Þjóðviljinn - 18.05.1990, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Qupperneq 9
AFMÆLI Tímaför Unnur Ágústsdóttir Mörk, Hvammstanga 70áral8. 5. 1990 I Inn í daufskyggða vitund hennar seytlaði þessi dásamlegi ilmur úr vor- moldinni sem hún beið með vaxandi óþreyju er leið á veturinn. Örveikur blær í nýsprottnu grasi læddist með gustinum inn í eyra hennar og hvísl- aði: Hlustaðu grannt er ég teygi úr mér! f hinum enda hússins suðaði fiskifluga í glugga og hænurnar voru farnar að kroppa í prikin í kofanum norðan við bæinn, en úr fjörunni barst lágvært gutlið í bárunni er hún hlóð upp veikburða vörður úr slípuð- um rauðum og fölgrænum steinum með fíngerðum silfruðum æðum og gulum dropum, - lúnar skeljar tóku andköf í löðrinu. Svona er að eiga afmæli á vorin, hugsaði konan þar sem hún lá undir dúnsænginni, og vakna til lífsins eins og grösin eftir harðindi og umh- leyping og allan snjóinn sem færði húsið á kaf og drakk í sig kalt sól- arljósið, svo ég var næstum því köfnuð sígandi ofan í botnlausan brunn með sleipum veggjum og slýi, - og kannski einhver þar neðra sem spenntur beið með yddar klær og log- andi tungu til að klípa og sleikja og hremma sálina, að minnsta kosti um tíma, en ekki lengur, nú var hún sloppin. Já það er merkilegt að vakna um leið og náttúran kemst á legg og teygar frjómagnið úr jörðinni, og þraukar morgunkulið. Og þetta smá- gera líf er í vissu mynstri sem eru erfð- avísar með skipanir eins og forrit í tölvu, lögun, lína og litur, og dafnar þótt það sé troðið niður í svaðið, og sannar sífelldlega að það sem er veikast, það er sterkast þegar allt kemur til alls. Sjálf er ég héluð rúða, fínriðin grisja í hvítu skini, eða brot- hætt ker sem er tekið úr miklu frosti, kalt og stökkt, en andgufan lífgar formið unzylurinn gagntekur það, til- veru þess. Þannig er ég hjúpuð mjöll- inni þar til vorþeyrinn nær mér, reynir á þanþol og tilfinning, - og garðurinn blómgast á ný. Þetta var konan að hugsa á meðan hún hlustaði á döggina þorna í gol- unni. Hann dró andann djúpt að sér, eftir nýju kerfi sem hún fékk í pósti um daginn, og hafði lært um leið, og gaf góða raun því það slaknaði á stíf- um og herptum vöðvum við háls og herðar, síðan líkaminn allur, smátt og smátt. Yndisleg tilfinning hríslaðist um hana alla, værðarleg hlýjan úr sænginni umlukti hana og það seig á hana mók. Hún lyftist upp í lauflétt mistur sem var eins og þeyttur rjómi eða dalalæða síðla sumars, milli svefns og vöku, lengi, lengi, lengi. II Skyndilega var konan horfin úr rúminu og leið áfram á mjúkum beði niður túnhallann vestan við bæinn. Guð minn góður, hugsaði hún og mændi stjörf upp í himinhvolfið og óendanleikann, hvað er að koma yfir mig? Ég vona bara að ég lendi ekki harkalega og brjóti í mér beinin! En í rauninni var hún ekkert hrædd, skelf- ingin var eitthvert snöggt viðbragð í ósjálfráða kerfinu sem strax hvarf: Það er verst að ég er enn á náttkjóln- um, og vonandi fer enginn karl að gá til veðurs svo árla dags! Hún sneri höfðinu ofur varlega svo andlitið vís- aði niður, enginn svimi, líkaminn fylgdi eftir í snúningnum, og fyrir- hafnarlaust og eðlilega rétti hún úr handleggjunum eins og fugl þenur væng: Hamingjan sanna, ég flýg! Æðarfuglinn synti í þéttum hópi á firðinum og konan taldi inn í varpið fleiri pör en í fyrra, - og hvað fæ ég nú fyrir dúnkílóið í haust? Hún renndi sér fimlega yfir klappirnar og sá nokkra feita rauðmaga líða um í þar- anum, hún teygði fingurna niður að haffletinum til að reyna viðnám vatnsins, en það var eins og rynni hnífsegg í bræddu smjöri, ekki þessi þétti þungi sem hún mundi úr kranan- um og bununni í læknum. Hvorki loftrás né þytur, enginn ilmur, ekkert hljóð, aðeins alsjáandi auga hennar eða innri skerpa sem fangaði andar- takið. Skrýtið, hugsaði konan, hvað þetta er allt öðruvísi en áður var. Varla svefn, ekki vaka. Þá var sleginn strengur í fjallinu: Draumur þinn er dagur minn dreginn snillingshöndum, hugur minn er herra þinn