, en ég
átti enga von á að fá atvinnu við
þetta fag. Að minnsta kosti ekki
við að kenna forn-íslensku. Þá
voru aðeins tvær stöður í norrænu
á Englandi, dósentsstaðan í Ox-
ford sem kennd er við Guðbrand
Vigfússon og ný staða við Uni-
versity College í London. í Ox-
ford sat Gabriel Turville-Petre,
sá ágæti vísindamaður, tiltölu-
lega ungur enn. Nýju stöðuna í
London hafði ungur maður feng-
ið sem vel hefði getað setið þar til
æviloka. En hann var svo mikill -
hvað segir maður - bjáni? að
hann vildi heldur snúa sér að mið-
aldaensku.
Þá var ég um það bil að ljúka
magistersprófi og búinn a
drekka ókjör af bjór með Hug
Smith sem var prófessor í ensk
en stóð fyrir Norðurlanda
deildinni líka. Hann bauð mé
stöðuna þegar hún losnaði og é
neitaði ekki!
14 SlÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990
EftiiJ)að gekk allt sinn eðlilega
gang. Ég varð aðstoðarkennari,
kennari, dósent, svo loksins pró-
fessor og deildarstjóri við
Norðurlandadeildina. Þetta var
mesta ævintýri! Og deildin varð
stærri og stærri, því fleiri og fleiri
fengu áhuga á norrænum
fræðum.“
Dekurbarn
frá upphafi
„Já, ég var gæfumaður að fá
þetta allt upp í hendurnar," segir
Peter Foote og glottir eins og
hann meini hið gagnstæða. „Ætli
gæfan hafi ekki fylgt mér alveg
frá foreldrahúsum. Við vorum
fimm bræður og ég var sá næst-
yngsti, kannski var ég svolítið
spilltur af dekri.“
- Var áhugi á fornfrceðum
heima hjá þér þegar þú varst
strákur?
„Nei, alls ekki, og ekkert sjálf-
sagt að fara í langskólanám. Það
var enginn menntaskóli í bænum
heima þegar elsti bróðir minn var
var mikilvægt fyrir mig að læra
það sem ég átti að fara að kenna!
En ég var aðallega við rannsóknir
þennan vetur. Þó sótti ég tíma hjá
Magnúsi Má Lárussyni og Jóni
Jóhannessyni, og las bókmenntir
heima. Jón Trausta...“
- Hefurðu haft áhuga á íslensk-
um nútímabókmenntum?
„Ekki mjög mikinn. Ég hef les-
ið skáldin eitthvað, en yfirleitt
eru skáldsögur of langar fyrir
mig, líka af því að þær eru alveg
ómyndskreyttar.
Þennan vetur minn á fslandi
var ég þegar farinn að hugsa um
útgáfu á Jóns sögu helga sem
núna stendur til að komi loksins
út í væntanlegum biskupasagna-
flokki hjá Fornritafélaginu. Að
vísu er textinn að henni búinn að
liggja í próförk í tíu eða fimmtán
ár, en formálinn er ekki alveg
klár ennþá!
Það hefur verið skemmtilegt
að vinna við Jón helga öll þessi
ár, en það skemmtilegasta við að
fást við biskupasögur er að þær
tengja ísland við veröldina, - að
fara á rjúpnaveiðar með Birni
Þorsteinssyni þó að ég sé enginn
veiðimaður og það væri aldrei
mikið af rjúpum.
Ein saga er sögð af okkur - og
hún er sönn. Við lögðum af stað
inn í Bláfjöll klukkan átta að
morgni seint í nóvember. Það var
fínasta veður, kalt og bjart og
nokkuð mikill snjór. Með okkur
voru föðurbróðir Björns og
Broddi Jóhannesson skólastjóri.
Við gengum í fimm tíma án þess
að sjá fugl, þá gáfust félagar okk-
ar upp og fóru, en við Björn sett-
umst niður til að snæða.
Þaðan sem við sátum að snæð-
ingi sáum við til Strandarkirkju
og við fórum að hugsa um að
heita á hana og athuga hversu
fengsæl hún væri. Það varð úr að
við gerðum það, og strax á eftir
sáum við rjúpur! Eg er enginn
skotmaður, eins og ég sagði
áðan, en ég skaut - og hæfði ekki.
