Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 5
Sigurjón Pétursson Við Ólafur ekki lengur samherjar Eg hef aldrei verið í aðdácnda- klúbbi Ólafs Ragnars Gríms- sonar, en við höfum reynt að starfa eins og samherjar og ég hef ekki gagnrýnt hann opinberlega fyrr en nú. Hann hóf þennan leik og ber ábyrgð á því, en ég lít á það sem seinni tíma verkefni að koma honum frá. Við erum ekki sam- herjar lengur. Þetta sagði Sigurjón Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, við Þjóðviljann í gær. Þeir Sigurjón og Ólafur Ragnar hafa haldið áfram að kljást í fjölmiðlum og Sigurjón hefur lýst yfir að hann telji að Ólafur eigi að segja af sér formennsku nú þegar. Sigurjón telur að Ólafur Ragnar hafi sagt sig úr lögum við stærsta félagið innan flokksins með því að neita að lýsa yfir stuðningi við framboð þess. Eruð þið Ólafur Ragnar ekki að stórskaða flokkinn með þess- um yfirlýsingum? „Það er enginn vafi á því að ágreiningur eins og þessi hlýtur að hafa áhrif á sóknarfæri flokks- ins um land allt. En það hefði Ólafur Ragnar átt að íhuga áður en hann hleypti þessu af stað.“ Áttirðu í hreinskilni sagt nokk- Sigurjón Pétursson urn tíma von á að Ólafur Ragnar myndi lýsa yfir stuðningi við G- listann í Reykjavík? „Já, ég átti von á því. Jafnvel þótt ýmsir af hans stuðnings- mönnum hafi farið á nýjan vett- vang.“ Hverju svararðu sveitar- stjórnarmönnum sem segjast geta skilið afstöðu Ólafs Ragnars í þessu máli? „Þeir myndu örugglega ekki sýna afstöðu formannsins jafn mikinn skilning ef hún beindist að þeirra eigin framboðum,“ sagði Sigurjón. -gg Kosningar Samstaða í Bolungamk Við höfum náð víðtækri sam- stöðu hér um málefni, fólkið á listanum kemur víða að og ég tel góðar líkur á að við náum meiri- hluta í bæjarstjórn, sagði Krist- inn H. Gunnarsson, efsti maður á lista Samstöðu, nýrra samtaka um bæjarmál í Bolungarvik. Þrír listanna sem boðnir voru fram við síðustu bæjarstjórnar- kosningar standa nú að lista Sam- stöðu, G-listi, B-listi og H-listi óháðra. Þessi þrjú framboð fengu samanlagt meirihluta atkvæða í síðustu kosningum. Alþýðu- flokknum var einnig boðið sam- starf, en hann hafnaði því. Hins vegar er alþýðuflokksmenn að finna á lista Samstöðu. Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins er sem fyrr segir efstur á lista Samstöðu. Jón Guðbjartsson bæjarfulltrúi óháðra skipar ann- að sæti listans. Þriðji verður Valdemar Guðmundsson vél- virki, Helga Jónsdóttir kennari verður í fjórða sæti, Anna Björg- mundsdóttir sjúkraliði í fimmta, Ketill Elíasson í sjötta og Sverrir Sigurðsson í sjöunda. Sjö bæjarfulltrúar sitja í bæjar- stjórn Bolungarvíkur og Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur eiga meirihluta þeirra. -gg Fossvogsdalur Fögnuðurí Kópavogi Skipulagsstjórn: Útivistar- og íþróttasvœði í Foss- vogsdal.Valþór Hlöðversson: Gríðarlega mikilgleði- tíðindi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Fallist á sjón- armið Reykvíkinga Valþór Hlöðversson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, segir það gríðarlega mikil gleðitíðindi að skipulagsstjórn ríkisins hafi sam- þykkt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir útivistar- og íþróttasvæði í Fossvogsdal í stað hraðbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar Reykja- víkur, segir hins vegar að skipu- lagsstjórn hafi að vissu marki fall- ist á sjónarmið