Þjóðviljinn - 12.04.1990, Qupperneq 14
Primavera
Brúðkaup
Merkúrs og Venusar
í málverki
Sandro Botticelli
Eftir Ólaf Gíslason
Einhver skemmtilegasta og
margræðasta ráðgáta listasög-
unnar er hið allegóríska táknmál
málverksins Primavera, sem flór-
enski listmálarinn Sandro Bottic-
elli (1445-1510) málaði í kringum
1480. Myndin er slíkt augnayndi,
að sérhvert barn kann að njóta
hennar án frekari skýringa, en
táknmál hennar er engu að síður
svo flókið, að um það hafa verið
skrifuð hundruð ritgerða og
heilar bækur. Myndina má því
skilja og túlka út frá ólíkum og
mismunandi „lærðum" forsend-
um, en í stuttu máli þá leiðir
táknmál myndarinnar og fram-
setning okkur inn í hugarheim og
andrúmsloft þess tíma, þegar
flórensk menning stóð hvað hæst
og veldi Medici-ættarinnar í Flór-
ens var hvað glæstast.
Það var myndlistarmaðurinn
og rithöfundurinn Giorgio Vasari
sem fyrstur manna getur þess í
skráðri heimild að málverkið
heiti Primavera eða Vor. Þótt
nafngift þessi geti í sjálfu sér stað-
ist, þá segir hún ekki nema hálfa
söguna. Því það er ekki vorgyðj-
an eða blómagyðjan sem er í að-
alhlutverkinu í þeirri „sögu“ sem
myndin segir, heldur ástargyðjan
Venus, sem er fyrir miðri mynd.
Sögulegt
brúökaup
Líkur hafa verið að því leiddar,
að Lorenzo il Magnifico (1440-
1492), sem var ættarhöfðingi
Medici-ættarinnar og æðsti valds-
maður í Flórens á þessum tíma,
hafi pantað myndina sem brúð-
kaupsgjöf handa frænda sínum,
Lorenzo di Pierfrancesco de'Me-
dici (1463-1507), sem gekk að
eiga Semiramide Appiani þann
19. júlí 1482 (sjá Mirella Levi
D‘Ancona: Botticelli's Prima-
vera - a Botanical Interpretation
Including Astrology, Alchemy
and the Medici, Flórens 1983).
Brúðkaup þetta var ekkert
venjulegt brúðkaup, þar sem
þetta var fyrsta kirkjubrúðkaup
Medici-ættarinnar frá því að Six-
tus páfi IV. hafði bannfært
Medici-ættina alla árið 1478 í
kjölfar samsæris Pazzi-ættarinnar
gegn Medici-höfðingjunum. En í
þeirri uppreisn var Giuliano Me-
dici, bróðir Lorenzo il Magnifico,
myrtur. Uppreisnin var engu að
síður barin niður af fullkomnu
miskunnarleysi, og einn af for-
sprökkum hennar, erkibiskupinn
í Pisa, var í kjölfarið hengdur í
öllum biskupsskrúðanum í gálga
sem stungið var út um glugga á
ráðhúsinu í Flórens.
Þessi meðferð á embættis-
manni Guðs og páfans varð til
þess að valdamesta ættin á Ítalí-
uskaganum var sett út af sakra-
mentinu í einu lagi af Sixtusi IV.
(en það var páfinn sem lét reisa
Sixtínsku kapelluna í Róm).
Bann þetta hafði komið illa
niður á Medici-ættarveldinu, og
það voru í raun Tyrkir sem komu
Lorenzo til hjálpar á örlaga-
stundu: með innrás sinni í Otr-
anto 1479 skutu þeir páfanum
skelk í bringu, þannig að hann sá
sér vænna að gera bandalag við
veraldlega höfðingja á Ítalíusk-
aganum gegn þessari heiðnu
innrás og taka Medici-ættina í
sátt. Brúðkaup Lorenzo yngri
hafði því vissa sögulega þýðingu.
Allegóría um
ástina og vorið
Sú sennilega tilgáta, að mál-
verkið hafi í upphafi verið hugsað
sem brúðkaupsgjöf, setur okkur
strax á sporið við túlkun allegóri-
unnar, sem í myndinni er falin.
En í myndinni eru faldar gamlar
grísk-rómverskar goðsögur, sem
Botticelli notar til þess að túlka
hugmyndir sínar um ástina, feg-
urðina og sannleikann á grund-
velli þess heimspekiskóla sem
blómstraði í Flórens á þessum
tíma, og kenndur er við nýplatón-
isma.
Myndin lýsir öðrum þræði vor-
komunni og vaxtarmætti náttúr-
unnar, sem birtist okkur í blóm-
agyðjunni Flóru, sem stráir
blómskrúði sínu um þennan
skógarlund, sem er vettvangur
sögunnar. Meginatriðið er þó
engu að síður að Botticelli er
þarna að sýna okkur þann vaxtar-
mátt sem í ástinni er falinn sam-
kvæmt hinni nýplatónsku kenn-
ingu um tvíþætt eðli ástarinnar:
hið líkamlega og hið andlega eða
trúarlega.
Höfuðpersónur myndarinnar
eru ástargyðjan Venus (fyrir
miðju), guðinn Merkúr (lengst til
vinstri) og Flóra (hægra megin
við Venus).
