Þjóðviljinn - 02.03.1990, Síða 20

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Síða 20
Lög um skynsemi Athygli manna hefur á allra síðustu árum í æ ríkari mæli beinst að nauðsyn þess að stemma stigu við lagasetningar- æði alþingismanna vegna þeirrar geigvænlegu skriðu skriffinnsku og offorsjár sem hinir ótalmörgu lagabálkar hafa haft í för með sér. Svo ekki séu nefndar nema í framhjáhlaupi hinar ævintýra- legu offjárfestingar þjóðfélags- ins, sem bundnar eru í lög, og þarafleidd gjaldþrot. Það kann að vísu að hljóma sem öfugmæli, en mörgum, og jafnvel flestum öðrum en þjóð- kjörnum alþingismönnum, virð- ist tími til kominn að setja lög er kveða á um hámarksfjölda laga- bálka og þingsályktunartillagna á einhverju ákveðnu viðmiðunar- tímabili, sem auðvitað yrði nánar skilgreint í viðkomandi lögum og meðfylgjandi reglugerð. Til að ná því markmiði að fækka tilraunum til nýrrar laga- setningar, má auðvitað hugsa sér ýmsar leiðir. Ein er sú að setja ákveðinn kvóta á fjölda frum- varpa einstakra þingmanna, jafn- framt því sem þingmönnum yrði fækkað. Sennilega er þetta ör- uggasta og ódýrasta leiðin til að draga úr nýrri lagasetningu. Önnur leið er sú að lög falli sjálf- krafaúrgildi eftirt.a.m. fimm ár, þannig að þingmenn geti unnið nokkuð samfleytt að því að setja sömu lögin aftur og aftur með smávægilegum breytingum. Enn ein leið er sú að gera þing- mönnum skylt að höggva frum- vörp sín til laga í stein. Þannig yrðu slegnar margar flugur í einu höggi: Lagadrögin yrðu áreiðan- lega mun styttri og hnitmiðaðri ' en nú gerist, þau myndu varð- veitast í varanlegu formi, og síð- ast en ekki síst yrðu þingmenn í mun betra líkamlegu ástandi eftir lagasetninguna vegna átakanna við frumefni laganna, íslenska grágrýtið. Það er ótrúlegt, en satt, að ís- lenska þjóðin býr á sumum svið- um við mun flóknari lög en þjóðir sem telja jafnvel tugi eða hundr- uð miljón einstaklinga. Nægir að nefna lög um það, hvar, hvernig og hver má draga tappa úr rauð- vínsflösku, en íslensk lög þar að lútandi eru t.a.m. mun flóknari og ítarlegri en þau frönsku, enda þótt það sé álit margra íslendinga að franska þjóðin geri í raun lítið annað en draga tappa úr flöskum. Veitingamaður einn, kunningi minn, hefur fullyrt í mín eyru, að ef Frakkar ættu að starfa eftir ís- lenskum lögum um heilbrigðis-, hreinlætis- og öryggismál, þá yrði öllum veitingastöðum í París lok- að samdægurs. íslenskir alþingismenn hafa einnig verið mjög vakandi fyrir því að setja ítarleg lög um ýmis- legt sem alla jafna flokkast undir sjálfsögðustu skynsemisviðbrögð Homo sapiens. Nægir þar að nefna lög um notkun bflbelta og bílljósa, lög um það að sama aðila skuli ekki falið að rannsaka og dæma eitt og sama sakamálið, lög um snjómokstur, snjóruðning og snjóblástur á þjóðvegum og einkavegum í þéttbýli, strjálbýli og á heiðum, lög um réttindi og skyldur þeirra sem teikna, endur- hanna, byggja, endurbyggja eða rífa hús í þéttbýli eða strjálbýli. Nauðsynlegt hefur ennfremur þótt að setja nákvæma löggjöf um réttindi, skyldur og ábyrgð þeirra sem fara óvarlega með eld þannig að af hljótast miklir brunar, og í reglugerð um eld- varnir og eldvarnareftirlit er til dæmis tíundað að bannað sé að ástæðulausu að rífa eldvarnar- veggi og að leggja logsuðutæki ofan í gúmmflím. Um vinnustaði hafa verið sett ítarleg lög sem stefna að því að koma í veg fyrir að fólk sagi af sér fingurna, eyði- leggi í sér heyrnina með því að tregðast við að nota heyrnarhlífar eða hafi hægðir annarsstaðar en á þar til gerðum salernum. Þingsályktunartillögur eru sér- stakur kapítuli. Alþingismenn hafa verið einkar mikilvirkir hvað varðar ályktanir um svo að segja öll svið mannlegra athafna. Þó ég persónulega sé mikill aðdá- andi náttúrubarnsins Árna John- sen, þá fannst mér kasta tólfun- um þegar átrúnaðargoð mitt fór fram á það að Alþingi ályktaði um nauðsyn þess að grafa jarð- göng úr Vestmannaeyjum í land. Afhverju ekki til Skotlands með viðkomu í Færeyjum? Til allrar hamingju grunar mig að Árni meini ekkert með þessari tillögu til þingsályktunar, hann sé bara að peppa upp sína eyjapeyja. Enda getur Árni séð það fyrir sér, ekki síður en ég, hverskonar ástand mundi ríkja í Eyjum ef Reykvíkingum yrði gert kleift að skreppa útí Eyjar í sunnudagsbfl- túr.