Þjóðviljinn - 21.04.1990, Page 3

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Page 3
Voríð í Moskvu Fráfréttaritara Þjóðviljans, Þórunni Sigurðardóttur Rauða torgið var iokað af hernum á útifundi í gær, sem haldinn var á meðan Æðstaráðið þingaði í Kreml um málefni lög- fræðinganna Telan Gdlian og Al- exanders Ivanov. í síðustu viku sendi sjónvarpsstöðin í Lenin- grad út þátt um uppljóstranir þeirra, sem sjónvarpsstöðin í Moskvu hafði neitað að senda út og vakti þátturinn mikla athygli og hefur enn orðið til að beina athygli manna að brottrekstri þeirra af sovéska þinginu. Mótmæli við innanríkisráðuneytið. Mynd: Þórunn. í þættinum var sýnt fram á spillingu og mútuþægni ýmissa háttsettra embættismanna og var að margra áliti brotið blað í sov- éskri fjölmiðlun með þessari út- sendingu. Andrúmsloftið á þessum geysifjölmenna fundi utan við hótelið þar sem fulltrúar Æðsta- ráðsins búa, rétt við Kreml, var þó engan veginn ógnvekjandi, jafnvel ekki fyrir okkur útlend- ingana sem vorum þarna stödd af tilviljun á þessum fallega vor- degi. Stórir herbílar umkringdu fundinn og bak við gluggatjöldin á rútum sem stóðu aðeins fjær, mátti sjá hermenn með alvæpni í viðbragðsstöðu. Hræðslan við að fá ekki að mynda fundinn í friði var óþörf. Það var engu líkara en bæði lögreglan og hermennirnir væru ánægðir með að þennan fund væru útlendingar að festa á filmu og þrátt fyrir ótrúlegan fjölda hermanna á fundinum var eins og þeir fylgdust með ræðu- mönnum af engu minni áhuga en almenningur. Á nýja MacDonald staðnum, sem er skammt frá, var sama bið-. röðin og alla daga og mönnum meira í mun að fá hamborgarann sinn og kók með, en að hlusta á fundinn. Svona hefur Perestrojk- an mörg andlit. En það leynir sér ekki að það er komið vor í Mos- kvu. Sagnfræði og töh/ur Einhvern veginn er erfitt að ímynda sér sagnfræðing við tölv- uskjá. Eiga slíkir menn ekki heima í rykmekkinum á Þjóð- skjaiasafni eða Handritadeild Landsbókasafns? Skrifa þeir ekki allt sem þeir þurfa að skrifa með fjaðurpenna? Eitthvað mun þessi ímynd sagnfræðingsins vera farin að breytast. I það minnsta telur Sagnfræðingafélag íslands tíma- bært að halda ráðstefnu um sagn- fræði og tölvur. Ráðstefnan verð- ur haldin í Odda á Háskólalóð- inni í dag, laugardag, og hefst kl. 1°. Á ráðstefnunni munu ýmsir sagnfræðingar og fræðimenn miðla af reynslu sinni af tölvu- notkun, sagt verður frá tölvuvæð- ingu safna og háskólastofnana, notkun töflureikna, gagnagrunns og umbrotsforrita osfrv. Ráð- stefnan stendur með matar- og kaffihléum til kl. 17 og er opin öllum þeim sem áhuga hafa á við- fangsefninu. -ÞH NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 Frá og með 15. maí 1990 stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Hvemig fara íbúðarkanp fram? vGreiðslumat. Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. /\ \ Skrifleg umsögn. L—~~\ __\ Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. Jbúð fundin - gert kauptilboð. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. \Afgreiðsla húsbréfadeildarinnar. ____A Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu vænfanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. /\ \ Kaupsamningur undirritaður - L—V2i_A fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. Fram að 15. maf 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars 1989 og hafa lánsrétt. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugefa hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. t§i rHÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD ijU SUDURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVIK SIMI ■ 696900 Kaupandinn lætur þinglýsa \ kaupsamningnum. 1 \ Seljandi lætur þinglýsa x fasteignaveðbréfinu. /\ Q \ Seljandi skiptir á fasteigna- ...........\ veðbréfi fyrir húsbréf. \ Q^\Greiðslur kaupanda hefjast. \ Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. , U i i i i 1 r I i i ií & 1» fi ir *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.