borgarinnar í deilunum um Fossvogsdalinn. Skipulagsstjórn hefur staðfest að í Fossvogsdal verði útivistar- og íþróttasvæði. Hins vegar er gert ráð fyrir að hægt verði að leggja göng undir dalinn til þess að tengja umferð milli austur- og vesturhluta höfuðborgarinnar. Þó er gert ráð fyrir að kanna aðra möguleika til þess að leysa um- ferðarvandann. „Þetta eru mikil tíðindi af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hefur í fýrsta sinn verið samþykkt aðalskipulag fyrir Kópavog. í öðru lagi höfum við nú unnið sigur í 16 ára gamalli deilu við Reykjavíkurborg og skipulagsyf- irvöld ríkisins," sagði Valþór í samtali við Þjóðviljann í gær. „Skipulagsstjórn hefur fallist á sjónarmið okkar í borgarstjóm um nauðsyn samgönguæðar um dalinn og um leið vísað á bug kröfum Kópavogsbúa um að eng- ar samgöngur fari um dalinn. Sjónarmið okkar hafa alltaf tekið mið af umferðarörygginu. Við viljum beina umferð frá íbúða- hverfum,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við Þjóðviljann í gær. Hann segist telja að úr því ríkið hefur hafnað hraðbraut yfir dal- inn ofanjarðar, hljóti það að greiða þann umframkostnað sem hlýst af að þurfa að gera göng undir hann. „Næsta skref í málinu á að mínu mati að verða að borg og bær taki höndum saman um að skipuleggja dalinn með sameigin- leg afnot í huga,“ sagði Valþór Hlöðversson. -gg Yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Al- þýðubandalagsins um framboðsmál í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, hafa vakið hörð viðbrögð ýmissa flokksmanna. Fjölmiðlar hafa vikum saman gengið eftir afstöðu formannsins en hann hefur neitað að svara spurningum um framboðsmálin fyrr en nú síðustu daga. afgerandi afstöðu með öðrum deiluaðilanum og hann gerði, var enn frekari nauðsyn á að formað- urinn héldi stjórnmálasambandi við báða aðila og horfðist í augu við þá staðreynd að mikill fjöldi ágætis Alþýðubandalagsfólks, fólks sem borið hefur uppi borg- armálabaráttu flokksins á undan- förnum árum, hefur kosið að vinna undir merkjum Nýs vett- vangs. Reyndar var ég þeirrar skoð- unar seinnihluta vetrar að ABR ætti að verða við ósk Æskulýðs- fylkingarinnar og Birtingar um að stofnað yrði kjördæmisráð í borginni. Þá hefðu öll flokksfé- lögin í Reykjavík orðið formlegir aðilar að ákvörðuninni um fram- boð. Ég er sannfærður um að ef ABR hefði orðið við þessari kröfu, sem reyndar er skylda samkvæmt flokkslögum að verða við þó ekki sé getið þar um tíma- setningar, hefðu málin þróast á annan veg. Auðvitað getur verið erfitt í stærsta kjördæmi landsins að ætla einu flokksfélagi að rúma með eðlilegum hætti allar þær skoðan- ir og strauma sem í höfuðborg- inni hrærast, því Reykjavík er ekki bara sveitarfélag heídur líka kjördæmi. í þessu sambandi nefni ég að í öllum öðrum kjör- dæmum er mikill fjöldi flokksfé- laga sem tengjast síðan saman í kjördæmisráði. Ef kjördæmisráð hefði verið stofnað í janúar, fe- brúar og jafnvel þó það hefði dregist fram í mars, hefði fram- vindan orðið önnur og Alþýðu- bandalagsmenn í Reykjavík hefðu gengið einhuga til kosn- inga vegna þess að þá hefðu öll flokksfélögin að forminu til haft jafnan rétt. Sú rödd hefur heyrst af lands- byggðinni að ríkisstjórnin geri ekki nógu mikið til að bakka framboðslista þar upp með góð- um málum? Það er auðvitað ljóst að iands- byggðarfólk getur sérstaklega reitt fram