Þjóðviljinn - 09.03.1990, Síða 16
Áætlunin
sem
mistókst
Stefán F. Hjartarson sagnfræð-
ingur varði á síðasta ári dokt-
orsritgerð við háskólann í Upp-
sölum í Svíþjóð, sem fjallaði um
baráttu sósíaldemókrata og
kommúnista/sósíalista innan ís-
lenskra verkalýðsfélaga. Ritgerð
hans, „Kampen om fackfören-
ingsrörelsen - Ideologi och polit-
isk aktivitet pá Island 1920-1938“
kom út á vegum Uppsalaháskóla
síðastliðið sumar. Þar sem Stefán
hefur víða yfirsýn yfir þá umræðu
sem átt hefur sér stað í þrem síð-
ustu tölublöðum Nýs Helgar-
blaðs um klofninginn í íslenskri
verkalýðshreyfingu, þá leituðum
við til hans með spurningar um
það hvort, og að hve miklu leyti,
þessi klofningur hafi verið af er-
lendri rót og fyrirmynd, og að hve
miklu leyti hann hafi skapast af
innlendum aðstæðum. Jafnframt
fýsti okkur að leita skýringa á því,
hvers vegna klofningurinn í ís-
lenskri verkalýðshreyfingu hafi
orðið með öðrum hætti en til
dæmis á hinum Norðurlöndun-
um, þar sem vinstri-sósíalistar
náðu sterkari stöðu innan ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar en
sósíaldemókratar.
Nauöhyggja Stalíns
og páfans
Stefán, í umræðunni sem fram
hefur farið hér í blaðinu um
klofninginn í íslenskri verkalýðs-
hreyfingu hafa meðal annars þau
orð fallið, að stofnun Kommún-
istaflokks íslands hafi á sínum
tíma verið „sögulegt slys“, og hins
vegar að um „sögulega nauðsyn“
hafi verið að ræða. Er bara um
þessa tvo valkosti að ræða, eða á
málið sér kannski fleiri hliðar?
Eins og málið var sett fram í
fyrirsögnum þeirra viðtala sem
hér er vitnað til við þá Hjalta
Kristgeirsson og Þorleif Friðriks-
son, þá er um tvískipta hugsun að
ræða með einu viðmiði: annað
hvort slys eða söguleg nauðsyn.
Þetta er í rauninni sami hugsun-
arháttur og tíðkaðist bæði hjá
Jósef Stalín og kaþólsku kirkj-
unni: annað hvort ertu með mér
eða á móti, annað hvort er stríðið
réttlátt eða ranglátt. Þetta er
hugsunarháttur hinnar svart-
hvítu heimsmyndar. Jósef Stalín
var tamt að tala um sögulega
nauðsyn, eins og Þorleifur gerir,
hann aðhylltist lögmáls- eða
nauðhyggju, sem hann reyndi að
klæða í vísindalegan búning
marxismans.
íslenskar og alþjóö-
legar forsendur
í rannsóknum mínum á þessari
sögu hef ég litið á þennan klofn-
ing út frá sjónarhóli fræðimanns
við erlendan háskóla, þar sem ég
leitaðist meðal annars við að gefa
erlendum fræðimönnum svar við
þeirri spurningu, að hvaða leyti
stefna Alþýðuflokksins í þessari
deilu hafi verið skynsamleg frá
sjónarhóli sósíaldemókrata. Þar
á meðal vildi ég leita skýringa á
því, hvers vegna forysta Alþýð-
uflokksins hefði gert þær skipu-
lagsbreytingar innan Alþýðu-
sambandsins sem leiddu til út-
skúfunar kommúnista. Þessar
tvær spurningar eru meginatriði í
doktorsritgerð minni.
í þessu sambandi leitaðist ég
við að bera atburðarásina hér á
landi saman við það sem gerst
hafði og gerðist á sama tíma í öðr-
um Evrópulöndum og finna hlið-
stæður og að hvaða leyti aðstæð-
ur á íslandi voru sérstæðar.
Klofningurinn á milli sósíal-
demókrata og kommúnista hér á
landi gerðist seinna en í nágrann-
alöndunum, var ekki svo?
Jú, og það skiptir miklu máli
þegar við ætlum okkur að skilja
afstöðu forystu Alþýðuflokksins
á 4. áratugnum. Hún var eins
konar endurómun af því sem
hafði gerst inn'an hinnar sósíal-
demókratísku hreýfingar í Evr-
ópu á þriðja áratugnum með at-
hyglisverðum árangri. Þar hafði
sú stefna verið mörkuð að útiloka
kommúnista frá allri þátttöku í
fulltrúastarfi innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Til dæmis var
þessi ákvörðun tekin í belgíska
alþýðusambandinu 1924 og því
breska 1925. Á þessum áratug
höfðu sósíaldemókratar náð
undirtökunum í verkalýðshreyf-
ingunni í öllum nágrannalöndum
okkar og voru alls staðar með
kjörfylgi frá 25-40% í þingkosn-
ingum. Breski kommúnistaflokk-
urinn var stofnaður árið 1920 og
hafði því starfað í áratug þegar sá
íslenski var stofnaður. Hann var
þó fámennari árið 1930 en við
stofnunina 10 árum áður. Svo vel
hafði verkamannaflokknum orð-
ið ágengt í baráttunni við komm-
únista.
