Þjóðviljinn - 01.06.1990, Síða 13
Flikkað upp á rauðu stjörnuna.
Myndir: Þórunn Sigurðardóttir
Dmitri hló við og sagði að í so-
vésku leikhúsi þyrftu leikstjórar
helst að vera ofurmenni: „Von-
andi eignumst við einhvern tím-
ann svoleiðis kvenfólk.“
Malí-leikhúsið
Ein aðalástæða fyrir því að mig
langaði til Sovétríkjanna, var að
sjá Malí-leikhúsið í Leníngrad.
Um páskana í fyrra var haldið þar
námskeið á vegum norrænu dans-
og leiklistamefndarinnar og er
óhætt að segja að fólk hafi fatlið
flatt fyrir þessu óvenjulega
leikhúsi, sem sýnir nær eingöngu
dramatiseringar á skáldsögum.
Með bréf frá Árna Bergmann og
Lenu komst ég allra minna ferða í
leikhúsinu, sá þrjár sýningar og
kom krökkunum líka inn, þótt
strangt tekið væri uppselt á allar
sýningar ár fram í tímann. Malí-
leikhúsið er án efa þekktasta
leikhús Sovétríkjanna í dag en
þegar landið var opnað fyrir 4
árum, voru þau meðal fyrstu
listamannanna sem voru sendir
um heiminn til að kynna það sem
er að gerast í sovéskri list.
Auðvitað hafa alltaf verið sendir
listamenn frá Sovétríkjunum, en
þá á vegum hins opinbera en ekki
á eigin vegum eins og þau. Er
skemmst frá því að segja að þau
hafa lagt heiminn að fótum sér,
svnt í Japan, Bandaríkjunum,
Ástralíu og um alla Evrópu. Von-
andi verður ekki langt að bíða
þess að þau komi til lslands, en
það hefur reyndar komið til tals.
Ég hafði heyrt því haldið fram
af fólki, sem hefur séð leikhús um
allan heim, að Malí-leikhúsið
væri besta leikhús veraldar. Svo-
leiðis „bestatal" er auðvitað ó-
marktækt í listum, samt finnst
mér Malí-leikhúsið hafa hrifið
mig meira en nokkurt annað
leikhús sem ég hef heimsótt.
Ég fékk ítarlegt viðtal við
Stronin, aðaldramaturg, Malí og
ég byrja á því að spyrja hann
hvers vegna þeir sæki efnivið sinn
í skáldsögur frekar en leikrit og
hvemig þeir vinni sýningamar:
„Við elskum „episkt“ leikhús.
Leikhús er í eðli sínu saga, frá-
sögn. Okkur skortir ný leikrit og
við getum ekki endalaust leikið
klassíkina. Skáldsögur em svo
ríkar af öllum þeim undirtexta
sem við emm alltaf að leita að
þegar við æfum leikrit. Þeim mun
betri sem leikritin em þeim mun
meiri undirtexta finnum við í
þeim. Það er ákaflega þakklátt að
vinna leiksýningar úr góðum
skáldsögum, ef maður hefur nóg-
an tíma og er með skapandi hóp
og góðan dramaturg.
Við byrjum á því að æfa alla
söguna, bókstaflega allan texta
hennar. Við emm aldrei undir ár
að þessari vinnu og skiptum
henni ekki niður í tímabil. öll
vinnan byggir á spuna (impro-
visasjón), en allur leikinn texti er
þó úr sögunni; texti höfundar.
Smátt og smátt hreinsum við út
aukaatriði, vinnum stefnu sýn-
ingarinnar og byggingu, þar til
eftir stendur heilleg, dramatísk
frásögn, full af reynslu og lífi.
Textinn reynist undantekningar-
laust miklu sjálfsprottnari og
markvissari með svona vinnu-
brögðum en ef leikaramir koma
ekkert nálægt þróun verksins.“
Ég spurði hann einnig hvort
hinar miklu vinsældir leikhússins
bæði innan og utan Sovétríkj-
anna stjórnuðu vali á verkefnum,
að þeir væra að eltast við almenn-
ingssmekk, einsog stundum er
sagt um leikhús sem ná mikilli
athygli og vinsældum:
„Við emm hluti af fólkinu og
það er hluti af okkur. Svo einfalt
er það. Við erum ekki að leika
fyrir okkur sjálf. Við njótum
ríkisstyrks og eigum auðvitað að
nota hann til að flytja leiklist
handa almenningi. En við gemm
mjög strangar listrænar kröfur og
það er líka okkar skylda. Við
byggjum alla okkar vinnu á Stan-
islavski og Meyerhold og höfum
þróað kenningar þeirra á per-
sónulegan máta, sem hentar okk-
ur.“
Að loknu miklu lengra samtali
spurði ég hann að lokum hvemig
leikhúsinu væri stjórnað, en
hvarvetna á Vesturlöndum (á ís-
landi líka) em menn að glíma við
að finna hentugasta stjórnunar-
formið á leikhúsunum.
