Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 26
HEIMIR MÁR PÉTURSSON D/EGURMAL Salif Keita rekur ættir sínar til stofnanda Malíska heimsveldisins á 13. öld. Hann kemur á Listahátíð í sumar ásamt Les Negresses Vertes hinum frönsku. krónur. En Listahátíð þarf að staða hennar er á vissan hátt hyggja að fleiru, þannig að af- skiljanleg. -hmp Salif Keita & Grænu blökkukonumar Listahátfð ætlar að bregða þægilega út af vananum í ár og fara nýjar leiðir varðandi val á dægurhljómsveitum á hátíðina í júní. í stað þess að flytja inn dæmigerðar engilsaxneskar hljómsveitir eins og oftast áður, er netunum kastað í Frakklandi og á Malí. Allt bendir til þess að franska nýrokksveitin Les Negresses Vertes verði gestir hátíðarinnar ásamt albínóanum Salíf Keida frá Malí á vesturströnd Afríku. Þessu vali Listahátíðar ber að fagna. Les Negresses Vertes er ein sárafárra franskra hljórn- sveita sem vakið hefur athygli utan Frakklands og plata þeirra „Mlah“ sem kom út í fyrra var kosin ein af bestu plötum ársins af flestum tónlistartímaritum Bretlands. En það er mjög sjald- gæft að aðrar hljómsveitir en enskumælandi hljóti náðir í þeim ritum. Undirritaður hafði ómælda ánægju af plötunni og gaf henni gott orð á haustmánuðum hér á síðunni. Les Negresses Vertes, sem út- leggst Grænu blökkukonurnar, er fiölskipuð sveit. Margur mör- landinn kannast við sveitina frá Hróarskelduhátíðinni síðastliðið sumar, þar sem hljómsveitin vakti mikla athygli. Hljóm- sveitarmeðlimir eiga fjölbreyti- legan bakgrunn, sumir störfuðu áður með sirkus, voru málarar, sátu í fangelsi eða voru förðun- armeistarar. Sameiginlegar rætur þeirra liggja þó í skuggahverfum Parísarborgar. Hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar er um margt óvenjuleg og er eitt mest áber- andi hljóðfæri þeirra dragspilið eins og hjá The Band Of Holy Joy. Textar hljómsveitarinnar eru uppfullir af gáskafullum og svört- um húmor sem ýmist byggir á eigin lífsreynslu meðlimanna eða sérkennilegu ímyndunarafli þeirra. Salif Keida er hins vegar afrík- ublúsari af malískum aðalsætt- um. Eins og landi hans Ali Farka átti hann í basli með tónlistarfer- ilinn af því hann var ekki fæddur inn í tónlistarætt landsins. Hann rekur ættir sínar í karllegg til So- undjata Keita, bardagahetjunnar sem stofnaði heimsveldið Malí árið 1240 og ríkti yfir því sem konungur. Tónlist Salifs Keida hefur unnið honum þjóðhylli í Malí og víðar um Afríku. A átt- unda og níunda áratugnum bjó hann á Fílabeinsströndinni. Tónlist Keida er bræðingur vestur-afrískra áhrifa, frá Gíneu, Senegal, Kúbu, Spáni og Por- túgal. Hingað til lands kemur hann með 17 manna fylgdarlið hljóðfæraleikara, meðsöngvara og dansara. Undirritaður hefur heyrt fyrstu plötu Salifs Keida á Vestur- Íöndum, sem kom út í Bretlandi árið 1987. Platan heitir „Soro“ og hefur að geima dulrænan, heitan og hráan blús, bræðing sem að- eins afríkubúi gæti framkallað. Það er eitthvað frumstætt við tón- list Salifs Keida. Ef af tónleikum hans verður, sem Listahátíð hef- ur ekki endanlega fengið stað- fest, verða þeir veisla fyrir ís- lenska tónlistarunnendur. Ég get ekki ekki stillt mig um að tjá mig um þær fréttir að Bob Dylan hafi verið til í að koma á Listahátíð fyrir 15 milljónir