Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 14

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 14
Sameiginleg framtíð í veði Umhverfismálaþingið í Björgvin: Umhverfisvandinn verður ekki skilinn frá ríkjandi ój^fnuði norðurs og suðurs Þótt niðurstöður ráðherrafundarins í kjölfar umhverfisráðstefnunnar í Björgvin hafi valdið vonbrigðum, þá leiddi ráðstefnan í Ijós að sú pólitíska umbylting sem orðið hefur í heiminum á síðasta ári snertir ekki síður umhverfismálin, og að umhverfismálin eru nú komin á dagskrá í alþjóðastjórnmálum með nýjum hætti: Þjóðum heims stafar nú meiri ógn af umhverfiseyðingunni en kjarnorkuvopnunum, og um- hverfisvandinn og hin ójöfnu skipti milli norðurs og suðurs verða ekki aðskilin. Ófriðarhættan í heiminum á nú rætur sínar í spennu á milli mengunarvaldanna í norðri og fórnarlambanna í suðri, og sú afstaða sem Bandaríkin, Bretland og Kanada tóku á ráðstefnunni með því að torvelda samkomulag um sameiginlegar aðgerðir, setur þessar þjóðir í nýja stöðu gagnvart umheiminum. Þetta sagði dr. Einar Valur Ingimundarson umhverfisverk- fræðingur í samtali við Nýtt Helg- arblað, en hann sat í síðustu viku umhverfisráðstefnuna í Björgv- in. Ráðstefnan bar heitið ,,Action for a Common Future“ (Átak um sameiginlega framtíð) og var til hennar boðað af Brundtland- nefndinni, sem Sameinuðu þjóð- irnar settu á laggirnar á sínum tíma. Hlutverk ráðstefnunnar var annars vegar að gera grein fyrir því, hvernig unnið hefði verið að markmiðum Brundtland- skýrslunnar „Sameiginleg fram- tíð okkar“ (Óur Common Fut- ure) og hins vegar var þetta svæð- isbundin undirbúningsráðstefna Evrópu og N-Ameríku fyrir stóru umhverfisráðstefnuna, sem hald- in verður í Brasilíu 1992, á 20 ára afmæli Stokkhólmsráðstefnunn- ar, sem markaði þáttaskil í al- þjóðasamstarfi að umhverfismál- um. Samhliða aðalráðstefnunni, sem skipuð var sendinefndum ríkisstjórna og jafnframt opin fyrir fulltrúa áhugamannasam- taka um umhverfismál, voru einnig haldnar ráðstefnur og þing vísindamanna, verkalýðssam- taka, æskulýðssamtaka og þing atvinnurekenda sem stýrt var af Alþjóða viðskiptaráðinu (Inter- national Chamber of Com- merce). Einar Valur sagði að íslenska sendinefndin hefði verið skammarlega fáliðuð, því auk fjölmargra gagnlegra upplýsinga sem fram komu og erindi hefðu átt til íslenskra stofnana og fé- lagasamtaka, sem þessi mál snerta, þá hefði um leið verið haldin tæknisýning, þar sem fjöl- margar tækninýjungar er tengjast bættu umhverfi hefðu verið til sýnis. Aðalfulltrúi íslands á ráð- stefnunni var dr. Gunnar G. Schram, ráðgjafi í umhverfisráð- uneytinu, en auk hans sóttu ráð- stefnuna þau Magnús Magnússon prófessor og framkvæmdastjóri Vísindaráðs, Auður Sveinsdóttir formaður Landverndar og Júlíus Sólnes umhverfisráðherra, sem sat aðeins hluta ráðstefnunnar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sat einnig ráðherr- Alþjóöleg mengunaiiöggjöf á næsta áratug Hafréttarsáttmálinn verður fyrirmynd slíkrar löggjafar segir Jens Evensen Menn eru æ betur að átta sig á að umhverfisvandinn er ekki staðbundið vandamál, heldur sameiginlegt vandamál alls mannkyns, án tillits til landa- mæra. Lausn alvarlegustu um- hverfisvandamálanna getur því ekki falist í staðbundnum aðgerð- um nema þeim sé jafnframt fylgt eftir á alþjóðavettvangi. Þetta á einkum við um mengun and- rúmslofts og sjávar, en í rauninni einnig mengun jarðvegs og grunnvatns sem skerðir afkomu- möguleika mannkynsins í heild til frambúðar. Einn helsti hvatamaður að setningu alþjóðlegrar löggjafar um mengunarmál hefur verið Jens Evensen fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra