Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 12

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Side 12
Borgarvirki framtíðarinnar í Geldinganesi Sýning á tillögum arkitekta og skipulagsfræðinga að framtíðar- skipulagi á Geldinganesi í Kolla- firði er nýafstaðin að Kjarvals- stöðum. Þátttaka í samkeppninni var góð, og bárust fjölmargar at- hyglisverðar tillögur, þar af þrjár sem hlutu verðlaun og fjórar sem voru keyptar að auki. Tillagan sem hlaut fyrstu verðlaun var unnin á Vinnustofu arkitekta hf. á Skólavörðustíg 12 af þeim Hró- bjarti Hróbjartssyni, Richard Bri- em, Sigríði Sigþórsdóttur og Sig- urði Björgúlfssyni. Skipulagning byggðar á jafn vel afmörkuðu svæði og Gelding- anesið er, hlýtur að vera heillandi verkefni fyrir arkitekta, þar sem nesið er í rauninni eyja frá náttúr- unnar hendi, sem tengist landinu aðeins með sandeiði, sem flýtur yfir á flóði. Eyjan er 220 hektarar að flatarmáli, sporöskjulaga, ávöl og hæst í miðjunni og fagurt útsýni til flestra átta. Ekki er þess kostur að gera grein fyrir öllum skipulagstillög- unum í einni blaðagrein, og völd- um við þann kostinn að kynna tillöguna sem hlaut fyrstu verð- laun. Nútíma borgarvirki Hróbjartur Hróbjartsson arki- tekt sagði í samtali við Nýtt helg- arblað að hann og félagar hans hefðu í upphafi verksins farið og skoðað landkosti og það sam- hengi sem eyjan hefur við byggð- ina og náttúruna í kring. Fljót- lega hafi komið fram þörfin til þess að skapa einhverja afger- andi viðmiðun eða festu í um- hverfinu, þar sem eyjan sjálf sé nær sérkennalaus eins og diskur á hvolfi. Hún sé jafnframt öll gott byggingarland og bjóði upp á áhugavert byggingarstæði til allra átta. Því hafi grunnhugmyndin um að setja miðborgina á miðja hásléttuna komið snemma á vinnslutímanum. Höfundar tillögunnar sögðu jafnframt að eftir fyrstu skoðun hafi skipulagsvinnan falist í eins konar boltakasti, þar sem þau Hróbjartur Hróbjartsson, Sigurður Björgúlfsson, Sigríður Sigþórsdóttir og Richard Briem, höfundar verðlaunatillögunnar að skipulagi byggðar í Geldinganesi. Ljósm. Jim Smart. hentu hugmyndum á milli sín um leið og þau skoðuðu borgarum- hverfið í kring um sig til þess að draga lærdóm af því góða og slæma sem gert hefði verið í for- tíðinni. Ekki til að apa eftir, held- ur til þess að gera betur miðað við aðstæður. „Við erum að smíða nýja hluti, en notum til þess gömul verkfæri," sagði Sigurður Björgúlfsson. Ein er sú hugmynd, sem þau hafa fengið úr sínu nánasta um- hverfi af Skólavörðuholtinu, en það eru útsýnisgötur til hafsins í gegnum Skuggahverfið eins og Frakkastígurinn eða Njarðargat- an í hina áttina. I verðlaunatillög- unni er gert ráð fyrir „borgarm- úr“ á háeyjunni sem fylgir hæð- arlínum og er myndaður af mis- hárri fjölbýlishúsakeðju. Innan múrsins er miðbærinn með þeirri þjónustustarfsemi sem honum fylgja, verslunum, skrifstofum, veitingahúsi, tveim skólum, kir- kju, safnaðarheimili og fé- lagsmiðstöð, íþróttahúsi og tveim knattspymuvöllum. Utan „múrsins" eru annars Samgöngur í inngangi að skipulagstillög- unni er gerð grein fyrir þeim vax- andi vanda sem samgöngur fela í sér fyrir nútíma borgarsamfélag og þessi vandi muni kalla á nýjar áherslur í borgarskipulagi framtíðarinnar. Meginorsök um- ferðarvandans sé mengun og þró- un olíuverðs í framtíðinni, og