Þjóðviljinn - 12.04.1990, Side 6
Ungverjar kjósa til þings
Hjalti Kristgeirsson skrifar um kosningarnar í Ungverjalandi
en þar var hann á ferð á dögunum
Þaö var að morgni kjördags í Ungverjalandi. Ég gekk inn til Pista vinar
míns með blað í hendi sem ég hafði krotað á spá mína um úrslit
kosninga. - Nei, gerið þið þetta uppi á íslandi? Ég er hræddur um að
við Ungverjar kunnum ekki á svona getspár nema þá úti á veðreiða-
vellinum, sagði Pista. Að þessu sinni voru það ekki hestar heldur
flokkar sem við veðjuðum á, og veitti ýmsum betur i hita bardagans.
Allt frá árinu 1947 hafði ekki verið ástæða til að fylgjast með kosning-
um í Ungverjalandi eða gera kosningaspá.
Megindrættir í f lokkafylgi voru orðnir nokkuð Ijósir þegar líða tók á
kosningabaráttuna, þökksé viðhorfskönnunum rannsóknastofnana
og fjölmiðlaframmistöðu stjórnmálamannanna. Eitt var það þó sem
við Pista flöskuðum alvarlega á: Við höfðum báðir gert ráð fyrir því að
Anna Petrasovits í endurreistum flokki sósíaldemókrata fengi umtals-
vert fylgi og kæmist á þing, en svo varð ekki. Hún varð fyrir neðan
4%-markið og deildi þar kjörum með flokki stalínista, embættis-
mannaliði föðurlandsfylkingarinnarog landbúnaðarsambandi sam-
yrkjubústjóra. Er þá reyndar ýmissa ógetið sem ekki höfðu heldur
árangursem erfiði: kristilegir ýmissa tilbrigða, alþýðuvinir, græningjar,
byltingarmenn, andbyltingarmennog ábúðarmiklir Athafnamenn (ent-
repreneurs).
Forystumenn þeirra sex stjórnmálaflokka sem komu mönnum á þing í Ungverjaíandi. Stærð mannanna er
nokkurn veginn í samræmi við hlutfallslegt kjörfylgi flokkanna í fyrri umferð. Efst til vinstri er József Antal frá
Ungverska lýðræðisvettvanginum, til hægri er formaður Sambands frjálsra lýðræðissinna, á milli þeirra
mun minni er formaður Óháða smábændaflokksins. Pozsgay ríkisráðherra, helsti forystumaður umbót-
anna í Sósíalistaflokknum, heldur á sínu kratablómi (nelliku reyndar) neðst til hægri, en á milli þeirra teygir
kristilegur lýðræðissinni upp krossinn sinn. - Heildarúrslit kosninganna að síðari umferð lokinni eru á þá
lund að Lýðræðisvettvangurinn fær mun fleiri þingmenn en svarar til flokkslistafylgisins, en þingstyrkur
annarra flokka er í samræmi við listafylgið.
Konan féll
Skrítið með sósíaldemókrata!
Þeir höfðu orðið á vegi mínum á
rölti um borgina daginn áður og
mér virtist þeir fjölmennir þar
sem þeir óku um á fánum
skreyttum bílum, ósköp austur-
evrópulegum flestum, en innan-
um voru fallegar drossíur á
austurrískum og vesturþýskum
númerum. Það orð lék á að al-
þjóðasamband krata styddi dug-
lega við bakið á henni Önnu
sinni, þangað sækti hún ráð og
einhvern fjárstyrk, og ekki
heyrði ég neinn öfundast yfir því.
Við Pista höfðum báðir orðnir
nokkuð hrifnir af sjónvarpsbrosi
Önnu þessarar þar sem hún sat
innanum dálítið fúla karlfauska,
og ekki sakaði það að ræða henn-
ar var áheyrileg og rökvís. En
hún var kona skelfing einsömul,
Anna, ekki aðeins eina konan á
áberandi pósti í ungverskri flokk-
apólitík, heldur virtist hún engan
frambærilegan mann hafa í eigin
flokki til að styðjast við. Mér var
sagt að flokk hennar þjáðu alvar-
legar innanmeinsemdir, deilur á
milli ungra af kynslóð Önnu og
aldinna sem mundu hina þving-
uðu sameiningu við flokk komm-
únista 1949. Að vísu höfðu í fyrra
komið til liðs nokkrir vaskir
menn úr valdaflokknum, en þeim
var vísað á bug af mikilli forakt.
Menn máttu ekki hafa flekkaðar
hendur.
