Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 13
ddurnar
leiki t.d. fyrir hendi að stórfyrir-
tæki innan EB geti fjárfest í
ódýru vinnuafli í A-Evrópu og
skapað þannig hagsmunaá-
rekstra á milli launþega í austur-
og vesturhluta álfunnar. Þegar
fjármagnið er orðið svo alþjóð-
legt sem raun ber vitni, skapast
nauðsyn á að setja reglur um lág-
markslaun, mengunarkröfur, at-
vinnuleysisbætur o.s.frv., þannig
að ekki verði hægt að etja saman
hagsmunum launþega ólíkra
ríkja. Við eigum líka að nota
EFTA í þessum tilgangi og við
eigum að berjast fyrir því að sam-
vinna Evrópuþjóða verði opin og
á jafnréttisgrundvelli. Ég var á
sínum tíma andstæð EB vegna
þess að þetta var klúbbur ríkra
landa, sem mynduðu lokað
bandalag gegn þeim sem voru fá-
tækari. Sú hætta er enn fyrir
hendi, en reynslan hefur kennt
okkur að nota þá möguleika sem
fyrir hendi eru til þess að hafa
áhrif á þróunina.
Sjálfsímynd
sósíalista
Mörgum vinstri-sósíalistum
verður tíðrætt um að kreppt hafi
að sjálfsímynd sósíalista á síðustu
tímum. Gamlar leiðir hafi brugð-
ist og menn viti ekki lengur hvar
þeir standi...
Jú, slík kreppa hefur verið
greinileg til dæmis í Finnlandi
undanfarin ár og að nokkru
marki innan VPK í Svíþjóð, þar
sem nokkur hópur eldri komm-
únista er ennþá innan borðs. Við
losuðum okkur hins vegar við
þetta á sjötta áratugnum. En það
er rétt, að gömlu leiðirnar duga
ekki lengur. Ekki bara þær leiðir
sem reyndar hafa verið í A-
Evrópu, heldur líka Júgóslavn-
eska forskriftin að sósíalisman-
um. Við innan SF viljum svara
þessu með opnum huga og með
því að leita nýrra leiða. Við höf-
um viljað leggja áherslu á að fólk-
ið á vinnustaðnum öðlist meðá-
kvörðunarrétt, meðeignarrétt og
einnig samábyrgð á rekstrinum.
Eitt af því sem varð austur-
evrópska hagkerfinu að falli var
einmitt skortur verkafólks á sam-
ábyrgð um reksturinn, allt var á
ábyrgð ríkisins.
Við höfum góða reynslu hér í
Danmörku af samvinnurekstri,
einkum í landbúnaði, en sam-
vinna í húsnæðismálum hefur
einnig gefist vel. Hvort tveggja er
dæmi um samhjálp og samábyrgð
án þátttöku ríkisins, og ég tel að
við þurfum að finna fleiri leiðir að
því marki.
Kreppa velferð-
arríkisins
Nú hefur velferðarríkið átt í erf-
iðleikum. Hvernig bregðist þið
við því?
Það er rétt, velferðarkerfið
hefur gengið í gegn um kreppu.
Fólk er orðið þreytt á að borga
stöðugt hærri skatta. Við verðum
að horfast í augu við þetta sem
staðreynd í stað þess að slá höfð-
inu við steininn. Ríkisrekstur er
engin trygging fyrir því að allt
gangi vel. A vissum sviðum getur
samvinna á ábyrgð einstakling-
anna verið æskilegri. Til dæmis er
hugsanlegt að lífeyrissjóðirnir
standi milliliðalaust að bygging-
um íbúða fyrir aldraða í stað þess
að ríkið innheimti skatta til þess-
ara framkvæmda. Það er verkefni
okkar að leysa mál eins og þessi,
en ekki sitja föst í gömlu kredd-
unum, því þær duga ekki lengur
og unga fólkið sættir sig ekki
lengur við þær. Hitt er svo annað
mál að grundvallarþarfir eins og
ellilaun, námslán og heilsugæsla
verða að vera tryggð af ríkinu.
Af öðrum málum sem við höf-
um haft forystu um innan danska
þingsins má nefna jafnréttismál
kynjanna, umhverfismál og
mannréttindamál, það er að
segja réttindi einstaklingsins, en
auknar kröfur eru nú gerðar í þá
Lilli Gyldenkilde: Sósíalíski þjóðarflokkurinn var stofnaður í kjölfar uppreisnarinnar (Ungverjalandi 1956 og
þess uppgjörs sem þá átti sér stað innan danska kommúnistaflokksins. Mynd - Kristinn.
