Þjóðviljinn - 01.06.1990, Síða 21
Bandaríkin á
hnignunarbraut
Siguvegari í heimsstyijöld og
köldu stríði getur átt það á hættu
að tapa í samkeppni þriggja stórra
viðskiptablakka. Heimurinn velt-
ist um fast, eins og við vorum að
pára um fyrir viku. Við tókum þá
líka fram að mörgum þætti nóg
um hve veröldin er eitthvað ófyr-
irsjáanleg orðin.
Maður veit aldrei á hveiju
maður á von. Eitthvað hefur sólin
breyst frá því í fyrra, sagði skáld-
ið.
Þó er það svo, að ef atburðir
eru skoðaðir eftir á, þá finnast
margar rammar ástæður fyrir
hverri sveigju sem atburðarásin á
sig tekur.
Sigurvegaramir
sem töpuðu
Tökum til dæmis þá furðu-
legu staðreynd að þeir sem biðu
ósigur í síðari heimsstyijöld, þeir
hafa sigrað friðinn ef svo mætti
segja.
Með öðrum orðum, það eru
Þýskaland og Japan sem nú eru
auðugust ríkja og safna innistæð-
um og stórfyrirtækjum út um allt
meðan aðrir safna skuldum. Og
fara fram úr sjálfum Bandaríkjun-
um á mörgum efhilegum sviðum
hátækni og framleiðslu.
Meðan bæði Sovétrikin og
Bandaríkin, höfuðsigurvegaramir
í stríðinu, sem skiptu heiminum á
milli sín að því loknu, þau em
bæði í miklum vandræðum.
Því menn skulu gá að því, að
þessi tvö risaveldi eiga fleira
sameiginlegt í heimstaflinu en við
blasir við fyrstu sýn. Bandarískur
efnahagur hefur að sönnu ekki
beðið annað eins skipbrot og hið
kreddufasta tilskipanahagkerfi
Sovétmanna. En sem fyrr segir:
Bandarikjamenn hafa misst for-
ystuna á mörgum sviðum. Og þeir
hafa breyst úr helsta lánardrottni
heims í risavaxinn skuldasafnara.
Hervaldiö
sem brást
Til þess ama liggja margar á-
stæður. En það er eðlilegt að
nema fyrst staðar við það, að víg-
búnaðarkapphlaup risaveldanna
hefur gengið mjög nærri auði
þeirra og kröfhim. Það segir sig
sjálft að vígbúnaðarkapphlaupið
var afskaplega dýrt Sovétmönn-
um. Ef að sá útreikningur stenst
sem nú er sýndur, að þjóðarfram-
leiðsla þeirra sé ekki nema þriðj-
ungur af bandarískri þjóðarfram-
leiðslu, þá gefur auga leið að þeg-
ar Sovétríkin reyna að halda uppi
svipaðri vígvél og Bandarikin, þá
leggst sú byrði með margfoldum
þunga á hvem sovéskan þegn. En
vopnakapphlaupuð var líka dýrt
spaug fyrir Bandaríkin. Menn
hafa gert á því merkar úttektir hve
hættulegt það að mörgu leyti er
fyrir iðnaðinn bandaríska, að lifa
á hergagnapöntunum. Þær hafi
svipuð áhrif og ríkispantanimar á
sovéskan iðnað: greiðslur em
tryggðar hvað sem varan kostar,
kostir þeir sem tengjast sam-
keppni upp gufaðir. Stórar fram-
leiðslugreinar sofha firam á lappir
sér - á meðan Þjóðveijar og Jap-
anir, sem í framhaldí af ósigri í
stríði var lengi vel meinað að vera
með í vígbúnaðarævintýrum, gátu
einbeitt sér að nýrri framleiðslu
og hátækni sem til framtíðar
horfði.
Auk þess hafa Bandaríkin og
Sovétríkin mátt bíta í það súra
epli, að mikill herafli er ekki
sama ávisun á pólitískt áhrifavald
og forræði og áður. Efling kjam-
orkuvopnakerfa, hnignun hug-
myndakerfa, vanmáttur nútíma-
herja í styijöldum á borð við þær
sem háðar vom í Vietnam og
Afganistan - allt leggst þetta á eitt
um að draga úr þýðingu þess að
hrúga upp vopnum. Slyngur sölu-
maður tölvuvamings reynist með
umsvifum sínum afdrifaríkari en
aðmíráll með marga kafbáta í sjó.
Sömu leið og
Argentína?
í framhaldi af þessu em menn
famir að spá því, að Bandarikj-
anna bíði áframhaldandi hnignun
á næstu árum og áratugum. Sumir
taka svo djúpt í árinni að segja að
þetta auðugasta ríki heims sem
verið hefur gæti farið svipaða
leið og Argentína.
Argentína var einu sinni ríki
bróðirinn í Rómönsku Ameríku,
tilheyrði fyrsta heiminum svo-
kallaða í velsæld og Iífskjömm,
bar sig saman við Evrópu og
Norður-Ameríku og leit niður á
granna sína í álfunni fyrir þeirra
eymd og volæði. Sá tími er nú
löngu liðinn. Hvert þriðjaheims-
vandamálið af öðm steypist yfir
landið, hvað sem auðlegð þess
líður og allgóðri menntun þegn-
anna. Meira að segja millistéttin,
sem í reynd er einn helsti hemill á
uppreisn og stjómbyltingartil-
raunir, hún glutrar niður velferð
sinni og hrekst í vergangsmanna
sæti.