fjölmörg atriði sem ár- angur af störfum ríkisstjómar- innar. Ef við fömm aftur til sum- arsins og haustsins 1988 áður en við gengum inn í ríkisstjórn, þá ríkti örvænting á landsbyggðinni og menn töluðu um að landið væri að sporðreisast. Þorri at- vinnufyrirtækja landsbyggðar- innar var að verða gjaldþrota. En hvað tala menn um í dag? Nú tala menn um að atvinnulífið sé að rétta við, að fyrirtækin séu farin að skila hagnaði inn í byggð- arlögin og nú er atvinnuleysisvof- an ekki lengur við næstu dyr allt í kringum landið. Þvert á móti hef- ur tekist á einu og hálfu ári að snúa við þeirri örvæntingu sem ríkti í atvinnumálum landsbyggð- arinnar yfir í nýja vonartíma og stöðugleika. Það er auðvitað stóri þátturinn f árangri stjórnar- innar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig lokið verkefni sem aðrir höfðu gefist upp við varðandi verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þó menn hafi deilt um einstök atriði í þeim efnum er ljóst að ríkið mun á þessu ári færa til sveitarfélaganna mjög miklar upphæðir í gegnum breytta verkaskiptingu sem stryrkir mjög sveitarfélögin og framfaraþrótt þeirra. Þá er ríkisstjómin að ræða um stórframkvæmdir á komandi ára- tug sem allar eru fyrst og fremst tengdar landsbyggðinni. Við erum að ræða stórvirkjun á Austurlandi í tengslum við nýtt álver. Við höfum einnig rætt í mikilli alvöm og gert um það samþykkt að æskilegt sé að nýtt álver verði staðsett utan höfuð- borgarsvæðisins og við emm að tala um að flýta gerð jarðganga á Vestfjörðum. A næsta áratug lítur því út fyrir að allar stærstu framkvæmdir landsins verði á landsbyggðinni í samanburði við síðasta áratug þegar allar helstu stórframkvæmdir voru hér á Reykjavíkursvæðinu, eins og flugstöðin, Kringlan og svo fram- vegis. Það er því ljóst að engin ríkis- stjórn hefur í langan tíma skapað á eins stuttum tíma jafn afgerandi þáttaskil í málefnum landsbyggð- arinnar og þessi stjóm. Enda er athyglivert að Alþýðubandalags- menn um allt land notfæra sér þennan árangur, hvort sem þeir bjóða fram sér eða með öðmm. Geta úrslit sveitarstjórnar- kosninganna haft áhrif á heilsufar ríkisstjórnarinnar? Heilsufar ríkisstjórnarinnar er mjög gott vegna þess að hún hef- ur náð ótrúlegum árangri. Hún hefur ekki einungis forðað því efnahagslega stórslysi sem blasti við þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist í burtu og afstýrt fjöldaatvinnuleysi og hruni at- vinnulífsins um allt land, heldur einnig náð þeim árangri að ís- lendingar geta sagt með réttu að þeir séu að ná svipuðu verðbólgu- stigi og þær þjóðir sem hafa minnsta verðbólgu í Vestur Evr- ópu. Við emm með minnsta atvinnuleysi á Vesturlöndum, svo lítið að það er hverfandi og við erum reyndar með lægsta skattahlutfall í Vestur Evrópu, þó sumum finnist það ótrúlegt. Með öðmm orðum erum við að ná þeim efnahagslega stöðug- leika sem menn hefur dreymt um hér á landi í áratugi sem er aftur forsenda þess að hægt sé að bæta lífskjörin með skipulagsbreyting- um og uppstokkunum. Þessi rík- isstjórn getur því með afgerandi hætti sýnt verk sín og borið sam- an við hvaða ríkisstjórn sem er á undanförnum 20-30 árum og samanburðurinn er okkur í hag. Sérð þú fyrir þér breytingar á framboðsmálum til Alþingis í psi þeirra breytinga sem nú hafa orðið í sveitarstjórnarkosning- um? Ég ætla í sjálfu sér ekkert að fullyrða neitt um það. Hins