átt. Þannig höfum við átt í merki-
legri umnræðu um rétt starfs-
manns á tilteknum vinnustað til
þess að tilheyra öðru verka-
lýðsfélagi en er á staðnum. Þetta
er spurning um annars vegar rétt
einstaklingsins til þess að kjósa
sér félag og hins vegar rétt félags-
ins til að einoka vinnustaðinn.
Málið snýst um rétt einstaklings-
ins gagnvart heildinni. Þetta er
erfið spurning að glíma við og
þess vegna verðugt verkefni fyrir
stjórnmálin. Líka hér þarf að líta
á málin í nýju ljósi en ekki út frá
gömlum kreddum og vanahugs-
un. Það er þetta sem er áhugavert
við stjórnmálin. -ólg
mark á okkur
lífsgæði. Og við megum ekki
gleyma pvi að vaxtar-hugsjónin
heáir þar verið við lýði, líka hjá
gömlu valdhöfunum, þótt áhersl-
ur og árangur hafi verið annar en
hjá okkur. Þeim spurningum er
hins vegar alveg ósvarað enn,
hvernig brugðist verður við
auknum kröfum um umhverfi-
svernd og ýmis réttindi og staðla
sem við höfum komið á.
Norðurlandabúar eiga nú að
kappkosta að mynda frekari
tengsl við þjóðir A-Evrópu,
stjórnmálaleg, efnahagsleg og
menningarleg. Við getum lagt
fram tækniþekkingu, án þess að
vera að segja þessu fólki neitt
fyrir verkum. Og við megum ekki
fordæma þrá þess eftir hagvexti
og meiri lífsgæðum og tengja
hana við neysluhyggjuna ein-
tóma. Hins vegar hafa eins-
flokkskerfið og hrakfarir áætlun-
arbúskaparins eystra komið
alltof neikvæðum stimpli á áætl-
anagerð og skynsamlegt skipu-
lag. Markaðshyggjumenn gera
líka áætlanir og trúa á þær aðferð-
ir.
- Kjellbjörg Lunde, hvað segir
þú um möguleikana á nánara
samstarfi vinstrisósíalista og sósí-
aldemókrata hér á Norður-
löndum og í Noregi sérstaklega?
- Þetta er nú gamalt og gott
umræðuefni. Auðvitað er okkar
hefð sú að reyna að ná sem mestri
samstöðu. Hins vegar hefur nor-
ski Verkamannaflokkurinn
hreyfst til hægri. Við samþykkt-
um samt á landsfundi SV sl. vor
að sækjast eftir nánari tengslum
og samvinnu við kratana. Við
setjum á hinn bóginn fram ýmis
póltísk skilyrði, sem okkur finnst
grundvallaratriði að sættast á.
Við höfnum tækifærismennsku í
þjóðarbúskapnum, við viljum
tryggja aukið fé til velferðar-
mála, niðurskurð til varnarmála
og auka áhersluna á umhverfi-
svernd. Við föllumst ekki á
neinar málamiðlanir í þessum
efnum.
- Nú verða bœjar- og sveitar-
stjórnarkosningar í Noregi 1991.
Hafa SK og Verkamannaflokkur-
inn einhverja samvinnu um fram-
boð?
- Já, og meira að segja bjóðum
við stundum fram með fólki úr
Miðflokknum. Þetta er afar mis-
jafnt eftir landshlutum og að-
stæðum á hverjum stað, rétt eins
og hér hjá ykkur. í Osló ráða
Hægri flokkurinn og Framfara-
flokkurinn, en SV og Verka-
mannaflokkurinn gætu sam-
kvæmt skoðanakönnunum náð
meiri hluta þar 1991. Ég tel að
það hafi góð áhrif á kjósendur og
auki traust þeirra á okkur, ef
þessum flokkum tekst að standa
vel saman um sameiginleg barátt-
umál.
- Hvernig er staða SV í norsk-
um stjórnmálum núna?
- Við erum á hraðri uppleið. í
síðustu þingkosningum fengum
við 10% atkvæða, samkvæmt
skoðanakönnunum núna höfum
. við 13% yfir allt landið og 15%
atkvæða í Osló. Þar með erum
við fjórði sterkasti stjórnmála-
flokkur Noregs.
- Hver er ástœða vinsœlda-
aukningarinnar?
- Okkur hefur tekist að móta
nútímalega línu í okkar málflutn-
ingi og sérstaklega náð vel til
unga fólksins. Æskan tekur eftir
því á hvaða verðmæti við leggjum
áherslu, samstöðuna, mýkri gild-
in. Við höfum líka lagt kapp á að
taka raddir æskunnar alvarlega.
