Þjóðviljinn - 02.03.1990, Side 10
Þá vil ég heldur taka mér frí
- Það er erfitt að fá ný tónverk
leikin, segir norska tónskáldið
Olav Anton Thommessen. Hann
hlaut tónlistarverðlaun Norður-
landaráðs fyrir verkið Gegnum
prisma (Gjennom prisme), sem
er konsert fyrir selló, orgel og
hljómsveit, saminn árið 1983.
- Ég samdi Gegnum prisma
fyrir Tónlistarhátíð í Bergen,
segir Olav Anton, - en það var
afþakkað. Hefur sjálfsagt þótt
vera bæði langt og leiðinlegt. Ég
mátti svo bíða í sex ár eftir að fá
að heyra það flutt. Frumflutning-
ur var í útvarpinu 1989 og enn
sem komið er er það í eina
skiptið, sem Gegnum prisma hef-
ur verið leikið opinberlega. Svo
það var útvarpskonsert sem vann
til verðlaunanna.
Tónlistarverðlaun Norður-
landaráðs eru mjög mikilvæg, þó
ekki sé nema vegna þeirrar at-
hygli, sem þau draga að nútíma-
tónlist. Fjölmiðlar og allur al-'
menningur virðast nefnilega hafa
þá fyrirfram ákveðnu skoðun að
þessi verk séu svo leiðinleg að
það taki því ekki að fjalia um þau
eða leggja sig eftir því að hlusta á
þau. Þaö er því mjög erfitt fyrir
tónskáld að fá verk sín flutt, í það
minnsta í Noregi. Ég held að
ástandið sé eitthvað skárra á hin-
um Norðurlöndunum þó ég viti
ekki nákvæmlega hvernig málum
er háttað í hverju landi fyrir sig.
En ég veit að Svíar sýna nútí-
matónlist mun meiri áhuga en
Norðmenn gera, að minnsta kosti
er þeirra tónlistarlíf mun betur
skipulagt og betur styrkt.
Én í Noregi er það svo að tón-
skáld hefur helst möguleika á að
fá verk sín flutt ef þau eru mjög
stutt, því þá þora þeir sem raða
saman tónleikaskrám eða út-
varpsdagskrám frekar að lauma
þeim að. En á tónleikum fáum
við nútímatónskáldin verk okkar
yfirleitt ekki leikin nema í undan-
tekningartilvikum. Ætli meðal-
talið sé ekki svona eitt verk á
misseri. Við erum teknir með
eftir svipuðu kerfi og sumir
skólar í Bandaríkjunum nota til
að sýna hvað þeir séu frjálslyndir.
þess að dauður maður skiptir sér
ekki af því hvernig verkin eru
leikin og hann krefst hvorki höf-
undarréttar né launa.
En mér er lítill akkur í því að
vita að verk mín verði leikin eftir
minn dag, þegar þau eru orðin
fimmtíu ára, eða svo. Ég er ekki
að semja fyrir komandi kynslóð-
ir. Tónskáld hljóta að beina máli
sínu til nútímans. Eftir fimmtíu ár
verða þessi verk orðin forvitni-
legur hluti af tónlistarsögunni.
Fyrirbæri frekar en lifandi tón-
verk.
Nútímatónlist er ekki söluvara
og er ekki samin út frá markaðs-
lögmálum. Hún beinir máli sínu
til tilfinninga og kallar fram
stemmningar og maður þarf að
gefa sér tíma tii að njóta hennar.
Því erum við tónskáldin heppin
að ríki og bæir styrkja okkur,
styrkirnir eru nauðsyn, ekki síst
nú þegar meira og meira af tón-
listarflutningi, til dæmis í útvarpi,
er stjórnað af kaupahéðnum eins
og stórum hljómplötufyrirtækj-
um, sem leggja allt kapp á að
selja sína vöru. Við semjum ekki
okkar tónlist til að græða á henni
og því þrífumst við ekki án
styrkja.
En það er ekki nóg að styrkja
fólk til að semja verk, sem aldrei
heyrast. Það þarf að gera þessa
tónlist aðgengilega öllum svo þeir
sem vilja geti notið hennar og
þetta gildir um alla listsköpun.
Þjóðfélag án lista er menningar-
snautt og það að hafa frjálsan að-
gang að menningu eru sjálfsögð
mannréttindi.
Ég veit ekki enn hvort þessi
verðlaun koma til með að hafa
einhver áhrif á mitt verkefnaval.
Ég er nú að vinna að stuttu verki,
sem var pantað frá Svíþjóð og ég
hef mikið af hugmyndum en
vandinn er alltaf sá að ég veit ekki
hvort þau verk sem ég sem verða
leikin. Mig langar til að fara að
skrifa lengri verk en ég hef gert
undanfarið, en ég nenni ekki
lengur að skrifa eitthvað, sem ég
hef kannski ekki möguleika á að
fá flutt. Þá vil ég heldur taka mér
frí.
