Þjóðviljinn - 02.03.1990, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Qupperneq 21
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Fortíðin, flokkamir og framtíöin Á laugardaginn var birtist hér í blaðinu snöfurleg grein eftir Gest Guðmundsson um uppgjörsmál- in. Með öðrum orðum: um það hvað Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur þurfi helst að endur- skoða úr sínum hugmyndaarfi til að geta vasklega tekist á við við- fangsefni okkar tíma. Sem betur fer er málatilbúnað- ur í grein Gests með nokkuð öðr- um hætti en hjá mörgum öðrum sem til orðs taka um þessar mundir og láta sem allur vandi vinstrihreyfingar sé í því fólginn að mikill fjöldi sósíalista hafi ekki áttað sig á samfélögum Austur- Evrópu fyrr en á því byltingarári 1989. Gestur er heldur ekki að leita að sökudólgum á einhverj- um einum tilteknum stað eins og ýmsa menn hendir í hita leiksins. Ekki svo að skilja: menn þurfa ekki að vera sammála skil- greiningum Gests, eða þeim áherslum sem hann leggur. Trúin á flokkinn Gestur telur til dæmis að vissar grundvallarhugmyndir lenínism- ans hafi gerst alltof frekar í hug- skoti þeirra manna sem stóðu að Sósíalistaflokknum og síðar Al- þýðubandalagi. Hann tekur það fram að hér eigi hann einkum við tvennt: „trúna á forystuhlutverk flokksins og á forræði ríkisvalds- ins“. Ég segi fyrir mína parta: þegar ég rekst á menn sem hafa mikla trú á sínum flokki, þá finnst mér alls ekki liggja beint við að rekja þá áráttu til flokkskenningar Leníns. Lenínskar hugmyndir um Flokkinn eru helst með lífi hj á þeim, sem halda að hægt sé að reka pólitík eins og einskonar vís- indi og að forystuflokkurinn sé þá einskonar einvalalið sérfræðinga í hinum pólitísku fræðum skil- greininga og athafna. Hræddur er ég um að slíkir menn séu fyrir löngu orðnir næsta sjaldgæfir í vinstrimannaröðum. Aftur á móti sýnist mér af gamalli og nýrri sögu, að allar nýjar hreyf- ingar séu, að minnsta kosti á duggarabandsárum sínum, haldnar vissum messíasaráráttum ef svo mætti segja. Ný hreyfing sem telur sig hafa upp á annan skilning og gildismat að bjóða en ríkjandi er, hún getur eiginlega ekki komist á fætur nema að liðs- menn leggi til hennar sterka trú á sérstöðu hennar og einhverskon- ar forystuhlutverki, svo það orð sé upp rifjað. Við getum tekið dæmi af Kvennalistanum: þegar nú síðast var rætt um hugsanlegt framboð minnihlutaflokkanna í Reykjavík var enginn þeirra harðari en þessi unga hreyfing á því, að ekki mætti fórna sérstöðu- nni í „sambræðingi“. Kvennalist- inn er nátúrlega eins langt frá len- ínskum skipulagsreglum og hugs- ast getur. Og það er Alþýðu- bandalagið eiginlega líka: það er amk alveg ljóst að þegar menn hafa sett þeim flokki lög og starfs- reglur þá hafa menn viljað forð- ast lenínskar formúlur. Elsku mamma í ríkisvaldinu Meira púður er að mínu viti í þeirri ásökun Gests Guðmunds- sonar í garð Alþýðubandalagsins að það eða liðsmenn þess hafi helst til mikla trú á „forræði ríkis- valdsins". Að sönnu held ég að hér sé um sameiginlegan arf len- ínismans og sósíaldemókratis- mans að ræða: Þessar tvær ólíkar greinar á Marxeikinni voru í eina tíð samstiga um að það kæmi fljótlega betri tíð með blóm í huga um leið og „okkar menn“ næðu tökum á ríkisvaldinu. Hvort sem „okkar menn“ tækju völd með meirihluta í kosningum eða með því að gera áhlaup á ein- hverja Vetrarhöllina. Það er eiginlega ekki fyrr en með „nýja vinstrinu" og ýmsum tíðindum sem í minningunni tengjast við fræga 68-kynslóð, að trúin á ríkisforsjána fer að visna hjá vinstrisinnum. Sósíaldemó- kratar höfðu að vísu fyrr horfið frá þjóðnýtingaráformum, en þeir voru dangansmiklir ríkis- kerfiskarlar samt í uppbyggingu velferðarríkisins (kannski allt fram á daga Oskars Lafontaines). En sem sagt: það var ekki fyrr en þá að valddreifingarhugmyndir fara að blómstra verulega út um allan vinstrikantinn, jafnvel svo minnti stundum á gamlan og skáldlegan anarkisma. Það hefur svo staðið tölvert í mönnum að vinna alminnilega úr sínum valddreifingarhugmynd- um (sem flestir fóru fljótlega að samþykkja með vörunum) í praktískri pólitík. Og á íslandi verða flokkarnir eins og þeir leggja sig samsekir um það, að stunda mikið málskot til ríkis- valdsins. Ekki kannski vegna þess fyrst og fremst, að þeir hafi enn mikla trú á ríkisforsjánni, heldur af því að allir hafa vanið sig á þann „sósíalisma and- skotans" að hlaupið skuli með allan rekstrarvanda undir pilsfald ríkisins hvenær sem á bjátar. Að sönnu telja menn sig gera það á mismunandi forsendum: Al- þýðubandalagsmenn til dæmis í nafni atvinnuöryggis