Þjóðviljinn - 18.05.1990, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Qupperneq 20
PISTILL Einar Már Guðmundsson Skammar krókar veraldar Þegar menn höguðu sér illa í skóla voru þeir settir í skammarkrókinn, sátu í stól út í homi og sneru baki í hina. Tilfinninguna sem þessu fylgir þekkja flestir. Hún er smækk- uð mynd af hugmyndinni um fangelsi, og nokkuð snjöll. Sá útskúfaði snýr baki í félaga sína og lærir ef til vill á stutt- um tíma að betra sé að eiga samleið með þeim. I uppeldismálum getur skammarkrókurinn því verið eins konar hom innri íhugun- ar, jógamiðstöð fyrir átta ára gamla stráka, en stúlkur voru afar sjaldan homrekur í þess- um skilningi. Tossabekkir vom aftur á móti einn sam- felldur skammarkrókur, ekki innbyrðis í sínu samfélagi, heldur gagnvart skólastofunni sem heild. Með Grunnskólalögunum skilst mér að tossabekkir hafi horfið; hvort þau hafi einnig aflagt skammarkrókinn treysti ég mér ekki til að segja. En tossabekkir og skammarkrók- ar blómstra hinsvegar í alþjóð- legum samskiptum og þar dylst engum kúgunareðlið. Þjóðum er ýmist dembt í einn tossabekk eða þær fá að dúsa í skammarkróknum um hríð. Þessa dagana eru Litháar og aðrar Eystrasaltsþjóðir í skammarkróknum hjá Gorbat- sjov. Kúbanir eru aftur á móti heill tossabekkur í augum Bandarikjamanna; og það þó þeir hafi fyrstir útrýmt ólæsi á sínum slóðum. Gorbatsjov hótar að breyta Eystrasalts- þjóðunum i þrjá stóra tossa- bekki; Austur-Evrópu-þjóð- imar hafa aftur á móti tekið upp nýtt skólakerfi. Þegar Olof Palme mót- mælti stríðsrekstri Bandaríkja- manna í Víetnam fóru Svíar í skammarkrókinn; en stoppuðu stutt. Þá hefur það og tíðkast að þjóðir hafa verið tossar þó nokkra hríð og jafrivel gerst svo djarfar að vilja sjálfar finna út úr eigin trassaskap, en þá hafa aðrar þjóðir og stærri komið og skipt um kennara, sett lögleg yfirvöld út af sakra- mentinu. Pinochet ku hafa ver- ið landafræðikennari áður en hann vann sig upp í hemum og skólastjóramir í Pentagon fengu hann til að beija Chile- búa til hlýðni. Þannig er skólastofa stjómmálanna. Hinar svo- nefndu stórþjóðir veifa kenn- araprikunum og „hetjuskapur” í kennsluaðferðum fer sí- minnkandi. Innrás Bandaríkja- manna í Grenada árið 1983 var hliðstæð og ef Svíar réðust með öllum sínum herstyrk á Grímsey. En hvemig fá þessar kennsluaðferðir staðist? Stór- veldin ráða yfir herjum en vald þeirra og kennsluhættir gegn- sýra lika hugsunina, sjálft tungumálið. Þó allir viti að miðja jarðar er þar sem hver jarðarbúi er staddur hverju sinni tala menn um stórar þjóðir og smáar þjóðir, jaðar- svæði, heimshom, útkjálka- menningu og fleira í þeim dúr. Ekkert þessara orða tjáir nein landfræðileg sannindi. I þeim birtast aðeins ríkjandi valdahlutföll og skipting heimsins í samræmi við þau. Frammi fýrir andanum em þjóðir hvorki litlar né stórar og oft em stærstu menningara- frekin unnin fjarri þeim slóð- um sem taldar em miðja jarðar og nafli heimsins. A meðan Grikkir skópu sagnakveðskap sinn, Odys- seifskviðu og Ilíonskviðu, vom Persar stórveldi; en ekk- ert hliðstætt liggur eftir þá. Kannski mun tuttugusta öldin verða Imm jafn hagstæð í sam- anburðinum við engilsaxnesku stórþjóðimar: Yeats, Beckett, Joyce. I ljóðagerð, leikritun, sagnalist vill svo til að Irar eiga fmmkvöðla á öllum svið- um. Það sama gildir um