Þjóðviljinn - 02.03.1990, Síða 14
VINSTRIMANNA
ENNÁ DAGSKRÁ
Klof ningur vinstrihreyfingarinnar er ekki af erlendum toga en
stafaraf gömlum vana og flokkspólitískri eigingirni og lang-
rækni, segir Magnús Torfi Ólafsson í helgarviðtali um vinstri-
hreyfinguna í Ijósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum
I framhaldi umræðunnar um ís-
lenska vinstri-hreyfingu í Ijósi
breyttra viðhorfa í alþjóðamálum,
sem átt hefur sér stað í tveim síð-
ustu tölublöðum Nýs Helgar-
blaðs, leituðum við álits Magnús-
ar Torfa Ólafssonar blaðamanns
og fyrrverandi ráðherra. Hann á
að baki langan feril innan ís-
lenskrar vinstri-hreyfingar og
hefur lagt sitt af mörkum til sam-
einingar íslenskra vinstrimanna
meðal annars með stofnun Sam-
taka frjálslyndra- og vinstri
manna á sínum tíma, en þau
samtök höfðu sameiningu ís-
lenskra vinstrisinna í einn jafnað-
armannaflokk að megin stefnu-
máli. Magnús Torfi er auk þess
manna fróðastur um alþjóðamál.
[ eftirfarandi viðtali við Nýtt Helg-
arblað lýsir hann skoðun sinni á
þróun mála í Evrópu um þessar
mundir og þýðingu hennar fyrir
íslenska vinstri-hreyfingu.
Tvískipting
Evrópu
Magnús, nú er sú kynslóð
manna sem er á miðjum aldri eða
yngri alin upp við að lifa í skjóli
tveggja hernaðarbandalaga sem
byggðu á tviskiptingu Evrópu,
þar sem litið var á tilvist annars
aðilans sem ógnun við tilveru
hins. Nú virðist þessi tvískipting
hins vegar vera úr sögunni.
Hverju breytir þetta um eðli og
hlutverk hernaðarbandalaganna
tveggja að þínu mati?
Ef við lítum til baka, þó ekki sé
nema yfir atburðarás sfðustu
missera, þá hlýtur sá maður að
teljast fífldjarfur, sem ætlar sér
að reyna að spá um framtíðina.
Fáá hefði grunað um mitt ár í
fyrra að við stæðum í þeim spor-
um sem við stöndum nú.
Hvað varðar hernaðarbanda-
lögin tvö, NATO og Varsjár-
bandalagið, þá eru þau bæði í
þeirri stöðu, að atburðir síðustu
missera munu óhjákvæmilega
hafa áhrif á störf þeirra og stefnu.
Varsjárbandalagið er nú í slíkri
upplausn að ekki verður séð
hvort það muni hverfa af sjónar-
sviðinu eða breytast í eins konar
pólitískt bandalag. Hernaðarlega
virðist það ekki eiga sér neina
framtíð.
Atlantshafsbandalagið er bet-
ur á sig komið eftir þessi um-
skipti, og forysturíki þess virðast
ætla því ákveðið hlutverk í
breyttri Evrópu. Hver niðurstað-
an verður er hins vegar ekki
auðvelt að sjá fyrir á þessari
stundu, því hún veltur mikið á
þróuninni í Þýskalandi og úrslit-
um kosninganna sem verða í A-
Þýskalandi í vor og V-Þýskalandi
í haust.
Kohl kanslari V-Þýskalands
miðar allar sínar gerðir við að
nýta sér breyttar aðstæður Kristi-
lega demókrataflokknum til
framdráttar, og hefur í þeim til-
gangi sýnt bæði frekju og dólgs-
hátt gagnvart A-Þjóðverjum
jafnt og Pólverjum. En sósíald-
emókratar virðast hafa styrkt
stöðu sína í V-Þýskalandi, og
hafa nú á að skipa kanslaraefni,
Oscar Lafontaine, sem virðist
sérstaklega vel fallinn til að koma
nýjum sjónarmiðum á framfæri
við þýska kjósendur. Framtíðar-
hlutverk NATO veltur að miklu
leyti á því hvorir sigra í V-
þýskalandi, Kristilega lýðræðis-
bandalagið eða sósíaldemókrat-
ar. Þetta er í rauninni það eina
sem ég tel mig geta séð fram í
tímann um framtíð Atlantshafs-
bandalagsins.
