Þjóðviljinn - 21.04.1990, Síða 24

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Síða 24
Dönsk kvikmyndavika Dagana 21 .-29. apríl verður haldin í Reykjavík dönsk kvikmynda- vika, á vegum Dansk-íslenska félagsins í samvinnu við Háskólabíó. Sérstakir gestir hátíðarinnar verða leikstjórinn Erik Clausen og leikar- inn Leif Sylvester Petersen. Erik Clausen leikstýrirtveimur af myndun- um á hátíðinni, en Leif Sylvester leikur eitt aðalhlutverkið í annarri þeirra, Tarzan-Mama mia. Þeir félagar verða viðstaddir opnun hátíð- arinnar þann 21. apríl kl. 16.00. Erik Clausen er fæddur 1942 og hefur fengist við flest er lýtur að kvikmyndagerð. Hann leikur, leikstýrir og skrifar handrit. Auk þess er hann liðtækur listmálari. Fyrsta mynd hans var Circus Cas- ablanca 1981 sem hlotið hefur mörg verðlaun. Næsta mynd var Felix (1982) en aðalleikona henn- ar hlaut danska óskarinn eða Bo- dil verðlaunin fyrir frammistöðu sína í henni. Tarzan-Mama mia er nýjasta mynd Clausens og jafnframt fyrsta barnamynd hans. Enda segir Clausen sjálfur að myndina hafi hann gert eftir að starfsbróðir hans hafði sagt honum að erfiðustu verkefni í kvikmyndagerð væru þau er fjöll- uðu um börn eða dýr. Clausen ákváð að taka áskoruninni og gera mynd er fjallaði um bæði. Tarzan—Mama Mia (1988) Tarsan-Mama mia er saga 11 ára stúlku Rikke sem býr með föður sínum á Vesturbrú í Kaup- mannahöfn. Rikke er búin að missa mömmu sína og saknar hennar mikið. Þegar kennarinn hennar segir bekknum frá skáld- fáknum Pegasusi sem getur sótt hina látnu til himna eygir Rikke von um að endurheimta móður sína. Hún tekur þátt í happa- drætti þar sem hestur er í vinning og hreppir hann. Návist hestsins skiptir svo sköpum fyrir þau feðg- inin og ýmsa nágranna þeirra ekki síst rónann Ludvig sem er sá eini sem eitthvað þekkir til dýra. Aðalhlutverk leika Leif Syl- vester, Michael Falk, Christina Haagenssen og Tammi Öst. Tarsan-Mama mia verður sýnd 24. apríl kl 17.00 og 19.00, þann 25. apríl kl 17.00 og 19.00 og þann 26. apríl 17.00 og 19.00. Hip Hip Hurra (1986/7) Hip Hip Hurra er unnin í sam- vinnu Dana, Norðmanna og Svía. Leikstjóri er Kjell Grede, hann er fæddur 1936 og er einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri Svía. Fyrri myndir hans eru með- al annars Hugo og Josefina (1967) sem gerð er eftir barnabók Maríu Gripe, Harry Munter (1969) og Clair Lust (1976). Gre- de skrifaði einnig og leikstýrði tveim stórum þáttaröðum fyrir sjónvarp um Strindberg. Myndin Hip Hip Hurra er byggð á sögu Skagen hópsins sem voru skandinavískir listamenn er dvöldu í Skagen í Danmörku. Þeirra á meðal voru P. S. Kröyer og kona hans Marie sem á sínum tíma var talin ein fegursta kona Danmerkur, Anna Ancher sem er einn frægasti kvenmálari Dana og maður hennar Michael en hann og Sören Kröyer voru vinir ævilangt þó ólíkari menn væri varla hægt að hugsa sér. Að auki má nefna Christian Krogh sem er einn frægasti málari Noregs og Viggo Johansen en hann málaði mjög mikið sína eigin fjölskyldu. Aðalhlutverk í Hip Hip Hurra Ieika Stellan Skarsgárd, Lene Bröndum, Pia Vieth, Morten Grunwald og Ulla Henningsen. Hip Hip Hurra verður sýnd 22. apríl kl 21.00 og 23.00 og þann 26. apríl kl. 19.00 og 21.00. Peter von Scholten (1986/7) Peter von Scholten er söguleg mynd er lýsir lokum nýlendu- tímabils Danmerkur. Peter von Scholten var síðasti landstjóri Dana á Saint Croix í Vestur Indí- um. Hann var ákaflega litríkur persónuleiki sem batt enda á