Suð- ur-Ameríkuríkin gagnvart Bandaríkjum Norður-Ameríku nú á seinni hluta tuttugustu aldarinnar og mér segja fróðir menn að drifkraftinn í menn- ingarsköpun innan Sovétríkj- anna sé einmitt að finna í litlu lýðveldunum. Að minnsta kosti á menningarsviðinu virð- ast „smáþjóðimar” soga til sín sköpunarkraftinn. Þetta er athyglisvert þegar haft er i huga að í gegnum fjöl- miðla og fleira reyna stórveld- in stöðugt að styrkja forræði sitt. Margir hafa óttast fjöl- miðlun nútímans: gervihnett- ina, popplögin; hina alþjóð- legu sambræðslu. Staðreyndin er hins vegar sú að mitt í þess- ari alþjóðlegu sambræðslu leitar öll listræn sköpun æ meir á slóðir hins sérstaka: þess staðbundna og þjóðlega. En þessi sérkenni, hvort sem um er að ræða þjóðir, menningarsvæði eða heimsálf- ur, verða aðeins tjáð með að- ferðum sem orðið hafa til í ald- anna rás og eru því sameign mannkyns. I íslenskri list koma áhrifin alls staðar að en fjöllin og fimindin drekka þau í sig og slípa til eftir sínu höfði. Umheimurinn rennur inn í eyjuna og eyjan er sinn eigin umheimur. Takist leiðtogum „smá- þjóðanna” að virkja þann kraft sem býr í efhahag þeirra og menningu er lítil hætta á að þær verði homrekur í samfé- lagi þjóðanna, jafnvel þó þær standi fyrir utan skriffæðis- samkundur sem vilja setja reglugerðir um allt. Þær munu ekki láta setja sig í skammar- krókinn eða skipa sér í tossa- bekki, enda hæpið að stór- veldafyrirkomulagið vari til eilífðar. 20 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990 Islendingar í New York. Islensk nútímalist verður til sýnis í Gallerí American-Scandinavian Foundation I New York (lok maí að frumkvæði utanríkisráðuneytisins og Listasafns Reykjavíkur, sem valdi verk á sýninguna úr sinni eigu. Á sýningunni eru verk eftir Svövu Bjömsdóttur, Margréti Jónsdóttur, fvar Valgarðsson, Helga Þorgils Friðjóns- son Gunnar Om, Kjartan Ólason og Brynhildi Þorgeirsdóttur. Sýningin ber heitið „Fragment of the North”, og hefur vegleg sýningarskrá verið gefin út með texta eftir Gunnar B. Kvaran. Myndin hér að ofan er eftir Helga Þorgils. Bylting í ríki útvaldra í sögu margvíslegra uppreisna þessarar aldar er oftlega getið um augnablikið þegar lýðurinn þyrp- ist út á götumar, eirir engu vald- boði lengur, kveikir i, brýtur rúð- ur og heimtar sinn rétt. Það er augnablikið sem allir byltingar- menn bíða eftir og gerir þeim kleift að þreyja þorrann og góuna. Það sem hins vegar enginn átti von á hér í Reykjavík í byijun maímánuðar, nema þá Viadimir ílitsj þeirrar djassbyltingar sem nú er á allra vömm, útvarpsmað- urinn Ólafur Þórðarson, var að reykvískur almúgi myndi í heila viku streyma í miðbæinn og troð- fylla átta krár þar sem tónlistin hljómaði frá sunnudegi til fimmtudags að báðum dögum meðtöldum. Og öngvar útlenskar stjömur þurfti til að vinna þennan breiða massa til fylgis við mál- staðinn. Ekki er ástæða til að telja upp djassböndin hér, en gleðiefni hversu fjölbreytt flóran var og að menn létu ekki vegalengdir aftra sér „búgívúgímeistarinn” Ámi ís- leifs kom með heilt band austan af fjörðum. Sérstakir fulltrúar Is- lands á þessum djassdögum nor- rænu útvarpsstöðvanna vom söngkonan Ellen Kristjánsdóttir og flokkur mannsins hennar (þ.e. Mezzoforte ásamt þeim Sigurði Flosasyni og Rúnari Georgssyni) og vom landi sínu til mikils sóma. Það vom erlendu