Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 18
Gulko hefur tak á Kasparov
- Rúnar Sigurpálsson Akureyrarmeistari og Norðurlandameistari
Stórmeistarinn Boris Gulko er
sennilega þekktari hér á landi sem
andófsmaður en fyrir skákafrek. í
u.þ.b. átta ár mátti hann ásamt eigin-
konu sinni Önnu Akmurusovu þola
allskyns bolabrögð Brésnefs-tíma-
bilsins með tilheyrandi fangelsunum,
hungurverkföllum o.s.frv. Öll él
styttir upp um síðir, og Gulko-
hjónunum var leyft að fara úr landi.
Þau settust að f Bandaríkjunum og
hafa þar haslað sér völl á skáksviðinu
og notið virðingar fyrir reisn og
prúðmannlega framkomu.
Gulko mun ef að líkum lætur tefla á
1. borði bandarísku sveitarinnar í
stórveldaslagnum sem hefst eftir
viku. Hann hefur nokkra sérstöðu
meðal stórmeistara heims; hefur nán-
ast hreint borð í viðureignum sínum
við Garrí Kasparov, þrír sigrar og eitt
jafntefli og skákirnar allar unnist á
frægðartímabili undramannsins frá
Baku. Kasparov virtist ætla að stinga
af keppinauta sína á stórmótinu í Lin-
ares sem nú stendur yfir því eftir sjö
umferðir hafði hann vinnings forskot
á næsta mann, Boris nokkurn Gelf-
and. En Gulko stöðvaði kappann og
Gelfand komst upp við hliðina á
heimsmeistaranum með því að leggja
ágætan kunningja íslendinga: Boris
Spasskí.
Það kann svo að fara að Gelfand
þessi veiti Kasparov harðvítuga kepp-
ni um efsta sætið. Þeir gerðu jafntefli í
1. umferð en unnu síðan báðir næstu
fjórar skákir. í sjöttu umferð gerði
Kasparov jafntefli við Ljubojevic en
Gelfand tókst á furðulegan hátt að
missa úr höndum sér gjörunna stöðu
gegn Nigel Short og tapaði og í sjö-
undu umferð jók Kasparov bilið með
því að vinna Vasily Invantsjúk í eitr-
aðapeðs-afbrigði Sikileyjarvarnar-
innar. En í áttundu umferð mætti
hann Gulko eins og áður sagði.
Áhorfendur á heimsbikarmóti
Stöðvar 2 í Reykj avík héldu vart vatni
er Kasparov sigraði Jan Timman í
einni af lokaumferðum mótsins og
hlaut skákin verðlaun sem sú besta í
mótinu. En Boris Gulko lét ekki
glæsileg tilþrif Kasparovs villa um
fyrir sér. Hann hafði sitthvað við tafl-
mennskuna að athuga eins og eftirfar-
andi skák ber með sér. Það vakti at-
hygli að Kasparov var hinn rólegasti
að skákinni lokinni. Hann er greini-
lega orðinn vanur því að tapa fyrir
Gulko:
Linares, 8. umferð:
Boris Bulko - Garrí Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. d4-Rf6
2. c4-g6
3. Rc3-Bg7
4. e4-d6
5. Í3-0-0
6. Be3-c6
7. Bd3-e5
8. d5-b5
(Leikur Timmans sem Kasparov tók í
þjónustu sína gegn höfundinum sjálf-
um í 14. umferð heimsbikarmótsins.)
9. cxb5-cxd5
10. exd5-e4!
(Kasparov notaði óratíma á þennan
ieik í Borgarleikhúsinu forðum og
leikurinn gafst vei. En nú er mesta
nýjabrumið farið af.)
11. Rxe4-Rxd5
12. Bg5-Db6?!
(Kasparov vill verða fyrri til með
endurbætur en hann lék 12. .. Da5+
gegn Timman. Það merkilega við 12.
.. Db6 er að Kasparov gefur leiknum
spurningamerki í aths. sínum í Infor-
mant einmitt vegna 13. Dd2 með hug-
myndinni 14. Bc4! Gulko fylgir upp-
ástungu andstæðingsins í hvívetna.)
13. Dd2-Rd7
14. Bc4-R5f6
15. Rxf6+
(15. Rxd6-Re5! er alltof hættulegt.)
15. .. Bxf6
16. Bxf6-Rxf6
17. Re3-He8
18. 0-0-0
(Hvíti kóngurinn er ekki í neinni stór-
kostlegri hættu og hvítur getur litið
björtum augum til framtíðarinnar. Þó
vildi Kasparov verja stöðu svarts eftir
skákina og skellti allri skuldinni á 21.
leikinn.)
