Þjóðviljinn - 18.05.1990, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Qupperneq 21
Ég hefi verið að velta þessu hér fyrir mér. eru höfðingjar at- vinnulífsins, forstjórar og odd- vitar fyrirtækja, orðnir að eins- konar heilögum kúm í samfé- laginu? Sem enginn svo mikið sem atyrðir og allir víkja úr vegi fýrir með ótta og virðingu? Þeirra er viröingin Svenska Dagbladet skýrði ekki alls fyrir löngu frá skoðana- könnun meðal Svía um virðingu þeirra og virðingarleysi fyrir at- kvæðamönnum í samfélaginu. Þar kom á daginn að aðeins um 30% Svía bera mikla eða sæmi- lega virðingu fyrir stjómmála- mönnum. Aftur á móti sögðust um 60% eða fleiri bera drjúga virðingu fyrir forstjórum fyrir- tækja. Menn fóru svo að leggja út af þessu í blaðinu og bcntu á það, að þessir tveir hópar væru í mjög misjafnri stöðu. Stjómmálamenn yrðu, eðli málsins samkvæmt, sí- fellt að vera fyrir opnum tjöldum að draga úr virðingu manna fyrir öðrum stjómmálamönnum. Tor- tryggnin er, sögðu menn, nauð- synlegur partur af lýðræðinu. Auk þess getur enginn stjóm- málamaður staðið við það sem hann vill eða langar til að lofa, því að stjómmál em list málamiðlun- ar. Aflur á móti krefjasl menn ekki annars af forstjómm en að þeir sjái um að tiltekin vara sé á markaði, sæmilega á sig komin. Stríðið milli þeirra er auglýsinga- stríð, sem sneiðir ekki að persón- um þeirra. Kannski fáum við í nokkum tíma æsilegar fréttir af stríði einhverra mógúla um yfir- ráð yfir sjónvarpsstöð eða versl- unarkeðju. En hin sameinandi raust hagsmunanna er svo sterk, að þegar minnst varir er allt fallið í ljúfa löð og allir em elsku bræð- ur í nýrri samsteypu. Samanber það sem gerðist þegar íjölmiðla- risinn nýi varð til á dögunum. Ótlinn við valdiö Svo er annað. Menn gleyma því oft að eign er vald. Forræði yfir fyrirtækjum er vald og það vaxandi. Það er rétt sem Ellert B. Schram sagði í nýlegum laugar- dagspistli í DV: „Þeir (stjóm- málaflokkamir) eru þverrandi afl í hinum harðnandi heimi fésýsl- unnar. Það em karlamir í for- stjóraherbergjunum sem em kóngamir í kerfinu.” Og valdi fylgir drjúgur og lamandi ótti við þá sem með völd fara. Það var hreint ekki út í hött sem Sæmundur Guðvinsson greindi ffá i fréttaskýringu um sjónvarpsrisann nýja í Alþýðu- blaðinu. Forsprakkar fjölmiðl- arisans komu til skrafs í ffétta- þætti Stöðvar 2 og nú brá svo við að fréttamaðurinn hafði gleymt öllum þeim „hvössu og gagn- rýnu” spumingum sem hann beit- ir t.d. að stjómmálamönnum. Öðm nær segir Sæmundur: „Hann sat þama eins og ferming- ardrengur sem er að sækja um sumarvinnu með húfuna milli handanna og telur sig þurfa að af- saka návist sína með hógværu og vandræðalegu orðfæri.” Menn þora ekki að espa sjálf- an Skugga-Svein! Eða leiti nú hver um sig svars við þessari spumingu hér: Hve- nær frömdu fréttamenn síðast það afrek að skoða feril fjármálahöfð- ingja, fyrirtækjakóngs - með þó ekki væri nema hálfri þeirri ýtni eða ágengni sém þeir nota við að rekja gamir úr pólitikusi? Menn gætu kannski svarað með því að vísa til Hafskipsmálsins og þeirr- ar vinnu sem Helgarpósturinn lagði í það. En í fyrsta lagi: Haf- skipsmálið er orðið nokkurra ára gamalt. í öðru lagi: verjendur Hafskipsmanna telja það bersýni- lega vænlegt til að snúa máli sínu í sókn að kenna fjöimiðlum um allt saman! Manni skilst helst að ef fréttamenn hefðu haldið kjafti þá hefðu Hafskip aldrei á hausinn farið og Utvegsbankinn ekki tap- að grænum eyri. Fátækt er Ijót Gott dæmi um þessa feimni við þá sem eiga fýrirtækin og þá landið er reyndar sú hetgargrein í DV eftir Ellert B. Schram sem áðan var vitnað til. Sá ritstjóri lætur öðm hvoru undan tilhneig- ingu til að býsnast yfir vaxandi stéttaskiptingu í þjóðfélaginu, yfir því hvemig „teygist á bilinu milli ríkidæmis og fátæktar” eins og hann