Fortíöin hrein
eða óhrein
Þetta að hafa flekkaða fortíð
eða hreina virtist reyndar mikil
markalína í ungversku kosninga-
baráttunni. Þeir sem voru flekk-
aðir, það voru menn valdaflokks-
ins sáluga, kommúnistarnir eins-
og sagt var, harðstjóramir, ein-
valdarnir, afæturnar eða úlfar í
sauðargæru. Aðrir voru að öllum
jafni hreinir, dyggðum prýddir,
sannferðugir og sómakærir,
traustsins verðir og karlmenn
náttúrlega. Með þessum hætti
voru línur dregnar á milli hins
nýja rísandi Ungverjalands
markaðsbúskapar og vestrænna
gilda og þess gamla sem kannske
var aldrei Ungverjaland heldur
hjálenda grannans volduga í
austri, markað pólitískri ein-
stefnu, kúgun, vöruskorti, fá-
tækt, úrræðaleysi. Þetta taldi Só-
síalistaflokkurinn, reistur á rúst-
um gamla kommúnistaflokksins í
nýjum klæðum lýðræðislegrar
jafnaðarstefnu, að hefði einang-
rað hann og fælt frá fylgi sem
honum hefði eðlilega borið.
Hvað var hér vinstri og hvað
var hægri? Sannleikurinn var sá
að pólitísk umræða í Ungverja-
landi í vetur sniðgekk að veru-
legu Ieyti þessi hugtök. Nýju
flokkarnir einkenndu sig ekki
með slíkum merkjum; dæmi:
Ungverski lýðræðisvettvangur-
inn sagðist vera sóknarafl þeirra
sem tryðu á ungverska menningu
og ungverska þjóð, þeirra sem
vildu tengja Ungverjaland á ný
inn í evrópskt samfélag, þeirra
sem vildu standa saman að efna-
hagslegri endurreisn með tilstyrk
allra hagþátta, þe. vinnu, fjár-
magns og framtaks. En allt skyldi
gerast án þjóðfélagslegrar upp-
lausnar, án hefndaraðgerða en
með sigurvissu lýðræðislegs sam-
starfs almennings. Ekki veit ég
hvort nokkur skilur þessa orða-
leppa hérlendis, þetta er mín
endursögn á langdregnum, voð-
felldum ummælum landsföður-
legra leiðtoga, en eitthvað hafa
Ungverjar gripið af þessu, því að
einmitt Lýðræðisvettvangurinn
varð stærsti flokkur landsins, og
flokksformaðurinn, József Ant-
al, er væntanlegur forsætisráð-
herra meirihlutastjórnar þriggja
flokka.
Hveitiö guölega
Hinir tveir flokkarnir sem ætla
að standa að fyrstu þingbundnu
ríkisstjórn Ungverja í meira en
mannsaldur eru Óháði
smábænda-, landbúnaðarverka-
manna, og borgaraflokkurinn
(venjulega kallaður Smábænda-
flokkurinn) og Kristilega lýðræð-
issinnaði alþýðuflokkurinn sem
bindur pólitík sína við kristilegar
dyggðir og stuðning við kirkjuna
(mér skilst kaþólskra og mótmæl-
enda í senn, hvernig sem það er
nú hægt). Raunar vandséð hvor
flokkurinn er hinum Ukristilegri,
því að kjörorð Smábændaflokks-
ins eru þessi: Vín, hveiti, landsf-
riður - guð, föðurland, fjöl-
skylda! En bíðum við: Lýðræðis-
vettvangurinn fetar einnig guðs
vegu, því að forystumennirnir
segja hann bróðurflokk kristi-
legra fjöldaflokka vestursins svo
sem þýska CDU/CSU; eftir því
hefir Kohl kanslari ekki aðeins
unnið austurþýsku kosningarnar
heldur einnig þær ungversku!
Reyndar kom miðflokkamaður-
inn Giscard d'Estaing fyrrum
Frakklandsforseti á stórfund
Lýðræðisvettvangsins um daginn
og kvaðst fagna Evrópustefnu
ungverskra skoðanabræðra
sinna. Þannig er Lýðræðisvett-
vangurinn ansi rúmgóð þjóð-
kirkja.
