Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 18
«r 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990 Flokksformaðurinn, Achille Occhetto, leggurtilað nafniflokksins verði breytt sem liður í endurskipulagningu ítalskrar vinstri-hreyfingar Skömmu eftir fall Berlínar- múrsins í nóvember síöastliönum lýsti formaður ítalska kommúnist- aflokksins, Achille Occhetto, því yfir aö hann væri því fylgjandi aö flokkurinn tæki nýtt frumkvæði aö samfylkingu vinstri-aflanna í landinu. Til þess að leggja áhersluna á alvöruna aö baki þessu frumkvæði og til þess aö auðvelda samstarf við vinstriöfl meöal kaþólikka, umhverfis- verndarsinna, jafnréttissinna og fleiri afla er losa vilja Ítalíu úr blindgötu 40 ára valdaeinokunar Kristilega lýðræðisflokksins, lýsti hann því jafnframt yfir aö hann væri reyöubúinn að leggja niöur nafn flokksins og flokksfána og taka upp nýtt nafn er vísaði til lýðræðislegrar jafnaðarstefnu. Umfangsmikil umræða Tillögur formannsins hafa síð- an leitt til umfangsmestu umræðu sem átt hefur sér stað innan flokksins frá því að rökræðan var haldin 1956 um afleiðingar hern- aðaríhlutunar Sovétmanna í Ungverjalandi. Af 1,3 miljón flokksbundnum félögum hafa um 30% eða 400 þúsund flokksfélagar tekið þátt í umræðufundum í öllum flokks- deildum, þar sem myndast hafa þrír armar. Þar eru fylgjendur flokksformannsins, sem kalJa má endurnýjunarsinna, fjölmennast- ir. Þá koma miðjumenn, sem telja frumkvæði formannsins jafngilda uppgjöf og afneitun á sögu, sem flokkurinn þurfi ekki að skammast sín fyrir nema síður sé. Leiðtogar þessa arms eru þeir Alessandro Natta, forveri Occ- hetto í formannssætinu, og Pietro Ingrao, hinn reyndi leiðtogi gamla vinstri-armsins í flokkn- um. Þriðji armurinn eru svo þeir íhaldssömu, sem fylgja gamla bresnévsinnanum Cossutta að máli. Umræðurnar í flokksdeildun- um voru jafnframt til undirbún- ings sérstaks flokksþings um mál- ið, sem fram fer þessa dagana í Bologna. Auk þess að taka af- stöðu til þessara mikilvægu deilu- mála mun flokksþingið marka upphaf kosningabaráttu flokks- ins fyrir næstu sveitastjórnar- kosningar, sem fram eiga að fara þann 6. maí næstkomandi. Framtíðar- hlutverk PCI Umræðurnar innan ítalska kommúnistaflokksins að undan- förnu hafa vakið mikla eftirtekt meðal ítalskra fjölmiðla og innan vinstri-hreyfingarinnar í Evrópu. Þær snúast ekki bara um nafnið á flokknum eða uppgjör við fortíð- ina. Þær snúast ekki síst um það hvernig vinstrihreyfingin á Ítalíu og í Evrópu í heild eigi að bregð- ast við þeim framtíðarverkefnum sem við henni blasa. Ljóst er að vel verður fylgst með niðurstöðum flokksþings- ins, en af undangengnum um- ræðufundum og kosningum á milli arma sem fram hafa farið á þessum fundum kemur í ljós, að flokksformaðurinn hefur 65% flokksmanna að baki sér, miðju- armurinn 31% og gamli íhalds- armurinn 4%. Til þess að skilja betur forsend- ur þeirrar umræðu sem þarna á Achille Occhetto: Við þurfum ekki bara að finna ný svör við gömlum spurningum, við þurfum líka að spyrja nýrra spurninga. sér stað er nauðsynlegt að benda á nokkur grundvallaratriði varð- andi stöðu ítalska kommúnista- flokksins í ítölskum stjórnmálum til þessa. Flokkurinn var stofnaður 1921 og á því að baki nærri 70 ára sögu sem leiðandi afl ítalskrar verka- lýðshreyfingar. Stofnandi flokks- ins og hugmyndafræðilegur leið- togi hans um langt skeið, Anton- io Gramsci, markaði flokknum strax í upphafi sérstöðu meðal kommúnistaflokka innan Al- þjóðasambands kommúnista, þar sem hráar tilskipanir Komint- erns urðu að