eigið einveldi með að gefa þræl- um sínum frelsi. Von Scholten gerði þetta að eigin frumkvæði og að mestu í andstöðu við dönsku stjórnina. Leikstjóri myndarinnar um Peter von Scholten er Palle Kjærulf-Schmidt. Hann er fædd- ur 1931 og þekktur fyrir leik- stjórn sjónvarpsleikrita. Hann hefur einnig leikstýrt 9 myndum þar á meðal Tukuma (1983) og Barbara (1967). Kjærulf-Schmidt segir að í Pet- er von Scholten takist sér að sam- eina tvö áhugamál sín en þau eru danska þjóðin og sálfræði vald- sins. Eitt af því sem komi hvað greinilegast í ljós þegar danska nýlendutímabilið sé skoðað sé hversu skýr sér-dönsk persónu- einkenni verði við óvenjuiegar aðstæður. Aðalhlutverk í myndinni Peter von Scholten leika Ole Ernst, Karen Lise Mynster, Jesper Langberg og Etta Cameron. Pet- er von Scholten er sýnd 21. apríl kl. 23.00 og 24. aprfl kl. 21.00 og kl 23.00. Rend mig i traditionerne (1979) Rend mig i traditionerne er gerð eftir sögu Leif Panduro sem margir íslendingar þekkja. Þetta er saga Davíðs sem er 18 ára og ósáttur við skólann sinn. Móðir hans er heimskur milljónamær- ingur og Davíð þorir ekki að segja yndislegustu stúlku í heimi að hann elski hana. Davíð stend- ur í þeirri meiningu að hann hafi gleypt sprengju og allt þetta leiðir að lokum til þess að hann gefst upp. Hann fer að gelta og bíta fólk eins og hundur og er að lok- um settur á geðveikrahæli. Leikstjóri Rend mig i traditi- onerne er Edward Fleming. Hann er fæddur 1927 og vann lengi við leikhús áður en hann sneri sér að kvikmyndum. Meðal mynda hans má nefna De uan- stændige (1983) Den kroniske uskyld (1985) og Sidste akt (1987). Aðalhlutverk í myndinni leika Henrik Kofoed, Karin Wedel, Jan Gustavsen, Bodil Kjer, Niels Hinrichsen, Githa Nörby og Axel Ströbye. Rend mig i tradition- erne verður sýnd þann 23. april kl. 17.00 og 19.00, þann. 25 aprfl kl 21.00 og 23.00, og þann 26. apríl kl 17.00. Mord i Paradis (1988) Mord i Paradis er gerð eftir sögu danska rithöfundarins Dan Turell er segir frá ónafngreindum blaðamanni sem verður fyrir því að vinur hans er skotinn fyrir augum hans. Hann skrifar eftir- mæli eftir vin sinn en kaldlyndur yfírmaður hans ákveður að senda hann út á landsbyggðina. Til Rodby þar sem vændiskona fannst myrt í nuddstofunni Para- dís og maður sem virðist geð- veikur hefur verið tekinn fastur fyrir morðið. Blaðamaðurinn kemst fljótt að því að ekki er allt sem skyldi í bæjalífinu í Rodby. Leikstjóri Mord i Paradis er Sune Lund-Sörensen. Hann er fæddur 1942 og hefur aðallega gert stuttmyndir og heimildar- myndir, sem hlotið hafa verðlaun víða um heim. Hann hefur verið búsettur í Svíþjóð um langt skeið og fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd Smyglarakóngurinn (1985) var unnin í samvinnu Svía og Dana. Mord i Paradis er þriðja kvikmynd Lund-Sörensen. Hann segir sjálfur að myndin sé um spillinguna og óþverrann sem hægt er að fela bak við bros- andi og sjálfsánægt andlit smá- bæjarins. Stfll og andrúmsloft myndarinnar sé svipað og svörtu myndanna bandarísku, en mynd- in sé þó að öllu leyti dönsk. Hún sé um Dani og Danmörku átt- unda áratugarins. Aðalhlutverk í Mord i Paradis leika Michael Falch, Ole Ernst, Susanne Breuning, Kirsten Le- hfeldt og Morten Grundwald. Mord i Paradis verður sýnd 21. april kl 19.00 og 21.00, þann 24. april kl 17.00 og 19.00 og þann 25. aprfl kl 23.00. Guldregn (1988) Guidregn er gerð eftir bama- bók eftir Anders Bodelsen. Sag- an fjallar um fjögur börn sem