Engin opinber
afskipti
„Við emm með 45-50 fast-
ráðna leikara, og örfáa aðra
starfsmenn. Við höfum aðeins
eitt svið og það er fremur lítið.
Leikhúsinu er stjórnað af Lev
Dodin, aðalleikstjóra þess í sam-
ráði við mig (Stronin) og stjóm-
endur deilda leikhússins. Yfir-
stjórnin er svo 16 manna leikhús-
ráð, sem allt eru starfsmenn (flest
leikarar), utan einn gagnrýnandi
sem við óskuðum eftir að sæti
með okkur í leikhúsráðinu. í því
situr enginn fulltrúi stjómvalda
og þau koma hvergi nærri stjóm-
un eða rekstri hússins og skipta
sér ekkert af okkur lengur. Þau
Greinarhöfundur með Mongólum í sparífötum að skoða Vetrarhöllina.
einfaldlega láta okkur fá peninga
til rekstursins og búið. Þannig á
það líka að vera og reynslan í So-
vétríkjunum hefur sýnt að öll
þessi afskipti yfirvalda af listum,
hvort heldur það er af rekstrar-
legri eða listrænni afkomu, eru til
ills bæði fyrir leikhúsin og
stjórnvöld. Við bemm ábyrgð á
rekstrinum, launagreiðslum og
öðru og það er aðeins við okkur
sjálf að sakast ef illa tekst til. Við
greiðum t.d. laun eftir reynslu og
hæfileikum og hikum ekki við að
flokka starfsfólk okkar niður eftir
listrænni getu. Allt annað er hálf-
kák og meðan við gerum þetta
sjálf sýnum við ábyrgð og gemm
þær kröfur sem einar skila þeirri
leiklist sem fólkið á skilið.“
Þá vitum við það. Því miður er
ekki hægt að tíunda sýningar
Malí frekar en að segja að þær
voru yndislegar; kraftmiklar og
heillandi. Allt sem manni finnst
að gott leikhús eigi að vera.
Ég get þó ekki sleppt að geta
þess að vinir mínir á leikstjórnar-
deildinni, sem ég vitna hér í af og
til, voru auðvitað ekki sammála
þessu, frekar en að konur gætu
orðið góðir leikstjórar. Þessir
ungu og gáfuðu menn vom ein-
kennilegt sambland af aftur-
haldssömum körlum og þrælrót-
tækum framúrstefnumönnum, en
svoleiðis samsetningar eru víst til
víðar en í Sovét. Þeir sögðu að
Malí væri venjulegt kapítalískt
fyrirbæri, sem stjórnað væri af
markaðshyggju Vesturlanda.
„Konfekt perestrojkunnar hans
Gorba handa Vesturlöndum,"
sögðu þeir. Annars var heldur vel
talað um Gorbatsjov af flestum
sem við hittum, þótt einstaka
ungmenni héldi því fram að hann
væri „bestur á erlendri gmnd“.
Og allir vom sammála um að í
dag ríkti vaxandi skilningur á
vægi listarinnar og Gorbatsjov
ynni markvisst að því að aflétta
því oki sem hvílt hefði á lista-
mönnum.
Síðustu dögunum í Sovét var
eytt í Novogorod og Moskvu.
Ferðalagið í næturlestinni til
Moskvu var þægilegt og ég sofn-
aði vært út frá bréfum Bjarna
Thor, þótt þröngt væri í klefan-
um. Mér fannst Moskva öll vest-
rænni og vesældarlegri en Len-
íngrad. IMoskvuvaralltáöðrum
endanum út af fundi Æðsta ráðs-
ins og lengi vel óvíst að við kæm-
umst inn á hótel. Það tókst nú
samt eftir ítarlega skoðunarferð
um borgina. Hvarvetna er verið
að gera upp gamlar byggingar,
kirkjur og leikhús. Og nú á að
taka upp hið uppmnalega nafn
torgsins þar sem Bolshoi leikhús-
ið stendur og kalla það Leikhús-
torg í stað Svetlofstorgs, einsog
það er kallað í dag.
