Þjóðviljinn - 01.06.1990, Side 12

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Side 12
Rokkað undir kristallskrónum Pórunn Sigurðardóttir skrifar Einu sinni sagöi við mig kona að ég hefði átt heima í Leníngrad í fyrra lífi. Ekkert veit ég um það en hitt veit ég að mér finnst ein- kennilega kunnuglegt þegar ekið er frá flugvellinum og inn í borg- ina. Kannski af því að þessar breiðu, beinu götur með háu trjánum meðfram minna mig á Madrid. Og slitinn marmarinn í flugstöðinni á Marokkó. Nema hvað hér eru fleiri Lödur. Hingað er ég komin til að fylgja nemend- um úr Leiklistarskóla íslands um Sovétríkin, skoða leikhús og einkum þó Leiklistarháskólann í Leníngrad, sem stendur fyrir þessu boði. Leiklistarháskólinn í Leníngrad er sá stærsti sinnar tcgundar í heiminum með alls 700 nemend- ur í fjöldamörgum deildum. Sökum anna kem ég inn í landið á eftir krökkunum og er sótt af sendinefnd skólans sem bugtar sig með rósavönd og kallar mig „madam“ eins og ég væri Galina Ulanova. Þessu eigum við nú ekki beint að venjast hérna megin en ég á eftir að komast að því síðar hvílík virðing er borin fyrir kennurum við Leiklistarhá- skólann, og reyndar fyrir lista- mönnum almennt. Strax næsta dag er skólinn skoðaður. Hann er í tveimur virðulegum gömlum húsum, rétt við miðbæinn, og í öðru er leiksvið skólans, en minni svið til æfinga eru tvö. Aðsókn í þennan skóla er eins og í aðra leiklistarskóla, miklu meiri en hægt er að anna - einn kemst inn- af hverjum 25 sem þreyta inn- tökupróf. Hér er auk leikara- deildar (sem skiptist í almenna deild og söngleikjadeild) leikstjóradeild, leikmyndadeild, gagnrýnendadeild, brúðuleik- húsadeild, (sem aftur skiptist eins), framleiðendadeild (pro- ducers) og svo mætti lengi telja. Hins vegar er engin höfundadeild en að málefnum höfunda verður komið síðar. Án þess að hér verði reynt að alhæfa nokkuð um skólann, er ljóst að uppbygging hans er í mörgu ólík því sem við eigum að venjast. Undir kristalls- krónum Ég hafði heyrt að leiklistar- nemar í Sovétríkjunum væru með fallegra fólki og það eru sannar- lega engar ýkjur. Það leyndi sér ekki þegar maður kom inn í tíma, að þetta fólk er valið að verulegu leyti eftir útliti og atgervi. Samt var það fullkomlega laust við þá svolítið hrokafullu sjálfsupphafn- ingu sem gjarnan fylgir glæsi- legum leikurum. Þær guðs gjafir sem þetta fólk hefur hlotið í vöggugjöf, hvort heldur það var óvenjulegur fríðleiki, glæsilegur líkami, undurfögur rödd, eða geislandi húmor, virðist það nota af auðmýkt og innileika þess sem gegnir heilagri köllun, er í þjón- ustu einhvers sem er því sjálfu æðra. í þessu tilviki listarinnar. Þessi rómantíska afstaða er mjög ólík því sem við eigum að venjast, en hún hefur líka sínar skugga- hliðar. Þjónustulundin getur orð- ið lamandi, frumkvæðið slævist og þá verður listin aðeins fagur- skreytt yfirborð á tilverunni. Auðvitað læra þessir nemend- ur ýmsar greinar, sem kveikja sköpun og auka persónuþroska þeirra, en það er þó augljóst að miklu meiri áhersla er lögð á bók- legar greinar og sígilda list með fagurfræðilegri áherslu en hjá okkur. Og kröfur þessara nem- enda eru líka okkur framand- legar. Eftir