Þjóðviljinn - 09.03.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Síða 11
Kasparov marði sigur í Linares — en Boris Gelfand vakti mesta athygli Úrslit stórmótsins í Linares á Spáni sem lauk um síðustu helgi koma ekki á óvart. Garrí Kaspar- ov varð einn efstur en sigur hans var ekki jafn eindreginn og á skákmótunum í Tilburg og Bel- grad sl. haust. Hinn ungi sovéski stórmeistari Boris Gelfand veitti Kasparov mikla keppni og það var ekki fyrr en í síðustu umferð að sigur heimsmeistarans var í höfn. Þá tefldi Gelfand með svörtu við Vasily Ivantsjúk en Kasparov með hvítu við heima- manninn Illescas. Skák Ivantsjúks og Gelfands var tvíbent barátta. Með sigri gat Ivantsjúk náð Gelfand að vinn- ingum og staðfest frábæran ár- angur sinn frá mótinu í fyrra er hann lenti óvænt fyrir ofan Anat- oly Karpov. Fæstir áttu von á að Kasparov yrði í erfiðleikum með Illescas en annað kom á daginn. Illescas beitti Tarrasch-vörninni, vopni sem Kasparov notaðist við með frábærum árangri í áskor- endakeppninni 1983-‘84. Þessi skák bar þess öll merki að tapið fyrir Gulko hafði haft sín áhrif á heimsmeistarann. Byrjunartafl- mennska hans var ekki nándar nærri eins markviss og oftast áður og með hárbeittri skiptamuns- fórn fékk iílescas prýðilega stöðu. Um svipað leyti þráléku Ivantsjúk og Gelfand. Það leit lengi vel út fyrir að Kasparov yrði að sætta sig við jafntefli gegn hin- um sókndjarfa Spánverja en út- haldið brást Illescas, hann sá allt í þoku og algerlega ónauðsynlega Íeyfði hann Kasparov að virkja hróka sína og ráðast síðan inn í stöðuna. Eftir 54 leiki var allt við- nám þrotið og Kasparov hrósaði sigri. Hann hefur orðið efstur á hverju einasta móti sem hann hefur tekið þátt í frá og með So- vétmeistaramótinu 1981-‘82. Tví- vegis hefur hann orðið jafn Karp- ov í efsta sæti, tvívegis jafn Lju- bojevic en í öðrum mótum hefur hann orðið einn efstur og yfirleitt með feiknarlegum yfirburðum. Þrátt fyrir sigurinn var tafl- mennska Kasparovs varla jafn þróttnmikil og oft áður. Hann hefur verið að vasast í ýmsu uppá síðkastið og til þess að vera ör- uggur með að verja titil sinn í haust í einvíginu um heimsmeist- aratitilinn sem samkvæmt síðustu fréttum hefst í New York í októ- ber en endar í Lyon í Frakklandi. Lokaniðurstaðan í Linares varð þessi: 1. KasparovSv. 2. Gelfandy'A v. 3. Salov7 v. 4. Ivantsjúkó Viv. 5. Short 6 v. 6.-7. Jusupov og Gulko 5 Vi v. 8. Beljavskí 5 v. 9.-11. Illescas, Portisch og Spas- skí 4 v. 12. Ljubojevic 3 v. Taflmennskan í þessu móti var æði gloppótt og furðu mikið um einföldustu yfirsjónir. Portisch lék af sér drottningunni gegn Gulko og algengt var að skipta- munur fyki í hafið fyrir litlar eða engar bætur. Spasskí tefldi lit- laust þrátt fyrir skriflegar yfirlýs- ingar um hið gagnstæða og Lju- bojevic var alveg úti á þekju. Fjórir efstu menn koma væntan- lega til með að skipa framtíðar- sveit sovéskra. Karpov verður væntanlega með í för en Jusupov og Beljavskí virðast vera að gefa eftir. Beljavskí hefur ítrekað reynt að flytjast búferlum frá So- vétríkjunum en mætt alls kyns erfiðleikum. Hálfgerð upplausn virðist ríkja í sovésku skáklífi og skáksambandið hefur ekki sömu heljartök á mönnum og áður. Heilsteyptasta skák Kasparovs kom í 5. umferð er hann lagði Artur Jusupov að velli. Þessi skák fylgir hér á eftir: Artur Jusupov - Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 6. 