LG
Olaf Anton Thommessen: Það er ekki nóg að styrkja fólk til
að semja verk sem aldrei heyrast
Olav Anton Thommessen: Mér er lítill akkur í því að vita að verk mín verði leikin eftir minn dag. Mynd: Jim
Smart.
Þeir hleypa einum svertingja í
hvern bekk.
Norsk nútímatónskáld verða
að búa yfir þolinmæði fflsins. Við
verðum að vera tilbúin til að sitja
og bfða þess árum saman að
heyra verk okkar. Gegnum
prisma er ekkert undantekning-
artilvik. í Osló stendur til dæmis
til að frumflytja eftir mig verk,
sem ég samdi árið 1982. Hinsveg-
ar getum við öll verið örugg um
að þessi verk verði leikin eftir að
við erum dauð og reyndar erum
við í stöðugri samkeppni við þá
dauðu. í þeirri samkeppni hljót-
um við, sem enn erum lifandi að
verða undir, því verk dauðra tón-
skálda hafa ekki einungis hlotið
þá viðurkenningu, sem við höf-
um ekki fengið heldur líka vegna
Lausar stöður
heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar stöður heilsugæslu-
lækna sem hér segir:
1. Fáskrúðsfjörður H1, ein læknisstaða frá og
með 1. júlí n.k.
2. Patreksfjörður H2, tvær læknisstöður frá og
með 1. maí n.k.
3. Stykkishólmur H2, ein læknisstaða frá og
með 1. maí n.k.
4. Flateyri H1, ein læknisstaða frá og með 1.
júní n.k. eða eftir samkomulagi.
5. Þingeyri H1, ein læknisstaða frá og með 1.
apríl n.k. eða eftir samkomulagi.
6. Þórshöfn H1, ein læknisstaða frá og með 1.
júní n.k. eða eftir samkomulagi.
7. Siglufjörður H2, ein læknisstaða frá og með
1. apríl n.k. eða eftir samkomulagi.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf sendist ráðu-
neytinu fyrir 26. mars 1990 á sérstökum eyðu-
blöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá land-
lækni. í umsókn skal koma fram hvenær um-
sækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að um-
sækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækning-
um.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir ráðu-
neytið og landlæknir.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið,
26. febrúar 1990
10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. mars 1990
Fæðingarheimili
Reykjavíkur
-nýttsímanúmer
Föstudaginn 2. mars breytist símanúmer Fæð-
ingarheimilis Reykjavíkur. Nýja símanúmerið er
622544
ALÞÝÐUBANDALAGID
Æskulýösfylkingin
Sameiginiegur stjórnarfundur
Sameiginlegur stjórnarfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda-
lagsins og Æskulýðsfylkingar Reykjavíkur verður haldinn laugar-
daginn 3. mars kl. 16.00 á Hverfisgötu 105.
Á dagskrá er m.a. norðurlandaþing æskunnar og málefni EFTA
og EB, auk æskulýðsstarfs Alþýðubandalagsins.
Oddviti
AB Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi
Kvöldskemmtun í Gaflinum
Alþýðubandalagsfélögin í Hafnarfirði, Garðabæ og
Bessastaðahreppi halda sameiginlega kvöldskemmtun
í Gaflinum föstudaginn 9. mars kl. 20.
Léttur kvöldverður og skemmtiatriði. Ræðustúfa flytja
Magnús Jón Árnason og Hilmar Ingólfsson.
Miðaverð kr. 1300.
Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnirnar
Alþýðubandalagið Ólafsvík
Almennur félagsfundur
Alþýðubandaiagið Ólafsvík heldur almennan félagsfund
í Mettubúð sunnudaginn 4. mars kl. 14.
Dagskrá:
1. Tillaga uppstillingarnefndar á framboðslista.
2. Kosning í blaðstjórn.
3. Kynning á fjárhagsáætlun fyrir 1990. Stjórnin
if!
Húsdýragarður
Laus eru til umsóknar eftirtalin störf við Hús-
dýragarðinn í Laugardal:
1. Dýrahirðir (yfirmaður). Ráðning frá 1. apríl
1990. Menntun og starfsreynsla á líffræði-
sviði æskileg.
2. Umsjónarmaður fræðslu. Ráðning frá 1. júní
1990. Uppeldisfræðileg menntun á líffræði-
sviði æskileg.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstu-
daginn 16. mars 1990.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Garðyrkju-
deild borgarverkfræðings í síma 18000.
TRESMIÐJAN STOÐ
Smíðum hurðir og glugga í
ný og gömul hús.
Önnumst breytingar og
endurbætur á gömlum
húsum úti sem inni.
Smíðum sumarbústaði og
seljum sumarbústaðalönd.
Trésmiöjan Stoð gffiSSSSSo.