að hafa farið í ballett- tíma með þeim ætluðum við auðvitað að fara í sturtu, en þá kom í ljós að í þessum 700 manna skóla fannst engin sturta. Svo maður þvoði sér bara úr ísköldu vatni í grútskítugum vaski fram- mi á gangi á meðan síðustu tón- arnir af Chopin dóu út undir kristallsljósakrónunum í baliett- salnum. Leikið á íslensku Það er alitaf lærdómsríkt að máta sjálfan sig og sína reynslu við aðra, einkum ef aðstæður og uinhverfi er ólíkt. Þá skynjar maður betur hvað maður á og hvað maður á ekki. Og að horfa á leikið á tungumáli sem maður skilur ekki er ögrandi og vekur ýmsar spurningar sem vakna sjaldan þegar textinn skýrir fyrir manni vilja og vafa persónanna. Það reyndist íslensku nemendun- um líka góð lexía að leika á ís- lensku fyrir nemendur og kenn- ara í Leníngrad, einhverskonar tilraun til þess að rata rétta leið með bundið fyrir augun. Allur óþarfi og hik hlýtur að síast frá aðalatriðunum, „fókusinn“ verð- ur eðlilegur og skýr, hið tor- kennilega samband á milli leikara og áhorfenda þungamiðjan í leiknum. Og svo vildu sovésku nemendurnir auðvitað læra ýmis- legt af okkur. Það er kannski dæmi um breytta tíma að mestur tíminn fór í að kenna þeim að rokka á vestræna vísu. Leníngrad er falleg borg og sól- in skín á okkur alla daga á meðan við erum þama. Og auðvitað er farið með okkur út um allar triss- ur að skoða kirkjur, söfn og hall- ir. Krökkunum þykir mest gaman að fara í búðir og hafa víst ekki margir hópar eytt eins miklum tíma í verslunum og þau, enda verðlagið hlægilegt. Fallegustu fötin sem við sáum voru þó ein- kennisbúningar Rauða hersins. Það hefur ekkert verið sparað í hönnun og vandvirkni og við erum ekki búin að vera lengi í Sovétríkjunum þegar það er ákveðið að með einhverjum ráðum verði komist yfir þennan klæðnað fyrir hópinn. Hvernig við fórum að því er leyndarmál, enda stranglega bannað að flytja herbúninga úr landi, en í gegnum toll og útlendingaeftirlit fórum við með bréf upp á að við ætluð- um að leika merkilegt, gamalt byltingardrama á íslandi, þar sem nota ætti þessa búninga. Ekki orð um það meir. Málverk og Mongólar Ég hafði hlakkað mikið til að skoða Vetrarhöllina, en mál- verkasafnið þar slær jafnvel Pra- do í Madríd út. Mér finnst tíminn alltof stuttur þegar komið er inn á söfn eins og þetta, við því er ekk- ert að gera (nema maður ráði sig sem gæslukonu í Vetrarhöllinni í ellinni), en það er margra mán- aða verk að skoða þetta glæsilega safn. Enn og aftur þakka ég í hugan- um öllum þessum gömlu keisur- um og kóngum veraldar, sem hafa í sérvisku sinni sankað að sér listaverkum. Ég ætla aldrei að komast í gegnum hollensku meistarana og fer á hundavaði í gegnum bláa tímabilið hjá Pic- asso fyrir vikið. Þar lendi ég í dásmlegum félagsskap nokkurra mongólskra bænda sem eru komnir alla leið frá afgönsku landamærunum til Leníngrad. Ég stend mig að því að skoða þá meira en málverkin á veggjun- um. Andlitið eru meitluð og sterk eins og fjöllin þeirra og þegar þeir brosa til mín sé ég í andlitunum „Vorið f Moskvu": Meira að segja þessir eru Ifka famir að brosa. Þórey kennir rokk undir kristallskrónum. Bítlamir spilaðir á rókókó- flygilinn í horninu. Á