Ólíkar eigindir
Venusar
Hvaða merkingu hafði hin
heiðna gyðja ástarinnar fyrir
Botticelli?
Hin rómverska ástargyðja,
Venus, er eftirmynd Afródítu
hinnar grísku, sem aftur átti sér
fyrirmyndir í austrænum trúar-
brögðum. Það var á dögum pún-
versku styrjaldanna á 2. öld fyrir
Krist sem Venusardýrkun varð
almenn í Róm. Hugmyndir
manna á heiðnum og kristnum
tíma um eðli þessarar gyðju
höfðu tekið á sig ýmsar myndir
þegar komið var fram á endur-
reisnartímann, enþegar í verkum
Cicero var talað um fjórar mynd-
ir gyðjunnar, og ein þeirra var sú
Venus sem fædd var af froðu
sjávarins og hafði getið Kúpíðinn
eða ástarengilinn með guðinum
Merkúr.
í riti rómverska skáldsins
Lúkretíusar (97-55 f. Kr.) „Um
eðli alheimsins" er talað um
komu vorsins og Venusar í sömu
andrá í fylgd með Kúpíðnum eða
ástarenglinum og „eftir slóð
þeirra fer Flóra og þekur spor
Zefírs með blómahafi sem á sér
ekki líka“, stendur þar.
Marsilio Ficino var áhrifamesti
heimspekingurinn af skóla ný-
platónista í Flórens á 15. öld.
Hann talar um tvíþætt eðli Ven-
usar í þýðingu sinni á Sam-
drykkju Platós: „Hverjar eru hin-
ar tvær Afródítur? Önnur er eldri
og er dóttir Úrans en móðurlaus.
Við köllum hana Himneska Afr-
ódítu. Hin er yngri, dóttir Seifs
og Dione, og er kölluð hin alþýð-
lega Afródíta."
Hin himneska og
jarðneska Venus
Þessi tvö afbrigði Venusar
voru hið andlega og hið líkam-
lega. En Ficino, sem var meðal
annars kennari Lorenzo di Pierf-
rancesco, brúðgumans sem
eignaðist mynd Botticellis, segir
einnig í bréfi til þessa nemanda
síns að hann eigi að fylgja þeim
vegi sem lagður sé af þeirri per-
sónu sem hann kallar Venus-
Humanitas, hinni mannlegu ást-
argyðju, en „sál hennar og hugur
séu ást og kærleikur, augu hennar
virðing og göfgi, hendur hennar
frjálslyndi og glæsileiki og fætur
hennar friðleiki og hæverska.“
Botticelli gerði fleiri myndir af
Venusi, sem hver um sig sýnir
ólíka hlið ástargyðjunnar. Sú
frægasta auk Primaveru er „Fæð-
ing Venusar", þar sem ástargyðj-
an kemur nakin af hafi á hörpu-
skel sem tákn hreinleikans, rétt
eins og sálin endurskírð í vígðu
vatni.
Hefðbundin myndræn tulkun
Venusar er sú, að hin nakta mynd
hennar sé jafnframt hin himn-
eska Venus, Venus Coelestis, þar
sem nektin er tákn himnesks
hreinleika. í hinu fræga málverki
Tizians, „Amor sacro e Amor
profano" (Veraldleg og heilög
ást) frá 1515 er hin veraldlega (og
fallvalta) ástargyðja táknuð með
íburðarmiklum fatnaði (hégóma)
en hin andlega eða heilaga ást-
argyðja höfð nakin. En þessi
Venus Botticellis hefur ekki
sama yfirbragð og veraldleg ást-
argyðja Tizians. Hún leikur ekki
hlutverk freistingarinnar. í klæð-
aburði og stellingu er hún hlið-
stæða Merkúrs í myndinni. Hún
er heldur ekki ólík þeirri túlkun á
Maríu Guðsmóður, sem algeng
var á þessum tíma í Flórens. Ef
ekki væri fyrir þær heiðnu per-
sónur sem umlykja hana í mynd-
inni gæti hér vel verið um Maríu-
mynd að ræða.
Það er athyglisvert að Venus
og María Guðsmóðir eiga sér
mörg sameiginleg tákn. Meðal
þessara tákna eru tunglið, rósin,
hörpuskelin og fleiri. Það er einn-
ig athyglisvert að á sama hátt og
María Guðsmóðir er hvort
tveggja í senn, móðir og jómfrú,
þá er Venusi einnig eignaðir mót-
sagnakenndir eiginleikar eins og
það að vera hinn mikli skapandi
og endumýjandi móðukraftur
náttúrunnar (Mater genetrix) og
ímynd þess hreinlífis, sem er ein-
kenni hinnar helgu ástar (amor
sacro). Venus í mynd Botticellis
virðist eiga meira skylt við Maríu
Guðsmóður en hina veraldlegu
Venusarimynd, sem gjarnan er
táknuð með ímynd failvaltleikans
og hégómans: íburðarmiklum
fötum og spegli.
Merkúrsem
sendiboöi og
vegvísir
Áður en lengra er haldið er rétt
að huga að fleiri persónum sög-
unnar, og þó einkum Merkúr.
Merkúr, eins og Venus, á upp-
tök sín í grískum goðaheimi sem
Hermes, sem upphaflega var
dýrkaður sem mflusteinn með-
14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. apríl 1990