Klofningurinn á
Noröurlöndunum
Hvernig gerðist þessi klofning-
ur á hinum Norðurlöndunum?
Aðstæðurnar í Noregi voru
nokkuð sérstakar, þar sem starf-
andi voru tveir flokkar, norski
verkamannaflokkurinn og norski
sósíaldemókrataflokkurinn, en
sá fyrrnefndi stóð utan alþjóða-
sambanda þegar sameining
þeirra kom á dagskrá 1926. Það
má vel skilja áhuga danskra jafn-
aðarmianna á því að fá Alþýðu -
flokkinn td að ganga íAnnaðal-
þjóðasambandið út frá því, að
þeir vildu þannig auka á þrýsting-
inn á Norðmenn um að gera slíkt
hið sama, svo að þeir stæðu ekki
einir Norðurlandanna utan sam-
bandsins. Þegar fundurinn um
sameiningu þessara flokka í Nor-
egi var haldinn þá gat fulltrúi Al-
þjóðasambandsins flaggað með
því að íslendingar væru nýbúnir
að stíga þetta skref, sem jafn-
framt markaði ákveðna útilokun
kommúnista sem fylgdu Komint-
ern, alþjóðasambandi kommún-
ista, að máli. Norski verkamann-
aflokkurinn var á þessum tíma
sósíalískur flokkur með þjóðlega
skírskotun, sem hafði sagt skilið
við alþjóðasamband kommúnista
1923. Hann sameinaðist svo sósí-
aldemókrataflokknum, sem var
smáflokkur, 1927, en sameinaður
gekk flokkurinn ekki í Alþjóða-
samband jafnaðarmanna fyrr en
1938. Á þessum tíma var líka
starfandi kommúnistaflokkur í
Noregi, en hann náði ekki um-
talsverðu fylgi.
Önnur athyglisverð hliðstæða
er frá Finnlandi. Þar var sá að-
skilnaður flokks og faglegrar
hreyfingar fyrir hendi, sem
kommúnistar höfðu krafist að
yrði framkvæmd hér á landi.
Þetta leiddi jafnframt til þess að
kommúnistar náðu völdum með
lýðræðislegum hætti í verkalýðs-
hreyfingunni í Finnlandi þegar
1920. Kommúnistar hér á. landi
eygðu þennan sama möguleika
og Alþýðuflokkurinn um leið
þessa sömu hættu.
í Svíþjóð var kommúnista-
flokkurinn smár frá upphafi,
m.a. vegna innri ágreinings, og
hann náði því aldrei að verða
pólitískt afl innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þar voru yfir-
burðir sósíaldemókrata algjörir
með skylduaðild verkalýðsfélag-
anna að jafnaðarmannaflokkn -
um. Sama má segja að gilt hafi
um Danmörku. Þar voru yfir-
burðir jafnaðarmanna afgerandi.
Ofmat á
fjárstuöningi
Þorleifur Friðriksson heldur
því fram að danskir jafnaðar-
menn hafi haft áhrif á forystu Al-
þýðuflokksins og þá ákvörðun
hennar að ganga í Annað alþjóð-
asambandið 1926, meðal annars
með skilyrtum ijárstuðningi.
Hvernig mctur þú þá ákvörðun?
Ég held að það megi ekki of-
meta áhrif erlends fjárstreymis á
inntak þeirrar stefnu sem mótuð
var innan Alþýðuflokksins.
Stefnuskrá flokksins var umbóta-
sinnuð en ekki byltingarkennd.
Ekki þurfti breski Verkamann-
aflokkurinn að betla peninga til
þess að taka þá ákvörðun að úti-
loka kjörgengi kommúnista í
fulltrúastöður. Rannsókn Þor-
leifs á fjárstuðningi norrænna og
evrópskra jafnaðarmanna við Al-
þýðuflokkinn er góðra gjalda
verð, en hann ofmetur þýðingu
þeirra fyrir pólitískar ákvarðanir
og þá beinu braut sem virtist
framundan fyrir jafnaðarmenn á
íslandi eins og annars staðar í álf-
unni. Það hefur einmitt verið
vanrækt að líta á þessa stefnu-
niörkun í ljósi þess sem gerðist
annars staðar í álfunni.
Já, sú beina braut sem þú talar
um að sósíaldemókratar hafi séð
fram á hér á landi reyndist ekki
jafn bein og menn héldu. Hvað
olli því að íslenskir sósíaldemókr-
atar náðu ekki sömu ítökum í
verkalýðshreyfingunni hér og
víðast annars staðar í álfunni?