hljómsveitimar Iíka, dansk-norska túbu- og básúnubandið sem spilaði hug- ljúfar útsetningar í Iðnó á fostu- dagskvöldið, þokkalegur kvintett Svíans Hákáns Werling sem skartar einu mesta kontrabassa- sveifluljóni á Norðurlöndum, Lars Lundströrri, og sveit Jukka Linkola frá Finrilandi. Á laugar- dagskvöldið var svo galafest á Hótel Borg og keyrði þá fólks- mökkurinn svo fram úr hófi að langtum færri komust að en vildu og helmingur þeirra sem inni sátu sáu ekki músíkantana og nutu tónlistarinnar úr útvarpi í beinni útsendingu, en sjöfold breiðfylk- ing æsingamanna hafði stillt sér upp á milli salanna tveggja. Þá Tómas R. Einarsson skrifar um djass hvarflaði hugurinn til hins há- vaxna Grindvíkings Guðbergs Bergssonar sem eitt sinn skrifaði um reyndar ekki að öllu leyti sambærilegt atvik: „Að venju vom hinir lágvöxnu á sífelldum þönum og leituðu að smugu til að sjá eða komast að. Stundum réttu þeir upp hendur á herðar þeim næsta og hoppuðu upp með glennt augu, en með heldur litlum árangri. Það er sárt að vera smá- vaxinn þegar stóratburðir gerast í þvögu.” Lokatónleikar vikunnar vom svo í Borgarleikhúsinu á sunnu- dagskvöld þar sem norræna stór- sveitin lék lög og útsetningar eftir Ole Kock Hansen, Stefán S. Stef- ánsson, Gugge Hedrenius og Jukka Linkola. Skemmst er frá því að segja að þar var húsfyllir og ekki laust við að nokkum ugg setti að þeim rétttrúuðu sem höfðu séð fæst þessara andlita á sellufundunum og sem vilja frem- ur að djassflokkurinn sé lítili og harður en stór og linur. Slíkar hugrenningar hurfu þó skjótt á braut, þegar sveitin upphóf raust sína, þvílíkur málmblástur hefur ekki oft heyrst hér á landi. Píanó- leikarinn Ole Kock Hansen er hagleiksmaður íaljri sinni tónlist, en hin danska prúðmennska er stundum óþægilega laus við það fjör sem býr í plebbanum, eitur meira eitur, ör vil ég dansa og heitur. Það var skógarbjöminn Gugge Hedrenius sem dansaði á sviðinu, sveiflaði hrömmunum og brýndi menn til átaka. Einnig kom á daginn að þessi sænski lög- fræðingur kann að búa til fínlegri músík en hljómsveit hans spilar allajafna á böllum. Það gustaði af Vindhviðum Stefáns S. Stefáns- sonar, sem vom Iatneskrar ættar í ryþmanum, en þar hefði þó að ósekju mátt skipta út hinni finnsku hrynsveit og fá inn á völl- inn flokk mannsins hennar Ellen- ar Kristjáns, þeir piltar em nefni- lega allt að því heimsmeistarar í dönsum af því tagi. Finnski pí- anistinn og tónskáldið Jukka Lin- kola kann að bregða sér í ýmis gervi, stundum stendur músík hans skuggalega nálægt hragl- andanum sem dynur á manni frá popprásunum, við önnur tækifæri hugsar hann sig lengur um, en hugkvæmni og flinkheit í útsetn- ingum em trúlega hans sterkasta hlið. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason var einleikari í rólegu lagi eftir Linkola, Syrene, og vom ekki önnur lög glæsilegar blásin á þessum konsert, þar skeikaði hvergi í öguðum en tilfinninga- þmngnum leik. Þá má ekki skiljast svo við þessa umsögn um djasshátíðina að ekki sé borið lof á það framtak að fá íslenska djasspíanista og að- stoðarkokka þeirra til að spila síð- asta lag fyrir fréttir í hádegisút- varpinu. Þar fékk margur góður drengur sína heitustu ósk upp- fyllta, en undirrituðum er málið svo skylt að um það verður ekki skrifað meira hér.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.