En þessi vitlausi fugl sat bara
kyrr! Þá skaut ég aftur og hitti.
Ég varð svo aldeilis hissa!
Kannski var þetta atburður -
en kannski var þetta líka jar-
meira að segja farnir að þýða
fornaldarsögur og alls konar dót
sem er alveg óþarfi að fá á
ensku.“
- En hvernig er staða íslenskra
frœða á Bretlandi núna? Hefur
hún versnað mikið á síðustu
árum?
„Já, einkum vegna þess að
áður fyrr var íslenska kennd við
flestar enskudeildir í háskólum,
og það var þar sem fólk gat byrj-
að að læra hana þó að það gæti
ekki lagt stund á norræn fræði
nema á einstöku stöðum, aðal-
lega í Oxford, hjá okkur í
London og eitthvað í Cambridge
og Glasgow, auk þess sem enn
var lifandi áhugi í Leeds.
Núna er svo til engin kennsla í
íslenskum fræðum í ensku-
deildunum lengur, og engin staða
í Skotlandi eftir að Hermann
hætti. En þar er búið að safna
Norðurlandamálunum saman í
Edinborg, þau voru áður á víð og
dreif um háskólana þar, og nú
komast þeir ekki hjá því að stofna
embætti í íslensku. En líklega
verða þeir að fá styrk héðan að
Rætt við
Peter Foote
prófessor um
rannsóknir
og rjúpna-
skyttirí
■
„Hann bauðmér
stöðuna og ég
neitaði ekki!“
Myndir:
Jim Smart
á þeim aldri, og hann fór strax að
vinna þegar hann var búinn með
skólaskylduna fjórtán ára. Það
gerði sá næstelsti líka. Þó voru
þetta vel gefnir piltar sem hefðu
getað lært hvað sem var, foreldr-
ar mínir höfðu bara ekki ráð á að
senda þá burt í framhaldsskóla.
En svo kom menntaskóli í bæn-
um árið 1929, ágætur skóli með
góða kennara, og þriðji bróðir
minn fór í hann og svo til Exeter í
framhaldsnám. Hann varð bæði
trésmiður og kennari.
Þar með var gatan orðin greið
fyrir mig til náms, og fyrir Pál,
yngsta bróður minn. Hann fór
beint í herinn úr menntaskóla, og
var svo gáfaður að honum
dauðleiddist þar. En þá var hann
svo lánsamur að fá að fara til
Cambridge til að læra rússnesku,
það vantaði túlka í hernum. Eftir
stríð tók hann próf í rússnesku og
þýsku og hefur verið lektor í
rússnesku síðan.“
Því má bæta við að Peter er
gæfumaður í einkalífinu líka.
Hann er kvæntur Eleanor Foote
sem er hjúkrunarkona að mennt
en fékk fyrir mörgum árum á-
stríðufullan áhuga á bókbandi
sem listiðn og starfar við það
núna. Þau hjón eiga þrjú upp-
komin börn, tvær dætur og einn
son, og barnabörnunum fjölgar
óðum.
íslenskunámió
- Varstu aldrei beinlínis við ís-
lenskunám á íslandi?
„Jú, ég var hér veturinn 1953-
4, þá fékk ég leyfi frá starfinu í
London. Þeir skildu vel hvað það
vísu fyrir nokkrum öldum, en ég
hef lengi haft mikinn áhuga á
þessum tengslum. Enda er ég á
besta stað til að kanna þau á Eng-
landi, á milli íslands og megin-
landsins.
Ég hef lært mest í íslensku með
því að lesa hana og tala við fólk.
Fyrsta sumarið mitt á íslandi var
ég fyrst í bænum hjá Birni eins og
ég nefndi, svo var ég í mánuð hjá
séra Pétri Oddssyni í Hvammi í
Dölum og hálfan mánuð á
Reykhólum á Barðaströnd hjá
ágætisfólki. Þaðan fór ég labb-
andi til Akureyrar. Ég var þrjár
vikur á leiðinni og skoðaði sögu-
staði. Það var ansi skemmtilegt.
Hluta af leiðinni fór ég ríðandi
og fylgdu mér góðir bændur. Það
var eins gott því þetta var í fyrsta
skipti sem ég kom á hestbak!
