Þjóðviljinn - 12.04.1990, Side 16

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Side 16
Listdans Vowinda veröld íslenski dansflokkurinn sýnir fjóra dansa undir heitinu Vorvindar á sumardaginn fyrsta VindarfráMerkúráVorvindasýningu íslenska dansflokksins. Mynd-Jim Smart. íslenski dansflokkurinn frumsýnir fjögur dansverk í Borgarleik- húsinu á sumardaginn fyrsta. Þetta er í fyrsta skipti sem list- dans er stiginn á fjölum hins nýja leikhúss og einnig í fyrsta sinn sem Dansflokkurinn hefursam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Svo vill til að frumsýningin í Borg- arleikhúsinu kemur einmitt upp á fjörutíu ára afmælisdegi jóðl- eikhússins. Sýningin er bæði fjölbreytt og forvitnileg. Höfundarverkanna eru Svíarnir: Birgit Cullberg, Per Jonsson og Vlado Juras. Vorvindar Ekkert verkanna hefur verið sýnt á íslandi áður. Verkin fjögur eru: Adam og Eva eftir Birgit Cullberg, Myndir frá íslandi eftir Vlado Juras og tvö verk eftir Per Jonsson: Gjá og Vindar frá Merkúr. Þótt erfitt sé að gera upp á milli höfunda er óhætt að fullyrða að Birgit Cullberg sé þeirra þekktust. Islendingár hafa áður fengið tækifæri til að sjá verk hennar þegar hún kom hing- að og setti upp Fröken Júlíu og Mánahreininn (Mánrenen) 1960. Fröken Júlía var aftur sýnt hér 1983 af ísienska dansflokknum, það er jafnframt langþekktasta verk höfundar. Adam og Eva var samið árið 1961 og vakti mikla athygli. Adam og Evu dansa þau Ásdís Magnúsdóttir og Joakim Keusch. Svo skemmtilega vill til að Vla- do Juras var gestadansari í nokkr- um sýningum á Fröken Júlíu þeg- ar það var sýnt hér 1983. Hann er nú listdanstjóri í Norrköping. Verkið sem flutt verður eftir hann kallast Myndir frá íslandi (Intryck frán Island) og fjallar um fimm sjómannskonur sem bíða komu manna sinna. Verkið samdi hann eftir dvöl sína hér á landi. Það var frumsýnt í Svíþjóð 1986 en hefur aldrei verið sýnt á íslandi. Pær sem túlka sjómannskon- urnar eru: Helena Jóhannsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Guðm- unda H. Jóhannesdóttir, Helga Bernard og Lára Stefánsdóttir. Per Jonsson er rétt hálffer- tugur en hefur þegar náð umtal- sverðum frama utan heimalands síns. Hann er ein skærasta stjarna Svía í danslistinni. Á Vorvindum verða flutt eftir hann tvö verk. Annað kallast Göng (Schakt) og er samið fyrir þrjá karidansara, hitt er sérstaklega samið fyrir kvendansara Dansflokksins og kallast Vindar frá Merkúr. Dansarar eru þær Asta Hen- riksdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Guðrún Páls- dóttir, Lára Stefánsdóttir og Ólafía Bjarnleifsdóttir auk Lilju ívarsdóttur sem ekki er félagi í Dansflokknum. Vindar frá Merkúr er stutt en afar áhrifamikið verk og verður frumsýnt á sérstakri dagskrá í til- efni afmælis frú Vigdísar Finn- bogadóttur 14. apríl næstkom- andi. Cullberg og Jonsson eru tveir þekktustu danshöfunda Svía, Cullberg er aldursdrottningin í þeim hópi komin á níræðis- aldur og Jonsson með þeim yngstu. Danshöfundamir þrír koma allir til landsins í tilefni sýningar- innar. Per Jonsson dansar sjálfur í Gjá ásamt Kenneth Kvarnström og Hany Hadaya. Það er sjald- gæft að Islendingar fái tækifæri til að berja augum dansa sem ein- göngu eru dansaðir af körlum. Hughrif eða ádeila? Birgit Cullberg er fædd 1908 og er án efa meðal elstu starfandi danshöfunda í heimi. Hún lætur aldurinn ekki aftra sér og semur enn af fullum krafti og setur upp verk víðs vegar um heiminn. Á síðasta ári frumsýndi hún ballett- inn Maríu guðsmóður í Búda- pest. Verkið er pólitískt eins og flest