Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 23

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 23
QÆGURMAL HEIMIR MÁR PÉTURSSON Kanínumaðurinn í Kertalandi Föstudagur 18. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 í stórum dráttum er ekki mikill munur á „Candleland" og plötum Echo & The Bunnymen. Dulúðin sem einkenndi tónlist Kanínu- mannanna er til staðar á „Candleland". Þessi dulúð liggur ef til vill í persónunni McCulloch, sem trúir á alls kyns dularfull fyrirbæri, sem er aðdáandi David Bowies fyrir allar furðupersón- urnar sem hann skapaði og skýrði tréð í garðinum heima hjá sér Ziggy Stardust. Dauðinn hefur verið tíður gest- ur hjá McCulloch frá því hann yfirgaf Echo & The Bunnymen. Þegar hljómsveitin hélt sína síð- ustu tónleika í Japan frétti hann af andláti föður síns en á milli þeirra var samkvæmt heimildum, sterk og mikil vinátta. Faðirinn sem sjálfur var söngvari dýrkaði soninn og fylgdist náið með af- rekum hans og hann deildi einnig með honum fjörugu ímyndunar- afli og ánægjunni af góðum ævintýrum. Síðan fórst vinur hans og félagi Pete De Freitas og skömmu síðar var McCulloch á fótboltaleik á Flillsborough leikvanginum þegar 95 manns frá Liverpool tróðust undir og dóu. Það er þó ekki að heyra á „Candleland" að reynslan af dauðanum gangi þar aftur. En það er greinilegt að McCulloch er þroskaðri maður en áður. Það er meiri yfirvegun í tónlistinni en áður og þegar vel er hlustað má greina tregatón innan um alla dulúðina. „Candleland" er tákn fyrir útgöngu McCullochs úr Echo & The Bunnymen og platan er gerð við þrúgandi aðstæður. Þess vegna verður mjög spenn- andi að heyra næstu plötu McCullochs, ef hún verður að veruleika. Þar gætu átt eftir að koma fram nýjar hliðar á þessum merkilega tónlistarmanni. -hmp sig frá öðrum hljómsveitum vegna sérstæðs söngs McCullochs og gítarleiks sem að vísu er sláandi líkur gítarhljómi Cure. Þegar McCulloch hætti síðan í hljómsveitinni í september 1988 og fréttir bárust af því að hann stefndi á sólóplötu, fór maður að velta því fyrir sér hversu stór hluti hann væri af hljómsveitinni. Það hefði verið forvitnilegt að bera sólóplötu hans saman við ein- hverja afurð frá þeim sem eftir voru í hljómsveitinni en þeir stefndu að því að halda nafni hljómsveitarinnar uppi. Örlögin gripu hins vegar þar inn í þegar trommuleikari hljómsveitarinn- ar, Pete De Freitas, fórst í mótor- hjólaslysi á síðasta ári. Á síðasta ári gafi lan McCull- och fyrrum aðalsprauta Echo & The Bunnymen út sína fyrstu sólóplötu. Það hefur lengi staöið til af minni hálfu að skrifa nokkur orð um þessa plötu sem lan McCulloch kallar „Candleland", eða Kertaland. Þessi ásetningur hefur hins vegar dregist vegna þess að það er erfitt að finna réttu orðin yfir tónlist McCullochs. Echo & The Bunnymen var merkileg hljómsveit og ein sú besta sem var á ferðinni á síðasta áratug. Hún kom fram á sjónar- sviðið á svipuðum tíma og U2, Cure og New Order og um tíma var þessum fjórum Liverpool- drengjum spáð miklum frama og vegna upprunans var velgengni þeirra líkt við The Beatles. Það fór þó aldrei þannig að Kanínu- mennirnir næðu eins langt og hin- ir fjórir frábæru og U2, Cure og New Order hafa allar selt meira af plötum en þeir. Engu að síður voru vinsældir hljómsveitarinnar miklar. „Porcupine“ var sú plata Echo & The Bunnymen sem var og er í mestu uppáhaldi hjá mér. Ástæð- an fyrir þessu er kannski sú að árið 1983, þegar platan kom út, heiðruðu Echo & The Bunnymen íslendinga með nærveru sinni á tónleikum í Laugardalshöll. Þetta var með allra bestu tón- leikum sem undirritaður hefur orðið vitni að og hljómurinn var sá besti sem ég hef nokkru sinni heyrt í Höllinni. Umslagið á „Porcupine“ er líka merkilegt fyrir þá sök að á því er mynd af lan McCulloch Kanínumönnunum við Gullfoss í klakaböndum. Echo & The Bunnymen skáru Kim Larsen er ligeglad eins og danska þjóðarsálin. Mynd: Jim Smart. Kim Larsen hinn danski á sér marga aðdáendur hér á landi sem munu sjálfsagt taka því fagnandi að hann heimsækir klakann í annað skipti í dag og byrjar heimsóknin með tón- leikum á Gauki á Stöng á morg- un. Einhvern veginn hef ég á til- finningunni að Kim Larsen hljómi líka betur á smáum stað eins og Gauknum en í tilgerðarlegu gím- aldi eins og Hótel