Bóndinn á Kleifum í Gilsfirði
valdi handa mér fyrsta fararskjót-
ann og valdi vel, því hesturinn var
eldri en ég, lífsreyndur og góður
klár. Þetta var stórkostleg ferð,
ekki síst af því að ég var búinn að
lesa svo mikið um hvernig var að
ferðast um landið til forna.
Eftir þessa fyrstu ferð hef ég
komið oft hingað. Þó ekki eins
oft og ég vildi. Starfsins vegna hef
ég þurft að vera annars staðar á
Norðurlöndum við handritarann-
sóknir og til að halda við kunn-
ingsskap við menn. í þessu starfi
er nauðsynlegt að vera allra vin-
ur.“
Á rjúpnaveiðum
- Er þér eitthvað sérstaklega
minnisstœtt frá íslandsferðum
þínum?
„Já, það var stórkostlegt að
teikn. Og svo miklir reglumenn
vorum við Björn að við sendum
kerti til Strandarkirkju. Okkur
fannst það sómasamlegt.
Það var alltaf afskaplega gam-
an að vera með Birni því hann var
svo mikill afkastamaður eins og
þú veist, mikill ferðagarpur og
vissi svo margt líka, setti sig inn í
alla hluti. Hann hafði mikil áhrif
á mig. Svo var hann dálítið
vinstrisinnaður, má segja, ég
hafði ekkert á móti því heldur.“
íslendingasögur
þýddar
Eitt af því sem Peter er að gera
hérna er að fara yfir enska þýð-
ingu á Bandamannasögu sem
kanadíska skáldið George Johns-
ton hefur gert. Hann hefur líka
þýtt Gísla sögu Súrssonar sem
kom út fyrir nokkrum árum, Fær-
eyinga sögu og Grænlendinga
sögu. Hann var upphaflega kenn-
ari í forn-ensku, og það var ein-
mitt hjá Peter í London sem hann
kynntist íslensku og íslendinga-
sögunum fyrst.
„Þýðing hans á Gísla sögu var
afreksverk," segir Peter, „og ég
benti honum á að taka Banda-
mannasögu næst því þetta er svo
góð saga. Hún var til í gamalli
þýðingu sem þurfti að endurnýja.
Sagan er ólík flestum öðrum sög-
um, málið á henni er svo eðlilegt
einhvern veginn."
- Eru ekki flestar íslendinga-
sögur til í enskum þýðingum?
„Jú, mjög margar. Þetta hefur
nú verið eins konar iðnaður hjá
Hermanni Pálssyni og vinum
hans. í Bandaríkjunum eru þeir
heiman eins og við höfum
reyndar fengið í London.
Mitt embætti var ekki lagt nið-
ur þegar ég hætti, við því tók
ágætur maður, Michael Barnes.
Hans sérgrein var norska þegar
hann var í námi hjá okkur, en
hann er mikill lingvisti og hefur
rannsakað rúnaristur og er mjög
vel að sér bæði í íslensku og fær-
eysku, sem er dálítið nýstárlegt
hjá okkur. Við erum með fastan
mann í forn-íslensku, en í nú-
tímaíslensku hafa eingöngu verið
stundakennarar undanfarin ár.
Nú er búið að stofna stöðu í nú-
tíma-íslensku sem er kennd við
Halldór Laxness. Hún verður
greidd að hálfu héðan og að hálfu
af okkur, og væntanlega verður
hún auglýst í fyrsta skipti núna í
vor. Vonandi fáum við mann í
hana í haust.“
- Fáið þið mikið af nemendum
ennþá?
„Nei, ekki er það. Þegar ég
byrjaði að kenna voru nemendur
bara tólf, minnir mig. Svo fjölg-
aði þeim mikið á 7. áratugnum,
þá var líka nóg til af peningum í
þjóðfélaginu. Þeim fækkaði aftur
á 8 áratugnum og nú hefur fjöl-
dinn staðið í stað í um það bil tíu
ár. Það eru kannski um níutíu
nemendur við deildina en ekki
nema sextíu sem ætla að taka
próf. Þetta er fjögurra ára nám,
þar af eru nemendur eitt ár á
Norðurlöndum.
En við vorum að tala um stöð-
urnar. Þegar Ursula Dronce, eft-
irmaður Turville-Petre, hætti
fyrir tveimur árum þá var dós-
entsstaðan í Oxford lögð niður og
enginn átti von á að hún yrði
endurreist. En nú er maður búinn
að gefa stórfé til að halda henni
við, og það þóttu okkur mikil
fagnaðartíðindi. Ætli hún verði
ekki líka auglýst í vor.“
- Hvernig hefur fólki sem út-
skrifast frá ykkur gengið að fá
vinnu við sitt fag?
