Þjóðviljinn - 12.04.1990, Page 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég segi:
Eigi skal bvggja!
RÓSA-
GARÐINUM
ÁÓVISSUNNAR
TÍMUM
Ólafur (biskup Skúlason) sagði
að aldrei væri trygging fyrir því að
öll börn færu til kirkju ef íþrótt-
aæfingar væru felldar niður á
messutíma.
DV
Ég fór í fermingarveislu hjá stórfjölskyld-
unni um daginn og það er eins og venjulega
með þetta hyski mitt: aldrei getur það verið til
friðs. Einu sinni var rifist svo grimmt um
sjóstígvélin hans afa míns og afdrif þeirra í
svona veislu að þrír menn fengu blóðnasir og
einn varð að láta tönn.
Nú fóru þeir Gísli og Eiríkur að rífast um
breytingar á Þjóðleikhúsinu. Gisli vildi sitja
þægilega i þessu leikhúsi og vildi því nýjan
sal með miklum halla og næs. Eiríkur vildi
aftur á móti sitja listrænt í húsinu: Ég vil,
sagði hann, una mér við hið fagurræna rými
Guðjóns Samúelssonar í öllum víddum eins
þótt mín hné verði helaum af næsta stólbaki
og þótt hárprúð kona byrgi mér sýn. Enginn
verður óbarinn listabiskup!
Þar að auki sá Eiríkur í breytingaráformum
Svavars kommúnískt ríkissamsæri gegn
frelsi listamannsins.
Þeirfrændururðu mjög heitirog hefði þurft
að fara með þá út og hella yfir þá köldu vatni
eins og lóðahunda ef ég hefði ekki setið
þarna í faðmi fjölskyldunnar í minni upphöf nu
ró og sagt:
Eigi skal byggja.
Hvað áttu við maður? spurðu ættingjarnir
og sperrtu eyrun, því alltaf vill þetta lið vera
að fræðast eitthvað af mér, það má það eiga.
Byggingar eru bölvun, sagði ég.
Hvaða rugl, sögðu þeir allir, Gísli, Eiríkur
og Helgi, Karl Marx Jónsson og Villa litla í
Kvennó.
Án er illt gengi nema hús reisi, sagði ég.
Góði vertu ekki að þessu íhaldsfjasi, sagði
Kalli.
Ég skal sanna mál mitt, sagði ég.
Hvernig ætlarðu að fara að því? spurði
Villa litla.
Það liggur í augum uppi, sagði ég. Sporin
hræða. Ríkisútvarpið barðist lengi lengi fyrir
að fá sitt eigið stórhýsi, og þegar búið var að
reisa það, þá var akkúrat að því komið að
íslendingar hættu að hlusta á hljóðvarp.
Leikfélagið slóst fyrir sínu Borgarleikhúsi í
tuttugu ár - og þegar það loksins kom, þá
voru menn hættir að fara í leikhús. Þegar
kúluhúsið veður komið í gagnið í Öskjuhlíð-
inni þá verða menn hættir að fara út að borða
í Reykjavík, það megið þið bóka. Ég ætla
bara aö vona að þessum bjálfum sem ætla
að reisa tónlistarhús verði aldrei að ósk sinni
- það liggur í augum uppi hvernig það fer.
Interessant, sagði Kalli Marx Jónsson,
sem þykist nú vera opinn fyrir öllum kenning-
um. Ög hvernig skýrir þú þetta Skaði frændi?
Það er einfalt mál, sagði ég. Það er ein-
semdin og firringin sem býr í stórum húsum
sem spillir allri starfsemi sem í þeim fer fram.
Þegar t.d. Leikfélagið var í litlu Iðnó var alltaf
fullt og mönnum fannst þeir allir í nánum og
sterkum félagsskap með straumum á milli
sálnanna og augnanna og kannski fleiri lík-
amsparta. Svo kemur sami fjöldi í helmingi
stærri sal og þá finnst mönnum þeir náttúr-
lega vera einir og yfirgefnir eins og hverjir
aðrir útburðir á lífsins hausti. Og koma ekki
meir.