18. .. d5
19. Bd3-a6
20. bxa6-d4
21. Kbl-He3?
(Hugmyndin er góð: 2. .. Hxd3 23.
Dxd3 Bf5, en svona gildru þýðir ekki
að bera á borð fyrir Gulko. Svartur
varð að freista gæfunnar í stöðunni
sem kemur upp eftir 21. .. Bxa6 22.
Bxa6-Dxa6 23. Rcl o.s.frv.)
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
a b c d e f g h
22. Bc4!-Bxa6
23. Bxa6-Hxa6
(23, .. Dxa6 var engu skárra því eftir
24. Rcl fellurd4-peðiðt.d. 24... Hd8
25. Dxe3+-dxe3 26. Hxd8+ og hvítur
vinnur létt.)
24. Rxd4-He8
(Tími:Hv.: 1.30Sv.. 1.48 Kasparov á
enga möguleika í þessari stöðu og úr-
vinnsla Gulkos er örugg og
sannfærandi)
25. Re2-Hb8
26. Rc3-Db4
27. Hhel-Hd6
28. Dc2-Hdb6
29. He2-Df4
30. h3-Hc6
(Meira viðnám veitti 30. .. Hxb2+
31. Dxb2 Hxb2+ 32. Kxb2 þó hvítur
eigi frábæra vinningsmöguleika.)
31. Dd2-Df5+
32. Kal-Hb7
33. Dh6-Hc8
34. Hed2-Da5
35. De3-Kg7
36. g4-He8
37. Dd4-Hd7
38. Df2-Hc7
39. Hd3-Ha8
40. Dd2-h6
41. Hd6-Hc4
42. Hd4-Hac8
43. Kbl-De5
44. f4-De6
45. De2-Hxd4
46. Hxd4-Db6
47. Dd2-Da6
48. Dd3-Dc6
49. a3-Dg2
50. Hd6-Hb8
51. De2-Dhl+
52. Ka2-He8
53. Dd3-Hel
54. Dd4
- og Kasparov gafst upp. Framhaldið
gæti orðið 54. ... Hal+ 55. Kb3
Db7+ 56. Hb6 De7 57. g5 og vinnur.
Einhver magnaðasta maraþonskák
seinni tíma, viðureign Shorts og Sal-
ovs úr 3. umferð, endaði sl. mánu-
dagskvöld með sigri Salovs í 162
leikjum. Þennan sama dag vann Sal-
ov svo Jusupov í 72 leikjum og
blandaði sér þar með í baráttuna um
efsta sætið. Staðan að loknum átta
umferðum:
1.-2. Kasparov og Gelfand 6 v. 3. Sal-
ov SVi v. 4.-5. Short og Ivantsjúk 4Vi
v. 6. Beljavskí 4 v. 7.-8. Gulko og
Jusupov 3Viv. 9-10. Portisch, og III-
escas 2 Vi v. og biðskák 11. Spasskí 2 Vi
v. Ljubojevic 2 v.
Spennandi lokaumferðir eru fram-
undan. Kasparov á eftir að tefla við
Salov, Beljavskí og Illescas en Gelf-
and við Jusupov, Invantsjúk og Lju-
bojevic.
Rúnar Sigurpálsson
tvöfaldur meistari
Akureyringar hafa eignast mikið
skákmannsefni í hinum 17 ára gamla
Rúnari Sigurpálssyni sem um helgina
bætti enn einum titlinum í safnið er
hann varð skákmeistari Norðlend-
inga á 55. mótinu sem haldið var á
Sauðárkróki. Rúnar hlaut 6 vinninga
af 7 mögulegum og var hinn öruggi
sigurvegari. Rétt viku áður hafði
hann tryggt sér sigur á Skákþingi Ak-
ureyrar með því að verða efstur ásamt
Magnúsi Pálma Örnólfssyni frá Bol-
ungarvík. Þeir hlutu 6'/2 v. af 9 mögu-
legum en Rúnar telst Akureyrar-
meistari því Magnús tefldi sem gest-
ur. í 3. sæti varð Bogi Pálsson með 6
vinninga.
Leiðrétting á skákþraut
Prentvilla eyðiiagði skákþraut síð-
asta þáttar. Hvítur átti í raun að máta
í þrem leikjum í stað tveggja eins og
haldið var fram fuilum fetum.
a b c d e f g h
Hvítur mátar í 2. leik.