í hillinganna löndum. Og um leið hvarf sveitin, heima- byggð hennar, himinn, haf. Þetta er orkupunkturinn, hugsaði konan, ég er í skyggninu, hinu yfirskilvitlega, kannski í blikinu sem Yogafræðin kennir, bláma ævintýrsins. Hún sveif upprétt áfram í undur- samlegu landslagi, sem þó var varla hægt að kalla svo, því hún horfði í gegnum holt og hæðir. Framundan bylgjaðist engi með útfjólubláum rós- um í dulúðgum dansi, tvær og tvær saman eins og elskendur í bríma, síð- an sá hún sjálfa sig í gagnsæjum spegli og fór í gegnum hann með undrunar- svip, augun stór og þanin í andlitinu. Nei, ég er í kvikmynd, framúrstefnu- verki eða langtaðkominni nýjung, galdri, sjónhverfingu. Hún rann inn í tvívíða þrívídd og öfuga fjarvídd, framhjá flötum krystal reistum upp á rönd og píramída á hvolfi og snerist með ógnarhraða. Hún sá risastóran möbusarborða á himni, sem reyndar var ekki himinn, og þó, og þrefaldan spíral í ferning og keilu í hring. Ég á ekki krónu, þegar hún sá Lúsífer og Gabríel líða áfram í seiðandi tangó, upphafna á svip með luktar brár, og barátta góðs og ills fyrir bí eða hvað, sem fyrr mátti vera, - og vængirnir marglitar bylgjur. En skyndilega breyttist útsýnin og varð að ógnarstóru völundarhúsi sem þandist eins og flatur belgur yfir svið- ið svo langt sem skynjunin náði, og hraðinn jókst niður á við þar til hún þeyttist í ægilegu kasti eins og eld- flaug um geiminn, hraðar, hraðar, svo hana sundlaði og fékk væmið bragð í munninn og stífnaði öll og kreppti hnefana og kreisti aftur augun en opnaði þau aftur til að fylgj- ast með, hún varð að sjá, hraðar, og hraðar, á, síðan stormur í glerskál, elding þruma, myrkur, dá. III Hvað gerðist, var hún spurð í trún- aði litlu síðar, og hafði lítillega ym- prað á furðulegri reynslu sinni vor- morgun í maí. Konan leit á gest sinn úr djúpum fjarska og sagðist ekki muna þetta glögglega, nema hvað hana rámaði í skyndilegt rökkur þar sem rétt grillti í dökkrauða týru innan úr aflöngum helli, eða móðurlífi þótt ótrúlegt megi þykja, - og frumstæða hvöt, viðbragð, öskur. En ég var lengi þreytt á eftir. Konan kveikti sér í pípu til að drepa umræðunni á dreif og skerpa þanka sinn að upphugsa eitthvert lostæti með kaffinu, og varð litið sem snöggvast upp í holtið fyrir austan bæ- inn þar sem kálgarðurinn kúrði, og mundi þá eftir aðkallandi spursmáli: Skyldi þá ekki muna í snemmsprott- inn rabarbara í sultu í efnagerðinni fyrir sunnan? Níels Hafstein Unnur Ágústsdóttir fæddist 18. maí 1920 á Ánastöðum á Vatnsnesi, móðir hennar var Helga dóttir Þóru Jóhannesdóttur og Jóns Eggertssonar bónda þar, en faðir Unnar var Ágúst frá Þverá í Vesturhópi, sonur Sigur- bjargar Árnadóttur og Jakobs Gísla- sonar. Systkini Unnar eru: Jakob Gísli á Lindarbergi (1921), Ósk á Reykjum í Hrútafirði (1923), Jón sem býr á Hvammstanga (1924), Þór á Melum í Hrútafirði (1927), Alma á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi (1929), Sigurbjörg sem býr í Reykjavík (1931), Jóhanna Birna og Anna sem báðar eiga heimili á Hvammstanga. Eiginmaður Unnar Ágústsdóttur er Sigurður Gestsson áður bóndi í Grænahvammi, sonur Gests Ebenes- arsonar og Magnhildar Þ. Árnadóttur frá Staðarhöfða í Garðasókn, - for- eldrar hennar voru Vilborg Pálsdóttir og Árni Magnússon, en foreldra Gests Ebenesar Árnason og Ingi- björg Gestsdóttir sem víða bjuggu. Börn þeirra Unnar og Sigurðar eru þessi: Helga (f. 1944) gift Sævari Snorrasyni og búa þau í Reykjavík, þeirra börn eru fjögur og barnabörn- in einnig; Jón (f. 1947) er bóndi á Sæbóli, kona hans er Laufey Jóns- dóttir og eiga þau saman eina dóttur, en Laufey á þrjú börn fyrir; Magn- hildur (f. 1950) býr í Reykjavík með greinarhöfundi og eiga þau einn son; Ágúst Frímann (f. 1954) sem er kvæntur Þuríði Þorleifsdóttur og eiga þau tvo syni. NH ER-enn » AwvsreK&AM. Aö jfiíEDDA PUuuJ' ANNAtó Efc. Méfe. Nokk SAAAA . MER. Ú6kGuK EKKERT A D^ÍFA MÍ6 HEÍM... Föstudagur 18. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.