Blakkimar þrjár
Walter Russell Mead, sérfróð-
ur um hagfræðileg vandamál við
World Policy Institute í New
York, skrifar grein í Harpers
Magazine nýlega, þar sem hann
dregur upp mynd af því hvemig
Bandaríkin, sigurvegarar i kalda
striðinu, gætu tapað í friðsamlegri
samkeppni. Hann gerir þá, eins
og margir aðrir, ráð fyrir því að
heimurinn sé að skipta sér í þrjár
viðskiptablakkir - Evrópu, Aust-
ur-Asíu og Ameríku. Evrópu-
blökkin gæti verið mjög óháð
hinni amerísku um vömr og þjón-
ustu: hún gæti flutt hráefni inn frá
Afriku og Sovétríkjunum, elds-
neyti ekki bara frá Austurlöndum
nær, heldur og Sovétrikjunum.
Hún gæti komið láglaunaiðnaði
sínum fyrir í Austur-Evrópu
(greinarhöfundur minnir á það að
í Póllandi sé t.d. nú fáanlegt mjög
ódýrt vinnuafl, þar megi kannski
fá verkamann í vinnu fyrir 40
dollara á mánuði). Auðug lönd
Vestur-Evrópu gætu
haldið áffarn að sér-
hæfa sig í hátækni
og þjónustuiðnaði
HELGARPISTIL
Arni
Bergmann
og selt framleiðslu sína á markaði
sem stækkar mjög með raunvem-
legu efhahagslegu forræði yfir
Austur-Evrópu.
Fátt um
fína drætti
Mead telur og að Austur-
Asíublökkin verði einnig um
margt sjálfri sér nóg heild sem
hafi lítið til Ameríku (Norður- og
Suður-) að sækja annað en hrá-
efhi. Og muni veija sig gegn
bandarískum iðnvamingi eins og
Japanir gera með ýmsum ráðum.
Utkoman er sú að mjög er þrengt
að umsvifamöguleikum Banda-
ríkjanna sem áður gátu valsað
með sín viðskipti um allan heim í
því viðskiptakerfi eftirstríðsár-
anna sem þau áttu mestan þátt í að
móta. Lítill stuðningur er í því að
ráða mestu um viðskiptin við
Rómönsku Ameríku: þar hefur
verið um beina efnahagslega
hnignun að ræða á næstliðnum
áratug. Til dæmis að taka minnk-
aði útflutningur Bandaríkja-
manna til þriggja helstu ríkja
Rómönsku Ameríku (Argentínu,
Mexíkó og Brasiliu) um 36% á
árunum 1981-1987.
Dollarinn
stenst ekki
Mead telur það mjög hættu-
legt hve rækilega Bandaríkja-
menn hafa vanist á að reyna að
kynda undir hagvexti hjá sér með
lántökum (Evrópumenn og Jap-
anir kunna miklu betur að spara),
hve ofmetinn dollarinn er í við-
skiptum og hve háðir Bandaríkja-
menn eru olíuinnflutningi frá jafn
viðkvæmu og ótryggu svæði og
Austurlöndum nær. Hann telur að
lykilstaða dollarans í heimsvið-
skiptum sé mjög veik orðin og
lýkur þeim kafla ræðu sinnar á
þessum orðum hér:
„Ef að Austurlönd nær yfir-
gefa hið bandaríska áhrifasvæði
og olíuviðskiptin hverfa af doll-
arasvæðinu, þá mun stutt í það að
Bandaríska Oldin sé öll. Dollar-
inn mundi hrapa eins og loft-
steinn. Bandaríkin yrðu að vinna
sér inn erlendan gjaldeyri til að
borga olíureikningana sína, er-
lendar skuldir okkar mundu fara
að þjarma að lífskjörum okkar,
útlendir aðilar mundu missa á-
hugann á að reka áffam fjárlaga-
halla okkar með kaupum á ríkis-
skuldabréfum. Rlkir Bandaríkja-
menn mundu flytja fé sitt ffá
Bandaríkjunum, og inn í öruggt
athvarf erlendis...”
Aörir ráöa
músíkinni
Ekki nema von að greinarhöf-
undi finnist í næstu andrá, að
Bandaríkin gætu fetað svipaða
slóð og Argentína hefur fetað á
liðnum áratugum. Til þess að
komast hjá því að fara þá leið,
segir hann, þurfa Bandaríkja-
menn að hætta að monta sig af því
að þeir hafi unnið kalda stríðið og
reyna að snúa sér að því með al-
gáðu hugarfari að taka til vand-
legrar athugunar stöðu sina í hag-
kerfi heimsins. Enn bólar ekkert á
slíku, segir hann:
„Það er að byija nýtt partí,”
segir hann, „og við verðutn að
mála okkur og dansa og daðra við
þá skástu af þeim sem mæta á
svæðið. Það verður erfiðara en
áður: það er búið að veðsetja gim-
steinana okkar og við höfiun orð-
ið að setja bót á kvöldkjólinn, við
erum ekki í æskublóma lengur og
höfum fitnað meir en góðu hófi
gegnir. Við getum ekki heldur
leyft okkur að sitja heima í fylu,
og úr því við höfum ekki efni á að
borga hljómsveitinni, þá getum
við ekki lengur búist við því að
hún spili það lag sem við helst
vildum.”
Allt er þetta nokkuð ffóðlegt.
Föstudagur 1. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21