Skipulagt stjómleysi
Innri málefni Bridgesambands ís-'
lands; ákvarðanataka, upplýsinga-
streymi, ónægur undirbúningur,
hringlandaháttur, heimildaöflun o.fl.
eru á dagskrá þáttarins í dag. Seina-
gangur í skráningu og útgáfu meist-
arastigaskrár og styrkleikaröðun fyrir
fslandsmótið í sveitakeppni. f síðasta
þætti var tekin fyrir sú ákvörðu að
færa undanrásir mótsins til Akur-
eyrar, öllum að óvörum, eftir að
undanrásum var lokið um land allt. f
næstu þáttum verður fjallað frekar
um þessi mál, enda af nógu að taka.
Dráttur í riðla undankeppni
íslandsmóts í sveitakeppni 1990:
A-riðill:
1. Pálmi Kristmannsson Austurl.
2. Gunnlaugur Kristjánsson Rvk.
3. Brynjólfur Gestsson Suðurl.
4. Jón Þorvarðarson Rvk.
5. Samvinnuferðir/Landsýn, Rvk.
6. Jón Andrésson R.nes.
7. B/M Vallá Rvk.
8. Trésfld Austurl.
B-riðill:
1. Modem Iceland Rvk.
2. Þorsteinn Bergsson Austurl.
3. Friðþjófur Einarsson R.nes.
4. Delta Rvk.
5. Harðar Bakarí Vesturl.
6. Grettir Frímannsson Norð.Ey.
7. Örn Einarsson Norð.Ey.
8. Sigurpáll Ingibergsson Rvk.
BRIDGE
C-riðill:
1. Ólafur Lárusson Rvk.
2. Ármann J. Lámsson Rvk.
3. Kristinn Kristjánsson Vestf.
4. Guðlaugur Sveinsson Rvk.
5. Ólafur Steinason Suðurl.
6. Tryggingamiðstöðin Rvk.
7. Sigmundur Stefánsson Rvk.
8. Ragnar Jónsson R.nes.
D-riðilI:
1. Sjóvá/AImennar Vesturl.
2. Þórarinn Andrewsson R.nes.
3. Júlíus Snorrason Rvk.
4. Ásgrímur Sigurbjörnss. Norð.Ve.
5. Ævar Jónasson Vestf.
6. Sveinn R. Eiríksson
7. Anton Lundberg Austurl.
8. Símon Símonarson Rvk.
fslandsmótið í parakeppni (blönd-
uðum flokki) verður spilað í Reykja-
vík (ekki á Raufarhöfn eins og frést
hefur) helgina 17.-18. mars. Skráning
er hafin hjá BSÍ.
Eftir 5 umferðir í aðalsveitakeppni
Bridgefélags Reykjavíkur, er staða
efstu sveita þessi: Verðbréf ísl.banka
105, Jón Þorvarðarson 100, Púl og
Basl, 92 og Tryggingamiðstöðin 91.
Og sigurvegarar síðasta konfekt-
kvölds Skagfirðinga urðu Ármann J.
18 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ
Ólafur
Lárusson
Lámsson og Láms Hermannsson.
Konfektkvöldum verður framhaldið
næstu þriðjudaga. Allt spilaáhuga-
fólk velkomið, en næsta þriðjudag
mun spilamennska hefjast kl. 20.3Ö
(vegna landsleiksins í HM.)
fslensk meistarastig í bridge em
meingölluð. Helsta meinsemdin er
sú, að sem spilara í skipulögðum, Ieik
er þér úthlutað stigi, eftir árangri, í
félagakeppni svokölluð bronsstig, í
svæðamótum og opnum mótum
silfurstig, í landsmótum og annarri
keppni á vegum bridgesambandsins
gullstig. Þróunin er því svipuð og hjá
snjóbolta á leið niður fjallshlíðina,
sífellt hleðst meira á hann. Spilari
sem skorar ógrynni af stigum á ámn-
um 1976-1980, gæti því hæglega verið
í efstu sætum 15-20 ámm síðar. f
skákinni er þessu á annan veg farið.
Þar er mældur styrkleiki spilara
(skákmanna) reglulega, miðað við ár-
angur þeirra í nýjustu mótunum
hverju sinni.
Til að mæta þessum vanköntum,
var uppi umræða um þessi mál í
stjórnartíð Jóns Steinars og Björns
Theódórssonar, um að breyta þessu
þannig, að rcikna út stig spilara fyrir'
árangur þeirra sl. 5 ár (hverju sinni)
og fá þannig fram raunhæfari mynd af
getu þeirra, til röðunar í styrkleika-
flokka, til þátttöku í landsmóti eða á
bridgehátíð. Eftir þeirri reglu var t.d.
raðað í styrkleikaflokka á síðasta ári í
undanrásum fslandsmótsins í sveita-
keppni.