Noregs, sem nú starfar sem dómari við Alþjóða- dómstólinn í Haag og nýtur hvar- vetna viðurkenningar sem fræði- maður á sviði alþjóðaréttar. Evensen sagði á ráðstefnunni í Björgvin að Alþjóðlegi hafrétt- arsáttmálinn hafi verið sá áfangi í átt til alþjóðalöggjafar um um- hverfismál sem marka muni stefnuna í undirbúningi alþjóð- legrar umhverfislöggjafar. Evensen sagði á ráðstefnunni í Björgvin að hann vonaðist til þess að slík löggjöf sæi dagsins ljós innan fimm ára, en kannski væri raunsærra að miða við 10 ár. Einar Valur Ingimundarson telur það verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að vinna að því á vett- vangi Norðurlandanna að skapa Jens Evensen: Hafréttarsáttmál- inn er grundvöllur alþjóðalaga um umhverfisvernd. virkan stuðning landanna fimm við það merka starf sem Evensen hafi unnið að undirbúningi þessa máls. ísland hefði á sínum tíma átt visst frumkvæði í mótun Haf- réttarsáttmálans, og hann væri kannski okkar helsta skrautfjöð- urí umhverfismálunum. Sú vinna hefði í fyrstu verið rekin sem beint peningalegt hagsmunamál, en árangur hefði fyrst náðst þegar fiskveiðilögsagan var túlkuð sem liður í verndun náttúruauðlinda hafsins. Mörg ákvæði sáttmálans væru þess eðlis að ekki þyrfti nema að breyta fáum orðum til þess að hægt væri að snúa honum upp á aðrar náttúruauðlindir. -ólg Willy Brandt. afundinn, sem haldinn var í kjöl- far ráðstefnunnar. Læknirinn sem blóðsuga Meðal kunnra einstaklinga sem sóttu ráðstefnuna má nefna Willy Brandt, forseta Alþjóða- sambands jafnaðarmanna, sem mjög hefur beitt sér fyrir alþjóð- legu átaki á sviði umhverfis- og þróunarmála. Brandt gerði ör- yggismálin að umræðuefni í Björgvin og lagði til að Vistfræði- legu öryggisráði yrði komið á laggirnar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Brandt sagði að skil- greining manna á öryggi í fram- tíðinni yrði ekki eingöngu hern- aðarleg, því umhverfisvandinn og vaxandi vandamál flótta- manna vegna umhverfiseyðingar væri fyrirsjáanleg öryggisógnun í framtíðinni. Brandt sagði að þótt viss ár- angur hefði náðst í auknum skiln- ingi á því hvernig vanþróun í þriðja heiminum tengist vist- kreppunni og ógni öryggi alls mannkyns, þá mætti enn líkja þróunaraðstoð iðnríkja við van- þróuðu ríkin við „samband lækn- is og sjúklings, þar sem sjúkling- urinn gefi lækninum blóð“. Tvö lykilhugtök Einar Valur sagði að tvö lykil- hugtök hefðu verið gegnumgang- andi í umræðunni. Annars vegar hugtakið „sustainable develop- ment“, sem þýða má sem varan- A umhverfisráðstefnunni kom fram samstaða meðal náttúru- fræðinga, hagfræðinga, lög- fræðinga og félagsfræðinga um að nauðsynlegt væriað reikna umhverfiskostnaðinn inn í markaðsverð framieiðsiunnar legaþróun til sjálfshjálpar. Þar er átt við að sú aðstoð sem veitt er vanþróuðum ríkjum verði að vera þess eðlis, að hún taki tillit til náttúrlegs og efnahagslegs um- hverfis á staðnum, þannig að hún leiði til varanlegs og viðvarandi bata í efnahagslegu og vistfræði- legu tilliti. Hins vegar er það „Varúðar- reglan“ svokallaða (Precaution- Varanleg þróun til sjálfshjálpar iykiiorð í allri umræðu um um- hverfis- og þróunarvandann ary principle), sem gengur út á það að vísindalegar líkur á hættu- legri röskun umhverfisins séu nægilegar til þess að gripið sé í taumana. Ekki þurfi að bíða vís- indalegra sannana, t.d. vegna gróðurhúsaáhrifanna. Á ráðstefnunni settu fulltrúar Bandaríkjanna sig á móti þessari reglu og stóðu gegn því að sett yrðu ákveðin markmið að vinna að vegna koltvísýringsmengunar. Fulltrúar Bretlands, Kanada og Sovétríkjanna reyndust sömu skoðunar, og mörkuðu sér þann- ig sérstöðu á