Smábændaflokkurinn er eigin-
lega eini þingflokkurinn sem á
fortíð handan slyssins mikla, 40
ára tilraunar sovétlenínískrar of-
stjórnar. Hann varatkvæðamikill
fyrst eftir styrjöldina, var með
hreinan meirihluta þingliðs 1945
en fór niður í 15% í síðustu mark-
tæku kosningunum 1947. Nú sem
þá leggur hann aðaláherslu á
jarðeign; það var dálítið skrítið
að sjá ævafornan formælanda
flokksins kljást í sjónvarpi við
fulltrúa Lýðræðisvettvangs,
Frjálra lýðræðissinna og sam-
yrkjubústjóra um landbúnað-
armálin. Eina mál Smábændafl-
okksins var það að allar jarð-
eignir skyldu ganga aftur til
þeirra er þær áttu 1947 (eða erf-
ingja). Slfk einkaeign mundi lag-
færa allan vanda landbúnaðarins,
tryggja fylgi almennings við hið
endurreista réttarríki, skapa
grundvöll að einkarekstri í at-
vinnustarfsemi almennt. Samyr-
kjubústjórinn sagði eitthvað í þá
veru að jörðin snerist nú samt!
meinandi það að ungverjar eru
eina samyrkjubúskaparþjóðin
sem býr við ofgnótt landbúnað-
arafurða. Lýðræðisvettvangs-
maðurinn og frjálsi lýðræðissinn-
inn voru sammála um það að
stefna smábænda væri kreddu-
bundin, ósannfærandi og ófram-
kvæmanleg. Meirihluti þeirra
sem fengu úthlutað jörðum eftir
styrjöldina byggi nú í borgum
(eða afkomendur); ættu bændur
nú að greiða borgarbúum land-
skuld? Hinsvegar kæmi til greina
að leysa upp samyrkjubúin, en
endurúthlutun jarðeigna áður en
nýtt þing setti jarðalög leiddi til
ófarnaðar.
Sveitamenn —
menntamenn
Já, í mörgum greinum virtust
þeir mér býsna sammála og sam-
líkir, flokkarnir tveir sem bitust
um forystuna í kosningunum,
Bandalag frjálsra lýðræðissinna
ogLýðræðisvettvangurinn. Báðir
bundu trúss sitt við markaðsbú-
skap, predikuðu endurreisn lýð-
ræðis og réttarríkis, opnun vestur
til Evrópu. En brigslin gengu á
víxl. Lýðræðisvettvangurinn
sagði um hina að þeir hugsuðu
ekki um þá sem undir yrðu í
þjóðfélaginu, það yrði að vera fé-
lagslegt svipmót yfir markaðsbú-
skapnum. Vitleysa, gegndu
frjálsir lýðræðissinnar, við viljum
einmitt öflugt net félagslegra ráð-
stafana, en grundvöllur þess er
frjáls markaðsbúskapur, annars
heldur fátæktin og eymdin áfram
að einkenna landið og þjóðina.
Báðir réðust á sænska „módel-
ið“, það gæti sko ekki verið okkar
fyrirmynd, en með því voru þeir
að gera Sósíalistaflokkinn tor-
tryggilegan; meint Rússaþjónk-
un hans í nútíðinni var hinsvegar
lítið nefnd. Það var einsog maður
væri kominn heim!
Ég vík aftur að vinstri og hægri.
Það voru einhverjir vesturevr-
ópumenn, fastir í slíkum hug-
tökum, sem reyndu mjög að fá
stóru flokkana tvo til að játast
undir þau. Með miklum semingi
kváðu báðir upp úr með það að
þeir væru miðjuflokkar, Lýðræð-
isvettvangurinn kvaðst líklega
vera ögn hægramegin við miðju,
og Frjálsir lýðræðissinnar sögðu
þá að þeirra staður væri svolítið
þar til vinstri. En megineinkenni
þeirra væri frjálslyndi, líberalismi
(ég nota ekki orðið frjálshyggja,
því að þá hefðu þeir þurft að
segja ný-íhaldssemi, neokonser-
vatismi, en það gerðu þeir ekki).
Frjálsir lýðræðissinnar - frjáls-
lyndir Evrópumenn, það erum
við! Eðlilegur samstarfsflokkur
okkar er Frídemókratar í Vestur-
þýskalandi.
í samræmi við þetta buðu
Frjálsir lýðræðisssinnar heim
Genscher utanríkisráðherra
Vesturþýskalands. Svo illa vildi
til að Genscher átti ekki
heimangengt fyrr en daginn fyrir
kosningar (fyrri umferð), og þá
voru allar kosningasýningar
bannaðar. Genscher gerði sér
hinsvegar títt við starfsbróður
sinn, Horn utanríkisráðherra og
sósíalistaflokksmann, og sæmdi
hann heiðursmerki. Það var víst
ekki það sem Frjálsir lýðræðis-
sinnar ætluðust til.
Það var eðlilegt að styrkur
okkar reyndist tiltölulega mikill í
vesturhluta landsins, sögðu
Frjálsir lýðræðissinnar eftir fyrri
umferð kosninganna. Þar býr
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. apríl 1990