stúdentagarði leiklistamemanna búa 300 manns, fjórir í hverju herbergi. En þröngt mega sáttir sitja (eða sofa). Þama eru m.a. Þorsteinn Guðmundsson, Olga frá Síberíu, Baba írá Lettlandi, Alex- ander frá Úkraínu, Piotr frá Georgíu og Magnús Jónsson. straumhörð fljót, hesta og grænar hlíðar. Svo hverfa þeir í mannþ- röngina og ég sé þá aldrei meir. Leikstjórnar- nám En við erum fyrst og fremst komin til Sovét til að skoða leikhús. Ég hef sérstakan áhuga á að kynnast leikstjóradeild skólans, sem er fimm ára deild eins og allar hinar. Leikstjórmar- nám hefur hvergi verið til eins lengi og í Sovétríkjunum og raun- ar hvergi í heiminum til sambæri- legur skóli við leikstjórnar- deildina í Leníngrad og Moskvu. Ég fær að hitta einn athyglisverð- asta unga leikstjóra Rússa, Dmitri Hananovitsj, eftir að hafa séð sýningu hans á gömlum rússneskum klassiker, Ostrov- sky. Dmitri þessi útskrifaðist fyrir nokkrum árum úr Lenín- gradskólanum og hann segir mér að hann hafi verið undir stöðugu eftirliti þar til í hittifyrra, er loks hafi verið endanlega hætt að senda fulltrúa flokksins á lokaæf- ingar í leikhúsum til að gefa grænt ljós á sýningamar. Við eigum langt samtal um sovéskt leikhús í perestrojkunni og hann er ekki sérlega bjartsýnn: „Ritskoðun undanfarinna ára- tuga hefur nánast drepið alla so- véska leikritun. Pólverjar og Tékkar t.d. gengu aldrei svona langt og þessvegna var gífurlegur sprengikraftur í leikrituninni hjá þeim. Við þær miklu breytingar sem hafa orðið þar datt aðsóknin niður í leikhúsunum, fólk þurfti allt í einu ekki að fara í leikhúsin eftir andspymu- og baráttuþreki. Hér í Sovét var ekkert slíkt að hafa. Slíkar sýningar vom ein- faldlega stöðvaðar í fæðingunni og smátt og smátt þorði enginn að segja neitt. Én því fer fjarri að hlutverki leikhússins sé lokið, þótt breytt sé um stjórnarhætti og slakað á ritskoðun. Samviska mannanna þarf stöðuga eldskím og leikhús- ið verður að takast á við siðferði mannsins og ábyrgð gagnvart náttúru, samfélagi og eigin lífi. Og við bíðum eftir rússneskum leikritahöfundum sem gera það,“ sagði Dmitri. Þessa skoðun átti ég eftir að heyra aftur og aftur hjá leikhús- fólki bæði í Leníngrad og Mos- kvu. Ég spurði Dmitri svo að lok- um um námið og hvernig það hefði nýst honum. „Strangt tekið er ekki hægt að kenna leikstjórn. Sú sjaldgæfa samsetning kaldrar greindar og skipulagsgáfu annars vegar og hins vegar heits skapandi eldhuga með óendanlega þolinmæði, verður ekki búin til í skólum. Það er hægt að þjálfa þessa nauðsyn- legu hæfileika leikstjórans og svo er hægt að auka þekkingu hans á bókmenntum, myndlist, tónlist, sálfræði, rökhyggju, ljósa- hönnun, sögu, samfélagsfræði og öllu því sem góður leikstjóri þarf helst að kunna skil á, en aðeins reynslan sker úr um hvort hann verður raunvemlegur leikstjóri.“ Ég gat ekki stillt mig um að spyrja hann í framhaldi af þessu, hvort hann teldi að leikstjórn væri síður fyrir konur en karla, en ég hafði skömmu áður eytt heilli nótt í að rífast við félaga mína úr leikstjóradeildinni um það. 12 SÍDA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júnf 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.