ráðstefnunni. Hverfandi risaveldi Einar Valur taldi áberandi að bág efnahagsstaða Bandaríkj- anna kæmi þarna í ljós: þau væru að missa fótanna í efnahagslegu tilliti gagnvart Evrópu og A-Asíu og teldu sig ekki hafa efni á að taka á umhverfismálunum með festu, þrátt fyrir samdrátt í hern- aðarútgjöldum. Til dæmis hefðu Bandaríkin nú enga fjármuni til að leggja fram við endurreisn A- Evrópu. Fyrirsjáanlegt sé að þeir muni leggja niður flestar her- stöðvar sínar í Evrópu, varaflug- vallarmálið hér á landi sé aðeins forsmekkur þess sem koma muni. Gagnvart Evrópuþjóðunum snúi dæmið öðruvísi við. Þótt þær hafi kannski ekki mikið fjármagn aflögu til langtíma fjárfestinga í A-Evrópu, þá sjái þær möguleika á því að veita þangað fé til um- hverfismála. Mengunarvarnir þar eru á frumstigi, og hver króna Willy Brandt: „Aðstoð iðnríkj- anna við þróunarlöndin má líkja við samband sjúklings og lækn- is, þar sem sjúkiingurinn gefur lækninum blóð“ sem varið er til að stemma stigu við loftmengun í A-Evrópu mun nýtast margfalt betur þar en t.d. á Norðurlöndum, þar sem vandinn snýst meira um fínhreinsun á út- blæstri, sem alltaf er kostnaðar- samari. Loftmengunin frá A- Evrópuríkjunum er hins vegar sameiginlegur umhverfisvandi Mið- og N-Evrópuríkjanna. Umhverfis- vandinn í A-Evrópu Ástandið í mengunarmálum A-Evrópu er mun verra en menn höfðu gert sér grein fýrir. Og vestur-Evrópuríkin eru þar ekki laus við alla ábyrgð. Til dæmis uppgötvaðist það eftir að Berlín- armúrinn var opnaður, að skammt fyrir utan Berlín er rusla- haugur sem er 70 hektarar að flatarmáli og um 17 m. á dýpt. Þetta sorp er ekki austurþýskt, heldur kemur það frá V- Þýskalandi. Austurþýsk stjórn- völd höfðu tekið við vesturþýsku sorpi gegn vesturþýskum mörk- um með fullyrðingum um að því yrði eytt með nýjustu tækni. Úr þessu varð hins vegar umfangs- mesti sorphaugur álfunnar sem jafnframt hefur að geyma ómælt magn eiturefna sem mengað geta grunnvatnið. Arðurinn af þess- um viðskiptum alþýðulýðveldis- ins rann í eitthvað allt annað en mengunarvarnir. Einar Valur segir að það séu ekki bara V-Þjóðverjar sem hafi losað sig við eitur og sorp austur- fyrir múrinn. ftalir, sem standa framarlega í hvers kyns efnaiðn- aði, geta til dæmis ekki gert grein fyrir 95% þeirra eiturefna sem efnaiðnaður þeirra hefur skilið Gro Halem Brundtland. eftir. Stór hluti þeirra fór austur fyrir og enginn veit hvað af hon- um varð. Nauðsyn krefst þess nú að Evrópuþjóðir í austri og vestri 14 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990 Umhverfisvitundin prófuö „Hugsaðu hnattrænt, starfaðu stað- bundið” eru einkunnarorð dönsku nefndar- innar sem hefur haft það hlutverk undan- farin 2 ár að fýlgja eftir þeim málum, sem Brundtland-skýrslan leggur áherslu á. Nefndin hefur um 21 miljón danskra króna til ráðstöfunar á þessu ári, og fer þriðjung- ur tjárins í ffæðslustarf og tveir þriðju til sérstakra umhverfisverkefna. Nefndin hef- ur lagt áherslu á upplýsingu og þátttöku al- mennings, og hefur í því skyni meðal ann- ars nýtt sér lýðháskólakerfið danska. Hér á landi hefur ffæðsla um umhverf- ismál verið vanrækt í skólakerfinu, og verkleg kennsla úti í náttúrunni verið hverf- andi lítil. Eftirfarandi krossapróf rákumst við á í norrænum bæklingi. Það á að vera mæli- kvarði á hversu meðvituð við séum um umhverfisvandann í daglegu lífi okkar. Hversu meðvitaður ert þú um umhverfið? Rétt er að hafa í huga að aðgreining sorps er ekki skipulögð með sama hætti hér og víða á Norðurföndunum af hálfu yfirvalda. Hversu oft hefur þú: Ailtaf Oft Sjaldan Aldrei Óþarft 1. safríað rafhlciðum, málningar- og i lakkleifum, pappir og gleri til sérstakrar i losunar á þar til gerða móttökustaði? 