Auk þess höfðum við markvisst
til hópa sem fallast ekki á að láta
egna sig í neyslukapphlaupið.
Við setjum skýrt fram þá trú okk-
ar, að réttlátari skipting gæðanna
sé forgangsatriði.
Byggöastefnan
og atvinnuleysið
- Hvað ber efst í norskuþjóðfé-
lagi núna að þínu mati?
- Norskt samfélag hefur breyst
mikið á undanförnum árum.
Þenslan í framhaldi af olíuvinns-
lunni hefur nú hjaðnað verulega
og byggðamálin komist í brenni-
punkt, einkum í Norður-Noregi,
þar sem fiskveiðarnar hafa
brugðist og fólk sækir burt. Ef
svo fer sem horfir þá grisjast
byggðin þar verulega, landbún-
aður leggst víða af, en eftir verða
einstaka þorp, þannig að allar
vegalengdir verða meiri og ein-
angrunin áþreifanlegri.
Stefna SV í byggðamálunum
varðandi Norður-Noreg er þessi:
Við lítum á hrunið í fiskveiðun-
um sem tímabundið vandamál.
Hvorki fískeldi né loðdýrarækt
verða stórir liðir í byggðunum
þarna, loðdýraræktin er búin að
vera að nokkru leyti hvort eð er.
Af þessum sökum viljum við láta
þjóðfélagið borga fyrir ákveðinn
biðtíma byggðanna fyrir norðan,
fleyta þeim yfir þennan erfiða
hjalla. Það þarf að hagræða betur
í atvinnurekstrinum en um leið
að létta sköttum af fyrirtækjum
og einstaklingum að einhverju
marki. Við viljum veita styrki til
ákveðinnar hagræðingar og verk-
efna, en einnig hjálpa þeim til að
flytja sem neyðast til þess. Hins
vegar er okkur mikið í mun að
hamla gegn þeirri þróun að unga
fólkið flytji allt á Osló-svæðið,
eins og reyndin hefur verið und-
anfarið, heldur viljum við efla
staði eins og Bodö og Tromsö.
Norður-Noregur þarf að vera í
byggð og ekki bara af sjónarhóli
landvama.
SV leggur líka áherslu á að
uppbygging og samsetning skipa-
og bátaflotans verði skynsam-
legri en verið hefur. Útgerðin
fyrir norðan hefur byggst að
miklu leyti á smærri bátum og
lausnir hafa verið of tilviljana-
kenndar. Við viljum girða fyrir
að flotinn vaxi án tillits til rek-
strarmöguleika, eins og oft var
raunin. SV vill tryggja hagsmuni
veiða og vinnslu með skynsam-
legri áætlanagerð.
Hins vegar er atvinnuleysið
einna skæðasta þjóðfélagsmeinið
hjá okkur um þessar mundir. Það
hefur aukist á sama tíma og dreg-
ið hefur úr áhrifamætti verka-
lýðshreyfingarinnar. Atvinnu-
leysið bitnar helst á þeim sem
minnst mega sín, ófaglærðum
verkamönnum og konum. Þessir
hópar eiga fáa sterka málsvara,
vega ekki þungt í hugum
stjórnsýslumanna og verkalýðs-
leiðtoga, atvinnuleysingjarnir
eru ekki félagslegt afl. Atvinnu-
lausir, fullorðnir iðnverkamenn
eru td. alveg á köldum klaka.
Menn eru að reyna ýmsar lausnir,
að gefa fólki tækifæri til að fara
fyrr á eftirlaun osfrv., en aðstað-
an hjá mörgu þessu fólki er
hörmuleg.
- Umrœðan um Evrópusam-
starfið hefur verið áberandi á
Norðurlöndum undanfarið. Eru
Norðmenn almennt jafn áhuga-
samir um þessi mál núna og fyrir
þjóðaratkvœðagreiðsluna 1972,
þegar Noregur ákvað að hafna
EB-aðild?
- Nei, úmræðan er miklu
þrengri, fátæklegri og sérhæfð-
ari. Sannleikurinn er sá, að sér-
fræðingarnir einoka að miklu
leyti skoðanamyndun um þessi
efni. Hvort tveggja er, að þeir
einir geta haft yfírsýn yfir alla
málaflokka og sett sig inn í málin,
og svo hitt, að þeir vilja beinlínis
halda þessari umræðu hæfilega
lokaðri. Þannig tekst þeim að
ráða sem mestu. /Swt
Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13