Þjóðviljinn - 12.04.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Page 19
Ævintýri konungannatveggja: f lófa þeirra er litháiska þprpið sem sendir birtu menningar okkar út í heiminn. auðfundið á öllu að þessi lista- maður, sem uppi var um aldamót og lést árið 1911, aðeins 36 ára að aldri, var snar þáttur í þjóðemis- kennd Litháa, hafði lagt margt til hennar, til stolts þeirra yfir að vera það sem þeir em. Mikolajus Ciurlionis var sonur organista og hugur hans stóð snemma til tónlistar. Árið 1893 hóf hann nám við Tónlistarhá- skólann í Varsjá og útskrifaðist þaðan árið 1899. Hann samdi nokkur tónverk meðan á námi stóð, drakk í sig menningar- strauma eins og lög gerðu ráð fyrir, auk þess sem hann velti mjög fyrir sér stærðfræði, stjörnufræði, heimsmyndarkenn- ingum ýmislegum og sóttist þá mest eftir fræðimönnum sem áttu í sér skáldlega hrifningu af ver- aldarundrinu. Ciurlionis hélt áfram námi í Leipzig 1901-1903 og byrjaði þá að fást við myndlist sem áhugamaður. Myndlistar- nám hans regulegt hófst ekki fyrr en í Varsjá 1903, en framfarir sem hann tók átti hann mest að þakka sjálfsnámi, óbilandi for- vitni og djörfu hugarflugi. Tón- listina gaf Ciurlionis ekki upp á bátinn, hann kenndi, stjómaði kór, samdi tónverk, útsetti þjóð- lög. Auk þess sýndi hann verk sín - bæði í Vilnius (þar fékk hann fyrst dræmar undirtökur og sagði það ekki nema von, Vilnius væri enn reifabarn í menningarlegum efnum), Varsjá og síðar Sankti- Peterbúrg, þar sem hann komst í gott samband við þá feður rússnesks módernisma sem kenndu sig við Mír ísskússtva. Ciurlionis líkist mörgum af- reksmönnum smáþjóða í því, að láta sér í senn annt um hinn „smáa heim“ ættlandsins og svo hin stærstu eilífðarmál. Hann var í senn opinn fyrir austrænni dul- hyggju og nauðsyn þess að kynna og útbreiða menninguna heima fyrir. Hann var m.a. atkvæða- mikill í „Listafélagi Lithauga- lands“ og hjálpaði til við að skipuleggja fyrstu sýningar lith- áiskrar listar í Vilnius. Hann var skammlífur sem fyrr segir. Árið 1910 var hann mjög þrotinn að kröftum og hafði týnt andlegu jafnvægi - varð að koma honum fyrir á geðveikrahæli. Ári síðar lést hann úr lungnabólgu. Landslag hugans Ciurlonis forðaðist að teikna mannslíkamann. Myndir hans eru landslagsmyndir, margar hverjar, en þær eru ekki raun- sæislegar, fjöll hans eru músík- ölsk fjöll eins og hann sagði, him- inbláminn er „saklaus“ - allt er hlaðið siðaboðskap, fegurðar- draumum, táknum. Þekkt mynd sem „Kyrrð“ nefnist er gott dæmi um meðferð listamannsins á náttúrunni. Þar eru tvær myndir í einni ef svo má segja. Önnur sýnir spegilslétt haf og á því klett- aeyja og á eynni sér í ljós. En um leið er þetta ekki eyja og ekki haf og ekki mannabyggð; kletturinn er leyndardómsfull skepna, dul- arfullt stórhveli, sem liggur kyrrt í eilífðarmar og ljósin eru augu dýrsins sem lýsir af í húminu langt út á hafið. Oft gengur Ciurlionis lengra í því frelsi sem hann tekur sér, hann fjarlægist hlutinn og gerist einskonar fyrirrennari af- straktlistar. Eins og til dæmis á einni þeirra mynda sem hér sýnd og er úr myndaflokki sem heitir „Vetur“ - einskonar fúga í bláu og hvítu, frostrósaleikur sem hef- ur verið settur undir háttbundinn aga. Eilífðarmálin í myndverkum Ciurlionis gerði allmörg verk sem taka bæði mið af viðleitni hans til að brúa bil milli tónlistar og myndlistar og svo vangavelt- um hans um hinar miklu víddir eilífðarinnar. Verk þessi bera einatt músíkölsk nöfn og fara í flokkum: Sólarsónatan heitir eitt til dæmis og hver mynd ber heiti á borð við allegro, andante, finale osfrv. Þetta var á þeim tímum þegar listamenn lögðu hiklaust í það að leysa hinar stærstu gátur, jafnvel Gátuna Miklu, vildu leita að sjálfum kjarna allra lista og uppi voru kenningar um sam- svörun lita og hljóma og samlista- verk sem allt skyldi spanna. Á þessum slóðum er Ciurlionis oft staddur og verður af þeirri reisu til margt fallegt. Oft er hann þá í boðskaparham um gott og illt