2. valið vörur sem ekki spilla umhverfinu, t.d. víð innkaup á pappír, þvottaefni og húsgögnum? 3. sniðgengið einnota brúkshluti ein$ og diska, hnifapör, innkaupapoka úr piasti o.s.frv.? 4. valið orkuneyslugrönn tæki viö innkaup á (sskápum.frystikistum, þvottavélum, uppþvottavéíum o.s.ffv.? ;.y: i':,; 5. notað almenningssamgöngur i stað einkabils? 6. skipuiagt samnýtingu farartækis með nágrónnum eða öðrum? 7. ekiö með hóflegum hraða til að spara orku? 8. gætt þess að láta bílvéiina ekki ganga i biðstöðu? 9. sparað orku, m.a. með hitastilii, koma fyrir vatnssparandi sturtubaði, bættri húseinangrun, og með því að nota ekki rafknúinn fataþurrkará? 10. gert eitthvað á þínum vinnustað eða í skólanum fyrir umhverfið? Flestir hafa möguleika til sliks án tilifts til vinnustaðar. Hefurþú bertt þérfyrir orkuspamaði eða komið á pappírsinnheimtu? Efþú átt flesta krossa í tveim fyrstu dálkunum ertu á léttrí braut, Reyndu að hafa áhrifá aðra! Eigírþú flesta krossa i „sjaldan” eða „aldrei” stendurþú nærriþví að geta kallast umhverfisspillir. Hvemig ætlarþú að bregðast viðþvi? Klipptu prófíð útog festu á ís- sképinn þinn. Það mun ekki taka langan tíma að bæta sig! taki höndum saman um þessi mál, og var augljóst á ráðstefn- unni að mönnum var þessi nauð- syn ljós. Þannig vildi De Menea um- hverfismálafulltrúi Evrópuband- alagsins taka mun strangar á þessum málum en lokayfirlýsing- in gerði, og gagnrýndi hann Bandaríkin meðal annars harð- lega fyrir að vilja nota annan mælikvarða á mengun í þróunar- löndunum en heima fýrir. Hagfræði og náttúruvernd Einar Valur sagði það athyglis- vert, sérstaklega á vísindaráð- stefnunni, hvernig samstaða hefði nú myndast á milli náttúru- vísindamanna, hagfræðinga og félagsfræðinga um pólitískt eðli umhverfisvandans. Skógarhögg- ið í Amazón og greiðslubyrði Brasih'u væru tvær hliðar á sama vandanum og lýstu honum vel: annars vegar allt of lágt grunnverð á hráefnisauðlindum og hins vegar allt of háir vextir af Grunnverðið á hráefnislindum jarðarerofiágtog vaxtabyrði þróunarríkjanna er allt ofhá til að kerfið fái staðist til lengdar lánum. Markaðshagkerfið þyrfti að taka tillit til þessara atriða ef það ætti ekki að kollsteypa sjálfu sér og eyðileggja vistkerfi jarðar- innar um leið. Það væri öllum hagfræðingum ljóst að þróunar- ríkin gætu ekki greitt rentu af lánsfé sem miðaði við hámarksaf- rakstur fjármagns í iðnríkjunum. Skuldir þróunarríkjanna við Al- þjóðabankann og aðrar alþjóð- legar fjármálastofnanir yrðu aldrei greiddar. Það væri í raun- inni bara formsatriði, hvemig ætti að afskrifa þær. Jafnframt yrði markaðskerfið að taka um- hverfisáhrifin með í reikninginn við verðlagningu hráefna. Ef mikilvægi regnskógarins fyrir vistkerfi jarðarinnar væri reiknað inn í verðið á harðviði myndu efnahagslegar forsendur þeirrar rányrkju sem þar á sér stað hverfa. Einar Valur sagði að margir bindu vonir við að hægt væri að beita efnahagslegum Einar Valur Ingimundarson: Umræðan um umhverfismálin erekki lengur einkamál græningja. Ljósm. Jim Smart. markaðsaðferðum til þess að leiðrétta heimsviðskiptin hvað þetta varðar, en með áframhald- andi þróun myndi vistkreppan á endanum reikna dæmið út og leiðrétta bókhaldið. Þá yrði reikningurinn sem greiða þarf hins vegar umtalsvert hærri. Meðal þeirra sem komu fram á ráðstefnunni var Lloyd Timber- lake, sem verið hefur starfsmað- ur Brundtlandnefndarinnar. Hann tók svo djúpt í árinni að segja, að ekki væri raunhæft að tala um umhverfisvandamál lengur. Þessi vandamál væru svo samofin vanda þróunarríkjanna, að aðgreining þeirra yrði bara til þess