„Þeir sem hafa farið í fram-
haldsnám í íslensku hafa flestir
fengið stöður. Margir fóru til
Hafnar að rannsaka handrit og
komust undir handarjaðar Jóns
Helgasonar. En þeir sem voru
aðallega í dönsku, norsku eða
sænsku hafa flestir orðið bisniss-
menn eða bókaverðir."
Búið að byggja
öll húsin
Peter Foote hefur kannski
aldrei verið eins önnum kafinn og
eftir að hann hœtti störfum. Hvað
er helst framundan?
„Ég hlakka mest til að ljúka
við Jóns sögu helga og vona að
það takist á þessu ári eða því
næsta. Það liggur þó meira á
Grágásarþýðingunni, seinna
bindi hennar. Fyrra bindið kom
út fyrir tíu árum hjá Haraldi
Bessasyni í Winnipeg, í ritröðinni
Universitv of Manitoba Icelandic
Studies. Ég lauk við að fara yfir
textann að seinna bindinu og
sendi það frá mér fyrir tveim
árum, en ég á eitthvað ógert enn í
skýringum. Grágás hefur aldrei
komið út á ensku áður.
Svo hef ég lengi fengist við
Norðurlandasögu Olaus Magnus
frá 16. öld. Að vísu þurfti ég ekki
að þýða hana sjálfur, það gerðu
tveir aðrir menn, en ég er að
semja athugasemdir og skýringar
og er kominn nokkuð Iangt. Þettá
er sagan með skemmtilegu mynd-
unum, hún er í tuttugu og tveim
bindum!
Svo er ég að gefa út ljósprentun
á handriti sem er í Stokkhólmi af
Péturs sögu postula. Þetta er
skemmtilegt verkefni því að
skrifarinn er tengdur Akra-
mönnum í Blönduhlíð í Skaga-
firði seint á 14. öld, og kannski
var hann Akramaður sjálfur.
Ólafur Halldórsson og Stefán
Karlsson eru sérfræðingar í
Akramönnum og ég er kominn
nógu langt með þetta verkefni til
að það var mjög gott fyrir mig að
komast hingað núna og hitta þá.
En því miður reynist þessi sami
skrifari hafa skrifað margt annað,
og allt í einu er ég að fást við tíu
handrit í staðinn fyrir eitt. Ég
ætla ekki að gefa þau öll út, sei sei
nei, en ég verð að Iesa þau og
orðtaka - og svo hugsa. Það er
eitt að gefa út handrit en miklu
erfiðara að hugsa um þau.“
- Að lokum, Pétur?
„Já, bara það að mér finnst
mjög ánægjulegt að koma til ís-
lands á þessum árstíma. Flestir
eru heima og hafa svo sem ekkert
að gera annað en rabba við gesti!
Og sérstaklega er gott að sjá þá
öldunga, Jón Steffensen og Jak-
ob Benediktsson. Maður þakkar
fyrir hvert skipti sem maður sér
þá. Svo er auðvitað dýrmætt að
hitta Ólaf og Stefán á Arnastofn-
un sem ég þekki frá fornu fari.
Þeir eru alltaf sjálfum sér líkir.
Ágætir menn.
Reykjavík hefur breyst mikið
síðan ég kom hingað fyrst, og ég
hef ekki ennþá þorað niður á
Lækjartorg í þessari heimsókn!
Bærinn hefur breyst meira en
London - sem nú er orðin eins og
hún var fyrir fjörutíu árum: skít-
ug. Fólk er ekki farið að brenna
kolum aftur, en nú er ekkert fé til
að halda henni við síðan þessi
andskotans stjórn okkar fór að
skera niður þjónustu við almenn-
ing.
Breytingin á Reykjavík er að-
allega fólgin í því að áður fyrr
voru öll hús í smíðum en nú er
búið að byggja þau öll. Ég hef
heldur ekki fundið neina
bræðslulykt í þetta skipti og ég
sakna hennar. En mér er sagt að
nú sé síldin að koma aftur og þá
verður allt eins og var.“ SA
Föstudagur 19. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 1$