Pólitískt
leikhús
í Moskvu
Merkast við Moskvudvölina
var nú samt að fara á fmmsýn-
ingu hjá þeim heimsfræga Peter
Stein, sem var að setja upp sína
fyrstu sýningu í Moskvu, Rómú-
lus mikla eftir Durrenmatt. Því
miður fannst mér þetta afspymu-
leiðinleg leiksýning; kaldi þýski
gáfumannastfllinn upp á sitt al-
besta, ofskýringar í postmodem-
iskri leikmynd, sem leikaramir
gátu engan veginn hreyft sig í,
tilgerðarlegar, utanáliggjandi
lausnir á flestum málum. Þegar
betur var að gáð, var hins vegar
augljóst að það voru einhver stór
og merk pólitísk skilaboð sem
leikstjórinn var að reyna að koma
á framfæri. f lok sýningarinnar
rann það upp fyrir mér að hann
var að fjalla um Sovét í dag;
Óvissa tekur við af miðstýrðu
einveldi, ný kúgun í stað þeirrar
sem er verið að hafna. Sú kúgun
er markaðshyggjan og öll sú spill-
ing sem henni fylgir. Og þó að
Stein tækist ekki að koma þessu
til skila í sýningunni (sem ef til vill
var líka vegna getu og áhuga-
leysis leikaranna) fær hann þó
prik fyrir þessa viðleitni sína.
Það var einkennileg tilviljun að
eftir fmmsýninguna sem var
tekið heldur fálega, hittum við
Peter Stein úti á götu og að sjálf-
sögðu tókum við hann tali. Hann
var daufur og greinilega vonsvik-
inn yfir viðtökunum, en hafði
margt eftirtektarvert að segja:
„Leikararnir kunna ekki skil á
öðm en Stanislavský. Súrrealismi
er þeim framandi og þeir hugsa
og skilja allt út frá ofurróman-
tískum hugmyndum um listina.
Sovéskt leikhús þarf sannleika,
ekki lygi. Sovésk leikritun hefur
byggst á lognum sögum, og á
lygum, földum raunvemleika
nærist spilling og hræðsla.
Leikhúsið er þjakað af langvar-
andi ritskoðun. Ég vil sýna sann-
leikann, - það sem bíður Sovét-
ríkjanna í þessari langþráðu per-
estrojku og ég vona að nýir höf-
undar í Sovétríkjunum geri það
einnig.
Og þegar við spurðum Stein
hvort hann vildi ekki koma með
okkur til íslands að leikstýra
svaraði hann án þess að hika:
„Jú, á morgun.“ Og svo hvarf
hann inn í mannþröngina.
Svo er Moskva kvödd, allir vin-
irnir sem við höfum eignast í So-
vétríkjunum. Vináttusamningur
Leiklistarskólans í Leníngrad og
þess íslenska hefur verið undirrit-
aður og við vonumst til að fá hóp
frá þeim til íslands í haust. Þá
ætla ég að sýna þeim allar kon-
urnar sem em að leikstýra á ís-
landi.
Helmingurinn af heimsreisu
minni er senn að baki. Áður en ég
held yfir hafið til San Francisco
sem er næsti áfangastaður, þarf
ég að heimsækja vini og kunn-
ingja í Helsinki, Kaupmanna-
höfn, París og Luxemborg. Þegar
vélin lyftir sér frá Moskvuflu-
gvelli og ég horfi yfir borgina,
heiti ég sjálfri mér því að koma
hingað aftur þegar einhver
reynsla verður komin á perest-
rojkuna. Eða kannski maður
fæðist bara hér í næsta lífi?
Vonandi verður þá eitthvað
fleira en kókdósir og hamborgar-
ar sem tákna það freisi og lýðræði
Vesturlanda, sem náð hefur
austur fyrir tjaldið.
Föstudagur 1. Júní 1990 : NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13
030f inúj..f t.uapLH.'taöT GAJBRAOJ3H TTÝM - AOtó Sf