segir. En ekki hefur hann fyrr sleppt orði í þá veru en hann fái bakþanka og taki það aftur sem hann sagði rétt áður. Til dæmis: Ellert B. Schram telur að fimmtíu þúsund króna mánaðarlaunum fylgi fátækt og Heilagar kýr hlutabréfanna erfiðleikar sem ekki megi þegja yfir. „Þá er hún (fátæktin) þjóðfé- lagslegt misrétti sem er blettur á samvisku þjóðar sem vill búa vel að þegnum sínum og boðar jafn- ræði og velmegun á tyllidögum.... Þá er kominn tími til að gera meir og betur en hafa samúð með lág- launafólkinu á útifundum.” Ég meinti ekkert meé þessu í framhaldi af þessu er svo tal- að um það í laugardagspistli DV að hinir ríku séu að verða ríkari og að hlutabréfakóngar séu sífellt að sölsa meira undir sig. En sem fyrr segir: ádrepuhöfundurinn eins og iðrast dirfsku sinnar í miðjum klíðum og biður andskot- ann fyrirgcfningar á því sem hann hefur gott gert. Skoðum þessa klausu hér: „Meðan verkalýðshreyfingin barðist fyrir lágmarkslaunum græddu kaupahéðnar á fjármála- spekúlasjónum. Meðan visitölufjölskyldan barðist í bökkum komu kaup- sýslumenn olíukóngar, bygginga- meistarar og fiskverkendur ár sinni vel fyrir borð. Hér má ekki misskilja að nýriku fjölskyldum- ar hafi safnað sínum auðæfum á kostnað annarra. Oftast vom hér á ferðinni dugnaðarforkar sem nýttu sér tækfærin, færðu sér at- hafnarými og verslunarfrelsi í nyt.” ftiér! Þessi grein er dæmi um á- stand sem kcmur fram með ýms- um hætti: Það er leyfilegt að geta þess að hluti fólksins búi við þröngan kost. Það má fella eins og einn siðferðilegan dóm um það („blettur á samvisku þjóðar- innar”). En ekki meira. Það má ekki lcggja með neinu móti út af þvi fomkveðna að „eins dauði er annars brauð”. Enginn hefúr gert neinum neitt. Þeir sem græða á „fjármálaspekúla- sjónum” þeir hafa Ami Bergmann aldrei gert neitt verra en að „grípa tækifærin”. Enginn hefur þá væntanlega okrað á hýsbyggjend- um eða komist yfir íbúð félitils manns í tímabundnum kröggum. Enginn hefur lcikið sér að skatta- lögum og framtalsmálum og þar með komið sinum hluta sameig- inlegs kostnaðar samfélagsins yfir á þá sem úr minnu hafa að spila. Enginn hefur rennt stoðum undir ríkidæmi með þvi að skila ekki söluskatti eða færa einka- neyslu sína yfir á fyrirtæki sitt. Allar slikar spumingar eru ókurt- eisi, óviðeigandi, gott ef ekki „úr- eltar”. Ég hefi „ekki hug á að for- dæma rikidæmið” segir ritstjóri DV. Það er nefnilcga það. Sá sem nú um stundir gerðist svo djarfúr að minna á það til dæmis, að Kristur hefði talið ríkidæmi synd (vegna þess að í því felst afskipta- leysi um hagi allsleysingja) hann er annaðhvort talinn svolítið. klikkaður og því ekki mark á hon- um takandi, eða þá laumukomtni á fiótta með sitt stéttahatur inni kirkjuna. Svo sannarlega eru þeir sem hlutabréfin eiga orðnir að heilög- um kúm. Og ef nokkur maður dirfist að raska tó þeirra þá skal hann fá það strax á baukinn, hvem djöfulinn hann vilji upp á dekk: eða vill maðurinn hafa hlut- ina eins og hjá Ceaucescu í Rúm- eníu eða hvað? Gáum að þessu. Og svo var þaó ftiamingjan Og það er í meðvituðum eða ómeðvituðum skilningi á þessari stöðu mála, að ádrepuvindurinn rýkur úr penna DV-ritstjórans jafnóðum og skrifað er. Og ekki nema von að hann leiti sér lend- ingar í sígildri huggun af þessu tagi hér: „Auk þess mælist ekki lífs- hamingja fólks eftir veraldlegri auðlegð. Til em þeir sem ekki vita aura sinna tal en búa þó við auðnuleysi. Og svo em aðrir sem vart eiga til hnífs og skeiðar en em þó ætíð sáttir og sælir.” Æjá. Úr því farið er með al- hæfingar af þessu tagi (sem ávallt fela í sér sannleikskjama og lýgi líka) er eins gott að bæta einu spakmælinu við: Peningar tryggja ekki hamingju - en þeir gera ógæfúna mun þolanlegri en hún ella væri....

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.