Þrjátíu þúsund Reykjavíkur- bflar á rúntinum út á Skans, inn í Dal og niður að Friðarhöfn, Reykjavíkurpakkið sleikjandi ís og gónandi á vinnandi fólk einsog naut á nývirki! Flókin, ill- og óframkvæman- leg, jafnvel óþörf eða skopleg lög grafa undan almennri löghlýðni. Ef lög eru þannig úr garði gerð verður að setja sífellt flóknari lög um löghlýðni. Samanber sérstök lög um virðurlög við brotum á skattalögum. Eða erum við svona skelfing dómgreindarlaus og siðferðis- kennd okkar á svo lágu stigi að það þurfi að hóta okkur tugthúsi til þess að við verndum börnin okkar í aftursætinu með því að setja á þau bflbeltin? Asger Jorn: Án titils, olíumálverk frá 1951. Lífeðlisfræði listarinnar Cobra-list og fleira úr safni Riis á Kjarvalsstöðum „Við skulum slá því föstu að fagurfræðin sé sjúkdómur í al- heiminum, í náttúrunni og meðal manna. Ekki sem banvæn elli- hrörnun, heldur fæðingarsjúk- dómur, lífshætta og sjúkdómurtil lífsins sem brýst fram í óstöðv- andi þrá. Það má því aldrei upp- ræta hann, en hann þarf stöðugr- ar lækningar við alveg á sama hátt og við læknum okkur af þorsta og hungri. Það má kann- ski kalla hann barnasjúkdóm, sem gefur okkur æsku jafn lengi og við erum haldin honum, því hann jafngildir voninni.“ Þannig kemst danski málarinn Asger Jorn m.a. að orði í bók sinni Held og hasard, sem gefin var út af bókaforlagi hans, Skandinavisk Institut for Sam- menlignende Vandalisme árið 1963. Bókin er skrifuð á meðan Jorn lá sjúkur á heilsuhælinu í Silkeborg á Jótlandi árið 1952. Hún gefur okkur góða mynd af því hugmyndalega andrúmslofti, sem COBRA-Iistin spratt úr. Jorn leit á listsköpunina sem nán- ast lífeðlisfræðilegt ferli, eins konar sjúkdómsástand sem jafn- framt kallaði fram eigin lækn- ingu. Bæld orka og tilfinning í mannslíkamanum og þjóðarlík- amanum orsakaði að mati Jorns sjúkdómsástand sem líkja mátti við taugaveiklun. Listamaðurinn kallar þessa taugaveiklun úr djúpinu upp á yfirborðið og yfir- vinnur hana um leið. Hugmyndaheimur Jorns var mótaður af existensíalisma eftir- stríðsáranna, Sartre og þó eink- um Kierkegaard, en einnig af sál- fræðikenningum Freuds og þeirri sálkönnun sem hann hafði stund- að og kynnst í gegnum súrreal- ismann. Formleysumálverkið, sem svo er kallað, er sprottið úr þessum sama jarðvegi: existensíalisma eftirstríðsáranna. Það gekk ekki út frá sögulegri eða formrænni rökhyggju, heldur nánast lífeðl- isfræðilegri þörf mannsins til þess að fá útrás fyrir bældar tilfinning- ar og hvatir. Jorn og félagar voru andhverfa hinnar klassísku list- sýnar og hinnar sögulegu rök- hyggju. Þeir leituðu staðfestingar á viðhorfum sínum í sögulausri alþýðulist, norrænni jafnt og afr- ískri. í stað þess að byggja á rök- hyggju sögunnar settu þeir sig í spor barnsins og litu á listsköpun sína út frá allt að því lífeðlisfræði- legri þörf. Þessi þörf var ekki bara persónuleg, heldur átti hún að skapa grunn að nýjum heimi á rústum þeirrar sögu og siðmenn- ingar sem nasisminn hafði skilið eftir sig í Evrópu. Þessi viðhorf voru eðlileg og kannski nauðsynleg viðbrögð við sögulegum aðstæðum eftir- stríðsáranna. Þau fólu í sér mikil- væga endurnýjun í myndmáli samtímans sem síðan leiddi til endaloka abstrakt-expressíón- ismans. Sýning sú sem Kjarvalsstaðir bjóða okkur upp á þessa dagana með úrvali úr einkasafni Inger og Andreas L. Riis eru eins og ánægjulegir endurfundir við gamla kunningja sem við höfum ekki séð lengi. Sýningin minnir okkur jafnframt á hversu mikil- vægt það er að skoða myndlistina í sögulegu samhengi og út frá for- sendum síns tíma. Og hún sýnir okkur líka hvað tíminn líður hratt: að myndir sjötta áratugar- ins skuli þegar vera eins og sögu- legir minnisvarðar um löngu horfinn tíma. Auðvitað hefði mátt óska sér að þessi sýning væri á ýmsan hátt öðruvísi, og ekki eru öll verkin frá 6. áratugnum eða í anda formleysumálverksins. En ánægjulegt var að sjá málverk Svavars Guðnasonar í eigu Reykjavíkur í þessu samhengi. Þau sýna okkur hversu ótrúlega vel hann var með á nótunum þeg- ar á stríðsárunum. Krafturinn í verkum hans frá 1942 sýnir þá sömu óþreyju og „taugaveiklun“ sem Jorn talaði um í bók sinni 10 árum síðar. Svavar skipar þannig sögulegan sess, ekki bara í ís- lenskri myndlist, heldur einnig í evrópsku samhengi. Enginn ann- ar íslenskur myndlistarmaður af hans kynslóð hefur sambærilega sögulega þýðingu. Sýningin að Kjarvalsstöðum hlýtur að vera mikill fengur fyrir alla þá sem áhuga hafa á hinni fjölskrúðugu sögu vestrænnar myndlistar á 20. öldinni. Ólafur Gíslason 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ föstudagur 2. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.