Staða Banda-
ríkjanna í Evrópu
Nú hafa Sovétmenn lýst því yfir
að þeir áformi að flytja mestallt
sovéskt herlið frá A-Evrópuríkj-
unum fyrir aldamótin 2000.
Hverju breyta þessi umskipti um
röksemdafœrsluna fyrir nauðsyn
bandarískra herstöðva í álfunni?
Brottflutningur bandarísks
herliðs frá Evrópu veltur einnig á
þróuninniíÞýskalandi. Vísterað
Bandaríkjamenn hafa hug á á-
framhaldandi hersetu í Þýska-
landi, og telja sig í þeim efnum
vera að gæta hagsmuna banda-
manna úr heimsstyrjöldinni
síðari; bandarískt herlið í Þýska-
landi eigi að hafa hemil á Þjóð-
verjum og gæta þar sameigin-
legra hagsmuna allra banda-
manna, þar með talið Sovét-
manna. Hins vegar má búast við
því að Vestur-Þjóðverjar gerist
óþolinmóðir vegna allra þeirra
óþæginda og röskunar sem hlýst
af erlendri hersetu, ekki síst ef
þeir þurfa einnig að standa undir
kostnaði af henni að verulegu
leyti.
Hernaðarlegt
hlutverk íslands
Hvaða áhrif hafa þessar
breytingar á hlutverk og þýðingu
herstöðvanna hér á landi í fram-
tíðinni?
Þær breytingar sem þegar hafa
átt sér stað eða geta talist fyrir-
sjáanlegar hafa lítil bein áhrif á
hernaðarlega þýðingu íslands og
núverandi hlutverk herstöðva
hér á landi. Sá niðurskurður víg-
búnaðar sem samið hefur verið
um er allur á sviði landvopna,
flughers og land-eldflauga. Menn
eru ekki enn farnir að líta á flot-
astyrkinn og þann kafbátaflota
sem hefur aðsetur í norður-
höfum. Herstöðin í Keflavík hef-
ur í áratugi fyrst og fremst þjónað
þeim tilgangi að fylgjast með
ferðum kafbáta, og frá hernaðar-
legu sjónarmiði hefur því engin
breyting orðið enn á stöðu ís-
lands í því eftirlitskerfi sem
Bandaríkin og NATO hafa kom-
ið sér upp.
En eins og núverandi ríkis-
stjórn okkar hefur marg ítrekað,
þá er henni í mun að farið verði
að líta á flotastyrkinn, einkum
kafbátaflotana. Að því mun
koma að svo verði gert, og þá
fyrst er hægt að gera ráð fyrir því
að breyting verði á hlutverki
Keflavíkurstöðvarinnar.
Hvað svo sem herfræðingar
kunna að segja, þá eru alvarlega
þenkjandi stjórnmálamenn í So-
vétríkjunum og Bandaríkjunum
sammála um það undir niðri, að
gera verði allt sem unnt er til þess
að ekki komi til kjarnorkustríðs
þeirra á milli. Ef við gerum ráð
fyrir því að bæði risaveldin kom-
ist að skynsamlegu samkomulagi,
þannig að báðir aðilar telji sig
geta verið örugga gagnvart hugs-
anlegri skyndiárás, þá þarf að
koma til eftirlitskerfi sem tryggir
framgang slíks samkomulags,
hvort sem það verður gert innan
vébanda núverandi hernaðar-
bandalaga, eða þá að það verði á
vegúm Sameinuðu þjóðanna eða
risaveldanna beggja. Það er eng-
inn vafi á því að stöðvar á íslandi
geta gegnt mikilvægu hlutverki í
þessu sambandi í framtíðinni.