króna og hátíðin hafi talið sér það um megn. Bog Dylan er lifandi goðsögn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann hefði kjaftfyllt Laugardalshöllina. Fimmtán milljónir eru ekki mikill peningur í þessu sambandi, miðinn hefði aðeins þurft að kosta 4-4,500 krónur til að dekka kostnaðinn, sem er svipað og á frumsýningar Óperunnar. Erlendis eru menn að kaupa miða á Paul McCartney og Clapton fyrir allt að 10 þúsund Góðir mánudagar eða iðrun í Þjóðleikhúskjallaranum í Bretlandi gengur nú yflr bylgja sem kölluð er „Indi“ sem er stytting á orðinu „Independ- ent“, eða sjálfstæður. Ástandið í okkar heimshluta er þannig að það þykir eftirsóknarvert að vera sjálfstæður og það þykir sérstakt. Þessi tíska byggir á því að vera „sjálfstæður“ frá öllum viður- kenndum fyrirbærum, - í tónlist, klæðnaði, skoðunum og lífsstíl. Umburðarlyndi innan vissra marka er þess vegna fylgifiskur indíbylgjunnar. í kring um 1967 var svipað tímabil kallað sýrutímabil eða sækadelik. Tónlist Happy Mon- days, indífyrirbærisins frá Manc- hester, er náskyld því sem The' Beatles gerðu á Sgt. Pepper og mörgu því sem aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn gerðu um svip- að leyti. Alls kyns hljóðeffektar eru notaðir og þeim hrært saman og leikið er með upptökutæknina sjálfa í frumatriðum. í Manchester eru tónlistar- menn, ungir listamenn almennt og námsmenn komnir á eitt alls herjar sýruflipp. Samt er þetta lið upptekið af því að sverja af sér allt sem kenna má við hippa. Annars væri það ekki indí. Indí- fyrirbærið er náskylt Acid House- og partýmenningunni sem skotið hefur rótum í hugsan- ahætti bretans undanfarin miss- eri, ef til vill ekki svo furðuleg tilviljun. Happy Mondays er á fyrsta farrými á M.s. Indí. sem siglir hingað loftleiðina þann 17. mars. Þeir sem ekki hafa hugsað sér að fara á tónleika þeirra í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann dag, eru eins og þeir sem aldrei upplifðu hippatímabilið af einhverjum ástæðum, en hittast nú árlega í Þjóðleikhúskjallaran- um og láta eins og þeir hafi gert það. Nýjustu afkvæmi Happy Mondays sem væntanleg eru í hljómplötuverslanir innan skamms, eru lagasmíðar sem eiga eftir að skjóta Happy Mondays kirfilega upp á sjálfstæða stjörnu- himininn, ef spákúlan mín virkar rétt. Hljómsveitin flytur nýja blöndu af þekktum hráefnum. Fönki er af mikilli kostgæfni laumað saman við danstónlist og rokk. Nýjustu lög og hljóð- blöndur Happy Mondays eins og „Hallelujah" og „Rave On“, eru slíkar efnablöndur að flestar aðr- ar núverandi virka gamaldags. Líferni Happy Mondays með- lima hefur verið með skrautlegra móti. Hljómsveitin hefur verið að síðan 1980 en sendi ekki frá sér sína fyrstu smáskífu, „Delig- htful“, fyrr en 1985 þegar Factory Records þóttist sjá eitthvað í tón- list þeirra Saun Ryder söngvara hljómsveitarinnar og félaga hans. Ónnur smáskífa þeirra „Freaky Dancing“ vakti hins vegar fyrst verulega athygli á Happy Monda- ys. Melody maker kallaði „Fre- aky Dancing“ frumstætt fönk- meistaraverk. John Cale upphafsmaður og lagasmiður Velvet Underground hreifst af Happy Mondays og stjórnaði upptökum fyrstu breið- skífu þeirra, „Squrrel and G-man Twenty Four Hour Party People Plastic Face Can‘t Smile (White