0-0 Rbd7 7. Rc3e5 8. h3c6 9. e4 Db6 10. c5 Rf3 Rf6 c4 g6 g3 Bg7 Bg2 0-0 d4 d6 (Þessi skarpi leikur hefur aldrei valdið svörtum verulegum 1. 2. 3. 4. 5. vandræðum. Traustast er 10. Hel. Kasparov hefur áður mætt leiknum 10. dxe5 sem veldur eng- um vandkvæðum en leiðir til fremur jafnteflislegrar stöðu.) 10. .. dxc5 14. Dc2 Re6 11. dxe5 Re8 15. Hfdl He8 12. Ra4 Da6 16. Hd6 Da5 13. Bf4 Rc7 17. Hadl Rb6! (Það er ekki að sjá að alger yfirráð hvíts eftir d-línunni hafi fært honum umtalsverð færi. Nú nær Kasparov hinsvegar hag- stæðum uppskiptum á drottning- arvæng.) 18. Rxb6 axb6 21. De3 b4 19. a3 Da4 22. axb4 Dxb4 20. De2 b5 23. H6d2 Ha2! (Með markvissri taflmennsku hefur svartur hrifsað til sín frum- kvæðið. Jusupov hefur teflt án sérstakrar áætlunar og það kem- ur honum í koll.) 24. Hbl c4 28. Bxg7 Kxg7 25. Hc2 b5 29. Rxd4 Dxd4 26. Bh6 Dc5 30. b3 26. Dcl Rd4! (Þessi leikur ber þess glöggan vott að hvítur hefur tapað þræð- inum og gerir nú örvæntingar- fulla tilraun til að klóra í bakk- ann. Eina von hans liggur í því að koma peðunum á kóngsvæng á skrið.) 30. .. Hxc2 35. Hxc3 c4 31. Dxc2 c3 36. f4 Dc54- 32. Hdl Dc5 37. Kh2 Dd4 33. b4 Dxb4 38. HO b4! 34. Hd3c5 (Djúphugsaður leikur.) 39. Da4c3! P ' x - « « « IH jpxfl 1. ifc » » P8 SKÁK ,... y „ ■ HELGI ÓLAFSSON (Kasparov er samur við sig. Hann gat vitaskuld reynt að þoka frípeðunum áfram án hróksfórnar en treystir útreikn- ingum sínurm Hugmynd hans er að svara 40. Dxe8 með 40. .. Dd7! og eftir 41. Dxd7 Bxd7 verður svart peð að drottningu.) 40. Hxc3! (Besta tilraunin en allt kemur fyrir ekki.) 40. .. Bd7! 43. Bfl Bc2 41. Hc4 Bxa4 44. Bc4 b3 42. Hxd4 Hb8! 45. Bxb3 Hxb3 (Svartur hefur unnið mann og úrslitin eru ráðin. Engu að síður er úrvinnsla Kasparovs á þessari stöðu lærdómsrík.) 46. g4 He3 55. Hb3 Be2 47. f5 gxf5 56. Hb2 Bfl 48. exf5 Hxe5 57. Hh2 Kf6 49. Hd2 Ba4 58. Hhl Ke5 50. Kg3 He3+ 59. Hh2 f6 51. Kh4 Bb5 60. Hhl Ke4 52. Hd5 Bd3 61. Hh2 Kf4 53. Hc5 h6 62. Hhl Bg2 54. Hc3 HO 63. Hh2 Hg3 - og Jusupov gafst upp. Boris Gulko sem teflir á 1. borði bandarísku sveitarinnar í Stórveldaslagnum sem hefst í dag má vel við sinn árangur una og sigurinn yfir Kasparov er vita- skuld sérstaklega sætur. Eftir að Kasparov vann titilinn af Karpov haustið 1985 hafa aðeins örfáir skákmenn unnið heimsmeistar- ann að Karpov undanskildum: Timman, Seirawan, Short, Sok- olov og Jusupov. Gulko byrjaði frekar illa en náði sér vel á strik undir lok mótsins. Lítum á viður- eign hans við Beljavskí í 1. um- ferð: Alexander Beljavskí - Boris Gulko Grúnfelds vörn 1. d4 Rf6 7. Bc4 0-0 2. c4 g6 8. Re2 Rc6 3. Rc3 d5 9. 0-0 b6 4. cxd5 Rxd5 10. Bg5 Bb7 5. e4 Rxc3 11. Dd2 Dd6 6. bxc3 Bg7 12. Hadl (Þekkt er gildran 12. e5? Rxe5 13. dxe5 Dc6 og svartur vinnur manninn til baka með yfirburða- stöðu.) 