búa í úthverfi Kaupmannahafnar. Þau finna kassa sem í eru áttaþús- und danskar krónur og em í Úr kvikmyndinni Tarzan-Mama mia. Ole Ernst í hlutverki Peter von Scholten. fyrstu steinhissa, en þegar þau frétta af nýlegu pósthúsráni, leggja þau saman tvo og tvo. Þau I ákveða að geyma peningana þar' til boðin verði fundarlaun en þau \ vita ekki að þjófarnir hafa í hönd- um nafnskírteini eins þeirra sem eftir varð á fundarstað pening- anna. Leikurinn æsist svo þegar börnin fara að leita þjófanna og þjófarnir barnanna. Leikstjóri Gullregns er Sören Kragh-Jacobssen. Hann er fædd- ur 1947 og lauk námi frá FAMU kvikmyndaskólanum í Prag. Hann vinnur hjá danska sjón- varpinu við gerð efnis fyrir börn og unglinga. Allar myndir hans fjalla um börn eða ungt fólk og má þar nefna myndina Sjáðu sæta naflannn minn (1978) og Gúmí Tarzan (1981) sem sýndar hafa verið hér á landi. Kragh-Jacobssen segir að auðséð sé á því myndefni sem börn og unglingar velji á mynd- bandaleigum að þau sækist eftir spennu í kvikmyndum. Þegar saga Anders Bodelsens svo barst honum í hendur sá hann þar kjör- ið tækifæri til að gera góðan val- kost við þær ofbeldis- og hryl- lingsmyndir sem nóg framboð er af. Aðalhlutverk í myndinni leika Ricki Rasmussen, Ken Vedse- gaard, Tania Fridenberg, Nanna Böndergaard, Torben Jenssen, Ulla Gottlieb, Jens Okking og Kirsten Genius. Guldregn verður sýnd þann 22. apríl kl 15.00 og 17.00 og þann 25. aprfl kl 17.00 og 19.00. Manden i Mánen (1986) Manden i Mánen er saga Johns sem hefur verið í fangelsi í 16 ár. Hann drap konuna sína í æðis- kasti án þess að vita almennilega af hverju. Þessum 16 árum í fang- elsinu hefur hann eytt í að velta fyrir sér hvað ást sé. Nú hefur hann verið látinn laus með mynd af konu sinni og dóttur í fartesk- inu og eru það einu tengsl hans við fortíð sína og lífið utan fang- elsisins. John upplifir svo frelsið líkt og martröð. Hann vinnur við uppvask á hóteli og horfir á heim- inn út um lítinn kringlóttan glugga sem er hluti skreytingar hótelsins, og táknar tunglið. Hann reynir að ná sambandi við dóttur sína en hún vill ekkert með hann hafa. En að lokum tekst honum að rjúfa einangrun sína. Leikstjóri Manden i Mánen er Erik Clausen sérstakur gestur danskrar kvikmyndahátíðar og betur kynntur hér að framan. Um þessa mynd sína segir Erik Clausen að svo margt fólk hafí eyðilagt líf sitt í nafni ástarinnar því það sé svo erfitt að hafa stjóm á svona sterkum tilfinningum. Hann segir að hann hafi hitt menn sem hafi drepið eiginkonur sínar eða unnustur og að slíku sé oft lýst og dæmt sem ástríðuglæp. Honum finnst það aftur of mikil einföldun. Sumir þessara manna áttu börn og þeir höfðu því drep- ið móður barnanna sinna. Clausen velti því þess vegna fyrir sér hvernig þessum mönnum gengi svo að taka á ný þátt í hvers- dagslífinu. Aðalhlutverk í myndinni leika Peter Thiel, Kim Jansson og Christina Bengtsson. Manden i Mánen er sýnd þann 21. apríl kl 16.00, og 19.00 og þann 23. kl 21.00 og 23.00. Danskri kvikmyndaviku lýkur 28. apríl en dagskrá tveggja síð- ustu daganna lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. En að sögn Friðjóns Guðmundssonar hjá Háskólabíói er ætlunin að sýna þá aftur þær myndir sem verða vinsælastar. Myndimar verða all- ar sýndar ótextaðar nema Tarz- anMama mia. Eigi að síður spennandi dönsk kvikmyndavika framundan. —ss 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 21. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.