Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 4
Gro Harlem Brundtland
Flytjum út
umhverfis-
vemd og
félagslegt
öryggi
Gro Harlem Brundtland, formaöur norska Verkamannaflokksins, er
ekki meðal þeirra sem telja að vægi samstarfs Norðurlanda muni
minnka á næstu árum. Þvert á móti telur hún Norðurlönd hafa miklu
hlutverki að gegna og vill að þau taki utanríkis- og öryggismál á
dagskrá Norðurlandaráðs auk þess sem nú er á verksviði ráðsins.
„Það samstarf sem við eigum í nú er mjög mikilvægt, en við eigum
líka að fjalla um utanríkismál. Þróunin í alþjóðamálum skiptir okkur öll
sífellt meira máli. Það hefur skaðað ráðið út á við að sífellt kemur upp
ágreiningur um utanríkismál á þingum þess án þess að nokkur niður-
staða fáist.
Við verðum því að taka af-
stöðu til þess hvort utanríkisráð-
herrar og þeir sem fara með þró-
unaraðstoð og viðskipti eigi ekki
að eiga aðild að ráðinu og taka
þátt í skoðanaskiptum. Jafnframt
tel ég að við eigum að koma upp
utanríkismálanefnd á vegum
ráðsins," segir Gro í samtali við
Nýtt Helgarblað.
Hún segir að þegar komið hafi
verið á sameiginlegu öryggiskerfi
í Evrópu, verði Norðurlönd
sterkt svæði í hinni nýju Evrópu,
vegna samvinnu landanna og
vegna þess að þau geta talað einni
tungu um gildi og forgangsmál.
En þá verði starf ráðsins einnig
að ná til utanríkismála.
Alþjóöleg
viðurkenning
Gro Harlem Brundtland er
meðal fárra norrænna
stjórnmálamanna sem náð hafa
alþjóðlegri viðurkenningu fyrir
störf sfn. Hún hafði forystu fyrir
nefnd Sameinuðu þjóðanna sem
fjallaði um umhverfísmál.
Nefndin fékk raunar nafn hennar
og kallast Brundtland-nefndin.
Gro hefur fengið ýmis alþjóðleg
verðlaun, m.a. á sviði umhverfis-
mála, enda þótt umhverfisvernd-
arsinnar í heimalandi hennar séu
að mörgu leyti óánægðir með
störf hennar að þeim málum.
Þeim fínnst vanta á að samræmi
sé milli orða hennar og athafna.
Gro varð formaður Verka-
mannaflokksins í Noregi árið
1981 og forsætisráðherra sama
ár. Hún varð aftur forsætisráð-
herra árið 1986 og gegndi því
embætti þar til í fyrra, en þá tók
Jan P. Syse, formaður Hægri-
flokksins, við stjórnartaumun-
um. Skoðanakannanir sýna þó að
flestir Norðmenn vilja Gro aftur í
stól forsætisráðherra.
Hún er algjörlega á öndverð-
um meiði við Jan P. Syse, sem
telur að utanríkismál eigi ekki
heima í Norðurlandaráði. Hún
vísar jafnframt á bug þeirri
skoðun danska forsætisráðherr-
ans, Pouls Schlúters, að Norður-
landaráð muni fá minna vægi á
næstunni vegna þróunarinnar í
Evrópu.
Stærri Evrópa
„Schlúter talar frá sjónarhóli
sínum í Evrópubandalaginu. Það
er staðreynd að Danir hafa starf-
að með hálfum huga í Norður-
landaráði allar götur síðan þeir
gengu í EB og hafa í auknum
mæli litið þannig á að hagsmun-
um þeirra sé best borgið í EB.
Við verðum því að skoða ummæli
Schlúters út frá sérstöðu Dan-
merkur.
En á næstu tíu árum munu
Danir kannski komast að því að
hinum sameiginlegu gildum
Norðurlanda er betur borgið í
svæðisbundnu, norrænu sam-
starfi í Evrópu sem er víðari en
sem nemur EB. Þá á ég við að
samskipti Evrópuríkja austan og
vestan munu aukast mjög á sviði
„Það er staðreynd að
Danir hafa starfað með
hálfum huga í Norður-
landaráði allar götur síð-
an þeir gengu í EB “
menningarmála, efnahagsmála
og öryggismála. Allir geta séð að
það stefnir í þetta á þessum ára-
tug og þá erum við að tala um
samstarf 30 landa en ekki 12 eins
og nú.
Við þessar aðstæður gæti Dan-
mörk horfið út af kortinu og þá
getur verið gott að njóta stuðn-
ings Norðurlanda."
Pað er mikið rœtt um hlutverk
Norðurlanda í Austur-Evrópu
um þessar mundir. Hvert getur
þetta hlutverk verið að þínu mati?