verka hennar. Hún deilir í dansinum á kristindóminn og kúgun kvenna. Adam og Eva er einnig þjóðfélagsgagnrýnið, í verkinu deilir Culíberg á kirkj- una og viðhorf Biblíunnar til samskipta kynjanna. Cullberg telur dansinn vera tæki til að túlka óréttlæti og þjáningar manna en dansarnir eru samt ekki þrungnir alvöru, öðru nær, lífsgleðin og kærleikurinn eru einnig skammt undan. Per Jonsson er á öndverðum meiði við Cullberg. Hann forðast pólitík og bókmenntatilvísanir í dönsum sínum. Hann er úr þeim hópi listamanna, sem áberandi hafa verið meðal yngri kynslóða listamanna á Vesturlöndum síð- ustu ár, og vilja kalla fram tilfínn- ingaleg viðbrögð hjá áhorfendum fremur en vitsmunaleg. Hann er rómantískur og leitast við að vekja þau hughrif hjá áhorfend- um sem þeir geta síður skilið eða haft stjórn á. Cullberg, eins og títt er um listamenn af hennar kynslóð, tel- ur listina aftur á móti hafa hlut- verki að gegna í að vekja athygli á því sem miður fer í þjóðfélaginu eins og kúgun kvenna og minni- hlutahópa. Mætti segja að Cull- berg sé raunsæ og pólitísk en Jonsson aftur á móti rómantískur og dulúðugur. Þótt hér hafi þeim Cullberg og Jonsson verið stillt upp sem and- stæðum er ekki þar með sagt að þau séu andstæðingar í listinni. Eins og allir sem á eftir Cullberg hafa komið í danslistinni í Sví- þjóð hefur Jonsson orðið fyrir áhrifum frá þeim hrífandi og af- kastamikla listamanni. Vlado Juras er fæddur í Júgósl- avíu og ferðaðist vítt og breitt um heiminn og sinnti hinum ólíkleg- ustu störfum áður en hann kom til Svíþjóðar með fjölleikaflokki, settist þar að og tók að semja og dansa ballett. Hann dansaði lengi við Cull- berg ballettinn og varð fyrir mikl- um áhrifum frá Cullberg sjálfri. Þau eiga það sameiginlegt að semja dansa um kúgun og upp- risu gegn henni. Juras vill segja sögu með dansinum og samdi ný- lega ballettinn Dikt till váver- skorna, dans um konurnar sem slógu vefinn fyrr á öldum í Nor- rköping, sem var mikill iðnaðar- bær. Norræn samvinna Þessi sýning íslenska dans- flokksins er eitt af skemmtilegri verkefnum flokksins í langan tíma. Salvör Nordal, fram- kvæmdastjóri dansflokksins, segir það fremur tilviljun en ann- að að danshöfundarnir að þessu sinni væru allir Svíar. í upphafi hefði flokkurinn ætlað að ráðast í allt annað verkefni í Þjóðleikhús- inu en af því varð ekki. Per Jonsson hafði komið nokkrum sinnum tii íslands og lýst yfír áhuga sínum á að vinna með flokknum, verk Vlado Juras Myndir frá íslandi hafði aldrei verið sýnt hér og aðeins tvö verka hinnar þekktu Birgit Cullberg. Allir höfundarnir voru áhuga- samir um samstarf við íslenska dansflokkinn og að sögn Salvarar reyndust Svíar þeim afskaplega vel hvað varðar allan undirbún- ing. Búningar og fleira var góð- fúslega lánað og hefði undir öðr- um kringumstæðum reynst erfitt að setja slíka sýningu á fót af því að peningar Dansflokksins eru af skornum skammti. Tónlistin við dansana er eftir Hildgren, Rosenberg, Billgren, Bentson og Pétur Grétarson. Tónlist hins síðastnefnda leika þeir Árni Áskelsson og Eggert Pálsson. Leikmynd og búninga hönnuðu þau Per Jonsson, Inger Arvidsson og Agneta Skarp. Lýs- ingu annast Yvonne Brosset, Ell- en Ruge, Monica Syversen og Hákan Jansson. Sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir. Aðeins verða fimm sýningar á Vorvindum í Borgarleikhúsinu, frumsýningin er, eins og áður sagði, á sumardaginn fyrsta 19. apríl. j BE 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. april 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.