víkja fyrir marg- brotnari greiningu á menningar- sögulegri arfleifð og efnahags- legri stöðu ítalskrar verkalýðs- hreyfingar. Annar leiðtogi flokksins, Palmiro Togliatti, hafði enn frumkvæði að því að flokkurinn markaði sérstöðu sína gagnvart Komintern, þótt flokk- urinn ætti þar fulla aðild og þar með meðábyrgð. Flokkurinn var á stríðsárunum leiðandi í and- spyrnunni gegn fasismanum á ít- alíu, og tók virkan þátt í því eftir síðarí heimsstyrjöldina að endur- reisa ítalskt lýðræði. Æ síðan hef- ur hann verið sterkasti fulltrúi ítalskrar verkalýðshreyfingar á þingi. Tími Berlinguers Árið 1981 tók þáverandi leið- togi flokksins, Enrico Berlingu- er, af skarið, og lýsti því yfir að sá hvati sem Októberbyltingin í Rússlandi hefði verið fyrir evr- ópska verkalýðshreyfingu, væri ekki lengur til staðar, og að evr- ópsk vinstri hreyfing hefði ekkert til þeirra landa að sækja, sem kenndu sig með röngu við sósíal- isma. Um svipað leyti lýsti hann því yfir að ítalski kommúnista- flokicurinn væri hluti af evrópskri vinstri-hreyfingu og var þá ekki síst höfðað til jafnaðarmanna- flokkanna í álfunni. Um svipað leyti breytti flokkurinn einnig af- stöðu sinni til öryggismála, og lagði af andstöðu sinni við aðild Ítalíu að NATO. ítalski komm- únistaflokkurinn náði lengst í kosningum til Evrópuþingsins 1985, skömmu eftir Iát Berlingu- ers, þegar hann varð hlutskarpari en Kristilegi lýðræðisflokkurinn og varð stærsti flokkurinn á Ítalíu með um 35% kjörfylgi. Síðan hefur hann verið að tapa fylgi, og hlaut um 27% atkvæða í kosning- unum til Evrópuþingsins síð- astliðið sumar. Margt bendir til þess að fylgistapið haldi áfram, en einkum sú staðreynd að skoðanakannanir sýna hlutfalls- lega minnkandi fylgi flokksins meðal ungs fólks. Það sem einkennir sögu flokks- ins fyrst og fremst og skýrir jafn- framt hlutfallslega sterka stöðu hans miðað við aðra kommún- istaflokka í V-Evrópu er ekki síst hæfileiki flokksins til þess að greina vandamálin á eigin for- sendum á hverjum tíma og einnig sú virka grasrótarstarfsemi sem flokkurinn hefur stundað með nánum tengslum við ítalska verkalýðshreyfingu. Annað at- riði sem skiptir verulegu máli þegar lagt er mat á yfirstandandi umræðu er sú staðreynd, að þótt flokkurinn hafi að meðaltali haft allt að þriðjungi ítalskra kjós- enda á bak við sig um langt ára- bil, þá hefur honum verið haldið utan við ríkisstjórn í yfir 40 ár, en Kristilegi demókrataflokkurinn hefur þannig haft einokun á framkvæmdavaldinu ýmist með stuðningi sósíalista eða annarra minni borgaralegra flokka. Nýr flokkur Þegar núverandi flokksfor- maður, Achille Occhetto, tók við formennsku fyrir tæpum þrem árum af Alessandro Natta, urðu viss þáttaskil í sögu flokksins, og Occhetto og nánustu samstarfs- menn hans töluðu gjarnan um hinn „nýja PCI“. Smám saman hefur þetta „nýja“ innihald flokksstarfsins svo verið að fá á sig skýrari mynd. Horfið var endanlega frá þeirri stefnu Berl- inguers að stefna að sögulegu samkomulagi við Kristilega dem- ókrataflokkinn um eins konar þjóðstjórn. Öll áhersla var lögð á það að vinna sósíalista yfir á þá hugmynd að stefna að vinstri-val- kosti í ítölskum stjórnmálum og losa ítalskt lýðræði þar með úr þeirri blindgötií sem það var hafnað í með valdaeinokun Kristilega demókrataflokksins í 4 áratugi. Þær umræður sem nú standa yfir fjalla því ekki fyrst og fremst um afleiðirtgámar af falli Berlínarmúrsins, heldur má líta á Uppgjör í ítalska kommúnistaflokknum H.' ,<vfI fl-.f’l .'. < .givii t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.