vegar sofnar aldrei stjórnmálafræðing- urinn í mér hér á skrifstofu fjár- málaráðherra. Stjórnmálafræð- ingurinn leyfir sér stundum að ganga út fyrir völl hinna daglegu verkefna sem ég sinni sem ráð- herra. Það er óneitanlega mjög fróðlegt fyrir mig sem hef í kenns- lu við Háskóla Islands fjallað um þróun íslenskra stjórnmála á þessari öld, að horfa á ýmislegt sem hefur verið að koma fram á seinustu misserum. Það er alveg ljóst að þessar sveitarstjórnarkosningar eru nú þegar merkilegar fyrir þá sök, að það er mun meira um að jafnað- armenn og félagshyggjufólk eða vinstrafólk, hafi tekið höndum saman víða um land með góðum árangri og bjóði fram sameigin- lega lista. Þetta er bæði gert í ná- grannabyggðarlögum borgarinn- ar, á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Það er líka áberandi að það er yngra fólk og að nokkru leyti nýtt fólk sem ber uppi þetta starf og það er áberandi að þetta hefur alls staðar gengið vel nema í Reykjavík sem sker sig úr. Mað- ur sér að yngri kynslóðin, fólk á milli tvítugs og fertugs, fólk sem lítur á sig sem félagshyggjufólk og jafnaðarmenn í evrópskum skilningi, er ekki reiðubúið að sætta sig við að afl vinstraftSlks og jafnaðarmanna verði með þeim hætti að kröftunum sé skipt í marga ólíka flokka. Það er líka áberandi núna að endurnýjunar- krafturinn í Kvennalistanum virðist búinn. í Reykjavík er ekki mikið af nýju fólki á lista Kvennalistans. Sú von sem marg- ir höfðu þegar Kvennalistinn fékk 30% í skoðanakönnunum fyrir tveimur árum, að hann væri endurnýjunarkrafturinn fyrir fé- lagshyggjufólk og jafnaðarsinna, hefur ekki orðið reyndin. Ég finn mjög greinilega að fjöldi þessa unga fólks er að leita að nýjum samvinnuformum og það er auðvitað skylda okkar sem erum í forystu fyrir flokknum, að hlusta á raddir þessarar nýju kyn- slóðar sérstaklega. Forystu sem ekki hlustar á raddir nýrra kyn- slóða dagar uppi og flokka slíkrar forystu dagar uppi, því atburðar- ásin tekur þá völdin af sjálfu sér. Sumir sem nota orðið Hrey- fingin með stórum staf hafa verið mjög uppteknir af sögu hennar frá fyrri tíð. Þetta fólk ætti að horfa til þess að stærstu áfangarn- ir í sögu hennar voru unnir þegar forystumennirnir voru óhræddir að vinna með öðrum og taka upp ný skipulagsform og hverfa frá fyrri tíð. Mér finnst að sumir sem sýna of mikla hræðslu í þessum efnum ættu að horfa til fortíðar- innar, ekki bara til að leita að einhverju sem aldrei á að breytast, heldur til að skoða þau miklu stökk sem forystumenn sósíalista voru tilbúnir að taka þegar þeir lögðu niður flokka, þegar þeir lögðu niður Kommún- istaflokkinn og Sósíalistaflokk- inn og voru tilbúnir til að stofna nýja flokka og leita nýrra sam- fylkingarforma vegna þess að þeir töldu það til ávinnings fyrir stefnumálin og stjórnmálaþróun- ina. Ég ætla ekki að spá neinu um þróunina á næstu mánuðum og misserum en það er ljóst að það er mikil gerjun á meðal íslenskra jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks og sú gerjun er helst á meðal yngra fólks og við sem erum í for- ystunni megum ekki vera svo steinrunnir að við séum ekki einu sinni tilbúnir að skoða hluti sem Magnús Kjartansson, Einar Ol- geirsson og Brynjólfur Bjarnason hikuðu ekki við að hrinda í fram- kvæmd þegar þeir voru í forystu í hreyfingu íslenskra sósíalista. -hmp Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.