sú staðreynd að það almennings- vagnakerfi sem við höfum búið mengun af völdum umferðar, sí- fellt dýrari og fyrirferðarmeiri aðgerðir til að brjóta einkabíln- um leið um borgina, fjölgun um- ferðarslysa, dýrari heilbrigðis- þjónusta og dýrari bflar í framtíð- inni vegna mengunarvarna og slysavarna, dýrari bflageymslur o.s.frv., allt þetta muni í framtíð- inni leiða til þess að bæði verði óeðlilegra og erfiðara að ferðast um í einkabíl í borginni í framtíð- inni með þeim hætti sem tíðkast í Tillaga Hróbjarts Hróbjartssonar, Richards Briem, Sigríðar Sigþórsdóttur og Sigurðar Björgúlfssonar, sem fékk 1. verð- laun í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gelding- aness, gerir ráð fyrir 7-8000 manna byggð á nesinu, sem einkennist af íjölbýlishúsakeðju er myndar eins konar virkis- borg utan um borgarkjarnann á hásléttu nessins. vegar geislagötur sem ganga beínt til sjávar og hafa stefnu á ákveðin kennileiti: Snæfells- jökul, Akrafjall, Skarðsheiði, Kerhólakamb og Kistufell í Esju, Skálafell, Rjúpnahæð, Gufunes og Gróttuvita. Hinsvegar er byggð einbýlishúsa, raðhúsa og minni sambýlishúsa á 1-3 hæðum, sem stendur meðfram göturn sem lagðar eru eftir hæðarlínum hringinn í kring um borgarmúr- inn. Alls er gert ráð fyrir 2500 íbúðum á svæðinu, þar af 1500 íbúðum í sambýli. Neðan byggð- ar er svo akvegur hringinn í kring um eyjuna, en ströndin er opin og öllum frjáls þar fyrir neðan. Er gert ráð fyrir göngustíg meðfram allri strandlengjunni nokkuð fyrir neðan akveginn. Horft í gegnum borgarhliðið • í áttina að Kistufelli. við þjóni ekki tilgangi sínum vegna þess að það sé allt of háð bílaumferðinni. Þá sé kostnaður óheyrilegur við bflaflotann á höf- uðborgarsvæðinu, sem telur um 75000 farartæki. Höfundar benda á tvennar leiðir til þess að takmarka notkun einkabflsins án þess að ferðafrelsi einstaklingsins sé heft: 1 fyrsta lagi megi vinna að meiri blöndun byggðar í borgarskipu- laginu, þannig að tryggt sé að sem flestir íbúar hvers hverfis geti unnið í námunda við heimili sín. Þannig mætti fækka ferðum mið- að við þá uppskiptingu í sérhæfð hverfi, sem tíðkast hafi í hug- myndafræði skipulags undan- farna áratugi. f öðru lagi er bent á nýja val- kosti í fólksflutningum, sem ættu að geta orðið vænlegir, sérstak- lega fyrir okkur Islendinga í framtíðinni. Spár um stórhækkað olíuverð í nánustu framtíð, aukin dag. Alla skipulagsvinnu til fram- tíðar þurfi því að vinna út frá þessari staðreynd. í samræmi við þetta er gert ráð fyrir því að Geldinganesborgin hafi þrenns konar tengingu við meginlandið: í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að Vesturlandsvegurinn nýi fari úr Gufunesi um austurhluta eyjunnar upp í Gunnunes og Alfsnes, þar sem fyrirhugaður sorpurðunarstaður borgarinnar verður. í öðru lagi er gert ráð fyrir því að meðfram Vestur- landsvegi verði rafknúin braut á teini eða teinum, sem tengist meginlandinu. f þriðja lagi er gert ráð fyrir viðkomustað hrað- ferju, sem tengi eyjarnar á Sund- unum við miðborgina. Gert er ráð fyrir því að Vestur- landsvegurinn verði lagður á stólpum yfir sjó austan núverandi sandeiðis. Vestan þess verður smábátahöfn og vestan hennar verður síðan viðlegukantur fyrir 12 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 21. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.