12. .. Ra5 15. c4 Ba6 13. Bd3 c5 16. Dcl 14. d5 e6 (Endurbót Beljavskís á skák Jusupovs og Gulkos í Hastings um síðustu áramót en þar var leikið 16. Dc2. Þarna er drott- ningin í betra sambandi við kóngsvænginn.) 16. .. exd5 19. Hfel f5 17. exd5 Hae8 20. Re2! 18. Rg3 Dd7 (Það verður að kenna slæmri byrjun um þá miklu erfiðleika sem svartur stendur nú frammi fyrir. Riddarinn er á leiðinni til e6 og við því er í raun ekkert að gera.) 20. .. Rb7 22- Hxel He8 21. Rf4 Hxel 23- Re6 Bh8 m—mr P*J a b c d e f g h 24. Rc7! (Glæsilegur leikur sem krefst nákvæmraútreikninga. Beljavskí varð að sjá fyrir 27. leikinn og raunar 30. leikinn en þeir brjóta niður varnir svörtu stöðunnar.) 24. .. Hxel+ 26. De8+ Kg7 25. Dxel Dxc7 27. Bd2! (Lykilleikurinn í sóknaráætlun hvíts.) 27. .. I)d8 28. Bc3+ Kh6 29. De3+ Dg5 33. Dh3+ Dh5 30. f4! Dg4 34. Dc3 Re8 31. Bxh8 Ddl+ 35. d6! (Þetta peð ræður svo að lokum úrslitum. Hótunin er 36. d6 og 35. .. Bc8 má svara með 36. De5 Bd7 37. De7 og vinnur.) 35. .. Ddl 36. Dh3+ - og Gulko gafst upp. Lausn á skákþraut: í síðasta þætti birtist eftirfar- andi skákþraut: ^ M ■ a b c d e f g h Hvítur leikur og mátar f öðrum leik. Lausn: 1. Dh3 Ke4 2. Hc4 mát. Víða pottur brotinn Alloft hefur verið fjallað í þessum' þáttum um þau vandamál sem geta skapast þegar svæðamót eru haldin víðsvegar um landið, án þátttöku keppnisstjóra. f slíkum tilvikum eru yfirleitt skipaðar dómnefndir, skip- aðar hagsmunaaðilum eða keppend- um í mótinu sjálfu. Nú gefur auga leið, að við slíkar aðstæður eru bridgelögin oft þverbrotin eða gróf- lega mistúlkuð. Á stundum er leitað tilmanna sem sinnt hafa þessu á opin- berum vettvangi, með símtölum síðar um kvöldið eða daginn eftir. Undir- ritaður hefur f ófá skipti fengið slík samtöl að undanförnu. Erfitt er að gefa ráð í gegnum síma, sérstaklega þegar upplýsingar eru af skornum skammti, að ekki sé talað um að þær séu beinltnis rangar. En hvað er þá til ráða? Afhverju eru ekki vanir menn fengnir til að sinna þessu, eða koma sér upp slíku fólki innan hvers svæð- is? Því miður eru keppnisstjórar afar fáir hér á landi. Og það sem verra er, fjöldinn af þeim sem starfandi er, kann lítið sem ekkert fyrir sér í bridgelögum. Dæminerumörg. Þetta eru hörð orð, en því miður sönn. Nú eru uppi vandamál sem spilarar af Norðurlandi vestra eru ekki sáttir við. í bréfi frá Unnari A. Guðmunds- syni frá Hvammstanga, til þáttarins, rekur Unnar vandamál sem kom upp á svæðamóti. Úrskurði dómnefndar var áfrýjað til dómnefndar BSÍ, sem tók kæruna fyrir og gaf sinn úrskurð frá dómnefndinni en þeirri beiðni var hafnað, án raka. Nú er það svo, að álit mitt (greinarhöfundar) er það, að dómnefnd BSf hlýtur að vera skylt að gefa skriflegan úrskurð í hverju því máli sem nefndin tekur fyrir. Og að auki, halda til haga úrskurðum þeim sem kveðnir hafa verið. Það er ekki gert, eftir því sem ég best veit. Nánar verður fjallað um þessi mál í næstu þáttum. Aðalbjörn Benediktsson og Jó- hannes Guðmannsson sigruðu síðasta konfektmót hjá Skagfirðingum sl. BRIDGE Ólafur Lárusson þriðjudag. Næstu þriðjudaga verður á dagskrá eins kvölds tvímenningur, með konfekt t verðlaun. Ármann J. Lárusson og Ragnar Björnsson uru Reykjanesmeistarar í tvímenning 1990, í keppni sem haldin var um síðustu helgi. 