íslenskar deilur
um NATO
Agreiningur um herstöðvamál-
ið og aðildina að NATO hefur í
áratugi skipt íslensku þjóðinni og
íslenskri vinstri-hreyfingu í tvœr
andstœðar fylkingar. Telur þú að
forsendur fyrir þessum ágreiningi
, séu nú breyttar?
Þess hefur þegar gætt um
alllangt skeið, að sá harðvítugi
ágreiningur sem verið hefur um
þetta mál er að dofna. Sú tor-
tryggni sem ríkti um ákvæði Kefl-
avíkursamningsins hefur eyðst.
Menn sjá nú að hann tryggir ís-
lenskan rétt og getur gefið ís-
lenskum stjórnvöldum fullnægj-
andi svigrúm til að hafa áhrif á
gang mála. Svo hefur ótti manna
við þá tortímingarhættu, sem
menn sáu í herstöðinni, dvínað
með þeirri þíðu sem átt hefur sér
stað í sambúð risaveldanna. Her-
stöðin er því ekki lengur það ág-
reiningsefni, sem hún hefur ver-
ið.
Klof ningur ís-
lenskra vinstri-
manna
Þá erum við komnir að þeim
áhrifum, sem þróunin í alþjóða-
málum undanfarið hefur á
stjórnmálin hér innanlands, og þá
einkum vinstri-hreyfinguna. Tel-
ur þú að klofning íslenskrar
vinstri-hreyfingar megi að ein-
hverju leyti rekja til ágreiningsins
um Sovétríkin og til áhrifa þeirra
á evrópska verkalýðshreyfingu í
heild?
Klofningurinn í Alþýðuflokkn-
um liggur það langt aftur í sög-
unni og er svo marggerður, ef svo
mætti að orði komast, að átök
kommúnista og sósíaldemókrata
eru orðin hluti af því rótarkerfi
sem íslensk vinstri-hreyfing
stendur á. En allir málsmetandi
menn innan þessarar hreyfingar
voru hins vegar búnir að átta sig á
því að við höfðum ekkert að
sækja til bolsévískra stjórnar-
hátta og þess þjóðskipulags sem
þeir hafa leitt af sér, löngu áður
en þær breytingar áttu sér stað
sem nú eru á döfinni í A-Evrópu.
Sú skipting íslenskrar vinstri-
hreyfingar sem enn er við lýði
stafar því ekki lengur fyrst og
fremst af gömlum hugmynda-
fræðilegum sviptingum. Hún
stafar miklu fremur af flokkslegri
eigingirni og langrækni. Þau
vandamál sem þarf að yfirstíga í
þessum efnum eru hreinræktuð
heimatilbúin vandamál, en koma
ekki að utan lengur.
Sovésk áhrif
á íslandi
Nú skrifaðir þú um erlend mál-
efni í Þjóðviljann í fjöldamörg ár
á meðan kalda stríðið stóð sem
hœst. Fannst þú ekki fyrir því á
þessum árum að klofningurinn
œtti sér erlendan uppruna?
Jú, það er rétt, ég byrjaði að
starfa á Þjóðviljanum 1945 og
vann þar í 18 ár, fyrst við erlendar
fréttir, síðan sem fréttastjóri og
ritstjóri. Ég get ekki neitað því að
á þessum árum var sérstakur hóp-
ur innan Sósíalistaflokksins sem
var afar glámskyggn á veru-
leikann í A-Evrópu. Ég man til
dæmis eftir því að þegar hæst bar í
fréttum vinslitin á milli Stalíns og
Tító, þá sætti ég ámæli fyrir að
taka ekki undir skammir Rússa
um Júgóslava. Ég var þá kallaður
títóisti í háðungarskyni, og við
vorum reyndar nokkrir fleiri sem
fengum þessa nafngift.
14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ I Föstudagur 2. mars 1990