Þjóðviljinn - 09.03.1990, Qupperneq 10
Skák
Karpov vann
fyrstu skákina
Einvígi Karpovs og Timmans hafið
Anatoly Karpov vann fyrstu
skákina í einvígi sinu við Jan Tim-
man í Kuala Lumpur í Malasíu sl.
miðvikudag. Þeir tefla 12 skákir
og sigurvegarinn öðlast rétt til að
skora á heimsmeistarann Garrí
Kasparov.
Karpov hafði svart og vann í
aðeins 36 leikjum. í 18. leik
reyndi Timman vafasama endur-
bót á einni af skákum Jóhanns
Hjartarsonar við Karpov í Seattle
í fyrra. Skákin fylgir hér á eftir:
Jan Timman -
Anatoly Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7.
Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4
He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13.
Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl
bxa4 16. Hxa4 a5 17. Ha3 Ha6 18.
Rh4 Rxe4 19. Rxe4 Bxe4 20. Bxe4
d5 21. Hae3 Hae6 22. Bg6 Dxh4
23. Hxe6 Hxe6 24. Hxe6 fxe6 25.
Be3 Df6 26. Dg4 Bd6 27. h4 Rc6
28. Be8 Re7 29. Bd7 Rf5 30. h5
Kf7 31. Bc8 Ke7 32. b3 c5 33. De2
cxd4 34. Bd2 d3 35. Ddl Dh4 36.
g3 Rxg3 - og Timman gafst upp.
„Ég held
ég gangi heim'
Eftireinn -ei aki neinn
gtUMFERÐAR
Uráð
6 ÚR RÍKI ÍM. A ip ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR
NÁTTÚRUNNAR
ís er engu líkur
(a) Kristalgrindur ískristalla séðar að ofan. Hringur og punktar eru
súrefnisatóm ítveimurflötum sem liggja með u.þ.b. 0,009 nm bili. 1 nm
er einn þúsund miljónasti úr millimetra.
(b) Fjögur plön ískristalla sjást hér. Horft er í þverskurð eins og örin á
mynd (a) sýnir.
Stundum heyrist því fleygt að
landið okkar beri allt of kuldalegt
nafn og má það rétt vera. Hitt er
svo jafn sanngjarnt að segja að
það beri mjög merkilegt nafn því
ís er ekki einasta mjög merkilegt
efni heldur líka bæði dýrmætt og
áhrifamikið. Dýrindið liggur í
fersksvatnsforðanum og áhrifin í
rofmætti jökla og veðurfars-
áhrifum stórra ísasvæða.
Uppbygging vatnssameindar-
innar (tvö vetnisatóm, eitt súr-
efnisatóm) er með þeim hætti að
við breytingu úr vökva í fast efni
þenst efnið út (að vissu kulda-
marki). Þetta er einn sérkenni-
legasti eiginleiki íssins; yfirleitt
dregst efni saman við kólnun. Þá
er þéttleiki (eðlismassi) íssins
breytilegur eftir hitastigi og loft-
innihaldi. Hann getur legið á bil-
inu 0,83 grömm hver rúmsenti-
metri (teningur sem er 1 cm á
hvern kant) - til 0,9 grömm hver
rúmsentimetri. Harka íss er líka
breytileg. Hún er lítil nálægt 0
stigum en eykst og nær glerhörku
þegar frostið er komið upp í 40-50
stig.
Is er kristallað efni; hver ískris-
tall (breytileg stærð) er sexhyrnd-
ur og sjást kristalfletirnir jafnan
ekki í ísmolum, hvort sem þeir
eru teknir úr frysti eða hoggnir úr
jökli. Stundum má þó sjá slíkt,
einkum í jökulsporðum, en þá
eru það stórir sexstrendir kristall-
ar sem búnir eru til úr smáum
sexhyrningum sem augað ekki
greinir. Við venjulegt hitabil hér
á jörðu er ís sveigjanlegt efni,
þ.e. það lætur undan þrýstingi,
ekki ósvipað hálfbráðnum
málmi. Þessi hreyfing er tvíþætt,
segjum í jöklum, því að þar er
ferlið ráðandi, og hreint ekki Ijós
því skriðhraðinn er ekki hár
(mældur f metrum á sólarhring
eða metrum á ári). Fyrri þáttur-
inn felst í afmyndun íssins dálítið
svipað og tekinn væri teningur úr
leir og hann þrýstur saman.