Ástæðurnar liggja meðal ann-
ars í tímasetningunni. Kommún-
istar fengu að starfa lengur innan
íslenska Alþýðusambandsins og
Alþýðuflokksins en víðast annars
staðar, og þeir kepptu ekki við
sósíaldemókrata um atkvæði í
Alþingiskosningum fyrr en 1931.
Þá var heimskreppan skollin á og
aðstæður allt aðrar en verið
höfðu áratuginn á undan, sem var
uppgangstími í Evrópu í efna-
hagslegu tilliti. Þá voru kommún-
Frá kröfugöngu kommúnista í Reykjavík 1. maí. Myndin er talin vera frá 1924.
Aðildin að ööru og þriðja alþjóðasambandinu markaði klofninginn í íslenskri
verkalýðshreyfingu.
istar víðast hvar í álfunni búnir að
keppa við sósíaldemókrata um
atkvæði í 10 ár, og höfðu alis stað-
ar borið lægri hlut.
Önnur skýring er sú, að komm-
únistar stóðu föstum fótum í
verkalýðshreyfingunni, þar sem
þeir voru hinir fórnfúsu baráttu-
og hugsjónamenn. Þeir lögðu
ávallt megináherslu á starfið í
verkalýðsfélögunum og grund-
völlur þeirra stefnu þar var að
varðveita stéttarlega einingu.
Strassborgaryfir-
lýsingin
En hafði tilskipun Komintern
frá 1928 um að sósíaldemókratar
væru hækja auðvaldsins innan
verkalýðshreyfingarinnar ekki
áhrif hér á landi?
Jú. í kjölfar hennar gaf Al-
þjóðasamband rauðra verka-
lýðsfélaga, sem hafði aðalbæki-
stöðvar sínar í Moskvu, út sér -
staka tilskipun, sem kölluð er
Strassborgarkenningin og hét í ís-
lenskri þýðingu „Leiðarvísir í
baráttuaðferð verkalýðsins í
hagsmunabaráttu". Þessi til-
skipun var gefin út í ársbyrjun
1929, en elsta íslenska prentaða
eintakið sem ég hef fundið er frá
1933. Hvort sem Strassborg-
arkenningin var gefin út fyrst þá
eða fyrr á íslensku, þá vissu bæði
íslenskir kommúnistar og for-
ystumenn Alþýðuflokksins um
inntak hennar þegar 1929. En þar
var sagt að kommúnistum bæri að
mynda rauð verkalýðsfélög þar
sem þeir væru útilokaðir frá þátt-
töku í þeim verkalýðsfélögum
sem fyrir voru. Samkvæmt þess-
um leiðbeiningum bar flokksfé-
lögum einnig að starfa af einurð í
verkfallsbaráttu og nýta verkföll-
in til þess að auka á stéttarvitund
verkfallsmanna og leita leiða til
þess að þróa verkföllin upp í
stéttastríð. Eitt aðalatriðið í
Strassborgarkenningunum var
líka að kommúnistar áttu aldrei
að vinna með kjörnum fulltrúum
sósíaldemókrata, því að þeir
myndu alltaf svíkja þegar á hólm-
inn væri komið. Því ætti meðal
annars að reyna að útiloka alla
kjörna fulltrúa sósíaldemókrata
frá verkfallsstjórnum. Einnig
áttu atvinnuleysingjar að fá að
sækja stéttarfélagsfundi, en það
þótti sósíaldemókrötum óhæft
með öllu.
Þessi stefnumótun Alþjóða-
sambands rauðra verkalýðsfé-
laga var mörkuð út frá biturri
reynslu. Meðal annars hafði til-
raun til samstarfs á milli kom-
múnista og sósíaldemókrata í
Kína árið 1927 endað með
ósköpum og sósíaldemókratar
tekið upp þau vinnubrögð að úti-
loka kommúnista í evrópskri
verkalýðshreyfingu. Hér var því
um gagnkvæma útilokun að
ræða, þar sem erfitt er að skella
sökinni einhliða á annan aðilann.
Sjálfstæöi íslenskra
kommúnista
Haföi þessi yfirlýsing mikil
áhrif á gang mála hér á landi?
Ekki eins miklar og ætla mætti.
Ég tek undir það með Þorleifi
Friðrikssyni, að íslenskir komm-
únistar höfðu sýnt sjálfstæði
gagnvart Komintern með því að
draga það að stofna kommúnista-
flokk þar til árið 1930. Því sam-
kvæmt hinni opinberu stefnu bar
kommúnistum skylda til að
stofna flokk, helst 10 árum áður.
Málin gengu einfaldlega ekki
þannig fyrir sig eins og oft er
haldið fram að um einhliða boð-
skipanir frá Moskvu hafi verið að
ræða. Þær ályktanir og skýrslur
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990