Já en að byggja ekki.. byrjaði Helgi örvíln-
aður, en hann er í mubluframleiðslu eins og
þið munið.
Eigi skal byggja, endurtók ég. Ég á ekki
barasta við þessar opinberu byggingar sem
aldrei skyldu verið hafa. Mest er bölið í íbúð-
arhúsunum stóru. Meðan íslendingar bjuggu
þröngt máttu þeir sáttir sitja í mikilli og magn-
aðri návist hvers annars. En þegar allir fara
að byggja stórt þá má enginn vera að því að
vera heima, og þó einhver skyldi slæðast
heim þá hittir hann engan fyrir, eða stofan
svo stór að menn fá víðáttubrjálæði og
hlaupa út á krá til að komast að því að annað
fólk ertil og drekka sig fulla í feginleik, og svo
verður fólk stressað og skilur og þá þarf að
byggja enn meira undir enn færri. Það er
sem ég segi: Eigi skal byggja.
Ættingjarnir horfðu á mig með virðingu
eins og vera ber. Kalli Marx, sem er alltaf að
fiska eftir smávon um að einhverntíma komi
aftur vinstrisveifla í tilverunni, hann ræskti
sig varlega, og spurði með kurteisri illkvittni:
Já en Skaði, hvað heldurðu að verði þá um
Sjálfstæðisflokkinn þinn þegar búið er að
reisa Ráðhúsið?
HEILBRIGÐ SÁL í
HRAUSTUM
LÍKAMA
Biskupinn er alltaf velkominn á
æfingar.
íþróttafrömuður í DV
LEYFIÐ BÖRNUN-
UMAÐ KOMATIL
MÍN
Við hjá íþróttafélögunum erum
að hafa ofan af fyrir börnunum og
það er greinilegt að þau vilja
koma til okkar.
SamiíDV
OG ÞEIMDÓMI
VERÐUR EIGI
ÁFRÝJAÐ
Eftir grein þinni þykist þú vita allt
um ástina. Ég vil bara segja þér
það að ef tengdamóðir þín væri
risin upp úr gröfinni, þá mundi
hún ekki trúa sinni heyrn, að þú
værir fær á því sviði frekar en öðr-
GLÆFRALEGAR
ÖFGARSAK-
LEYSISINS
Unglingsstúlka í Reykjavík varð
fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum
að fæða barn án þess að hún hefði
áttað sig á því að hún var þunguð.
DV
FLASEREKKITIL
FAGNAÐAR
Ertu Sjálfstæðismaður?
Ég var með Sigurði Eggerts í
Sjálfstæðisflokknum gamla
þversum, en hætti þegar íhalds-
flokkurinn gamli tók yfir. Þessi
nýi Sjálfstæðisflokkur er ekki
nema 60 ára og nálægt honum
hefi ég ekki komið.
Viðtal í Morgunblaðinu
ÖLLU FER AFTUR
En nú hefur dregið verulega úr
áfengiskaupum og við liggur að
sum ráðuneytin séu að þurrkast
upp.
Tíminn
...sem hefur gamla
allaballarúsínu
í öðru sæti...
NEIBARAEINU
SINNI í VIKU
Halldór (Ásgrímsson) skiptir
ekki um skoðun daglega.
Fyrirsögn í DV
AÐ HVERJUM?
Ég fór út í þetta prófkjör með því
að halda einn kaffifund á Hress-
ingarskálanum og fyrst að einn
slíkur fundur skilar manni jafn-
miklu fylgi og 70 ára gamall
stjórnmálaflokkur fær þá hlytur
eitthvað að vera að, sagði Ásgeir
(Hannes Eiríksson).
2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Flmmtudagur 12. apríl 1990
DV