„Norræn fyrirtæki geta farið
með reynslu og tækni austur og
komið á samstarfí við fyrirtæki
þar til þess að stuðla að mengun-
arvörnum, sem þeir hafa fulla
þörf fyrir. Þátttaka norrænna fyr-
Gro Harlem Brundtland í viðtali við Nýtt Helgarblað: Umhverfisvernd, neytendamál og félagslegt öryggi
verða helstu verkefni Norðurlanda í framtíðinni. Þetta er það sem við stöndum helst fyrir og það sem er
mikilvægast að mínu mati. Mynd Kristinn.
irtækja getur flýtt fyrir því að
þjóðir Austur-Evrópu leysi um-
hverfisvandamál sín. Auk þess
skapast þarna möguleikar fyrir
norræn fyrirtæki á að komast inn
á stóran markað. Það eru vissu-
lega stór verkefni fyrir höndum í
Austur-Evrópu.“
Forysta í um-
hverfismálum
Verður umhverfisvernd helsta
hlutverk Norðurlanda í framtíð-
inni?
„Já, umhverfisvernd, neyt-
endamál og félagslegt öryggi.
Þetta er það sem við stöndum
helst fyrir og það sem er mikil-
vægast að mínu mati. Við getum
flutt út hugmyndir.“
Sérðu þá fyrir þér að ríki
Austur-Evrópu muni taka upp
hið norrcena velferðarkerfi?
„Ekki bara þjóðir Austur-
Evrópu. Það búa ekki allar þjóðir
Vestur-Evrópu við þetta félags-
lega öryggi sem við höfum komið
upp.“
Þú hefur verið ásjóna Norður-
landa út á við í umhverfismálum.
Finnst þér Norðurlandaráð leggja
ncegilega áherslu á umhverfis-
vernd?
„Mér þykir Norðurlandaráð
hafa verið mjög virkt í umhverf-
ismálum og sýnt að Norðurlönd
hafa mikinn áhuga á þeim.“
En er árangurinn í samræmi
við það?
„Árangur af umhverfisvernd
„Það er erfitt að spá um
Varsjárbandalagið, þar
eru innviðirnir fúnir. En
ég held ekki að NA TO sé
á förum á nœstunni. En
það fœr nýtt hlutverk “
sýnir sig ekki strax. En við á
Norðurlöndum höfum nokkuð
góða stöðu í þessum efnum.
Norðurlönd eru ekki meðal
„Norðurlönd hafafor-
ystu í umhverfismálum
nú og það er alveg raun-
hœft að œtla að svo muni
verða í framtíðinni“
menguðustu landa og ef áætlun-
um okkar í umhverfismálum
verður fylgt eftir munum við sjá
fram á mikinn árangur á næstu
fimm til tíu árum.
Norðurlönd hafa forystu í um-
hverfismálum nú og það er alveg
raunhæft að ætla að svo muni
verða í framtíðinni."
Bjartsýn á samn-
inga EFTA og EB
Poul Schlúter spáði því á þingi
Norðurlandaráðs að Norðurlönd
œttu eitt aföðru eftir að sækja um
aðild að EB. Er ekki hætt við að
Norðurlönd verði að slá af kröf-
um sínum í umhverfismálum ef
svo fer?
„Eg heid það sé engin hætta á
því. Það er hins vegar ekki víst að
allir aðrir muni fylgja okkur eftir í
umhverfismálum.
Hvort sem við verðum í eða
utan EB mun enginn hindra okk-
ur í að fylgja eftir okkar eigin
kröfum. Með hliðsjón af þeim
málum sem Danir hafa unnið
fyrir Evrópudómstólnum held ég
að við þurfum ekki að óttast
þetta.
Þótt við fáum ekki allt sem við
viljum þýðir það ekki að það sé
tilgangslaust að vinna með EB.“
Pú hefur verið mjög áfram um
að EFTA gangi til samninga við
EB. Ertu bjartsýn á árangur af
vœntanlegum samningaviðræð-
um?
„Ég held að við munum ná við-
unandi samkomulagi við EB
þannig að vörur og þjónusta
EFTA-landanna nái inn á þenn-
an stóra markað og að jafnrétti
ríki á milli landanna átján.“
Hernaðarbanda-
lögin ekki langlíf
Menn ræða mikið um sam-
eiginlegt öryggiskerfi Evrópu.
Heldurðu að þróunin í Evrópu
muni skapa forsendur fyrir því að
hægt verði að leggja hernaðar-
bandalögin niður í náinni fram-
tíð?
„Það er erfitt að spá um Var-
sjárbandalagið, þar eru innvið-
irnir fúnir. En ég held ekki að
NATO sé á förum á næstunni.
Það hlýtur þó að vera hlutverk
bæði austurs og vesturs að koma
á breiðara samstarfi í öryggismál-
um og gera hernaðarbandalögin
óþörf.
Hið sameiginlega öryggiskerfi
Evrópu verður að byggjast á
samningum og það getur orðið
hlutverk hernaðarbandalaganna
að sjá til þess að þeir verði haldn-
ir. Hernaðarbandalögin munu
þannig fá nýtt hlutverk.
En ég held ekki að NATO
muni lifa til lengri tíma.
Norski Verkamannaflokkur-
inn hefur haft það langtímamark-
ð að hægt verði að leggja hernað-
arbandalögin niður. En áður en
það getur gerst verður að koma á
sameiginlegu öryggiskerfi
austurs og vesturs. Fyrir fimm til
tíu árum var litið á þessa skoðun
sem barnaskap og jafnvel ógnun
við öryggið, en nú eru menn sam-
mála um þetta markmið."
-gg
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. mars 1990