20 pör tóku þátt í mótinu, en kolvitlaust veður (að venju) var á meðan mótið stóð yfir. Spilað var í Keflavík. Fyrir skemmstu lauk fslansmóti kvenna og yngri spilara í sveita- keppni. Þátttaka var mjög góð í kvennamótinu. Sigurvegarar í þeim flokki varð sveit Rauða sófans, skipuð Esther Jakobsdóttur, Valg- erði Kristjónsdóttur, Hjördísi Eyþórsdóttur og Önnu Þóru Jóns- dóttur. Tvímælalaust besta kvenna- sveit landsins þar á ferð. f flokki yngri spilara (25 ára og yngri) var þátttaka mjög dræm. Er það áhyggjuefni fyrir stjórnendur bridgemálefna hér á landi. Sigurvegarar urðu sveit Still- ingar hf., en hana skipuðu Hrannar Erlingsson, Matthías Þorvaldsson, Steingrímur G. Pétursson og Sveinn R. Eiríksson. Einnig tvímælalaust besta lið yngri manna þar á ferð. f úrslitakeppninni spiluðu 4 sveitir til úrslita allar v/allar, sem að mínu mati er skynsamlegri lausn en verið hefur í þessum flokkum. Að ósekju mætti þó fyrirkomulag liggja fyrir, áður en undankeppni hefst. Ekki er hægt að skilja við þessi mót, nema geta þess, að það hlýtur að vera lágmarkskrafa að hæfur keppnisstjóri stjórni land- smótum sem þessum. Umræddur keppnisstjóri hefur getið sér gott orð fyrir útreikning í stórmótum, en alh- liða stjórnun er ekki hans sterka hlið. Um það vitna vafasamir dómar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Agnar Jörgensson hefur úrskurðað (sem keppnisstjóri) að Símon Símonarson og Hörður Arnþórsson skuli hljóta 2. sætið í tvímennings- keppni á Bridgehátíð, en eins og kunnugt er, voru þeir úrskurðaðir í 4. sæti, vegna mistaka þeirra í síðustu umferð mótsins. Spilarar í sætunum fyrir ofan þá félaga sættu sig ekki við þennan úrskurð og áfrýjuðu til dómn- efndar Bridgesambandsins. Þar stendur málið þessa dagana. Heyrst hefur að vilji sé til þess innan sam- bandsstjórnar að miðla málum, svo allir geti unað við sitt. Sannarlega óheppilegt atvik, en vonandi verður þetta mál leyst á farsælan hátt. Umsjónarmaður leggur til að þeir Jakob R. Möller og Hermann Lárus- son, tveir okkar bestu dómnefndar- menn og lagasérfræðingar, verði fengnir til að skóla til mannskap, sem áhuga hefur til að stjórna bridgespila- mennsku. f kjölfarið verði síðan stofnað félag keppnisstjóra. Þessi mál þola litla bið og yrði nv. sambands- stjórn til sæmdar, ef eitthvað yrði (í alvöru) gert í þessum málaflokk. Hér er ein þrautin af „léttara" tag- inu: S: K96 H: 73 T:DG1087 L: 964 S: 1042 S: 875 H: ÁDG9 H: 105 T: 96 T: 432 L: ÁKG8 S: ÁDG3 L: D10752 H: K8642 T: ÁK5 L: 3 Suður spilar 4 spaða og Vestur spil- ar laufaás og síðan laufakóng. Hvern- ig á Suður að spila spilið? Suður trompar laufakóng með háu trompi, spilar trompþristi og nía/ blinds á slaginn, en láti Vestur tíuna, er tekið á kónginn. Nú er síðata lauf blinds trompað, síðan spilað háu trompi, þá tígulás og tígulfimmu og blindur á slaginn. Blindur á nú hæsta tromp og er því spilað og tígulkóng kastað í. Þarmeð eru tígulslagir blinds fríir og sagnhafi gefur tvo síðustu slagina á hjarta (fær 5 á tromp og 5 á tígul.). Athyglisvert spil. Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.