Out)“. Fyrir þá sem hafa hlustað á aðra breiðskífu Happy Mondays, „Bummed", skal tekið fram að hljómsveitin hefur tekið stökk- breytingum síðan. Tónlist hennar í dag er miklu aðgengilegri, á mjög sérstæðan hátt. Happy Mondays frá Manchester, eða Madchester eins og tónlistartíma ritin bresku kalla borgina. Þeir halda tónleika í MH 17. mars. Látið ykkur ekki vanta í Hamrahlíðina þann 17. mars. Ekki viljið þið iðrast þess í Þjóðl- eikhúskjallaranum eftir 20 ár? Heimsblúsari á förum kemur hingað Þann 18. apríl heldur Ali Farka Toure tónleika á Hótel Borg. Ali Farka kemur frá Malí í Vestur Afr- íku þar sem hann þurfti að berjast fyrir því að fá aö leika tónlist, vegna þess að tónlistarflutningur tilheyrir einni ákveðinni ætt í Malí samkvæmt ævagamalli hefö. Hann byrjaði fyrst að eiga við eins strengs afrískan gítar sem kallast „Gurkel" árið 1950, en kynntist klassískum gítar árið 1956. Eftir það var hann um nokkurt skeið trommuleikari í hljómsveit sem sérhæfði sig í lögum Charles Aznavour, um tíma vann hann á sjúkrabát, sem tæknimaður í útvarpi og hljóm- sveitarstjóri Útvarpshljóm- sveitarinnar í Malí, sem menning- armálaráðuneyti landsins lagði niður án skýringa. Ali Farka hefur verið kallaður John Lee Hooker Afríku. Blústónlist hans sem komið hefur út á Vesturlöndum hefur vakið geysimikla hrifningu og aflað honum virðingar. Aður var hann frægúr á gervallri vesturströnd Afríku. Hann gaf þó ekki mikið fyrir þá frægð heldur kaus að lifa venjubundnu lífi í litlu heima- þorpi sínu og huga að korn- uppskerunni og skepnunum. Fyrsta plata hans á Vestur- löndum, „Ali Farka Toure“ (1987) var sögð vera besta plata sem komið hefði frá Afríku og eitt af meistarastykkjum blúss- ins. Raunar er tónlist Ali Farka flokkuð með því sem í tónlistar- heiminum er kallað „heimstón- list“, þar sem vísað er til þess að tónlistin eigi sér svæðisbundnar menningarrætur, sé ein af rödd- um heimsins en ekki hluti af al- þjóðlegum iðnaði. Enda segir Ali Farka sjálfur þegar hann var spurður hvort hann spilaði blús: „Ég myndi ekki segja að ég væri blúsgítar- leikari en tónlist mín er ósvikin tónlist kynstofnsins þaðan sem blúsinn kom. Blús er tónlist sem vísindavæðir þig, hann er vísindi lífsins. Blúsinn er hin gullna tón- list, hann er um ást, trú, vísindi, list, jörðina, skýin, plönturnar og beitilandið. Sá sem býr með skepnum sínum í sveitinni, lifir í blús. Vegna þess að þar er blús- inn á hvers manns vörum.“ Koma Ali Farka til íslands er tónlistarlegur heimsviðburður. Þessi einstæði tónlistarmaður hefur nefnilega ákveðið að snúa algerlega baki við tónlistinni á þessu ári þegar hann verður fimmtugur. Hann hafði strengt þess heit og ætlar að standa við það. Akrarnir og búpeningurinn, friðsæld sveitarinnar kallar, og hann stenst ekki mátið. Ali Farka segist heldur ekki endalaust geta haldið því áfram sem hann gat á yngri árum. „Þess vegna er eins gott að að æla öllu sem ég hef upp fyrir lærisveina mína. En ég vil að þeir spili betur en ég, þá yrði ég stoltur," segir Ali Farka. Aðeins einn maður treður upp með Ali Farka á Hótel Borg. En gítarleikur hans er sagður ó- gleymanlegur af þeim sem heyrt hafa og skrifa um tónlist. -hmp 26 SfÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.