íslandi, þar sem hann spilaði þegar hann kom hingað í fyrra. En Kim Larsen mun spila á fleiri stöðum en á Gauknum. Eftir tónleikana þar heidur Lar- sen til Stykkishólms og ærir hólmarana að öllum líkindum upp úr skónum. Síðan kemur að skagamönnum og þann 23. maí koma Larsen og hljómsveit hans Bellami fram í íþróttahöll FH í Hafnarfirði og verða það fyrstu tónleikarnir sem haldnir hafa verið þar. Daninn gleymir heldur ekki höfuðborg Norðurlands því þangað heldur hann þann 25. maí og baunar á Norðlendinga og þar með lýkur heimsókn Larsens til íslands að þessu sinni. Þetta tónleikaplan segir að mínum dómi meira um Kim Lar- sen en mörg orð. Hann er maður ligeglad eins og þjóðarsálin danska og hefur mest gaman að því að hjóla á milli kráa í Kaup- mannahöfn með gítarinn og spila yfir könnu af öli fyrir þá sem nenna að hlusta og Danir nenna svo sannarlega að hlusta á Lar- sen. Enginn tónlistarmaður er eins vinsæll í Danaveldi og hann. Enda verður hann með tónleika fyrir 50.000 manns í Kaupmanna- höfn strax að lokinni íslandsför. Það er erfitt að spá nokkru um lagavalið á prógrammi Larsens í þessari heimsókn hans. En hann mun væntanlega spila nokkur af þeim lögum sem fylla nýjustu breiðskífu hans „Kielgasten“, sem að stórum hluta eru lög úr samnefndum söngleik sem var á fjölum einhvers leikhússins í Kö- ben í fyrra. Sögleikurinn fékk ekki góða dóma í idönsku press- unni og var ekki sérlega vel sótt- ur. Lögin á „Kielgasten“ eru þó ekta Larsen-músíkk og ættu ekki að svíkja neinn sem hrifist hefur af karli áður. I Eins og fyrri plötur Larsens er höfuðeinkenni „Kielgasten" þessi sérdanski léttleiki, sem gamla nýlenduveldið skildi allt of lítið eftir af í efnahagsumræðu- tættri sál mörlandans. Kannski Larsen nái að skilja þennan létt- leika eftir í áheyrendum sínum í heimsókn sinni að þessu sinni? -hmp Hvíslaðir tónar frá Kanada Systkinin Margo og Michael Timmins eða Cowboy Junkies. Cowboy Junkies er með allra hljóðlátustu hljómsveitum sem ég hef heyrt í. Það er þó varla við hæfi að kalla Cowboy Junkies hljómsveit því nafnið er aðeins titill sem systkinin Margo og Mic- hael Timmins hafa valið sér fyrir samstarf þeirra í tónlistinni, þó enn eitt systkinið Peter Timmins og Alan Antons teljist einnig vera meðlimir í hljómsveitinni. Þetta fólk kemur frá Kanada eins og annar hljóðlátur tónlistar- maður, Daniel Lanois. Nýjasta platan þeirra, „The Caution Horses“, er eins og hvísl á yfir- gefnum bar, þar sem söngkonan og nokkrir hljóðfæraleikarar leika þreytt fyrir sjálf sig nokkur vöggulög fyrir svefninn. Michael Timmins semur nær allt efni plötunnar en á henni er einnig að finna lögin „Powderfinger“ eftir gamla raularann Neil Yong og „You Will Be Loved Again“ eftir heimstónlistarkonuna Mary Margaret 0‘Hara. Eins og allt annað efni plötunnar er lag Neil Yongs ákaflega rólegt, sennilega það rólegasta af öllu á plötunni, en ákaflega vel flutt og sungið af Margo Timmins. Hún syngur annars öll lögin á plötunni og ger- ir það mjög vel. Það má reyndar segja svipaða sögu af lagi Mary Margaretar O'Hara sem er síðasta lagið á plötunni. En það er ekki víst að allir hafi náð að halda sér vakandi út í gegnum alla plötuna. Raunar er aðeins eitt lag á „Caution Horses" sem ekki er í þungavikt- arflokki vögguljóða og það er lagið „Rock And Bird“, mjög gott lag með listilega vel spiluð- um bassa og gítar. Þau systkinin eru miklir aðdá- endur Elvis Presleys og viður- kenna engan annan sem hinn ókrýnda konung rokksins. Það er ákaflega skrýtið að hugsa til þess að fólk sem semur tónlist sem er nánast hvísl eða eins og þytur í laufi, skuli eyða mörgum stund- um í að hlusta á Elvis. I viðtali við NME voru þau spurð út í þennan áhrifavald og svöruðu því meðal annars þannig að Kanada væri mun rólegra land en Bandaríkin, víðátturnar væru meiri og fólkið minna villt. Það má vel vera, en meira að segja „Love Me Tend- er“ hljómar eins og argasta þungarokk við hliðina á tónlist Cowboy Junkies. Þetta er ekki sagt í niðrandi merkingu á nokk- urn hátt, aðeins til að reyna að skýra hvers konar rólegheit eru þarna á ferðinni. „Caution Horses“ fer vel með silfurgráum sumarnóttum og er örugglega heilsubætandi í erli dagsins. -hmp Han besöger os igen

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.