og fleira þesslegt. Lítum til dæmis á mynd, sem hér fylgir, og heitir „Fórnin“. Hvað vilja menn lesa út úr þessum engli, út úr þessum annarlegu hvössu tindum sem teygja sig upp að stjörnum prýddri himnaborg hans? Hlust- um á litháíska listfræðinginn Sa- vickas: „í „Fórnin“, mynd sem er ætt- uð úr heimspeki og kosmískum fræðum, er það mannleg snil- ligáfa (engillinn) sem ræður ríkj- um, snilligáfan sem vill leysa hinn forna hnút sannleika og lyga. Listamaðurinn trúir á sigur sann- leikans - hvíti reykurinn sem táknar sannleika og gæsku, rís sigursæll og hátíðlegur til himna, upp í óendanleikann. í þessari mynd kemur með ágætum fram trúarjátning Ciulionisar sem hann víkur oftar en ekki að í bréfum sínum: Ég lét mig ávallt dreyma um að manneskjan yrði slík sem ég hugsaði mér hana - manneskja sem er næm á allt og skilur allt og sækir fram til hins góða, hins fagra og hins sanna.“ Konungarí dimmum skógi En nú gætu menn spurt: Hve „þjóðlegur“ er þessi litháíski dul- hyggjumaður? Það kemur reyndar fram með ýmsum hætti. Ekki aðeins vegna þess að hann fæst stundum við myndefni sem hvergi er finnanlegt nema í Lit- haugalandi - vísast þar um til mynda hans frá kirkjugörðum, þar sem upp rísa í tvísýnu húmi hinar sérkennilegu tréskurðar- myndir sem Litháar hafa haft að minnismerkjum. Heimur þjóð- sagna er honum mjög nærtækur, ekki síður en kosmískar goðsögu- freistingar. Hér um skal vitnað til enn einnar myndar á þessari opnu; þeirrar sem sýnir tvo krýnda menn í dimmum skógi og halda þeir í lófa sér á björtu og skínandi þorpi litlu. Myndin heitir „Karaliu pasaka“ eða „Ævintýri konunganna“ - og er í senn tengd sagnaheimi fólksins og svo þjóðsögðusmíð lista- mannsins sjálfs. En þetta hér er haft eftir Ciurlionis um þessa mynd: „Tveir konungar gengu út í skóg. Og þú, bróðir sæll, skalt ekki halda að þetta hafi verið ein- hverjir konungar og að þeir hafi gengið í hvunndagslegum skógi. Allt var þar sögulegt og mikil- fenglegt. Þetta var þannig skógur að á greinum trjánna komast fyrir miklar borgir með höllum og pag- óðum og tumum. Allt er þetta á greinum trjánna. Svo þú getur rétt ímyndað þér hvílík tré þetta eru! Og svona er skógurinn allur! Og það er í slíkum skógi að kon- ungarnir tveir eru að spásséra. Þú getur þá rétt ímyndað þér hvílíkir konungar þetta em. Líkamir þeirra em sem trjástofnar og þó gildari. Og vöxtur allur eftir því. Að sjálfsögðu eru þeir risar. Og þeir em búnir í ævintýralegan skrúða og á höfðum þeirra sitja mikilfenglegar kórónur.... Það er myrkt í þeim skógi. Þeir ganga og ganga og leita. Þeir vilja komast að því hvaðan úr skóginum myrka streymir fram ljós. Og loksins finna þeir á jörðunni, mitt á milli voldugra og dimmleitra stofna, lítinn grip sem sendir frá sér sólarljós. Annar konungurinn hefur tekið þennan ljósgjafa upp, heldur á honum í lofa sínum, báð- ir horfa þeir og undrast. Hvað getur þetta verið? Ekki von þeir viti það. Miklir konungar fá þetta aldrei skilið. Og þó er þetta ekki annað en blátt áfram litháiskt þorp, þorpið sem við þekkjum öll svo vel. Það sendir heiminum birtu af hinni sérstæðu menningu Litháa. En konungarnir, þeir skilja þetta ekki...“ Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHUS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1990. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð í síðasta lagi 20. apríl 1990. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: Ölfusborgum Húsafelli i Borgarfirði Svignaskarði í Borgarfirði lllugastöðum í Fnjóskadal Vatnsfirði, Barðaströnd Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Flúðum Miðhúsum, Biskupstungum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafadvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tima- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 18. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 5. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Fimmtudagur 12. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.