Þjóðviljinn - 01.06.1990, Síða 28

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Síða 28
Umhverfismálaráðherra fleygt út í umhverfið eftir að hafa sigrað í forkeppninni. Myndir: Kristinn. Léttasta lundin Umhverfisráðherra spaugilegastur Umhverfismálaráðherra Júlíus Sólnes átti spaugilegustu sög- una í forkeppni Spaugstofunnar um léttustu lundina, sem fram fór við Kjarvalsstaði í gær. Kristján heiti ég Ólafsson, umsjónarmað- ur neitendaþáttarins Nei, kynnti keppnina blaðamönnum og sagði: „Spaugkeppnin leitin að léttustu lundinni er samstarfs- verkefni Spaugstofunnar og Samstarfshóps um sölu á lamba- kjöti, lamb rneat". Spaugstofan hefur leit sína að léttustu lundinni þann 17. júní og stendur leitin til 9. júlí. Boðið verður upp á tveggja stunda sam- fellda hláturskemmtun í formi leikritsins „f gegnum grínmúr- inn“. Öllum landsmönnum með sæmilega óbrenglaða kímnigáfu er heimilt að taka þátt í keppn- inni um léttustu lundina og verða fimm keppendur valdir á hverj- um stað. í hverju kjördæmi verð- ur valin léttasta lund kjördæmis- ins, sem síðan tekur þátt í úrslit- akeppninni sem háð verður í Reykjavík. Einnig má senda inn skriflegt spaug í pósthólf 5195, 125 Reykjavík og verða tíu bestu bréfin birt í auglýsingadálkum dagblaðanna. Forkeppni léttustu lundarinn- ar fór fram við Kjarvalstaði. Það var samgöngu- og landbúnaðar- ráðherra, Steingrímur J. Sigfús- son sem reið á vaðið og bar frétta- mönnum Stöðvarinnar ‘90 kveðju ríkisstjórnarinnar. Ráð- herra skýrði frá því að greidd hefðu verið atkvæði um það á rík- isstjórnarfundi hvort slfta ætti fundi til að mæta í léttustu lundina, en það var fellt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Júlíus Sólnes umhverfismálaráðherra komu reyndar seinna á staðinn og kom Júlíus, sá og sigraði. Hann sagði sögu frá námsárunum í Kaup- mannahöfn. Þegar hann og fé- lagar hans voru einu sinni sem oftar á nætursumbli, gerðist Jú- líus lúinn og bauð vinur hans hon- um lykil að herbergi sínu á Möllers Pension svo Júlíus gæti lagt sig. Segist Júlíusi svo frá að þegar hann opnar herbergið er þar fyrir eldri kona. Þegar hún verður Júlíusar vör hrópar hún: „Voldtag mig, men dræb mig ikke!“. Fyrir þessa sögu fékk Júlíus tolleringu að launum frá Spaugstofunni, en að sögn Spaugstofumanna var mikill ágreiningur um það í dómnefn- dinni hver ætti vinninginn skilinn. -hmp Kristján heiti ég Ólafsson skýrir reglumar ( keppninni um léttustu lundina. 150 Lftra KÆLISKÁPAR /M* RÖNNING SUNDABORG 15. S:84«00 Nýtt símanúmer Frá og með 1. júni 1990 er símanúmer skiptiborðs Pósts og síma 63 60 00 og myndsendisnúmer 63 60 09. Nánari upplýsingar eru á blaðsíðum 338 og 339 í símaskránni. PÓSTUR OG SÍMI Við spörutn þér sporitt GOTTFÓLK / SÍA 5500-157

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.