Núverandi stjórn bridgesam-
bandsins (hluti hennar) virðist hins
vegar hafa aðrar skoðanir á þessum
málum og vill hverfa aftur til fortíðar í
þessum efnum. Láta heildarstig spil-
ara frá upphafi ráða styrkleikaröðun,
sem þýðir að spilari sem náði sér í stig
á árunum 1976 til 1980 telst vera í
fullu fjöri, þótt á elliheimili sé.
Nú er það svo, að í almennri
keppnisreglugerð fyrir fslandsmót
segir, að farið skuli eftir nýjustu
meistarastigaskrá, þegar að röðun í
styrkleikaflokka kemur. Nú er engin
meistarastigaskrá enn komin út og
þar með hefur afgreiðsla þessa máls
dregist úr hömlu.
Hins vegar trúi ég því ekki að stjóm
Jóns Steinars hafi ekki gert formlega
bókun um þessa afgreiðslu, eða
mótanefnd hans, eða hvað?
Það er hins vegar óskiljanlegt að
hringlandaháttur sem þessi skuli
koma upp. Hvað liggur að baki er
óútskýrt, nema einhverjir í þessu máli
hafi beina hagsmuni af þeirri af-
greiðslu, sem stjórn BSÍ virðist ætla
að beita í þessu máli. Ókunnugleiki
stjómarmeðlima er engin afsökun,
hvorki í þessu máli né öðrum. Það er
hægt að verða sér úti um þær upplýs-
ingar ef áhugi er fyrir hendi.
Að síðustu legg ég til að almenn
reglugerð fyrir fslandsmót verði
endurskoðuð og yfirfarin, til að fyrir-
byggja slys sem þessi. Um það atriði
ættu menn að geta orðið sammála.
Að hafa takmarkaða skoðun, litla
skoðun eða alls enga skoðun á hlut-
unum (þekkist innan stjórnar BSÍ) er
fyrirbæri sem einnig fyrirfinnst í
leiknum sjálfum. f miðju spili geta
hlutirnir allsnarlega breyst og alla
spilaáætlun verður að endurmeta
(sambandsstjórnin ætti að íhuga þetta
fyrirbæri...)
Eftir þessar sagnir:
Norður Suður
2spaðar 3 tíglar
4 spaðar 7 grönd
þá spilum við tígulkóng og blindur
kemur upp:
S: 109732 S: ÁKDG865
H: 8 H: K963
T: KD95 T: - - -
L: DG10 L: K4
Spaða er kastað úr blindum, félagi
setur þristinn (þið sýnið lengd með
„gamla“ laginu, eða hátt/ lágt með
jafna tölu í lit), og sagnhafi tekur á ás.
Næst kemur hjartás, hjartadrottning,
hjartagosi (sem við hendum tveimur
tíglum í og félagi fylgir lit) og loks
hjartatvistur frá sagnhafa. Þar fór í
verra. Eftir yfirlegu látum við laufatíu
fjúka og áhugaglampi kemur í augu
sagnhafa. Inni á hjartakóng spilar
sagnhafi laufakóng og síðan fjarka,
sem hann tekur á ás og þar á eftir
kemur laufanían (þetta er ekki brand-
ari - les áfram). Hvað nú? Hvað
megum við missa í laufaníuna? Er
spaðahótunin í blindum aðeins risa-
blekking eða erum við algerlega
vamarlausir? Hvað ef félagi á tígul-
gosa? Eða, hvað átti félagi í tígli í
upphafi? Lausnin er enmitt þar. Það
samkomulag sem þið félagarnir kom-
ið ykkur saman um. Með G763 fáum
við ekki þristinn í? Með 763 fáum við
þristinn. (Við vitum jú, að sagnhafi á
4 hjörtu, 3 lauf og 5-6 tígla. Á hann
spaða?)
Hvert sem vandamálið er, liggur
lausnin í smáatriðunum, sem í raun
skipta jafn miklu máli og þau stóru,
sem hiuti af heildinni.
Sagnhafi átti í raun þessa hendi:
- - ÁDG2 ÁG10842 Á93. Afar vönd-
uð blekkingartilraun hjá sagnhafa,
sem hefði tekist gegn þeim sem ekki
gæta að lágspilunum í vörninni.
Tekið úr Vígreif Vörn eftir Kelsey, í
þýðingu Þórarins Guðmundssonar