Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 16
Hvenær mega íþróttamenn sofa hjá?
Svissnesk rannsókn slátrar gömlum ognýjum fordómum um kynlíf og kraft
í íþróttaheiminum hefur verið
mikið deilt um það, hvort afreks-
menn megi stunda kynlíf áður en
þeir leggja í harða keppni: það er
gömul hugmynd, allt frá ólympíu-
leikum þeim sem haldnir voru í
Grikklandi til forna, að við sam-
farir missi karlmaðurinn svo
mikinn kraft að hann verði lítt til
afreka lengi vel.
Tekið er dæmi af svissneskum
lyftingamanni. Hann vaknar við
vekjaraklukku klukkan sex að
morgni og grípur af sannri
skyldurækni til kærustu sinnar.
Að lokinni ástaglímu við hana
ekur hann í loftinu á þrekþjálfun-
arstöð þar sem margskonar mæli-
tæki bíða eftir honum og mæla
allt hans líkamlega ástand meðan
hann hamast á þrekhjólum og
pumpar hin ýmsu járn þar til
hann er að niðurlotum kominn.
Og allt er þetta gert í þágu vís-
indanna, sem efla alla dáð eins og
kunnugt er. Lyftingamaðurinn,
Daniel Tschann að nafni, er einn
sextán svissneskra íþróttamanna
úr ýmsum greinum sem hafa,
ásamt með konum sínum og kær-
ustum, gengist undir að sannp-
rófa það hve „skaðlegt" kynlífíð
er fyrir árangur í íþróttakeppni.
Öll voru þau sammála um að
þetta væri spurning sem brynni
heitt á þeim.
Tilraunirnar fara fram þannig,
j að annan hvern dag hófst íþrótta-
dagurinn á samförum, en hinn
daginn var þeim sleppt og síðan
báru vísindamenn saman sem
innvirðulegast allar staðreyndir
um líkamlegt ástand
sportmannaanna við æfingar og
þrekþjálfun.
fyrrnefndri rannsókn stóðu kom-
ast hinsvegar að þeirri niður-
stöðu, að kynlíf dragi miklu síður
úr mönnum orku en haldið hefur
verið. Þeir telja það alveg nóg að
íþróttamenn láti tíu klukkustund-
ir líða á milli bólfara og keppni -
nema hvað það sé ráðlegt að
lengja þann tíma nokkuð ef menn
þurfa að standa í langri þrekraun
- t.d. langhlaupum eða fótbolta.
Aftur á móti dragi það ekkert úr
snerpu til dæmis spretthlaupara
að njóta ásta svo sem tveim tím-
um áður en rásbyssan kallar þá
upp úr startholunum.
Lyftingamaðurinn Tschann: að
gera það eða gera það ekki...
Fótboltagarpur með sinni kærustu: yfirmennirnir höfðu það fyrir sið að gefa út samfaraleyfi.
Ekki verður því fram haldið að
menn hafi til einskis unnið. Sem
fyrr segir er það gömul og ný trú
að karlmaður sólundi sínum
krafti í konu skauti og sé lítt til
dáða eftir slíkan munað. Þeir sem
reka atvinnumenn, til dæmis í
knattspyrnu, hafa oft tekið sér
strangt vald yfir þeirra einkalífi -
geymt konur þeirra í hæfilegri
fjarlægð fyrir leiki og þar fram
eftir götum, beinlínis skammtað
þeim gleðistundir í rúmi. Berl-
usconi fjölmiðlakóngur á Ítalíu,
sem er stjórnarformaður Milano,
bannaði sínum knattspyrn-
mönnum kynlíf í tvær vikur áður
en þeir færu í úrslitaleik um Evr-
í ópubikarinn. Þettabindindiávíst
j að gera menn sterka og grimma
' og árásargjarna.
Svissnesku læknarnir sem að
M er óverjandi
flð hringja ehhi
í ömmu ó Ahur-
eyri d afmœlinn
hennor
íminn er tilvalin leið til að eiga
persónuleg samskipti við œttingja
og vini í öðrum landshlutum.
Síminn er líka skemmtilegur og
þœgilegur samskiptamáti.
Vissir þú, að það er ódýrara að
hringja eftirkl. 18 og enn ódýrara
að hringja um helgar.
Dagtaxti er frá kl. 08 til 18
mánudaga til föstudaga.
Kvöldtaxti er frá kl. 18 til 2j.
Nætur- og helgartaxti er frá kl.
23 til 08 virka daga og frá kl. 23
á föstudegi til 08 nœsta mánudag.
Fyrir þá sem staddir eru á
landsbyggðinni, en þurfa að
sinna 'erindum við fyrirtœki og
stofnanir á höfuðborgarsvœðinu,
er síminn einfaldasta og fljót-
virkasta leiðin.
Síminn er til samskiþta.
Því ekki að not’ann meira!
PÓSTUR OG SÍMI
Dœmi um verð á símtölum:
Lengd símtals 3 mín. 10 mín. 30 mín.
Reykjavík — Kc flavík
Dagtaxti kr. 17,94 kr. 52,82 kr. 152,49
Kvöldtaxti kr. 12,96 kr. 36,21 kr. 102,66
Nætur- og hclgartaxti kr. 10,47 kr. 27,91 kr. 77,74
Reykjavík — Akureyri
Ðagtaxti kr. 25,42 kr. 77,74 kr. 227,24
Kvöldtaxti kr. 17,94 kr. 52,82 kr. 152,49
Nætur- og helgartaxti kr. 14,20 kr. 40,37 kr. 115,12
Við spörum þér sporin