að menn héldu áfram að þvo hendur sínar. Réttara væri að tala einungis um þróunarvandamál, umhverfismálin væru einfaldlega hluti þeirra. Einar Valur sagði að lokum, að á ráðstefnunni hefði berlega komið í ljós, hvernig umhverf- ismálin væru orðin samofin heimspólitíkinni. Þær breytingar sem átt hefðu sér stað í A-Evrópu á síðastliðnu ári hefðu styrkt þann skilning umhverfisvemdar- manna, að umhverfisvandinn væri samofinn hinum ójöfnu skiptum á milli norðurs og suðurs, og það væri afstaða manna til þess vanda sem endan- lega skæri úr um það hvar menn stæðu í umhverfismálunum. -ólg Koltvísýringskvóti á íbúa jarðar um alþjóð- Á umhverfisráðstefnunni í Osló voru ræddar hugmyndir lega mengunarkvóta fyrir andrúmsloftið Ein þeirra fjölmörgu hug- mynda sem ræddar voru á um- hverfisráðstefnunni í Bergen í síðustu viku voru hugmmyndir um skattlagningu á nýtingu þeirrar náttúruauðlindar sem andrúmsloftið er. Lofttegundin koltvísýringur, sem myndast við brennslu kol- efna og olíu, er sem kunnugt er einn helsti orsakavaldur gróður- húsaáhrifanna svokölluðu í and- rúmsloftinu. Talið er að gróður- húsaáhrifin muni geta hækkað hitastigið á jörðinni um 1-4 gráður á næstu tveim áratugum, hækkað yfirborð sjávar og gjör- breytt vistkerfi jarðarinnar. Einkum munu áhrifin koma illa niður á þjóðum þriðja heimsins sem búa í hitabeltinu. Þessar þjóðir eiga hins vegar minnsta sök á vandanum, þar sem elds- neytisneysla er margfalt meiri á íbúa í iðnríkjum norðursins. Ef við lítum á andrúmsloftið sem náttúruauðlind er hafi sitt verð - sem það sannanlega er-, þá ættu að gilda um hana sömu lögmál og til dæmis fiskimiðin, segja menn. Þessi verðmæti verða að fá sitt verð til þess að hagkerfið og um leið vistkerfið kollsteypist ekki. Tillaga sem breskur fræðimað- ur á sviði umhverfismála, Micha- el Grubb, setti fram á ráðstefn- unni, gengur út á það, að á al- þjóðaráðstefnu geri þjóðir heims með sér samkomulag um hversu mikið koltvísýringsmagn sé leyfi- legt að setja út í andrúmsloft jarðarinnar á ári án tillits til land- amæra. Síðan verði settar reglur um það hvernig leyfum til losunar verði skipt og þau síðan sett á frjálsan tímabundinn leigumark- að. Við fyrstu sýn virðist réttlátast að miða leyfin við ákveðið magn á einstakling. Til dæmis að hver einstaklingur fái rétt til að láta 1 tonn af koltvísýring út í andrúms- loftið á ári. Nú skiptist þessi notk- un náttúruauðlindar andrúm- sloftsins þannig, að Bandaríkja- menn nýta 5 tonn á ári á einstak- ling í útblástur, önnur iðnríki 2-3 tonn og þróunarríkin um 0,5 tonn. Þetta þýðir að iðnríkin þyrftu að kaupa rétt til áfram- haldandi kolefnabrennslu í sama mæli af þróunarríkjunum. Þessi regla hefur einn ókost: hún verkar hvetjandi á fólksfjölg- un. Þess vegna hafa menn látið sér detta í hug að miða við full- orðna einstaklinga (eldri en 21 árs). Þessi regla kæmi sér hins vegar hlutfallslega betur fyrir iðnríkin vegna þess að þær þjóðir hafa hærra hlutfall fullorðinna einstaklinga. Koltvísýringsgj ald- ið hefði tvíþætt áhrif: það myndi hvetja til orkusparnaðar og hægja á gróðurhúsaáhrifunum og það myndi jafna tekjuskiptingu norðurs og suðurs á grundvelli sameiginlegs og jafns réttar allra íbúa jarðarinnar til þeirrar nátt- úruauðlindar, sem andrúmsloftið er. Sú staðreynd að umræða sem þessi er komin af stað sýnir okkur þá snöggu viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað varðandi það viðfangsefni að reikna umhverf- isfórnir og umhverfiseyðinguna inn í hagkerfi sem hingað til hefur litið á margar auðlindir jarðar- innar sem ótæmanlegar. -ólg Föstudagur 18. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.