Síðari þátturinn felst í því að ís-
massinn í heild skriplar á jörð-
inni; honum er ýtt yfir stokk og
steina.
ís myndast á marga vegu í and-
rúmsloftinu og á yfirborði jarðar.
í lofti verða t.d. til haglkorn við
það er litlir ískristallar hendast
upp og niður í háreistum skýjum
og rekast á örsmáa undirkælda
vatnsdropa (ÚRKOMUÍS), á
jörðu niðri frýs vatn sem
grunnvatn, rennandi vatn og
stöðuvatn (VATNSÍS), sjór frýs
þannig að til verður venjulegur ís
fullur af blöðrum með saltlegi
(HAFÍS) og samþjöppun og fleiri
ferli mynda ís úr snjó fyrir ofan
snælínu (JÖKULÍS).
Mest af ísmagni j arðar er fólgið
í hafís og jökulís. Talið er að jökl-
ar og ís þeki rúm 3 % af yfirborði
jarðar og bara rúmmál Grænl-
andsjökuls er um 2,5 milljón
rúmkílómetrar. Langstærsti staki
flöturinn er Suðurskautslandið
og nærliggjandi hafsvæði. Flat-
armál allra jökla heims er ailt að
16 milljón ferkflómterar og gefur
auga leið að mikið af ferskvatni
jarðar geymist sem ís. Hér þekja
jöklar um 10-11% af flatarmáli
landsins og ef meðalþykktin er
400 metrar þá er rúmmálið á að
giska 4000 rúmkflómetrar og er
það miklu meira vatn en fyrir-
finnst í stöðuvötnum landsins.
ísar jarðarinnar, bæði á hafi og
landi, eru háðir loftslagi og þá
einnig hafstraumum. Breytingar
á veðurfari eru tiltölulega fljótar
að skila sér í ísnum, t.d. þarf litla
lækkun á meðalhita í lofti norðan
íslands til þess að auka mjög líkur
á hafísakomu og nú þegar hefur
lægri meðalhiti og meiri úrkoma
áranna 1965-1985 (miðað við
1930-1960) skilað sér í framskriði
brattra skriðjökla, t.d. Gígjökuls
í Eyjafjallajökli og Skaftafells-
jökuls. Þetta minnir á að
jafnvægið milli veðurfars og ísa
eins og við þekkjum það og höf-
um notið, er afar viðkvæmt.
Breytingar á því, og þá sumar af
mannavöldum, hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar í mörgum efnum
af því að einn þáttur grípur í ann-
an og lífkeðjan er umhverfinu
háð. Umhverfismál Evrópu, svo
dæmi sé nefnt, getur haft áhrif á
Gígjökul, loðnuna og lesandann.
Af þessu má sjá að stjórnmál,
veður og ís varða okkur nokkru.
AUGLYSINGAR
Bátur
Óska eftir að kaupa lítið notaðar Elliðahand-
færarúllur og netasjálfdraga fyrir trillu.
Upplýsingar í síma 95-14037.
é /X%
Starfsfólk í veitingahúsum
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs hjá félagi starfsfólks í veitinga-
húsum fyrir næsta starfsár.
Listum, ásamt meðmælendum, ber að skila á
skrifstofu F.S.V. Ingólfsstræti 5, fyrir kl. 12 á
hádegi 16. mars 1990.
Kjörstjórn
AUGLÝSINGAR
Húsverndarsjóður
Reykjavíkur
I lok apríl verður úthlutað lánum úr húsverndar-
sjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita
lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í
Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af
sögulegum eða byggingarsögulegum ástæð-
um.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja
greinargóðar lýsingar á fyrirhuguðum fram-
kvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því
sem þurfa þykir.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1990 og skal um-
sóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykja-
víkur, komið á Skrifstofu Garðyrkjustjóra,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.
AUGLYSINGAR
Hlutastarf
Okkur vantar duglegt fólk til að vinna við
áskrifendasöfnun. Um er að ræða hringing-
ar síðdegis, á kvöldin og um helgar. Upplýs-
ingar veita Eva Lísa og Þorgerður á af-
greiðslu blaðsins í síma 681333.
ÞiÓÐyiLJINN
Auglýsing frá
menntamálaráðuneytinu
Starfsemi lönfræösluráös sem var á Suðurlandsbraut 6 hefur
veriö færö í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins í
Sölvhól, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, Sími: 609500.
Reykjavík, 6. mars 1990
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