fólksins, en útkoman er ósköp svipuð að áferð. Djöflar aö draga Gestur Guðmundsson telur að A-flokkarnir hafi báðir sína djöfla að draga. Fyrir utan þann „lenínisma“ sem að ofan var nefndur færir hann Alþýðu- bandalaginu til synda „þjóðernis- stefnu frá dögum kalda stríðsins og almenna kratíska frasa um blandað hagkerfi". Auk þess sem flokkurinn leggi lag sitt við „ein- okunaraðila í íslensku atvinnu- lífi“ og mun þar eiga við byggð- astefnu flokksins. Alþýðuflokk- urinn er að dómi Gests fastur í þeim „velferðarkratisma" sem treystir á vaxandi afkastagetu al- þjóðlega sinnaðs auðmagns til þess að taka síðan af hagnaði þess til velferðarmála. Hvorugt er nógu gott að dómi Gests: „þannig hefur einnig verið loku fyrir það skotið að á grundvelli jafnaðar- stefnu verði mótaður sjálfstæður íslenskur valkostur um þróun ís- lenska samfélagsins“, segir hann. Út fyrir, til Oskars Ekki mundi ég orða hlutina endilega með jafn neikvæðum hætti og Gestur gerir. En vel má taka undir það, að sá sé helstur munur á A-flokkunum, að Al- þýðuflokkurinn er hallur undir alþjóðlega markaðshyggju (og líkist í því Sjálfstæðisflokknum) meðan Alþýðubandalagið er mun þjóðernissinnaðri flokkur og að því er varðar mál hinna dreifðu byggða að ýmsu leyti skyldur Framsóknarflokknum. Spyrja má: hvað ætla menn að gera í því? Jú, þessir flokkar báð- ir geta sjálfsagt komið sér saman um margt í velferðarpólitík og verklýðspólitík. Gestur Guð- mundsson vill leita út fyrir þann ramma og vísar þá fyrst á helsta foringja vinstriarms vesturþýskra jafnaðarmanna, Oskar Lanfont- aine: „Hann vill brjóta kratismanum leið út úr núverandi ógöngum með því að stemma stigu við vexti ríkisbákns, setja hömlur á launa- hækkanir betur settra launþega- hópa og leggja áherslu á um- hverfisvernd.“ Svo bætir Gestur þessu við: „Ég hygg þó að við nánari skoðun muni íslenskir jafnaðar- menn leita róttækari leiða að markmiðum sínum, auknu lýð- ræði og jöfnuði." Óskhyggjan enn Það er mjög eðlilegt að benda á félaga Oskar Lafontaine til fyrir- myndar: hann hefur í rauninni reynt að komast út úr þeim hugs- unarhætti sem flokkur hans (og margir aðrir flokkar) hafa lengi verið bundnir af og tengist mjög hefðbundinni hagvaxtarhyggju og venjulegri kjarapólitík eins og verklýðssamtök hafa rekið hana. Hitt er svo rétt að hafa í huga, að sjónarmið manna eins og Oskars Lafontaines eru alls ekki komin í alvöru á dagskrá hjá íslenskum flokkum, sem kenndir eru við al- þýðuna. Sjónarmið á borð við hans þykja rómantísk, einatt óraunsæ, kannski „dalakofasósí- alismi" hjá flestum þeim sem sýsla við praktíska pólitík - eins þótt menn geti klappað fyrir Oskari þegar hann kemur í heim- sókn, því þetta er frægur maður og geðslegur þar að auki. Þeir eru enn mjög fáir á íslandi sem gætu hugsað sér að reka kosningar á svipuðum nótum og margnefnd- ur Oskar, þótt vissulega séu þeir til sem hafa hugsað og skrifað út frá svipuðum forsendum og hann. Þess vegna þykja mér líka orð Gests um að íslenskir jafnaðar- menn séu líkegir til að gerast mun róttækari en Oskar Lafontaine og hans skoðanabræður, þau séu því rniður óskhyggja fyrst og fremst. Ekki veit ég hvaðan því liði ætti að koma innblástur til slíkra til- þrifa, það segi ég satL Tónn umræðunnar En á meðan þetta: Við lifum þá tíma að allir þurfa að skoða upp á nýtt sína pólitísku heimsmynd, í þeim efnum er enginn í rauninni undanskilinn. Á slíkum tíma finnst manni eðlilegast að menn sem eitthvað þykjast vera á vinstrigöngu, hafi tvennt öðru fremur í huga. í fyrsta lagi það, að sósialisminn, jafnaðarstefnan, var aldrei og verður aldrei eitthvert tiltekið ástand, fyrir- komulag, sem menn geta komið sér saman um: hérna er hann! Og í öðru lagi: gangi menn út frá því sem nú var sagt, þyrftu menn að venja sig sem rækilegast á um- burðarlyndi í samskiptum við vinstrinágranna, á þá menningu umræðunnar sem gerir ráð fyrir því að enginn sitji uppi með sann- leikann heldur hafi hver og einn vonandi krækt sér í part af hon- um. Hingað kom í fyrra Jiri Pelik- an, sem var einn af oddvitum tékkneskra kommúnista á dögum Dubceks og síðar útlagi og þing- maður fyrir ítalska sósíalista. í spjalli við þennan blaðamann hér sagði Pelikan á þá leið, að sér þætti það mikill kostur við ítali hve málefnaleg hin pólitíska um- ræða væri, þegar á heildina er litið. Honum þótti ekki síst vænt um það, hve þroskuð og máiefna- leg þessi umræða væri milli vinstriflokkanna í landinu og mættu aðrir vafalaust margt af því læra. Það held ég líka. Föstudagur 2. mars 1990 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.